Fréttatíminn - 15.10.2010, Blaðsíða 69

Fréttatíminn - 15.10.2010, Blaðsíða 69
dægurmál 57 Helgin 15.-17. október 2010 „Þetta hefur nú ekkert virkað ennþá en ég vona að þetta komi smátt og smátt,“ segir Elvis-aðdáandinn og -eftirherman Jósef Ólafsson sem sendi nýlega út hjálparbeiðni til vina, ættingja og fyrir- tækja þar sem hann bað fólk að lána sér 120.000 krónur með allt að 15 prósentna vöxtum. Jósef er með sykursýki á háu stigi og segist bráðvanta þessa upphæð til að standa straum af lyfja- og læknis- kostnaði. Jósef er formaður Elvis-klúbbsins og skýrði dóttur sína Lísu Maríu í höfuðið á dóttur kóngsins. Jósef auglýsti einnig annan tveggja Presley-galla sinna til sölu á dögunum en hefur ekki fengið viðunandi til- boð ennþá. „Ég hef ekki fengið neitt í námunda við það verð sem ég er með í huga. Ég vil fá svona 40 til 50 þúsund fyrir hann.“ Jósef segist ekki hagnast mikið á því að troða upp í gervi Presleys enda sé það ekki tilgangurinn. „Ég kem bara fram og syng mitt til þess að halda nafni Elvis á lofti. Ég er ekki að þessu í gróða- skyni.“ Ég er ekki að þessu í gróða- skyni.  Elvis-EftirhErma: BErst við sykursýki Þarf að slá lán fyrir lyfjum Jósef tróð upp á 10 ára afmælishátíð Elvis klúbbsins í Reiðhöllinni. Hann segist hafa haft nóg að gera, bæði fyrir og eftir hátíðina, þar sem eftirspurnin eftir Elvis sé umtalsverð. Páll Baldvin Baldvinsson og Gunnar Þórðarson Auðveldara að kalla fram barnið í okkur núna en þegar við vorum 29 ára. Ljúf og ágeng stofutónlist Kammerklúbburinn hefur í meira en fimmtíu ár staðið fyrir tónleikum þar sem hefur verið boðið upp á jafnt ljúfa sem ágenga stofutónlist. Eitt slíkt kvöld er framundan á sunnudag á öðrum tónleikum klúbbsins í vetur. Húsakynnin eru að vanda í Bústaðarkirkju og á efnisskránni eru trísónötur Tékkans Jan Dismas Zelenka og strengjakvartett eftir Ungverjann Béla Bartók. Zelenka starfaði við hirðina í Dresden á 18. öld sem kontrabassaleikari og síðar sem kirkjutónskáld, í þeirri hljómsveit sem frægust var í Evrópu. Í henni voru samankomnir margir af fremstu hljóð- færaleikurum þess tíma og voru þeir ávallt nefndir Virtuósarnir. Samnefnt ljóð frá 1740 til dýrðar hljómsveitinni fannst nýverið í Þýskalandi. Þar er Zelenka ávarpaður sem hinn „fullkomni Virtuós“ og er vísað til þeirra hughrifa, sem kirkjutónlist hans hafði, en hún þótti gefa „forsmekkinn að himneskri sælu“, að sögn Jóhannesar Ágústssonar hjá Kammerklúbbnum. Seinni helmingur tónleikanna er helgaður þriðja kvartett Bartóks, sem var frumfluttur á miklum umbrotatímum í Evrópu árið 1927. Að sögn Valdemars Pálssonar, stjórnarmanns í Kammer- klúbbnum, er þriðji kvartettinn stór- brotin tónsmíð. „Í tónmáli kvartettsins má heyra ótrúlega vítt svið blæbrigða og vafalaust má segja, að þar sé reynt á ýtrasta þanþol hljóðfæra jafnt sem hljóð- færaleikara. Tónleikarnir hefjast kl. 20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.