Fréttatíminn - 15.10.2010, Page 40

Fréttatíminn - 15.10.2010, Page 40
10 heimilistíminn Helgin 15.-17. október 2010 L ímstafir með orðunum Home sweet home er nýjung frá Ólöfu Jakob-ínu hönnuði sem slegið hefur í gegn með íslensku límstafina Heima er best. Íslensku límstöfunum hefur verið vel tekið og datt Ólöfu Jakobínu því í hug að prófa að útbúa þessa ensku útgáfu með orðunum Home sweet home. „Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þeim verður tekið,“ segir Ólöf Jakobína, sem auk lím- stafanna hefur hannað húsgögn og aðra húsmuni. Spurð segist hún ekki stefna á umsvif erlendis en þetta hafi fyrst og fremst verið hugmynd sem vert var að framkvæma Síðastliðin þrjú ár hefur Ólöf Jakob- ína haldið út skemmtilegu bloggi um heimili og hönnun á olofjakobina.blog- spot.com. „Þegar ég var í fæðingarorlofi með son minn, árið 2007, fann ég alls konar skemmtilegar síður sem ég fór að fylgjast með og hreifst af. Ég ákvað að prófa þetta sjálf, hafði áður unnið á Húsum og híbýlum og því nokkuð kunnug þessum heimi. Fyrst var ég með síðuna lokaða og notaði þetta sem eins konar úrklippubók; var hér áður fyrr alltaf að klippa út úr blöðum og merkja við fal- lega hluti en þarna var þetta orðin eins konar úrklippubók á tölvutæku formi sem tók til dæmis mun minna pláss og var miklu aðgengilegri. Þegar ég var að- eins komin á skrið með þetta opnaði ég síðuna fyrir vini og vandamenn en síðan hefur lesendafjöldi aukist jafn og þétt. Ég horfi mjög lítið á sjónvarp og dunda mér við þetta í staðinn. Mér finnst þetta skemmtilegt.“ Ólöf fylgist vel með öðrum bloggsíð- um en segir þó ekkert koma í staðinn fyrir það að setjast niður með góðan kaffibolla og gott blað. Spurð hvaða stíll virðist sækja í sig veðrið núna segir hún kósíheitin vera allsráðandi. „Mínimal- isminn hefur verið á hraðri niðurleið og kósístemning á uppleið. Það þykir ekki smart að kaupa allt innbúið á sama stað. Hér áður fyrr var öllum púðum hent og helst ekkert fest upp á veggi en nú er þessu öðruvísi farið. Því fleiri púðar því betra og myndaveggir frá gólfi og upp í loft, þar sem öllu ægir saman, ljósmynd- um, verkum listamanna og barna, þykja hið besta mál. Í þessu efnahagsástandi, þegar maður kemst hvorki til útlanda né út að borða, er svo mikilvægt að manni líði vel heima hjá sér. Maður skapir sér sitt eigið heimili með sínum uppáhalds- hlutum en ekki heimili sem gæti rétt eins verið sýningarbás í verslun úti í bæ.“ Límstafirnir fást í verslunum Epals og Þjóðminjasafnsins, Sirku á Akureyri, Snúðum og snældum á Selfossi, Póley í Vestmannaeyjum og hjá Uma.is Bloggsíða Ólafar Jakobínu: olofjakob- ina.blogspot.com Bocksey-skápa- og hillueiningarnar eru spennandi nýjung í haustlínu Habitats í ár. Einingarnar eru hannaðar af James Patterson og hægt að raða þeim saman að vild á mjög einfaldan hátt. Þeim er einfald- lega staflað saman eins og kubbum ofan á grunneiningu sem er eins og lágt borð eða bekkur og möguleik- arnir eru óþrjótandi. Þannig nýtist Bocksey í litlum og stórum rým- um og þjónar margs konar hlutverki. Ein- ingarnar samanstanda af opnum hillum og skápum. Hver eining er seld sér og því er hægt að bæta inn í hana að vild og hver einasta sam- setning verður einstök og persónuleg.  Hönnun Bocskey-skápar Leikið með kubba Heima er best Home Sweet Home límstafirnir sem Ólöf Jakobína hannaði. Drottinn blessi heimilið límstafirnir fást nú einnig í hvítu. „Í þessu efnahagsástandi, þegar þú kemst hvorki til útlanda né út að borða, þá er svo mikilvægt að þér líði vel heima hjá þér,“ segir Ólöf Jakobína Ernudóttir sem er hér ásamt syni sínum Tómasi Oddi, þriggja ára.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.