Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Page 20
ÞRIÐJudaguR 29. MaÍ 200720 Sport DV
Steve McClaren tilkynnti 22 manna
landsliðshóp á laugardag og var
Beckham í liðinu sem kom þó nokkr-
um á óvart. Gríðarleg pressa hefur
verið á McClaren að velja gamla fyr-
irliðann í liðið á nýjan leik eftir slæm
úrslit að undanförnu. England leik-
ur vináttuleik á nýja Wembley og
síðan við Eistland 6. júní. Talið er að
ef Englendingar vinni ekki Eista ör-
ugglega verði McClaren látinn taka
pokann sinn.
Ákvörðun McClaren um að velja
Beckham er sögð þvert gegn vilja
ráðgjafa og þjálfara enska liðsins.
Meðal þeirra er Terry Venables.
Venables er mjög á móti leikaðferð-
inni 3-5-2 sem McClaren hefur ver-
ið að nota og er sagður afar ósátt-
ur við hlutskipti sitt og vill burt úr
landsliðsnefndinni.
McClaren er ekki vinsælasta
persónan í Bretlandi þessa dagana.
Eftir nokkra slaka leiki gegn Maked-
óníu, Króatíu, Ísrael og Andorra er
talið líklegt að hann verði rekinn
vinni Englendingar ekki sannfær-
andi sigur á Eistum í Tallinn.
David Beckham hefur verið frá-
bær í liði Real Madrid í undanförn-
um leikjum, þótt hann hafi einungis
byrjað þrjá af síðustu ellefu leikjum
liðsins. Engu að síður sýndi hann og
sannaði gegn Deportivo á laugardag
að enn eru töfrar í hægri fæti hans.
McClaren sparkaði Beckham úr
liðinu eftir að hann tók við að HM
loknu. Byrjunin lofaði góðu, þrír
sigrar gegn Grikklandi, Andorra
og Makedóníu og nýju leikmenn
McClarens voru að spila vel. Ásamt
Beckham fóru Sol Campell og David
James út úr landsliðinu en þeir hafa
líkt og Beckham sýnt gamla töfra
inni á vellinum í vetur.
„David er í liðinu út af spila-
mennsku sinni undanfarið og hann
getur hjálpað okkur að vinna Bras-
ilíu og Eistland,“ sagði McClaren
og bætti við að val hans á Beckham
væri ekki einhver neyðarlausn.
„Ég vil alltaf hugsa til lengri tíma
en leikurinn við Eistland er innan
skamms og ég held að David geti
hjálpað okkur að ná því markmiði.
Ég hitti David fyrir fáeinum dögum
og átti við hann langt og gott spjall.
Ég var hrifinn af áhuga hans að snúa
aftur í liðið. Hann er í góðu formi og
er að spila vel. Hann hefur fengið
löngunina aftur til að spila fótbolta
eftir áramót og ég held að hann
styrki liðið.“
En hver dettur út fyrir Beckham?
Aaron Lennon dró sig út úr hópn-
um vegna meiðsla og vilja menn
því meina að Frank Lampard muni
fá sér sæti á bekknum. Þó er sagt
að McClaren muni velja minni spá-
mann til að setja á bekkinn og eru
þar nöfn Joes Cole eða Michaels
Carrick efst á baugi.
McClaren verður án þeirra Gar-
ys Neville, Micahs Richards, Ashleys
Cole, Andrews Johnson, Owens
Hargreaves og Bens Foster sem eru
meiddir. Þá er Wayne Rooney í leik-
banni. benni@dv.is
Steve McClaren landsliðsþjálfari Englands kyngdi stolti sínu þegar hann valdi David Beckham aftur í lands-
liðið. Líkur eru á að Beckham byrji á móti Eistlandi eftir að Aaron Lennon dró sig úr hópnum.
Hollywood þarf að bíða
Enski hópurinn
Markverðir:
Paul Robinson Tottenham
Scott Carson Liverpool
Robert green West Ham
Varnarmenn:
Phil Neville Everton
Rio Ferdinand Manchester United
John Terry Chelsea
Wayne Bridge Chelsea
Wes Brown Manchester united
Jamie Carragher Liverpool
Micheal dawson Tottenham
Ledley King Tottenham
Nickey Shorey Reading
Miðjumenn:
david Beckham Real Madrid
Steven Gerrard Liverpool
Jermaine Jenas Tottenham
Joe Cole Chelsea
aron Lennon Tottenham
David Bentley Blackburn
Micheal Carrick Manchester united
Frank Lampard Chelsea
Stuart downing Middlesbrough
Kieron Dyer Newcastle
Sóknarmenn:
Peter Crouch Liverpool
Micheal Owen Newcastle
alan Smith Manchester united
Jermain Defoe Tottenham
Inter frá Mílanó vann um helgina
Tórínó á heimavelli 3-0 og vann þar
með sinn þrítugasta sigur í ítalska
boltanum í vetur og bætti met Tórínó
frá 1948 um einn sigurleik. Inter hefur
verið yfirburðalið í allan vetur í ítalska
boltanum og tapaði aðeins einum
leik sem er frábær árangur. Nýbakað-
ur Evrópumeistari og granni Inter AC
Milan endaði í fjórða sæti, heilum 36
stigum á eftir. Roma varð í öðru sæti
og Lazio í því þriðja. Roma fer sjálf-
krafa í riðlakeppni Meistaradeildar
Evrópu en Lazio og AC Milan þurfa
að fara í undankeppnina. Fiorentina,
Palermo og Empoli fara í Evrópu-
keppni félagsliða eða UEFA-bikarinn.
Inter fékk 97 stig í deildinni sem
einnig er met í fimm bestu deildum
Evrópu.
Chievo sem varð í fjórða sæti í
fyrra féll ásamt Ascoli og Messina.
Fimm lið áttu á hættu að falla fyr-
ir lokaumferðina en Chievo var eina
liðið af þessum fimm sem ekki vann
sinn leik og það reyndist þeim dýrt.
Catanaia virtist vera á góðri leið
með að fara niður í Seríu B en mörk
frá Fausto Rossini og Mauro Minelli
björguðu félaginu sem hefur ekki
fengið að leika á heimavelli frá því
í febrúar þegar lögreglumaður var
myrtur eftir leik liðsins. Siena var
fimm mínútum frá því að fara nið-
ur en mark frá gamla brýninu Paolo
Negro tryggði liðinu sigur gegn Laz-
io. Claudio Ranieri fyrrverandi stjóri
Chelsea bjargaði Parma en liðið vann
Empoli 3-1 og Reggina vann Evrópu-
meistarana í AC Milan 2-0.
Þrátt fyrir að byrja með 15 stig í
mínus náði Fiorentina Evrópusæti,
Luca Toni fagnaði vel og innilega með
félögum sínum í leikslok en hann hef-
ur verið sterklega orðaður við brott-
hvarf frá liðinu og er Bayern München
talinn líklegasti áfangastaður hans.
Francesco Totti varð markahæstur
á Ítalíu með 26 mörk en hann skoraði
tvö mörk fyrir Roma í sigri á Messina
4-3, Cristiano Lucarelli í Livorno skor-
aði 20 og varð í öðru sæti yfir marka-
hæstu leikmenn.
benni@dv.is
Inter frá Mílanó setti met í lokaumferð ítalska boltans um helgina þegar liðið vann sinn þrítugasta leik:
Inter langbesta lið Ítalíu
Trúðu ekki sínum eigin augum Paolo
Sammarco, Cesare Rickler og Marco
Malago leikmenn Chievo trúðu ekki að
lið þeirra væri fallið niður í Seríu B.
Saman á ný Steve McClaren brosir
og hlær með Beckham eftir leik á HM
2006. Þeir sameinast nú á ný þótt
McClaren hafi sagt að John Terry
verði áfram fyrirliði Englands.
Töfrar í vinstri líka Beckham kom
við sögu þegar Real Madrid skoraði
öll mörkin sín gegn deportivo.