Fréttatíminn - 15.10.2010, Page 66

Fréttatíminn - 15.10.2010, Page 66
Sean Lennon Ronson og Sean hafa verið bestu vinir frá því þeir voru þrettán ára. Þeir eru jafnaldrar, báðir fæddir 1975. Bryndís Jakobsdóttir „Dísa er mikill listamaður, með frábæra rödd,“ sagði Ronson þegar hann kom hér við um síðustu helgi. Hann hefur unnið að þremur lögum með Bryndísi, sem var að ljúka tónleika- ferð um austurströnd Bandaríkjanna með hljómsveit sinni Song for Wendy. 54 dægurmál Helgin 15.-17. október 2010 Við leitum að góðum sölumönnum í símaver, farandsölu og önnur verkefni. Starfsþjálfun í boði. Mjög góðir tekjumöguleikar. Hafðu samband við Snorra Ingason sölustjóra í síma 575 5600 eða með því að senda póst á snorri@forlagid.is. Viltu vinna þér inn góðan pening? Aukavinna? Aðalstarf? F lugfreyjan Guðmunda Jónsdóttir (51) hlær þegar hún er spurð hvort sjónvarpsferlinum sé þá lokið: „Já, í bili, en ég væri alveg tilbúin að koma aftur á skjáinn, enda búin að vera fasta- gestur á heimilum landsmanna í þrjátíu ár,“ segir hún brött, spurð um brotthvarf sitt af skjánum. „Það sem kom mér aðallega á óvart var hvað þetta gerðist snöggt,“ segir Guð- munda sem sagt var upp á miðvikudegi og beðin að kveðja í útsendingu laugardaginn 2. október. Ástæða uppsagnar: Áherslu- breytingar í liði útdráttarfólks. „Ég veit ekki hvort gera á frekari breytingar á starfsliðinu en ég fékk lofrullu um störf mín,“ segir hún galvösk og er sátt, en kveð- ur þó með trega. „Ég held að aðalsöknuð- urinn verði eftir samtarfsfélögunum.“ Hún er oft spurð í fluginu um ástæðu þess að hún kvaddi lottóið. „En ég hef ekki sett neina Facebook-statusa í loftið,“ segir hún og hlær. Áður en Guðmunda tók við stjórn lottó-útdráttarins þriðja hvern laug- ardag var hún þula hjá Sjónvarpinu í átta ár. Oft hnippir því fólk í hana og ljóstrar því upp að hún sé heimilisvinur. „Svo hef ég haft gaman af því hve margir kannast við mig en eiga erfitt með að staðsetja mig. Margir þekkja líka röddina. Þessi þrjátíu ár hafa verið æðisleg.“ Nú eru rólegri tímar hjá Guðmundu en hún á að venjast. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég er í einni launaðri vinnu. Bara ein eftir og ég verð að viðurkenna að það er skrýtin tilfinning.“ Hún hefur ekki aðeins verið þula og lottó-stjórnandi með- fram flugfreyjustarfinu heldur verið meira og minna í námi með. „Nú á ég helgarnar fríar.“ En á hún ráð til handa Katrínu Brynju Hermannsdóttur sem byrjar að draga í lóttóinu síðar í mánuðinum? „Ráð? Nei, nei, bara að halda áfram að vera hún sjálf. Eða jú, hún má ekki gleyma því að fullt af fólki tekur laugardagslottóið hátíðlega og margir taka það mjög alvarlega - enda millj- ónir í húfi!“  Sló NorðurlaNdamet í lottó-útSeNdiNgum Svo hef ég haft gaman af því hve margir kannast við mig en eiga erfitt með að staðsetja mig. Sagt upp í lottóinu eftir tuttugu ár í starfi Kveður eftir þrjátíu ár á skjánum. Fagnar því að eiga nú frí um helgar í fyrsta sinn en saknar góðra samstarfsfélaga. Guðmunda Jónsdóttir er sátt og hlakkar til að eiga frí um helgar. Ljósmynd/Hari m ark Ronson hefur verið einn af eftirsóttustu tónlistarstjórum heims undanfarin ár. Hann kom til landsins um síðustu helgi til að fagna afmæli vinar síns Seans Lennon og taka þátt í því að minnast þess að John Lennon hefði orðið sjötugur sama dag, hefði hann lifað. Ronson hefur unnið með mörgu af frægasta tónlistarfólki heims, þar á meðal Amy Winehouse, Duran Duran, Kaiser Chiefs, Robbie Williams og Lily Allen, og hann hefur líka gefið út plötur undir eigin nafni. Sú nýjasta kom út í september og ber heitir Record Collection. Ronson hefur verið tilnefndur og unnið til fjölda Grammy- og Brit-verðlauna. Að auki þykir hann eitursvalur og hefur verið áberandi á listum yfir best kæddu menn heims. Ronson tengist líka íslensku tónlistarlífi því hann hefur unnið með Bryn- dísi Jakobsdóttur, dóttur Frí- manns Magnússonar.  yoko oNo HeiðurSgeStur í uppklappiNu Ofurtöffarinn Mark Ronson Amy Wine- house Ronson er maðurinn á bak við hljóminni á Back to Black, plötunni sem gerði Amy heimsfræga. Samantha Ronson og Lindsay Lohan Litla systir Ronsons er plötusnúðurinn Samantha sem átti í stormasömu ástarsam- bandi við ólátabelginn Lindsay Lohan. Þær hættu saman í fyrra. Yoko Ono Ronson var kall- aður á svið fyrir upp- klappslag tónleika Plastic Ono Band í Háskóla- bíói og tók sér gítar í hönd.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.