Fréttatíminn - 15.10.2010, Blaðsíða 61

Fréttatíminn - 15.10.2010, Blaðsíða 61
bíó 49 Helgin 15.-17. október 2010  leikhúsdómur Buddy holly  25% afsláttur um helgina a n to n & b e rg u r Um helgina veitum við 25% afslátt af öllum Blue Lagoon húðvörum í verslun okkar að Laugavegi 15. Komdu við og kynntu þér íslenskar gæðavörur. Mánudaga - Föstudaga 10:00 - 18:00. Laugardaga 10:00 - 16:00 / Sunnudaga 13:00 - 17:00 Opnunartími verslunar www.bluelagoon.is Söngleikurinn um Buddy Holly er hressileg skemmtun fyrir yngri kynslóð leikhúsgesta. Fjörið er keyrt áfram af frábærri tónlist og það er gaman að upplifa þennan saklausa tíma þegar fólk taldi að rokk væri skaðlegra en reykingar. Vandinn er hins vegar sá að aðal- leikarinn veldur vart rullunni sinni og því missir sýningin oft dampinn. Ingólfur Þórarinsson er hörku per- former og flottur söngvari en hann ætti að halda sig við gítarinn. Aðrir leikarar sýningarinnar standa sig flestir með stakri prýði og vil ég sérstaklega hrósa „nýlið- unum“ Díönu Lind Monzon, sem er æðisleg Aretha Franklin, og Baldri Ragnarssyni sem átti góða spretti. Ólöf Jara Skagfjörð glansaði einn- ig í sínu lítt bitastæða hlutverki. Þriðju stjörnuna vil ég alfarið eigna mjöðmunum á Sigurjóni Brink og kómískum tímasetningum Jóhanns G. Jóhannssonar og Björgvins Franz Gíslasonar sem dönsuðu al- gjörlega á grensunni en náðu samt að skora stöngin inn. Tónlistin er aðal og styrkur sýn- ingarinnar, textar Davíðs Þórs hreint afbragð og hljóðið gott. Um- gjörðin og leikmyndin er haglega unnin en búningarnir virkuðu býsna ódýrir. Það hefði verið gaman að sjá hópinn allan fara miklu lengra með „períóðuna“. Þetta er sýning sem mun rata til sinna, harðkjarnaaðdáendur Ingós munu fá í hnén og skemmta sér ær- lega. Hinir fá að minnsta kosti mjög skemmtileg lög á heilann. Kristrún Heiða Hauksdóttir Buddy Holly – söngleikur Austurbær Leikstjóri: Gunnar Helgason Hressileg skemmtun og frábær tónlist Jóhann G. Jóhanns- son og Björgvin Franz Gíslason dönsuðu algjörlega á grensunni en náðu samt að skora stöngin inn. Ólöf Jara Skagfjörð glansaði í sínu hlutverki en Ingó á ekki að segja upp dagvinnunni í poppinu. Depp sér tvöfalt Johnny Depp vann tvöfalda pottinn þegar hann tók að sér hlutverk Jacks Sparrow í fjórðu myndinni um Sjóræningjana í Karabíska hafinu. Penelope Cruz leikur á móti honum í myndinni en hann fær líka að njóta nærveru litlu systur hennar, Monicu. Penelope er gengin fimm mánuði með barn sitt og Javiers Bardem þannig að Monica ætlar að leysa hana af í atriðum þar sem kúlan sést. Penelope verður í öllum nærmyndum og skotum fyrir ofan bumbu en litla systir kemur inn á þegar persóna þeirra er í meiri fjarlægð frá myndavélinni. Courtney og David að skilja Skilnaðir skekja heim ríka og fræga fólksins um þessar mundir. Vinkonan Courteney Cox og David Arquette eru skilin eftir ellefu ára brokkgengt hjónaband. Þau þurfa að sögn að fá tíma fjarri hvort öðru til þess að íhuga hvað þau vilji fá frá lífs- förunauti sínum og hjónabandi. Þau er sögð gera þetta í mesta bróðerni, þau elski hvort annað enn og axli saman ábyrgðina á hamingju sex ára dóttur sinnar. ... og Aguilera líka Söngkonan Christina Aguilera og eiginmaður hennar til fimm ára, Jordan Bratman, eru skilin að borði og sæng. Heimildir herma að þau séu nú að reyna að átta sig á því hvar þau standi en skilnaðarferlið sé ekki komið af stað. Þau eiga saman einn son, fæddan í janúar 2008, og ætla að ala hann upp í sameiningu og vináttu. Kunningi þeirra segir þau hafa lent í sínum erfiðleikum svona eins og gengur hjá hjónum og að sjálfsögðu hafi þau rifist nokkuð. Jenny vekur vonir Kröfurnar sem leikkonan og fyrrum Playboy-bomban Jenny McCarthy ger- ir til karlmanna hljóta að kveikja von í brjóstum margra rindla. Þessi fyrrver- andi eiginkona leikarans Jims Carrey segir nefnilega að henni sé alveg sama þótt menn séu feitlagnir eða sköllóttir. Líkamlegt atgervi sé nefnilega ekki jafn mikilvægt og sjálfsvirðing og viljinn til að bæta sig andlega. „Ég gæti meira að segja sætt mig við mann með mjög lítið tippi ef ég væri mjög ástfangin en hann yrði þá að bæta það upp á öðrum sviðum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.