Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Qupperneq 15
Breiðablik og Valur hafa leikið
flottan fótbolta það sem af er móti,
en það fór lítið fyrir honum í leikn-
um í gær. Willum Þór Þórsson hélt sig
við óbreytt lið frá því í undanförnum
leikjum enda liðið leikið vel í upp-
hafi móts. Ólafur Kristjánsson gerði
hins vegar taktíska breytingu á sínu
liði og lék 4-3-2-1, með þá Magnús
Pál Gunnarsson og Nenad Zivanovic
fyrir aftan Prince Ruben Mathilda,
sem var í fremstu víglínu. Það benti
fátt til annars en að leikurinn yrði hin
besta skemmtun strax í upphafi. Sig-
urbjörn Hreiðarsson fékk þá algjört
dauðafæri eftir frábæran undirbún-
ing Helga Sigurðssonar. Helgi lék þá
á Srdjan Gasic hægra megin í víta-
teignum, renndi boltanum út í teig-
inn þar sem Sigurbjörn var staddur,
en Hjörvar Hafliðason varði frábær-
lega af stuttu færi.
Byrjun Valsmanna lofaði góðu fyr-
ir leikinn, en hún blekkti áhorfend-
ur í raun og veru því lítið markvert
gerðist í fyrri hálfleiknum ef frá er tal-
ið gott skot Nenad Petrovic undir lok
hálfleiksins, en skot hans fór framhjá.
Fyrri hálfleikur var hinn rólegasti og
létu liðin boltann ganga vel sín á milli,
en þegar nálgast fór síðasta vallar-
þriðjunginn þá skorti hugmyndaflug
og kraft til að klára sóknirnar.
Ef fyrri hálfleikur var tíðindalít-
ill þá var sá síðari tíðindalaus. Það
var ekki fyrr en í lokin að Valsmenn
gerðust líklegir fyrir framan mark
Blika. Þegar skammt var eftir átti
Hafþór Ægir Vilhjálmsson gott skot
með hægri fæti rétt utan vítateigs, en
skotið fór rétt framhjá. Hafþór hleypti
smá lífi í sóknarleik gestanna, en það
var langt frá því að duga til. Besta færi
leiksins kom í uppbótartíma. Daníel
Hjaltason fékk þá sannkallað dauða-
færi, en einbeitingarleysi varð hon-
um að falli. Eftir langt innkast barst
boltinn til Daníels í markteignum,
en þrátt fyrir að vera óvaldaður tókst
honum ekki að koma skoti á markið
og Blikum tókst að bjarga.
Leikskipulag Ólafs Kristjánssonar
gekk upp að mörgu leyti gekk Vals-
mönnum, en mörkin skorti. „Ég var
mjög sáttur við leikskipulagið í fyrri
hálfleik. Við vorum í smá basli til að
byrja með, en það sem eftir lifði hálf-
leiks fannst mér við spila vel. Hug-
myndin var sú að þétta miðjuna og
setja aðeins meiri þyngd í sóknina.
Upp úr þessu fannst mér við komast
vel upp kantana með bakverðina,“
sagði Ólafur.
Aðspurður hvort stigið væri ásætt-
anlegt sagði Ólafur svo vera. „Mið-
að við hvernig leikurinn spilaðist þá
held ég að bæði lið geti verið sátt við
stigið. Ég kvarta ekki yfir stigi, það er
fínt að fá stig.“ Hann var þó langt frá
því að vera sáttur við ástand Kópa-
vogsvallar í byrjun tímabilsins. „Við
erum búnir að spila núna þrjá heima-
leiki og ég verð að senda smá pillu á
þennan heimavöll okkar, en hann er
vægast sagt í mjög slæmu ásigkomu-
lagi. Mér finnst eiginlega skömm að
því í svona stóru bæjarfélagi, þar sem
leika tvö lið í Landsbankadeildinni,
að völlurinn skuli ekki vera betri,“
sagði Ólafur ennfremur.
Helgi Sigurðsson var ekki sáttur
í leikslok.„Þetta var ekki nógu gott,
en við vissum fyrirfram að leikurinn
yrði mjög erfiður þar sem Blikar eru
með mjög gott lið. Við ætluðum okk-
ur meira en þetta. Baráttan var í al-
gleymingi og við náðum því miður
ekki að skora á þá. Við erum ekki sátt-
ir við þetta og úrslitin gefa FH aukna
möguleika að auka forystu sína. Það
þýðir ekkert að gráta þetta, við verð-
um bara að halda áfram,“ sagði Helgi
Sigurðsson.
Guðmann Þórisson, besti maður
vallarins í gær, taldi skemmtanagildi
leiksins lítið. „Þetta var eflaust leið-
inlegasti leikur okkar í Landsbanka-
deildinni það sem af er mótinu. Við
erum að spila mjög vel, en það er
eitthvað að klikka þegar við nálg-
umst markið.“ Aðspurður um eigin
frammistöðu sagðist Guðmann vera
nokkuð sáttur. „Ég er mjög sáttur við
mína frammistöðu fyrir utan leikinn
gegn KR, en ég er jafnframt ánægður
með vörnina hjá okkur. Höfum fengið
á okkur skítamörk, en höldum hreinu
í dag,“ sagði Guðmann.
Jafnteflið í gær þýðir að FH gefst
tækifæri á að auka forystu sína í
deildinni. Leikur Valsmanna í gær
olli vonbrigðum. Liðið hefur leikið
vel það sem af er móti en liðinu skorti
hugmyndaflug til að klára sóknirn-
ar í gær. Miðja liðsins fann sig illa í
leiknum og náðu aldrei að tengja
nægilega vel við sóknarlínuna. Varn-
arlína liðsins var afar traust með Atla
Svein Þórarinsson í broddi fylkingar.
Barry Smith átti einnig góðan dag í
vörn gestanna.
Þegar fjórum leikjum er lokið hef-
ur Blikum einungis tekist að skora
þrjú mörk. Slíkt getur ekki talist ásætt-
anlegt, en það jákvæða er samt að lið-
ið er að reyna að spila fótbolta. Það
sem samt þannig í knattspyrnu að
liðin fá ekki alltaf stig fyrir fegurðina.
En liðinu hefur þó tekist að næla sér í
þrjú slík og vonandi fer broddurinn að
verða meiri í sóknarleik þeirra í næstu
leikjum. Guðmann Þórisson stóð upp
úr í liði Blika, en hann átti afar góðan
leik í miðverðinum. Bakverðir liðs-
ins, þeir Árni Kristinn Gunnarsson og
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, áttu báð-
ir mjög góðan leik, en þeir tóku virk-
an þátt í sóknarleiknum ásamt því að
vera traustir varnarlega.
Jafnteflið í gær þýðir að FH gefst
tækifæri á að auka forystu sína í
deildinni, en liðið leikur gegn Fram
í dag.
DV Sport ÞRIÐJudaguR 29. MaÍ 2007 15
0 0
BREIÐABLIK VALUR
7
7
7
6
6
6
6
8
5
5
6
5
2
2
3
1
1
Hjörvar Hafliðason
Árni Kristinn Gunnarsson
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Srdjan Gasic
Arnar Grétarsson
Magnús Páll Gunnarsson
Olgeir Sigurgeirsson
Guðmann Þórisson
Nenad Zivanovic(56.)
Nenad Petrovic(61.)
Prince(69.)
BKjartan Sturluson
Barry Smith
Atli Sveinn Þórarinsson
Birkir Már Sævarsson
Sigurbjörn Hreiðarss.(52.)
Baldur Bett
Helgi Sigurðsson
Pálmi Rafn Pálmason
Baldur Aðalsteinsson(52.)
Rene Carlsen
Guðmundur Ben.(80.)
TÖLFRÆÐI
SKOT Á MARKIÐ
SKOT AÐ MARKI
SKOT VARIN
UNNAR HORNSPYRNUR
RANGSTAÐA
GUL SPJÖLD
RAUÐ SPJÖLD
2
9
2
4
0
2
7
7
8
6
5
5
6
6
4
6
5
VARAMENN: (56.) Steinþór Þorsteinsson 6,
(61.) Kristján Óli Sigurðsson 6, (69.)
Kristinn Steindórsson 5
VARAMENN: (52.) Dennis Bo
Mortensen 5, Hafþór Ægir
Vilhjálmsson 7,Daníel Hjaltason -
Dómari: Jóhannes Valgeirsson - 8 Áhorfendur: Ekki gefið upp
MAÐUR LEIKSINS:
Guðmann Þórisson
Kjartan
Hjörvar
CarlsenAtli SveinnSmithBirkir
Baldur Bett
Baldur A
Sigurbjörn
Pálmi
GuðmundurHelgi
Arnór Guðmann Gasic Árni
PetrovicArnar
Olgeir
Zivanovic Prince
Magnús
Það var ekki boðið upp á neina hágæðaknattspyrnu á Kópavogsvelli í gær þegar Valsmenn sóttu Blika heim.
Niðurstaðan markalaust jafntefli.
BRAGÐDAUFT
Í KÓPAVOGINUM
Hjörvar góður Hjörvar
Hafliðason kýlir hér frá markinu.