Fréttatíminn - 15.10.2010, Qupperneq 23

Fréttatíminn - 15.10.2010, Qupperneq 23
helsta forgangsatriði er samt eigin efnahagur og umbætur á honum.“ Sú stefna kínverskra yfirvalda að hver hjón megi ekki eignast nema eitt barn mun á næstu tíu til fimm- tán árum leiða til þess að sjálfkrafa dregur úr hagvexti, þar sem vinnu- aflið eldist og færri bætast í hópinn. Efnahagsákvarðanir kínverskra stjórnvalda í dag verða að taka mið af þessari framtíðarsýn. Eðlileg fjárfestingarstefna Kínverska ríkið hefur enn gífurleg ítök í viðskiptalífinu þótt kommún- istahagkerfið sé byrjað að víkja fyr- ir markaðshagkerfi. Jafnvel í þeim fyrirtækjum sem hafa verið einka- vædd er velflest erlend starfsemi bundin leyfum frá stjórnvöldum. Ríkisvaldið á einnig stóra fjárfest- ingarsjóði og oft er erfitt að skilja á milli utanríkisstefnu og efnahags- stefnu kínverska ríkisins. Tímarit- ið Foreign Affairs slær því fram að allt að helmingur starfsmanna kín- verska utanríkisráðuneytisins starfi að efnahags- og viðskiptatengslum við útlönd. Ingjaldur Hannibalsson, pró- fessor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að skilja ástæður kínversku útrásarinnar. „Vesturlönd eru óþarf lega tor- tryggin í garð kínverskra fjárfest- inga. Kínverjar eiga gríðarlegan gjaldeyrisvaraforða af því að þeir hafa flutt svo mikið út. Það er alveg eðlilegt að þeir vilji geyma hann í ríkisskuldabréfum annarra landa, því fylgir lítil áhætta, og líka að þeir leiti að betri ávöxtun með því að fjárfesta í viðskiptalífinu. Ef Þjóð- verjar vildu fjárfesta í bandarísku orkufyrirtæki myndi engum þykja neitt athugavert við það, en ef það eru Kínverjar, reikna margir Vestur- landabúar með að það hljóti að vera einhverjar pólitískar ástæður undir- liggjandi.“ Ísland og Kína Norska blaðið Aftenposten birti í síðustu viku grein undir fyrirsögn- inni: „Kína kaupir sér vini“. Þar var fjallað um að Kínverjar gerðu hosur sínar grænar fyrir fjárþurfi Evrópuríkjum, meðal annars Ís- landi, til að freista þess að smokra sér inn á Evrópumarkað. Í nýlegri heimsókn kínverska utanríkisráð- herrans til Grikklands lofaði hann því að Kínverjar myndu kaupa grísk ríkisskuldabréf. Við sama tækifæri fékk gríski skipaiðnaðurinn hátt í 600 milljarða króna lán. Þá hafa Kínverjar nýverið keypt spænsk ríkisskuldabréf. Kínverski seðlabankastjórinn, sem heimsótti Ísland í síðustu viku, sagði blaðamönnum við það tæki- færi að kínversk stjórnvöld hefðu ekki rætt það sérstaklega að kaupa íslensk ríkisskuldabréf. Gjaldeyris- skiptasamningur sem löndin gerðu með sér í júní síðastliðnum gegndi þó að vissu leyti svipuðu hlutverki. Ingjaldur segir að Kínverjar hafi ekki enn fjárfest að neinu marki á Íslandi. Hann gerir því skóna að þar sem Kínverjar séu á höttunum eftir að fjárfesta í náttúruauðlindum eða hráefnaframleiðslu, gæti það freist- að þeirra ef og þegar upp kæmu nýj- ar álversframkvæmdir. S24 = HAGSTÆÐARI INNLÁNSVEXTIR • Betri innlánsvextir • Enginn binditími • Engin lágmarksupphæð • Óverðtryggður sparnaður • Engin úttektarþóknun • Innlánsvextir 3,45%- 5,35%** Sparnaðarreikningur S24 % Samanburður á innlánsvöxtum* SPARNAÐUR FYRIR FYRIRTÆKI OG EINSTAKLINGA Í meira en 10 ár hafa einstaklingar getað ávaxtað sparnað sinn hjá S24. Nú gerum við betur og bjóðum einnig fyrirtækjum og félögum að nýta sér betri kjör á óverðtryggðum innlánsreikningi okkar. Kynntu þér málið, það kostar ekkert. Kíktu á www.s24.is eða hringdu í síma 533 2424 – og þú hagnast. S24 býður hagstæðari kjör á óbundnum, óverðtryggðum innlánsreikningi. Það kostar ekkert að stofna sparnaðarreikning hjá S24. *Á www.keldan.is er að finna samanburð á sambærilegum innlánsreikningum banka og sparisjóða fyrir 1 milljón til 9.999.999, 10.000.000 til 49.999.999, 50.000.000 – 99.999.999 og 100 milljónir og hærra. Í öllum þessum flokkum býður S24 upp á hagstæðustu kjörin. Myndin í auglýsingunni tekur mið af samanburði m.v. 1 milljón til 9.999.999. Upplýsingar eru teknar af www.keldan.is þann 11.10.2010. D Y N A M O R E Y K JA V ÍK 0 1 2 3 4 5 Arion banki 3,40% Íslandsbanki 3,60% Landsbankinn 3,65% MP banki 3,70% Sparisjóðurinn 4,20% Byr 4,02% S24 4,50% **Skv. vaxtatöflu S24 11.10.2010 Herdís Sigurgrímsdóttir H.Sigurgrimsdottir @lse.ac.uk GJALDEYRISDEILA Kínverjar eru sakaðir um að styrkja samkeppnisstöðu Kína á kostnað Vesturlanda með því að halda gengi júansins lágu. Lósmynd/Getty HRÖÐ EN ÓJÖFN ÞRÓUN Kína hefur breyst gífurlega síðan landið hóf að opna sig fyrir er- lendum áhrifum. Stórborgirnar hafa þróast hratt í átt að vestrænu neyslusamfélagi en í sveitahér- uðum er enn tals- verð fátækt og búskaparhættir fjarri nýjustu tækni. Lósmynd/ Getty fréttaskýring 23 Helgin 15.-17. október 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.