Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Blaðsíða 7
DV Fréttir fimmtudagur 10. maí 2007 7
100 milljónir
úr pokasjóði
„Þetta er bara til að gleðja og
getur verið félögum mikill styrkur
að fá úthlutun. Sjóðurinn hefur
gengið frábærlega frá upphafi,“
segir Björn Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Pokasjóðs verslun-
arinnar. Stærsta úthlutun Poka-
sjóðs verslunarinnar til þessa
fór fram í gær og er þetta í ellefta
sinn sem veitt er úr sjóðnum. Að
þessu sinni var úthlutað ríflega
100 milljónum króna af söluand-
virði plastpoka í flestum verslun-
um landsins. Áhersla sjóðsins er
að styrkja ýmis félög á sviði um-
hverfismála, menningar, íþrótta,
útivistar og mannúðarmála.
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra vísar athugasemdum á bug:
Ráðuneytið engin kosningaskrifstofa
Magnús Stefánsson félagsmála-
ráðherra vísar því á bug að félags-
málaráðuneytið sé nýtt sem kosn-
ingaskrifstofa, líkt og Steingrímur J.
Sigfússon, formaður vinstri grænna,
vill meina. Á síðustu tveimur mán-
uðum hefur Magnús skrifað undir
mikilvæga samninga í þjónustu við
fatlaða og geðfatlaða, að heildar-
verðmæti nærri 450 milljóna króna,
á meðan hann skrifaði ekki und-
ir neinn samning á sama tímabili í
fyrra. Magnús segir alla samningana
vera eðlilega framvindu í átaki sem
staðið hafi yfir um nokkurt skeið.
„Samningarnir fjórir um þjón-
ustu við fatlaða og geðfatlaða, sem
DV fjallar um undir fyrirsögninni:
„Ráðuneyti nýtt sem kosninga-
skrifstofur“, voru ekki gerðir vegna
kosninga. Ekkert er óeðlilegt við
þá, hvorki efni þeirra né tímasetn-
ingu, og eru flokkar bæði úr stjórn
og stjórnarandstöðu aðilar að þeim.
Um þessi efni hefur verið þverpól-
itísk samstaða,“ segir Magnús. „Í
tveimur tilvikum voru endurnýjaðir
samningar þegar hinir fyrri runnu út.
Í tveimur tilvikum voru gerðir samn-
ingar um brýna þjónustu við geðfatl-
aða í samræmi við átak sem var ráð-
ist í árið 2005 og stendur til 2010. Alls
hafa verið gerðir sex samningar und-
ir átakinu frá því í október í eðlilegri
framvindu sem heldur áfram næstu
ár. Frjáls og óháð dagblöð ættu að
varast að láta nota sig sem kosninga-
skrifstofur.“
Magnús Stefánsson félagsmálaráð-
herra segir nýgerða samninga ekki
innblásna af kosningum.
Steingrímur
J. Sigfússon
Segir
ráðuneyti
breytast í
kosningaskrif-
stofur á
endasprettin-
um.
Húðin á lýsispillunum er gerð úr hökkuðum beinum og húð evrópskra nautgripa. Leiddar hafa verið sterkar
líkur að tengslum kúariðu í nautgripum við lífshættulegan taugahrörnunarsjúkdóm, Creutzfeldt-Jakob. Með
því að neyta afurða sem unnar eru úr nautgripum er til staðar hætta á smiti.
Plötuð til að borða
nautaafurðir
„Það væri einfaldlega skynsamlegra
að forðast þetta.“ „Mér finnst hafa
verið svindlað ofan í mig nautaaf-
urðum. Ég þekki hversu hræðilegur
sjúkdómurinn er og veit að hann er
ekki svo fjarlægur okkur. Ég tek lýsi
og fékk sjokk þegar ég komst að því
að lýsispillurnar eru pakkaðar inn í
hökkuð bein og húð af evrópskum
nautgripum,“ segir Rakel Jónsdóttir
leiðsögumaður.
Rakel hefur um nokkurt skeið
forðast að borða erlendar nautaaf-
urðir sökum hættunnar á því að af-
urðin gæti hafa verið sýkt af kúariðu.
Ef svo væri, eru aftur líkur á því að sá
sem neyti hennar geti hlotið tauga-
hrörnunarsjúkdóminn Creutzfeldt-
Jakob.
Sjúkdómurinn er sárasjaldgæfur
hér á landi. Fyrir 10 árum var notk-
un afurða úr nautgripum í matvæli
bönnuð í Bretlandi. Samkvæmt upp-
lýsingum af Vísindavef Háskóla Ís-
lands hafa ekki verið færðar fullar vís-
indalegar sönnur á tengslin en hins
vegar verið leiddar að því svo sterkar
líkur að jaðrar við fullvissu. Smitið er
talið berast í fólk við neyslu matvæla
sem unnin eru úr nautgripum með
kúariðu. Sjúkdómurinn leiðir sjúk-
linga sína til dauða í 100% tilvika.
Vafasöm notkun
Guðmundur Georgsson, fyrrver-
andi forstöðumaður Rannsóknar-
stöðvarinnar að Keldum, staðfestir
hættuna á því að kúariða geti borist í
menn með þessum hætti. Hann hef-
ur töluvert rannsakað sjúkdóminn
og telur ráðlegra að notast við aðrar
afurðir. „Þetta er sem betur fer ekki
algengur sjúkdómur og tíðni hans
hefur minnkað. Nautgripapróteinin
eru til staðar og ég er á því að þarna
sé ákveðin hætta á ferðinni. Hættan
er líka til staðar þegar notuð eru bein
og ganga verður úr skugga um hvað-
an þetta kemur,“ segir Guðmundur.
„Vitandi af þessari hættu tel ég ráð-
legra að notaðar væru aðrar afurðir
en þessi, án þess að blása upp hætt-
una því ekki er hægt að útiloka hætt-
una. Það væri einfaldlega skynsam-
legra að forðast þetta.“
Tökum ekki áhættuna
Sælgætisgerðin Nói-Síríus notast
við gelatín í hluta af sinni framleiðslu.
Kristrún Hrólfsdóttir, matvælafræð-
ingur hjá Nóa-Síríusi, ítrekar að fyr-
irtækið noti ekki nautgripaafurðir
heldur afurðir svína. Hún kannast
við umræðu um hættuna við að nota
nautgripagelatín.
„Við notum þetta ekki og höfum
aldrei notað. Við teljum okkur hepp-
in að hafa tekið ákvörðun um að
nota aðra afurð. Þegar grunsemdir
um að nautgripaprótein í gelatíninu
gætu valdið veikinni komu upp vor-
um við mjög ánægð með að hafa val-
ið svínagelatínið á sínum tíma,“ seg-
ir Kristrún. „Við höfum því ekki lent
í því að þurfa að breyta hjá okkur úr
því að nota óheilnæma vöru. Vitandi
um hugsanlega hættu í dag mynd-
um við aldrei taka áhættuna og höf-
um alla tíð verið afskaplega vönd að
virðingu okkar hvað hráefni varðar.
Ég segi það af góðri samvisku að við
erum mjög kröfuhörð.“
Skapar ekki hættu
Jón Ágústsson, gæðastjóri Lýs-
is, skilur áhyggjur fólks og útilokar
ekki að fyrirtækið hætti að nota naut-
gripagelatín. „Við erum mikið búin að
velta fyrir okkur þessari umræðu. Okk-
ar gelatín er framleitt samkvæmt kröf-
um frá evrópsku lyfjaskránni og eru
vottuð heilbrigð. Þeir sem framleiða
vöruna eru undir eftirliti og mega ekki
nota hvaða dýr sem er. Vottorð fylgja
með vörunni um að þau séu fullkom-
lega heilbrigð,“ segir Jón.
„Við teljum okkur ekki vera að
taka neina áhættu. Ég skil vel áhyggj-
ur fólks um að hér sé um nautgripa-
afurð að ræða. Það er hins vegar
óhugsandi að próteinið nái í gegn
til að skapa hættu. Við höfum verið
að prófa þetta reglulega og höfum
aldrei fundið ástæðu til að óttast. Ég
er algjörlega viss um að þetta skap-
ar enga hættu. Ástæðan fyrir þessari
notkun hingað til er að þetta er ódýr-
asta gelatínið og hentar vel fyrir lýs-
ið. Sökum þessarar umræðu er hins
vegar möguleiki að við skiptum yfir
í fiskigelatínið. Það myndi eyða um-
ræðunni algjörlega.“
Skrítin svör
Aðspurð er Rakel undrandi á
svörum fyrirtækisins. Hún telur ekki
réttlætanlegt að svona áhætta sé tek-
in. „Ég er mjög hissa á því að okkur
sé sagt að hafa ekki neinar áhyggjur.
Það er eins og að svara því til að ekki
sé enn kviknað í þó að pappírsblað-
ið hangi yfir kertinu. Það eru til aðrar
afurðir, sem bera ekki með sér þessa
áhættu, en það er ótrúlegt að fyrir-
tækið beri fyrir sig að þær séu dýr-
ari. Ég á að geta valið mig frá þess-
ari áhættu, þó að ég þurfi að greiða
hærra verð fyrir það,“ segir Rakel. „Ég
hef sjálf verið að reyna að lifa heil-
brigðu lífi og með þessu finnst mér
verið að plata mig. Þarna er verið að
taka óþarfa séns. Þau svör að eftirlit
sé haft með nautahjörðunum og af-
urðin viðurkennd duga ekki að mínu
mati því kúariðan getur skyndilega
komið upp í hjörðinni en þá getur af-
urðin verið löngu komin á markað.“
„Ég er mjög hissa á því að okkur
sé sagt að hafa ekki neinar áhyggj-
ur. Það er eins og að svara því til
að ekki sé enn kviknað í þó að
pappírsblaðið hangi yfir kertinu.“
TrauSTi hafSTeinSSon
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Ósátt með pillurnar rakel telur
nautaafurðum svindlað ofan í sig og
valdi þannig hættu á lífshættulegum
taugahrörnunarsjúkdómi.
rakel með lýsið rakel finnst eins og verið sé að plata
hana þegar seldar eru hollustuvörur úr efnum sem geti
verið hættuleg. Hún segir óþarfa áhættu tekna.