Fréttatíminn - 15.10.2010, Síða 2
R étt áður en litla stúlkan mín fæddist sagði ljós-móðirin í gríni að gaman væri að hún fengi kennitöluna 101010-2010,“ segir Helga Helena
Sturlaugsdóttir framhaldsskólakennari. „Hún lá svo
í fanginu á mér þegar ljósmóðirin kom til okkar og
sagði: Vitiði hver kennitalan er? Hún fékk þá flottu.“
Litla stúlkan, sem fæddist á sunnudaginn var, er
annað barn þeirra Helgu og Eiríks Rúnars Eiríks-
sonar í Úlfarsárdal í Reykjavík. Fyrir eiga þau Guð-
rúnu Evu sem verður fimm ára í nóvember. „Já, hún
er ægilega spennt yfir litlu systur, en þetta er mikil
breyting. Hún var búin að bíða lengi eftir því að sú
stutta kæmi í heiminn, eða í sex mánuði, sem er
langur tími fyrir ungu dömuna.“
Litla stúlkan átti að koma í
heiminn 15. október, en þar sem
lítið var að gera á fæðingardeild-
inni á laugardaginn síðasta var
hringt í Helgu Helenu og henni
boðið að koma fyrr. „Já, ég var sett
af stað og bjóst við að hún myndi
fæðast á laugardeginum, en ég var
lengi í gang. Fæðingin gekk þó
eins og til var ætlast og nú sefur
litla stúlkan vært og drekkur vel
og gerir ekkert annað.“ Stúlkan
fæddist tæplega fimmtán merkur
og 53 sentimetrar. „Hún var akk-
úrat eins og hún átti að vera. Hún
er fullkomin,“ segir Helga Helena.
Þorvarður Kári Ólafsson hjá
Þjóðskrá lítur yfir lista talnanna
sem úthlutað var þennan dag:
„Þetta er flottasta kennitalan,“
segir hann. „Nei, enginn fékk
101010-1010 því hún stenst ekki
vartölupróf. Ljóst er að þessi litla
stúlka hefur verið fyrsta barnið
fætt þennan dag,“ segir hann enda
tölunum raðað eftir reikniformúlu
svo hægt sé að ganga úr skugga
um að kennitalan sé rétt og ekki
sé hægt að velja sér tölu.
En hvað les Hermundur Rós-
inkranz talnaspekingur út úr
kennitölunni? „Litla stúlkan er
ákveðin og hefur sterkt innsæi;
gæti til að mynda orðið góður
mannþekkjari,“ segir hann. „Hún
á eftir að ferðast mikið. Hefur
gaman af náttúrunni og rannsókn-
arstörfum. Hún verður ofsalega
góð í tungumálum og á eftir að
búa erlendis. Þannig að það er
mikil hreyfing í þessari stúlku, fyrst og fremst frelsi.“
Hermundur segir litlu stúlkuna eiga eftir að kjósa
að vera sinn eigin herra sem þoli illa stimpilklukkur
eða biðraðir. Hún sé mikill grallari og uppistandari
en líka víðsýn og komi með óvenjulegar lausnir. „Já,
mjög sterkur karakter.“ En fljótfærni sé í tölu hennar,
örlagatölunni fimm, sem geri það til að mynda að
verkum að hún eigi það til að vaða úr einu í annað.
„Það er því gott að foreldrarnir veiti henni aga og láti
hana hafa verkefni þar sem hún þarf að einbeita sér.
Já, og velji henni gott nafn sem hún getur vaxið upp
í.“
Og hvað á stúlkan að heita? „Við höfum ákveðið
nafnið en það verður ekki gefið upp. Ég reikna með
að hún verði skírð um jólin en þá kemur systir mín
heim í frí frá Danmörku.“
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
Systur í Úlfarsárdal. Guðrún Eva heldur hér á systur sinni,
óskírðri, sem fæddist á sunnudaginn, 10. október. Ljósmynd/
Hari
ÚlfaRsáRdaluR – GuðRÚn Eva EiGnast systuR
Fékk kennitöluna
101010-2010
Litla dóttir Helgu Helenu Sturlaugsdóttur og Eiríks Rúnars Eiríkssonar var heppin. Stúlkan fékk
að koma fyrr í heiminn en áætlað var þar sem lítið var að gera á Landspítalanum og hreppti því
eina flottustu kennitölu landsins, 101010-2010. Flottasta kennitalan, segir fulltrúi Þjóðskrár, og
ævintýrin bíða hennar, segir talnaspekingur.
Hún á eftir að ferðast mikið. Hefur gaman af náttúrunni
og rannsóknarstörfum. Hún verður ofsalega góð í tungu-
málum og á eftir að búa erlendis.
914
lAndSmenn
eiGA Afmæli
10. október
BankamEnn BÚfERlaflutninGaR
Fimm af fimmtíu launa-
hæstu fluttir úr landi
Íslenskir bankamenn hafa haldið tryggð við Ísland þrátt fyrir að algjört
kerfishrun hafi orðið í íslenska bankakerfinu í október 2008. Aðeins
fimm af fimmtíu launahæstu bankamönnunum árið 2008, samkvæmt
tekjublaði Frjálsrar verslunar, hafa flutt úr landi eftir hrun, eða tíu pró-
sent. Kaupþingsmennirnir Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helga-
son og Steingrímur Kárason fluttu til Lúxemborgar þar sem þeir eiga
og reka ráðgjafarfyrirtækið Consolium. Halldór Jón Kristjánsson,
fyrrverandi bankastjóri Landsbankans,
flutti til Kanada og Örvar Kærnested,
fyrrverandi starfsmaður Straums og FL
Group, flutti til Bretlands.
Bankamenn á Íslandi hafa fundið sér
farveg á mismunandi stöðum. Nokkrir
vinna enn í bönkunum, líkt og Birna
Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Sumir, eins og Kaupþingsmennirnir
Hannes Frímann Hrólfsson og Frosti
Reyr Reynisson, hafa stofnað verð-
bréfafyrirtæki en flestir hafa stofnað
ráðgjafarfyrirtæki. Þeirra á meðal
er Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi
bankastjóri Landsbankans. -óhþ
Baugur og banki tapa
15,5 milljörðum
Ljóst er að Baugur Group og Glitnir
tapa 15,5 milljörðum króna á gjald-
þroti félagsins Sólin skín, sem var í
eigu Baugs, Glitnis, Fons og kevins
Stanford. Tap Baugs nemur um
fjórum milljörðum en Glitnis 11,5.
Félagið var stofnað í kringum kaup
á hlutabréfum í bresku verslunar-
keðjunni Marks & Spencer. Páll
kristjánsson, skiptastjóri
þrotabúsins, segir í samtali við
Fréttatímann að uppgjör búsins
liggi fyrir á næstu dögum. Ekkert sé
af eignum í búinu og kröfuhafar fái
því ekki neitt upp í sínar kröfur.
Ríkissaksóknari í máli
vegna raðhúsagafls
Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari og
fleiri íbúar í raðhúsalengjunni Búlandi 9
til 19 í Fossvoginum standa nú í dóms-
máli vegna raðhúsagafls. Valtýr og fjórir
aðrir eigendur húsa í lengjunni hafa stefnt
einum vegna þess að sá vill ekki greiða
fyrir viðgerðina á gaflinum sem er á
endaraðhúsi Valtýs. Deilan snýst
um það hvort raðhúsalengjan
sé sameign, líkt og Valtýr og
hans fólk heldur fram, eða
hvort hvert hús sé séreign líkt
og hinn stefndi heldur fram.
„Við viljum ekkert umburðarlyndi gagnvart fullu fólki
sem abbast upp á aðra í miðbæ borgarinnar,“ segir
Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Besta flokks-
ins, um bókun sem flokkurinn lagði fram á fundi borg-
arráðs á miðvikudag. Í henni segir að mikil ánægja
ríki með bann við reykingum á vínveitingastöðum og
liggi „því við að næsta rökrétta skref verði að banna
áfengi inni á þessum stöðum, þar sem áfengisneysla
hefur margar og alvarlegar afleiðingar í för með sér.“
Ungliðahreyfing Besta flokksins, UngBest, fordæmir
bókunina og krefst þess að hún verði dregin til baka.
Hún sé yfirgengileg.
Einar Örn segir að borgarráðsfulltrúar flokksins
vilji með bókuninni vekja umræðu um fullt fólk í mið-
bænum sem sé öðrum til ama en hún boði hvorki höft
né bönn. „Miðborgin er eins og vígvöllur um helgar
og því viljum við opna á umræðu um hvað hægt sé að
gera til að fá þarna þokkalegra ástand. Er kannski ráð
að hafa hverfispöbba svo fólk geti gubbað í garðinum
heima sjá sér? Ef því líkar ekki að fólk gubbi í garðinum
heima, þá er spurning hvort ásættanlegt sé að það sé
gert niðri í miðbæ.“ Þá sé spurt um ábyrgðina: „Er í lagi
að drekka sig fullan og eigum við að þola fulla mann-
inn? Þegar ég fer í miðborgina er stærsta kvíðakastið
yfir því að þurfa að eiga við fullt fólk.“ Það gangi ekki.
Dagur Kári G. Jónsson, formaður UngBest, segir
kynslóðabil og mismunandi viðhorf speglast í bókun-
inni. Þarna tjái borgarfulltrúar sig án þess að ráðfæra
sig við unga fólkið í flokknum. Það sé misskilningur
að ástandið sé slæmt í miðbænum.
Bókunin kom í kjölfar þess að samþykkt var að
stytta á afgreiðslutíma þeirra skemmtistaða í borg-
inni sem hafa verið opnir til hálf sex á morgnana um
klukkustund í tveimur áföngum frá og með áramótum.
Fyrst um hálftíma og svo aðrar þrjátíu mínútur sex
mánuðum síðar.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
Biðla til fólks að hemja drykkjuna
Ungliðar Besta flokksins gagnrýna borgarfulltrúa sína og segja ungt fólk kunna að skemmta sér í miðbænum.
BEsti flokkuRinn nEitaR að sýna fullum vandRæðaGEmsum umBuRðaRlyndi
einar Örn
benediktsson,
fulltrúi Besta
flokksins, vill
ekki höft á
vínveitingaleyfi
skemmtistaða
en heldur ekkert
umburðar-
lyndi gagnvart
fullu fólki með
vandræði í mið-
borginni.
2 fréttir Helgin 15.-17. október 2010