Fréttatíminn - 15.10.2010, Side 6
„Sagan sýnir frábærlega
vel hvernig skynsamt
fullorðið fólk getur leikið
tveim skjöldum.“
Eva María Jónsdóttir
Ofurkonur
gefast ekki
upp!
Hvað gerir virðuleg prestsfrú þegar
faðir hennar er kominn með kærustu
örstuttu eftir lát eiginkonunnar?
Dramatísk fjölskyldusaga úr reykvísk-
um nútíma eftir metsöluhöfundinn
Jónínu Leósdóttur.
www.forlagid.is — alvöru bókabúð á netinu
Mikið og frábært húllumhæ stendur
nú yfir vegna friðarsúlu Johns Lennon
í Viðey. Boðið er upp á kvöldferðir út í
eyjuna. Lagt er af stað öll kvöld kl. 20.
Leiðsögumaður tekur á móti gestum og
gengur með þeim að verkinu og fjallar
um það sem fyrir augu ber. Í Naustinu,
skála við hlið súlunnar, eru seldar léttar
veitingar. Gjald í þessar ferðir er kr.
5.000 fyrir fullorðna og kr. 2.500 fyrir
börn, 7-15 ára. Þetta þótti Birni heldur
dýrt. Hann hafði samband: „Alls verða
þetta kr. 17.500 fyrir mína fjölskyldu.
Mér finnst það nú vægast sagt blóðugt!“
Björn hefur ekki tekið eftir smáa letrinu.
Ef grannt er skoðað má lesa: „Allir hand-
hafar greiðslukorta í íslenskum bönkum
njóta sérstakra kjara og býðst að kaupa
tvo miða á verði eins.“
Með öðrum orðum: Ef þú ert Íslendingur
borgar þú helmingi minna en ef þú ert
útlendingur. Friðarsúluskoðunin lýtur þar
með svipuðum lögmálum og verðlagn-
ingin í Bláa lóninu: „Fram til 1. apríl 2011
fá handhafar greiðslukorts frá íslenskum
banka sérkjör í Lónið; 1.500 kr. á mann.
Aðrir borga 28 evrur eða 4.500 krónur.“
(af heimasíðu Lónsins).
Tvær skoðanir eru uppi um þessa tvö-
földu verðlagningu. Sumir segja að þetta
sé plebbaleg mismunun, jafnvel siðlaus,
enda sé bannað að mismuna fólki eftir
þjóðerni (eða uppruna greiðslukorta í
þessu tilviki). Aðrir segja að ferðamenn-
irnir geti bara vel borgað meira en
heimamenn, enda hafi þeir ekki tekið
þátt í uppbyggingu ferðamannastað-
anna. Starfsemin í Viðey sé til að mynda
niðurgreidd af skattfé sem aðeins Ís-
lendingar hafa lagt til. Þar að auki tíðkist
svona tvöfalt kerfi víða í útlöndum.
Hvað segir Einar Örn Benediktsson,
formaður Ferðamálaráðs Reykjavíkur,
um málið?
„Þessi tvöfalda leið er það sem mörg
ferðaþjónustufyrirtæki hafa farið þegar
gengi krónunnar er lágt. Auðvitað orkar
þetta tvímælis, en ég var í Istanbúl í vor
sem leið og þá voru þrjú verð í gangi:
námsmenn, innfæddir og ferðamenn.
Reykjavíkurborg niðurgreiðir almennar
ferðir út í Viðey og það er frítt fyrir börn
að sex ára aldri, 6-18 ára greiða 500 kr.,
fullorðnir 1.000 kr. og eldri borgarar
900 kr. Mér finnst alveg athugandi að
hafa hærri verðskrá ef þjónstuaðili
telur það vera innan marka þess sem
þjónustan sem hann býður þolir. Það
er líka, til dæmis, umhugsunarefni
að Reykjavíkingar greiða niður ýmsa
þjónustu sem við notum. Til að nefna eitt
þá kostar rúmar tvær evrur í sund. Hvar í
Evrópu kostar tvær evrur inn á háklassa
sundstaði á borð við þá sem sundlaugar
Reykjavíkur eru?“
Dr Gunni er UmboðsmaðUr neytenda Ábendingar og kvartanir: drgunni@centrum.is
Er eðlilegt að ferðamenn borgi meira en innfæddir?
Gunnar
Hjálmarsson
drgunni@centrum.is
Þ að er misjafnt hvað sérfræð-ingar í tannréttingum finna mikið fyrir kreppunni en
flestir hafa sögu af einhverri fækk-
un sjúklinga. Einnig er eitthvað um
að menn bíði með meðferð þar til
betur árar. Ætli það sé ekki óhætt
að tala um ca 20% fækkun sjúk-
linga,“ segir Kristín Heimisdóttir,
formaður Tannréttingafélags Ís-
lands.
„Það getur verið bagalegt að
fresta meðferð, sérstaklega þegar
um vaxtaraðlögunarmeðferð er
að ræða,“ segir hún. „Áhrif þess
að fresta tannréttingameðferð eru
margvísleg. Í sumum tilfellum er
um að ræða bitskekkju, sem getur
valdið óþægindum við tyggingu
eða talörðugleikum. Framstæðar
tennur eru í margfaldri áhættu að
brotna við högg. Innilokaðar tennur
geta eytt rótum aðliggjandi tanna.
Síðast en ekki síst eru sálræn áhrif
sjúklings með skakkar tennur. Það
getur haft gífurleg áhrif á sjálfs-
mynd unglings að vera með skakk-
ar tennur og einatt vanmetið hve
mikilvægt er að hlúa að þeim þætti.
Það er þó þannig að hlutdeild
sjúklings eða forráðamanns hans
í tannréttingameðferð er það há að
það er ekki á allra færi að fara í slíka
meðferð. Tekjulægstu hóparnir hafa
ekki efni á þessari þjónustu og því
miður er ekkert öryggisnet í sam-
félaginu fyrir þá einstaklinga, ef
svo má komast að orði. Styrkurinn
frá hinu opinbera fyrir hefðbundna
tannréttingameðferð getur hæstur
orðið 150 þúsund, en kostnaður-
inn við tannréttingameðferð, sem
tekur oft 2-3 ár, getur numið 700-
1.100 þúsundum. Kostnaður við
tannlækningar og tannréttingar
hefur hækkað minnst af kostnaði
heilbrigðisstétta síðastliðin miss-
eri, þrátt fyrir að efniskostnaður
hafi margfaldast.
Þó má nefna bragarbót sem gerð
var á endurgreiðslu fyrir þá einstak-
linga sem eru í alvarlegustu mál-
unum, en það eru börn með skarð í
vör/klofinn góm, einstaklingar sem
vantar fjórar tennur eða fleiri, þ.e.
meðfædd tannvöntun, og þeir sem
þurfa að fara í kjálkaskurðaðgerð
vegna misræmis í kjálkavexti. Þá
endurgreiðir hið opinbera 95% af
kostnaði við meðferðina. Það var
löngu tímabært að koma til móts
við þennan hóp.“
Kristín segir Íslendinga standa
langt að baki öðrum Norðurlanda-
þjóðum og tannheilsu íslenskra
barna fari hrakandi. Kostnaðar-
hlutdeild hins opinbera sé alltof lág
og þar detti tekjulægsti hópurinn
út. Þau börn fari einfaldlega ekki til
tannlæknis. Stjórnvöld hafi brugð-
ist. „Sjúkratryggingar Íslands sátu
uppi með 300 milljóna króna afgang
á síðasta ári. Þeir peningar hefðu
réttilega átt að fara til fólksins sem
búið var að greiða fyrir þjónustuna.“
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Börn hinna tekju-
lægstu verða út undan
Ekkert öryggisnet í samfélaginu fyrir þá einstaklinga, segir formaður Tannréttingafélags Íslands.
tannréttingar Um 20% fækkUn sjúklinga í kjölfar kreppUnnar
Tannréttingar Kostnaður við tann-
réttingameðferð getur numið 700-1.100
þúsund krónum. Tekjulágt fólk ræður
ekki við þau útgjöld enda er kostnaðar-
þátttaka hins opinbera lítil.
Ljósmynd/Getty
Greiðslur TR/SÍ vegna tannréttinga og fjöldi einstaklinga, sem notið hafa þeirra greiðslna, hefur
þróast þannig á tímabilinu jan. 2006 til og með sept. 2010
Ár Fjöldi barna
Greiðslur TR/SÍ
í m. króna
Skýring
2006 322*) 23,9 Alvarlegustu tilvikin, s.s. klofinn gómur o.þ.h.
2007 333 25,0 sama
2008 370 29,2 sama
2009 431 29,3 sama
2010 373 36,6 sama, sjá þó skýringu að neðan **)
2006 3.405 173,7 Styrkur vegna tannréttinga
2007 3.520 172,5 sama
2008 3.827 185,9 sama
2009 3.741 190,7 sama
2010 2.463 116,6 sama
2010 3.284 155,5 Hér er reiknað með því að aðsókn verði óbreytt út árið, og þá gæfi heilt ár trúlega nálægt þessum tölum.
*) Hver einstaklingur fær styrk í allt að þrjú ár og getur því komið fram í tölum þriggja ára.
**) Í ár varð sú breyting á að sett var ný reglugerð sem heimilar SÍ að greiða 95% af kostnaði tannlæknis þegar um alvar-
legustu tilvikin er að ræða. Langstærstur hluti kostnaðarins hér liggur þó í tannréttingum.
Reynir Jónsson tryggingayfirtannlæknir segir áhrif þessara breytinga munu verða lengi að koma fram og sjást ekki nema að
litlu leyti í tölum ennþá. Eins megi nefna að minnkandi eftirspurn eftir tannréttingum, sé slíkt raunin, komi fram í tölum með
nokkurri tímatöf.
6 fréttir Helgin 15.-17. október 2010