Fréttatíminn - 15.10.2010, Side 60

Fréttatíminn - 15.10.2010, Side 60
J úlíus Kemp er gamall skóla-bróðir minn, við höfum unnið saman áður og ég hef leikið í myndum sem hann framleiddi,“ segir Ingibjörg sem tók sig til og slengdi bókunum sínum, Strákarnir með strípurnar og Rótleysi, rokk og rómantík, saman í eitt kvikmynda- handrit eftir að Júlíus benti henni á að í bókunum væri fyrirtaks efni í bíómynd á ferðinni. Það verða ákveðin kaflaskil á milli bóka en all- ar grunnpersónurnar halda áfram um leið og nýjar bætast við. „Júlíusi fannst margt svo djúsí í seinni bók- inni sem hann vildi nota þannig að það varð úr að ég byggði handritið á báðum bókunum.“ Ingibjörg segir að sér hafi reynst frekar erfitt að f létta bækurnar saman í eina sögu en eftir að Júl- íus leiddi saman þau Baldvin Z, sem leikstýrir Óróa, hafi hún komist á fulla ferð. „Við Baldvin þekktumst ekki neitt en smullum strax sam- an. Hann kom mjög sterkur inn og var fljótur að finna áhugaverðustu punktana í bókunum. Ég settist svo bara niður í Bókhlöðunni og skrif- aði handritið út frá ábendingum hans. Við Baldvin fórum svo saman í gegnum handritið, slípuðum það til og vorum mjög ánægð með út- komuna. Við beygjum aðeins út af sögunni þannig að fólk má ekki láta sér bregða þótt þetta sé ekki alveg eins og í bókunum.“ Ingibjörg segir Óróa fjalla um unglinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í heimi hinna fullorðnu. „Þau eru dálítið tætt en einhvern veginn tekst þeim að hjálpast að við að kom- ast í gegnum erfiða tíma. Þetta er samtímasaga sem ég held að ung- lingar eigi auðvelt með að spegla sig í. Ég sótti að einhverju leyti í eigin reynslu og notaði ýmislegt frá sjálfri mér þótt það sé nú orðið langt síðan maður var unglingur. Dóttir mín er líka á þessum aldri og svo var ég bara með augu og eyru opin alls staðar þar sem ég komst í tæri við unglinga.“ 48 bíó Helgin 15.-17. október 2010 Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Bíó  bíódómur: The Social NeTwork  Panic Room, Fight Club, Se7en, Al- ien 3, The Curious Case of Benjam- in Button, Zodiac. Ekki þarf að hafa fleiri orð en þessa kvikmyndatitla um það hversu fjölbreyttur og klár leikstjóri David Fincher er og með The Social Network bætir hann enn einni rósinni í hnappagatið. Myndin segir sögu yngsta millj- arðamærings í heimi, Marks Zuc- kerberg, sem hannaði samskipta- síðuna Facebook, og þar sem allir, ömmur þeirra og langömmur eru komnir á Facebook má vera ljóst að þessi mynd höfðar til hálfrar heims- byggðarinnar eða svo. Hér er enginn í bráðri lífshættu og engir sálsjúkir morðingjar á ferð en samt er myndin hörkuspennandi enda skortir ekkert á dramatíkina þegar Zuckerberg þarf að verja sköpunarverk sitt í tveimur skaða- bótamálum þar sem hann er meðal annars sakaður um að hafa stolið hugmyndinni að vefnum. Þessa spennandi og áhugaverðu sögu beint úr samtímanum segir Fincher með miklum meistara- töktum og ótrúlega þéttur hópur leikara ryður úr sér drepfyndnum og frábærum texta eins og þau séu öll á amfetamíni. Jesse Eisenberg, lúðinn úr Zombieland, fer á kostum í hlutverki Zuckerbergs og Justin Timberlake, af öllum mönnum, stel- ur senunni ítrekað. Þórarinn Þórarinsson Aðrir miðlar: Imdb: 8,6/10, Rotten Tomatoes: 97%, Metacritic: 96/100 Spennumynd um tölvulúða Órói í tættum unglingum Straumur íslenskra mynda í bíó heldur áfram á föstudag þegar Órói verður frumsýnd en fyrir eru á fleti í kvikmyndahúsum Sumarlandið og Brim. Órói byggist á vinsælum unglingabókum Ingibjargar Reynisdóttur sem skrifaði einnig handritið. Þetta er samtímasaga sem ég held að unglingar eigi auðvelt með að spegla sig í.  bruce williS Glæsilegur ferill Bruce Willis sem harðhaus og hasarhetja hófst með Die Hard árið 1988 og myndirnar í þessum vinsæla bálki eru orðnar fjórar. Willis veit að hann getur alltaf selt bíómiða þegar hann bregður sér í hlutverk löggunnar John McClane og hefur nú látið þau boð út ganga að hann vilji leika í tveimur Die Hard- myndum til viðbótar. „Ég get enn hlaupið og slegist á tjaldinu en auðvitað kemur að því að ég get það ekki lengur og þá mun ég hverfa frá Die Hard,“ segir þessi 55 ára töffari og bætir við að hand- rit fimmtu myndarinnar sé nánast tilbúið. Engin leið að hætta Bruce Willis er ekki af baki dottinn. Ingibjörg leikur móður í Óróa: „Ég á ungling sem er að verða 18 ára þannig að þetta gengur alveg upp í raunveruleikanum.“ Þ etta var rosalega skemmtilegt og frábær reynsla.“ segir Atli Óskar átján ára sem fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni Órói. sem fjallar um unglinga sem eru að feta sín fyrstu spor í heimi fullorð- inna og eru með allt á hornum sér. Handritið skrifaði leikstjórinn Bald- vin Z ásamt Ingibjörgu Reynisdóttur og er kvikmyndin einmitt byggð eftir bókum hennar, Strákarnir með stríp- urnar og Rótleysi, rokk og rómantík. ,,Þetta hlutverk var mikil áskorun fyrir mig. Ég þurfti að setja mig og tilfinningar mínar algjörlega til hlið- ar. En það er auðvitað hluti af því að vera leikari. Ég naut algjörlega hverr- ar einustu stundar,” segir Atli.  órói aTli óSkar er í aðalhluTverki Naut hverrar stundar Atli Óskar Mikil áskorun. Enginn Bourne í Bourne 4 Velgengni og vinsældir þríleiksins um ofurnjósnarann Jason Bourne, sem Matt Damon lék með miklum tilþrifum, kalla sam- kvæmt hefðinni óhjákvæmilega á fleiri fram- haldsmyndir og rjað að leggja drög að fjórðu Bourne-myndinni, The Bourne Legacy. Aðdáendur geta þó sparað sér fagnaðarlætin þar sem leikarinn verður ekki með að þessu sinni og það sem meira er, sjálfur Jason Bourne verður ekki einu sinni í myndinni. Tony Gilroy, sem skrifaði handrit fyrri myndanna þriggja, ætlar að leikstýra The Bourne Legacy. „Það mætir alveg ný hetja til leiks. Það sem gerðist í hinum myndunum hrindir atburðarásinni af stað þannig að þeir sem þekkja til fyrri myndanna munu átta sig á tengingunni.“ Gilroy segir að þótt Bourne láti sig vanta að þessu sinni sé hann sprelllifandi og ekki útilokað að hann birtist í seinni myndum. Matt Damon og Bourne verða fjarri góðu gamni. Jesse Eisenberg er burðarbitinn og fremstur meðal jafningja í frábærri mynd. Freeman heiðraður AFI (American Film Institute) ætlar að heiðra eðalleikarann Morgan Freeman fyrir ævi- starf hans í kvikmyndum næsta sumar. Freeman hefur hlotið ein Óskarsverðlaun, fyrir Million Dollar Baby, og verið tilnefndur nokkrum sinnum enda hefur hann sett sterkan svip á ófáar myndir í gegnum tíðina. Viðurkenning AFI þykir einn mesti heiður sem fólki í bíóbransanum getur hlotnast og með þessu bætist Freeman í fríðan hóp fólks á borð við Jack Nicholson, Steven Spielberg, Barbra Streisand, Elizabeth Taylor, Alfred Hitchcock og Martin Scorsese.Meiri hasar hjá Rourke Mickey Rourke og naglinn Til Schweiger, sem fór hamförum í Inglorious Basterds, verða í aukahlut- verkum í spennumyndinni The Courier sem segir frá sérþjálfuðum sendli sem sérhæfir sig í að koma hverju sem er til skila við vonlausar aðstæður. Jeffrey Dean Morgan leikur sendilinn en talið er að Rourke muni annaðhvort leika spilltan FBI-mann eða skuggalegan glæpaforingja sem á von á skjalatösku frá sendlinum svakalega. D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Viðskiptavinir í Vildarþjónustu Byrs fá frítt viku- kort hjá Hreyfingu og 20% afslátt af Betri aðild með margs konar fríðindum. Vertu í Vildarþjónustu Byrs og fáðu aukin fríðindi, persónulega þjónustu og sjálfvirkar lausnir sem veita þér betri yfirsýn yfir fjármálin. VILDARÞJÓNUSTUTILBOÐ Í HREYFINGU VILDARÞJÓNUSTA BYRS Kynntu þér kostina á byr.is Freeman er vel að viðurkenningunni kominn. Mickey Rourke hefur nóg að gera.  iNgibJörg reyNiSdóTTir: breyTTi uNgliNgabókum í bíómyNd

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.