Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Side 21
DV Sport ÞRIÐJudaguR 29. MaÍ 2007 21 ÍÞRÓTTAMOLAR Ólafur SpánarmeiStari Ólafur Stefánsson skoraði 7 mörk þegar lið hans Ciudad Real tryggði sér Spánarmeistaratitilinn með því að bursta antequera 40-29 í næstsíðustu umferðinni í deildinni. Ciudad hefur fjögurra stiga forystu á toppnum þegar aðeins ein umferð er eftir af deildinni. ademar Leon, lið Sigfúsar Sigurðssonar, tryggði Ciudad sigurinn með því að leggja keppinautinn, Portland San antonio 30-26. ÍSlendingaSlagur Í SvÍþjÓð Það var sannur Íslendingaslagur í sænska boltanum í gær þegar IFK gautaborg lék við gais. Fjórir Íslendingar voru í byrjunarliðum liðanna, þeir Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson voru í byrjunarliði gautaborgar og léku allan leikinn í 1-0 sigurleik. Jóhann B. guðmundsson lék allan leikinn fyrir gais en Eyjólfur Héðinsson var tekinn út af á lokamínút- um leiksins. Þá kom Sölvi geir Ottesen inn á í liði djurgården undir lokin þegar lið hans vann aIK 3-1. lyn vann Indriði Sigurðsson og Stefán gíslason léku báðir allan leikinn með Lyn sem bar sigurorð af Tromsö í miklum markaleik 4- 3 í norska boltanum. Indriði lék að vanda sem miðvörður í vörninni og stóð sig með miklum sóma. Stefán stjórnaði miðjuspili Lyn eins og hershöfðingi og fékk eitt ágætt færi. Þá unnu Hannes Þ. Sigurðsson og Birkir Bjarnason og félagar í Viking Harald guðmundsson og Álasund 0-2. Hannes var tekinn af velli undir lokin en Birkir sat á bekknum allan leikinn. Haraldur lék fyrstu 77 mínútur leiksins fyrir Álasund. Brann með Sigur Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson léku að vanda allan leikinn í vörn Brann í norska boltanum þegar liðið lagði Odd grenland 0-2 á útivelli. Báðir fengu góða dóma fyrir sinn leik og ljóst að þeir eru í góðu formi sem er gott fyrir íslenska landsliðið þótt Kristján hafi bara verið valinn að þessu sinni. Ármann Smári Björnsson kom inn á undir lokin fyrir Brann. Þá lék Veigar Páll gunnarsson allan leikinn með Stabæk sem gerði 1-1 jafntefli við Lilleström. KriStinn dæmir Kristinn Jakobsson milliríkjadómari hefur verið valinn af Knattspyrnusambandi Evrópu, uEFa, til að dæma leik Búlgaríu og Hvíta-Rússlands í undankeppni EM 2008 eftir rúma viku. Leikurinn fer fram 6. júní næstkomandi klukkan 20 að staðartíma á þjóðarleikvanginum í Sofia í Búlgaríu. Kristni til aðstoðar hefur dómaranefnd KSÍ tilnefnt þá Sigurð Óla Þorleifsson og Einar Sigurðsson sem aðstoðardóm- ara og Magnús Þórisson sem fjórða mann. Þetta verður þriðji leikurinn sem Kristinn dæmir í undankeppni EM 2008, áður hafði hann dæmt leikina Eistland-Makedónía og Pólland- aserbaídsjan. vilja fá lippi aftur Forráðamenn Juventus vilja að gamli þjálfarinn þeirra Marcello Lippi taki við liðinu eftir að didier deschamps sagði upp á dögunum. Lippi hefur áður stýrt Juventus við góðan orðstír, en hann hefur verið í fríi síðan hann gerði Ítali að heimsmeist- urum síðasta sumar. framkvæmdastjór- Þrjú lið berjast um spænska meistaratitilinn en aðeins tvær umferðir eru eftir. Real Madrid og Barcelona eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar en Sevilla fylgir fast á eftir. TOPPLIÐIN UNNU ÖLL Tvær umferðir eru eftir af spænsku deildinni en þrjú lið bítast um meist- aratitilinn. Barcelona og Real Madr- id eru á toppi deildarinnar en bæði lið hafa 72 stig. Í þriðja sæti er Sevilla sem stefnir á að vinna þrennu á tíma- bilinu. Real Madrid er líklegt til að ná að vinna sinn fyrsta stóra titil í fjögur ár en liðið vann Deporivo la Coruna 3-1 á laugardaginn en seinna um kvöld- ið vann Barcelona nauman sigur á Getafe 1-�. Real Madrid er í fyrsta sætinu á betri árangri í innbyrðisvið- ureignum sínum gegn Barcelona. Sevilla varð Evrópumeistari félags- liða á dögunum og þá er liðið komið í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar. Liðið vann Real Zaragoza á sunnudag 3-1 og er áfram tveimur stigum á eft- ir toppliðunum. Valencia tapaði 3-2 fyrir Villarreal um helgina og þar með fór liðið út úr baráttunni um spænska meistaratitilinn. Fjögur efstu liðin eru öll örugg með sæti í Meistaradeild- inni. Spenna fram undan Það er því ljóst að spennandi loka- umferðir eru fram undan á Spáni en ekkert verður leikið í deildinni um næstu helgi vegna landsleikja. Real Madrid leikur gegn Zaragoza og svo við Real Mallorca í seinustu umferð- inni. „Mikilvægi leiksins gegn Zara- goza er rosalegt,“ segir Ruud van Nistelrooy, sóknarmaður Real Madr- id en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar. Barcelona á nágrannaslag gegn Espanyol og mætir síðan Gimnasti Tarragona sem þegar er fallið úr deild- inni. Börsungar geta þó ekki stólað á snilli brasilíska landsliðsmannsins Ronaldinhos þar sem hann fékk að líta rauða spjaldið um helgina. Lík- legt er talið að Ronaldinho fái tveggja leikja bann. Sevilla mun leika við Mallorka á útivelli og svo Villarreal sem er í baráttu um Evrópusæti. „Markmið okkar var að komast í Meistaradeildina en við stefnum auð- vitað á titilinn meðan sá möguleiki er fyrir hendi,“ segir Juande Ramos, þjálfari Sevilla. ronaldinho fékk rautt Það var hart barist þegar Barcelona vann Getafe 1-� á laugardag. Eina mark leiksins kom strax á 2. mínútu en það mark skoraði Ronaldinho eftir undirbúning frá Samuel Eto´o. Eiður Smári Guðjohnsen sat allan leikinn á varamannabekk Börsunga en Arnór, faðir hans og umboðsmaður, gaf það út um helgina að Eiður væri ekki á förum frá spænska stórliðinu. Segja má að Ronaldinho hafi bæði verið hetjan og skúrkurinn hjá Barce- lona því þegar fimm mínútur voru eft- ir af fyrri hálfleiknum fékk hann rauða spjaldið fyrir hefnibrot. Börsungar höfðu yfirhöndina allan seinni hálf- leikinn en náðu þó ekki að bæta við mörkum. David Beckham var maður leiksins þegar Real Madrid lagði Deportivo 3- 1. Sergio Ramos kom heimamönn- um yfir en Joan Capdevila jafnaði eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Það voru síðan Raul og Ruud van Nistel- rooy sem innsigluðu sigur Real Madr- id. elvargeir@dv.is Hetja og skúrkur Ronaldinho skoraði sigurmark Barcelona um helgina en fékk einnig rautt spjald í leiknum. Skoraði Frederic Kanoute misnotaði vítaspyrnu um helgina en náði þó að skora fyrir Sevilla seinna í leiknum. Í átt að titlinum Real Madrid er í efsta sæti spænsku deildarinnar en liðið er með betri árangur í innbyrðisviðureign- um gegn Barcelona. Fernando Alonso var á ráspól í Mónakó-kappakstrinum í Formúlu 1. Hann hélt þeirri forystu allt til loka og hélt aftur af undrabarninu og samherja sínum Lewis Hamilt- on sem varð annar. Felippe Massa á Ferrari varð þriðji. Mónakó-kappaksturinn er eitt af flaggskipum formúlusirkussins og margir frægir koma á keppnina. Alla ökumenn langar að vinna kappakst- urinn sem ekinn er á götum Món- akó. Formúla eitt er á góðri leið með að snúast upp í einvígi Ferrari og McLaren í stigakeppni bílasmiða og forvitnileg barátta liðanna er fram undan. Ökumenn McLaren náðu góðu starti en mjög erfitt er að taka fram úr í Mónakó. Lítil keppni var á milli þeirra og ljóst að yfirmenn þeirra vildu ekki eiga á hættu að missa báða bílana og fá engin stig. Þess í stað óku þeir örugglega í mark og var þetta 17. sigur Alonsos í Formúlu 1 á ferlinum. Ökumenn McLaren eru efstir í stiga- keppni ökumanna með 38 stig hvor. „Þessi sigur skiptir miklu máli í stigakeppni ökumanna og bíla- smiða. Það kom mér á óvart hve mikla yfirburði McLaren-bílarnir höfðu í keppninni. Menn hafa unnið baki brotnu síðustu tvær vikurnar að endurbæta bílana. Ég hef aldrei áður verið einni mínútu á undan þriðja ökumanni móts í endamark,“ sagði Alonso. „Ræsingin tókst ekki sérlega vel en mér tókst að halda forystunni af því það er stuttur sprettur að fyrstu beygju. Ég gat sparað bensín í fyrsta hluta mótsins og gat því hangið á forystunni eftir fyrsta þjónustuhlé. Ég tapaði miklum tíma fyrir seinna þjónustuhlé mitt þegar mér gekk illa að fara fram úr hægfara bílum, enda er það erfitt í þessari braut. Sigurinn var ánægjulegur og ég hlakka til mót- anna vestan hafs.“ Næstu mót fara fram í Kanada og Bandaríkjunum. Heimsmeistarinn fernando alonso fagnaði sigri í götukappakstrinum í Mónakó: McLaren með yfirburði Sigurvegarinn Fernando alonso var á ráspól og hélt forustunni frá upphafi allt til loka. Hann hringaði alla nema tvo. Stigakeppni ökumanna 1. alonso 38 2. Hamilton 38 3. Massa 33 4. Raikkonen 23 5. Heidfeld 18 6. Fisichella 13 7. Kubica 12 8. Rosberg 5 Stigakeppni bílaSmiða 1. McLaren-Mercedes 76 2. Ferrari 56 3. BMW Sauber 30 4. Renault 16 5. Williams-Toyota 7 6. Toyota 5 7. Red Bull-Renault 4 8. Super Aguri-Honda 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.