Fréttatíminn - 15.10.2010, Síða 28

Fréttatíminn - 15.10.2010, Síða 28
Menn reyna að lifa í voninni um bætta tíma. Hins vegar er boðið svo lágt í verk að nái markaður- inn sér ekki fyrr en eftir tvö til þrjú ár verða fyrirtækin svo illa upp brunnin að þau ná sér aldrei. S teindofinn, stoppað og hætt. Þannig lýsir Jóhann Gunnar Stef-ánsson, framkvæmdastjóri verk- takafyrirtækisins Háfells, ástandinu á verktakamarkaðnum frá bankahruni. Fyrirtækin bítist um smáverk og þau afar fáu stærri verk sem boðin séu út. „Ég lít á þetta sem ástand,“ segir hann. „En við ætlum að gera allt til að fleyta fyrirtækinu inn í betri tíma.“ Þess vegna hafi Háfell aðeins boðið 178 millj- ónir króna í 433 milljóna verk við Suð- urstrandarveg. Tilboðið hljóðaði upp á rúmlega 41% af áætluðum verktaka- kostnaði og reyndist vera það lægsta. Tilboðinu vart tekið „Ég ætlaði mér að fá þetta verk. Hins vegar hugsa ég að við fáum það ekki,“ segir Jóhann Gunnar. Vegagerðin hafi í kjölfar kærumála, sem Jóhann Gunn- ar viðurkennir að Háfell hafi oft staðið fyrir, breytt útboðsskilmálum og óskað eftir ítarlegri gögnum um verkreynslu og hæfi, s.s. greiðslu opinberra gjalda. „Ég tók ekki eftir þessari línu í út- boðsgögnunum. Svo ræddi ég við Vega- gerðina strax eftir opnun tilboða en þeir vildu ekki taka við gögnunum eftir á. Ég er að sjálfsögðu vonsvikinn og það voru fleiri en ég sem urðu ekki varir við þetta. Ég geri því fastlega ráð fyrir að tilboðið okkar verði dæmt ógilt,“ segir Jóhann Gunnar. Með verkið í höfn hefði rekstur fyrirtækisins verið tryggður næstu eitt til tvö árin. „Nú læt ég reka á reiðanum og býð í litlu verkin.“ En var það þá upp á líf og dauða að fá þetta verk? „Nei,“ segir Jóhann Gunnar, „Líf verktakafyrirtækja veltur á dómi Hæstaréttar í máli Samtaka iðnaðarins um gengistryggðu lánin. Þar eru millj- arðar undir.“ Hann telur að Háfell eigi hundruð milljóna króna undir. Bankarnir vilja húsin að veði Hilmar Konráðsson, forstjóri Verk- taka Magna, bauð einnig langt undir verktakakostnaði í Suðurstrandarveg- inn, eða aðeins 66%. Hann segir gögn um verkreynslu og hæfi ekki vefjast fyrir verktökunum en erfiðara sé að fá bankaábyrgð eins og nú sé krafist. „Bankar og tryggingafélög vilja ekki opna bankaábyrgð nema með veði í fasteign. Þeir eru í raun að taka alla af lífi sem ekki geta reitt fram húsin sín,“ segir hann. Þeir hafi enga trú á mann- virkjagerð. „Þessi bransi er búinn hér heima. Langsniðugast væri að loka sjoppunni. Ég sé ekki af hverju fyrirtæki með eigið fé eiga að eyða því í framkvæmdir. En menn reyna að lifa í voninni um betri tíma. Hins vegar er boðið svo lágt í verk að nái markaðurinn sér ekki fyrr en eft- ir tvö til þrjú ár verða fyrirtækin svo illa upp brunnin að þau ná sér aldrei.“ Jóhann Gunnar segir að frá hruni hafi mikil verðmæti glatast. „Tugir manna hafa horfið úr landi, með þekkinguna. Ég tel að ráðamenn þjóðarinnar átti sig ekki á því hvað það er dýrt að stöðva allar framkvæmdir. Þessi barátta fyrir- tækjanna nú endar þannig að eftir ár eða tvö verða tvö til þrjú fyrirtæki í þessum geira uppistandandi, stofnuð verða ný fyrirtæki sem þurfa að byggja upp reynslu og aðra þekkingu eins og til dæmis gæðaeftirlit með verkum sín- um. Fullt af viðbótarkostnaði sem lagt hefur verið í verður að engu.“ Fá verktakafyrirtæki í þrot Árni Jóhannsson, forstöðumaður mann- virkjasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, segir undarlega fáa verktaka hafa orðið gjaldþrota frá hruni. „Það rímar einfald- lega ekki við ástandið hve fá fyrirtæki hafa farið í þrot.“ Ástæðan sé líklega sú að bankar og fjármögnunarfyrir- tæki hafi meðal annars haldið að sér höndum við að gera fyrirtækin upp vegna óvissunnar um uppgjör gengis- tryggðra lána. Dómur í málinu falli að öllum líkindum fyrir áramót. Þá komi í ljóst hvort fjöldi fyrirtækja heltist úr lestinni. Árna finnst þó það mat Jóhanns Gunnars bratt að eftir ár eða tvö verði aðeins tvö til þrjú fyrirtæki uppistand- andi. Samdrátturinn sé þó augljós öll- um þeim sem skoði markaðinn. „Í eðli- legu árferði væru um tólf til fimmtán þúsund í starfi hjá verktakafyrirtækjum m ag gi @ 12 og 3. is 4 11 .0 08 Batik • Bíldshöfða 16 • 110 Reykjavík • Sími 557 2200 • sala@batik.is • www.batik.is Steindofinn verktakabransi  Verktakafyrirtæki bjóða langt undir áætluðum koStnaði Undarlega fá verktakafyrirtæki hafa farið í þrot þrátt fyrir að bransinn berjist í bökkum. Það er mat forstöðumanns mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins. Líf margra verktakafyrirtækja veltur á gengisdómum Hæsta- réttar. Þau bítast nú um fá verk í boði og bjóða langt undir kostnaðar- verði. Krafan er að verktakar setji húsin sín að veði fyrir verkum. Jóhann Gunnar Stefánsson, forstjóri Háfells, við eina vélina sem hann stefnir á að selja. Ljósmynd/Hari Lj ós m yn d/ H ar i 28 fréttaskýring Helgin 15.-17. október 2010

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.