Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Síða 30
Fimmtudagur 10. maí30 Síðast en ekki síst DV
„Við lögðum upp með það að
sýningin í Hafnarborg yrði fyrsti lið-
ur í trílógíu. Þar voru til sýnis gríð-
arlega stór verk eftir Önnu Eyjólfs-
dóttur þar sem hún gjörbreytti og
umbylti aðkomunni að húsinu og
innganginum á mjög djarfan og
skemmtilegan hátt. Verkið náði
upp í rjáfur og var rúmir 8 metrar á
hæð og 7 metrar á lengd. Bandaríski
listamaðurinn Jessica Stockholder
var með stórar innsetningar. Verk-
in hennar eru mjög litskrúðug og
stundum talað um að hún máli í þrí-
vídd. Þórdís Alda Sigurðardóttir var
með skemmtilega innsetningu sem
hún kallaði Sjálfvirkur átta hundr-
uð snúningshraði á mínútu. Það er
mjög skemmtilegt verk þar sem efni-
viðurinn er þvottavél og margvíslegt
lín. Þetta eina verk fyllti Sverrissalinn
í Hafnarborg og segir það allt sem
segja þarf um umfangið. Ragnhildur
Stefánsdóttir var með verk sem heitir
megasjálf og er um sex til sjö metr-
ar á hæð. Það er því ekki að ástæðu-
lausu að ég sagði að við hefðum ver-
ið djarfar!“ segir Rúrí og skellihlær
að minningunni. „Sjálf var ég með
tvö verk, annars vegar vídeóverk sem
heitir Elegie, Jugoslavia Why? Það er
frá fyrrverandi Júgóslavíu, eða Bosn-
íu og Hersegóvínu, aðkomunni eftir
stríð. Hins vegar var ég með verk sem
heitir Útrýming, eða Hvörf, og fjallar
annars vegar um fallvötn sem eru að
hverfa og hins vegar myndir frá fyrr-
verandi Júgóslavíu, af rústum eftir
stríðið.“
Annað verkið í trílógíunni var
gjörningur sem var haldinn í og við
Drekkingarhyl á Þingvöllum. Hann
var tileinkaður minningu þeirra
stúlkna og kvenna sem var drekkt
á Þingvöllum. Á 17. og 18. öld voru
konur dæmdar til dauða og líflátnar
fyrir það að verða barnshafandi og
eiga börn utan hjónabands.
„Ég er höfundur verksins sem ég
kalla Tileinkun. Ég fékk þær Þórdísi,
Önnu, Ragnhildi og fleiri til þess að
taka þátt í honum með mér. Það er
erfitt að útskýra gjörninginn í ein-
földu máli en það má segja að hann
hafi falist í því að endurheimta tákn-
rænar líkamsleifar þessara kvenna úr
hylnum. Báðar þessar sýningar Mega
vott og Tileinkun voru umfangsmik-
il verk.“
Þá er komið að þriðja og síðasta
liðnum í trílógíunni sem er bók sem
heitir Mega vott sem fjallar bæði um
sýninguna í Hafnarborg og upplýs-
ingar um feril listamannanna. Rúrí
segist hafa heyrt talað um að bók-
in sé sérstaklega fallega unnin. Hún
er hönnuð af Þrúði Óskarsdóttur og
margir ljósmyndarar tóku myndirn-
ar í bókinni. Stefán Karlsson mynd-
aði sýninguna í Hafnarborg, en
þess utan eiga margir ljósmyndarar
myndir í bókinni, bæði íslenskir og
erlendir.
Rúrí segir mikið hafa skort upp á
það að gefnar séu út bækur um ís-
lenska nútímalist.
„Þess vegna ákváðum við að
halda áfram að vera stórtækar og
gefa út bók. Bókina verður hægt að fá
á sýningunni í Start Art. Við ákváðum
að skella í sýningu í galleríinu sem
er í skemmtilegu litlu húsnæði við
Laugaveginn. Það er búið að útbúa
nýtt sýningarrými á efri hæð hússins
og þetta verður fyrsta sýningin þar.
Þetta er gallerí í þróun,“ segir Rúrí og
hlær. Þarna verður sitt lítið af hverju,
við erum ekki líkir listamenn hvað
efnistök varðar og hver heldur sín-
um einkennum. Það er upplagt fyrir
þá sem vilja hita upp fyrir Listahátíð
að kíkja við hjá okkur,“ segir Rúrí að
lokum.
veðrið ritstjorn@dv.is
föstudagurfimmtudagur
Sandkorn
Eiríkur Hauksson sameinar hall-
ærisskap og skandinavíska karl-
mennsku, svo úr verður einhver
furðusvöl blanda sem virkar ágæt-
lega. Eiríkur er klárlega maður vik-
unnar á Íslandi. Hann er að fara að
keppa í Eurovision í dag og vonandi
á laugardag. Þess vegna eigum við
Íslendingar að vera stoltir af okk-
ar manni og senda honum hlýja
strauma.
Það er alveg frábært að ganga
á Esjuna á kyrrlátum kvöldum.
Göngustígar næstum því alla leið
upp á topp auðvelda göngugörp-
um leiðina svo um munar og því
ættu allir að geta komist þar upp á
eigin hraða. Þegar upp er komið er
útsýnið yfir Reykjavík og nærsveit-
ir alveg frábært. Nú og svo má ekki
gleyma því að Esjan er bara svo fal-
leg að það er hægt að glápa á hana
langtímum saman.
Mike Skinner og hljómsveit hans
The Streets hefur gefið út þrjár
breiðskífur og er sérstaklega óhætt
að mæla með þemaplötunni A
Grand Don‘t Come for Free frá ár-
inu 2004. Á plötunni er sögð einlæg
og á köflum fyndin saga Mikes frá
því hann lætur stela öllum pen-
ingunum sínum, þar til vinur hans
stelur kærustunni frá honum og
loks þar til aðeins birtir á ný í lífi
hans. Mike Skinner sameinar breskt
rapp og raftónlist á frábæran hátt.
Nú er tíminn fyrir frambjóðend-
ur til þess að varpa fram síðustu
sprengjunum, landa þyngstu högg-
unum á andstæðinga sína og senda
lokaskilaboðin út til kjósenda. Við
sem höfum áhuga á þessum sirk-
us vonum að það verði líf og fjör á
næstu dögum. Við viljum ekki fljóta
í átt að kosningum á lygnum sjó, við
viljum sjá pólitískan ólgusjó.
Við mælum með...
...Esjunni
...Eiríki Haukssyni
...mikE skinnEr
sjálfstæðisleikari
í samfylkingarauglýsingu
Samfylkingin frumsýndi auglýs-
ingar um stimpilgjöld á dögunum.
Eldri kona fer
þar með stórt
hlutverk og
reynir að útskýra
hugtakið fyrir
útlendingi. Það
gekk víst eitt-
hvað erfiðlega að
fá Samfylkingar-
fólk í auglýsing-
una og hefur konan mætt á lands-
fund Sjálfstæðisflokksins í hálfa öld
og fór víst beint í úthringingar að
loknum tökum. En eins og sönnum
sjálfstæðismanni sæmir hirti hún
fyrst peninginn.
ritgerðarskrif
á tónleikaferðalagi
Hljómsveitin Sprengjuhöllin er
hljómsveit Samfylkingarinnar.
Drengirnir í
bandinu hafa
undanfarið ver-
ið á tónleika-
ferðalagi um allt
land þar sem
þeir spila fyrir
hönd stjórn-
málaflokksins,
meðal annars
lagið Hita, sem er Samfylkingarlag-
ið í ár. Meðlimir hljómsveitarinnar,
sem eru margir hverjir í skóla, létu
þó ritgerðarskrif og próf ekki stöðva
sig á tónleikaferðalaginu, heldur
skrifuðu ritgerðir sínar í hljóm-
sveitarrútunni. Það voru engar
smávanalegar ritgerðir, BA-ritgerð
í bókmenntafræði og MA-ritgerð í
lögfræði. Geri aðrir betur.
klara í nylon selur peysur
Klöru Ósk, einni af söngkonun-
um í Nylon-flokknum, virðist vera
ýmislegt til lista
lagt. Um þessar
mundir vinnur
hún hörðum
höndum að því
að hanna og
sauma þrælflott-
ar hettupeys-
ur á stelpur og
hafa peysurnar
selst eins og heitar lummur í gegn-
um MySpace-síðu söngkonunn-
ar. Í næstu viku opnar hins vegar
lítil og stórskemmtileg verslun á
Skólavörðustígnum þar sem ung-
ir íslenskir hönnuðir munu selja
allt af öllu, föt, fylgihluti og skart
auk þess sem í versluninni verður
gallerí þar sem listamenn geta sýnt
verk sín. Klara er ein af hönnuðun-
um og kemur hún til með að sitja
í versluninni og sauma peysurnar,
auk þess sem þær verða til sölu í
versluninni.
kjósum kolbúnu!
Frambjóðendur reyna eftir mesta
megni að ná til óákveðinna, nú að-
eins korteri í kosningar. Þá reyna
flestir eflaust að höfða til sam-
kenndar í fólki með trúverðug-
leika sínum. Hins vegar eru menn
mistrúverðugir og er það kannski
ástæða þess að Árna Johnsen
vantaði í auglýsingu frambjóðenda
Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjör-
dæmi. Hins vegar vantar fleira í
auglýsingar frambjóðenda, eins og
sjá má á myndinni hér að ofan.
...LífLEgum Endi á
kosningabaráttunni 4
13
7
3
16
1
4
7 4
4
7
5
7
4
3
8
0
3
7
4
7
1
3
3
2 7
3
16
1
6 4
3
7
66
4
7
Á opnunardegi Listahátíðar í dag verður myndlistarsýningin
Mini vott opnuð og þar verður einnig til sýnis myndlistarbókin
Mega vott. Myndlistamaðurinn rúrí er ein þeira sem standa að
baki trílógíunnar.
DJARFAR KONUR
OG STÓRTÆKAR
mega vott-listakonur Kápa
bókarinnar sem er síðasta verkið í
trílógíu listakvennanna.