Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Síða 9
DV Fréttir miðvikudagur 30. maí 2007 9 bönd enn betri sem er mjög gott,“ segir Hjörtur. Eldra fólk endist lengur Þegar horft er til baka á síðustu öld var meðalgiftingaraldur lægst- ur um 1970, árin 1971-1975 var meðalgiftingaraldur áður ógiftra kvenna tæp 23 ár og áður ógiftra karla tæp 25 ár. Þetta hefur hins breyst talsvert frá því á áttunda áratugnum og giftingaraldur hef- ur hækkað jafnt og þétt frá því um 1980. Árið 2006 var meðalgiftingar- aldur áður ógiftra kvenna sem fyrr segir tæp 32 ár og áður ógiftra karla rétt innan við 34 ár sem er um níu árum hærra en fyrir þremur áratug- um síðan. „Ég lít á það sem jákvæðan hlut að fólk sé búið að búa saman lengi áður en það giftir sig, andstætt því sem bókstafstrúarmenn boða, af þeirri einföldu ástæðu að þá er komin reynsla á samband fólks og öll slík reynsla er af hinu góða. Það hefur nú verið þróunin í Evrópu og víðar að fólk gifti sig síðar en áður. Fólk vill ljúka námi og koma undir sig fótunum áður en það giftir sig. Við sjáum þessa þróun líka í barn- eignum, fólk eignast börn eldra en áður. Þeir sem sækjast eftir lang- skólanámi vilja ljúka því og gifta sig og eignast börn síðar en áður. Þetta er þróunin víða í kringum okkur og ég held að þróunin hér á landi fylgi bara í kjölfarið og það er mjög jákvætt,“ segir Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkjuprestur. ELDRI BRÚÐHJÓN LENGUR SAMAN Dýpkaði sambandið Kolbrún Þorsteinsdóttir og Sigurður Andésson giftu sig fyrir átta árum, þá 32 ára, og höfðu þau verið saman síð- an á menntaskólaárum. „Við höfðum verið saman lengi en það var ýmislegt annað á dag- skránni en brúðkaup,“ segir Kolbrún. „Ég var í skóla, að byggja hús og svo eignuðumst við tvö börn og það var eigin- lega ekki fyrr en eftir annað barnið að við ákváðum að það væri komin tími til þess að við giftum okkur. Þá var bara ein- faldlega kominn tími til þess að loka hringnum. Þetta dýpkaði sambandið okkar á milli og hjónabandið hefur mikla þýð- ingu fyrir okkur sem fjölskyldu. Það er ákveðin trausts-tilfinn- ing sem mér finnst mikilvægt að við höfum, bæði fyrir okkur og börni. Það að að mamma og pabbi hafi ákeðið að vera sam- an til æviloka er mikilvæg til- finning fyrir alla fjölskylduna.“ „Auðvitað koma alltaf upp vandamál milli hjón og það er mikilvægt að leysa þau. Þegar upp komu vandamál hjá okk- ur þá lögum við allt á okkur til þess leysa þau og láta hjóna- bandi ganga því það er allta að vinna,“ segir Kolbrún. „Ég tel það afar mikilvægt að það sé komin góð reynsla á sam- bandið áður en fólk ákveður að ganga í hjónaband. Það var mjög jákvætt fyrir okkur að vera búin að búa saman í töluverð- an tíma áður en við giftum okk- ur,“ segir Kolbrún. „Ég lít á það sem já- kvæðan hlut að fólk sé búið að búa saman lengi áður en það gift- ir sig, andstætt því sem bókstafstrúarmenn boða, af þeirri einföldu ástæðu að þá er kom- in reynsla á samband fólks og öll slík reynsla er af hinu góða.“ Leigubílstjórinn Björn Loftsson talaði í gær við móður unglings sem lamdi hann í höfuðið með felgulykli. Hann segir hana hafa alla sína samúð. Litlu mátti muna að Björn lifði árásina ekki af en hann fór í hættulega skurðaðgerð á höfuðkúpu í kjölfarið. HEFUR SAMÚÐ MEÐ MÓÐUR PILTSINS „Sökin er ekki hennar, hún er búin að missa bæði börnin sín í fíkniefna- neyslu,“ segir Björn Loftsson leigu- bílstjóri sem varð fyrir hrottalegri lík- amsárás í lok apríl en árásamaðurinn var fimmtán ára gamall fíkniefna- neytandi. Móðir piltsins sagði í við- tali við DV í apríl að hún vildi biðja leigubílstjórann afsökunar. Þau hafa talað saman og segir Björn móður- ina hafa alla sína samúð. Leigubílstjórinn Björn Loftsson tók tvo farþega upp í bílinn í Hafn- arfirði í lok apríl og var beðinn um að aka þeim til Reykjavíkur. Um var að ræða fimmtán ára gamlan pilt og 27 ára gamlan karlmann. Þegar Björn stöðvaði bifreiðina við Braut- arholt í Reykjavík sló sá yngri Björn í höfuðið með felgulykli. Höggið var bylmingsfast og við það vankaðist Björn talsvert. Honum tókst þó að koma sér út úr leigubílnum. Það var þá sem pilturinn og maðurinn ætl- uðu að ræna hann. Birni tókst með naumindum að gera vart við sig og hurfu þá pilturinn og maðurinn á brott. Gæsluvarðhald yfir unglingi Pilturinn náðist síðar um nótt- ina. Hann reyndi ásamt félaga sínum að stela bíl við Laugardalslaug og þá náði lögreglan þeim. Eldri maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald en hann dvelur á Litla-Hrauni. Strák- urinn ungi fór í Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Ástæðan var pláss- leysi á Stuðlum. Hann var því annar unglingurinn til að verða vistaður í gæsluvarðhald ásamt lögráða föng- um á árinu. Hann var færður á Stuðla síðar meir en þar fyrir er annar ungur brotamaður sem var dæmdur í fang- elsi fyrir tilraun til manndráps. Rétt lifði „Þetta var nokkur léttir fyrir hana,“ segir Björn sem þykir staða móður- innar sorgleg. Hún er búin að missa báða syni sína í fíkniefnaneyslu en sá eldri mun víst vera að taka sig á. Sjálfur var Björn mjög illa farinn eftir árásina en höfuðkúpan brotn- aði við höggið. Litlu mátti muna að hann léti lífið. Hann fór í aðgerð þar sem læknar þurftu að ná brotum úr höfuðkúpunni því þau náðu að heila. Björn er ennþá mjög slapp- ur eftir árásina og hefur þegar farið í eina myndatöku eftir að aðgerðin var framkvæmd. Hann er að braggast en býst ekki við að keyra leigubíl í nán- ustu framtíð. Harmur móður Móðir piltsins segir það hafa ver- ið hræðilegt að horfa á eftir piltinum í Hegningarhúsið við Skólavörðu- stíg. Hún vill ekki koma fram und- ir nafni. Ástæðan er sú að hún vill vernda persónu sonar síns. DV birt- ir ekki nöfn svo ungra einstaklinga sem komast í kast við lögin. Móðirin segist fegin því að hann sé kominn á Stuðla. Þar fái hann meðferð við fíkn sinni en hann hefur þegar farið í eina meðferð. Að sögn móður unglingsins hefur hann átt við fíkniefnavanda að stríða í nokkurn tíma. Sjálf hefur hún ótal sinnum reynt að tjónka við hann en það hefur ekki borið árangur. Pilturinn er enn í gæsluvarðhaldi og verður málið sent til ákæruvalds. vaLuR GREttisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is „Þetta var nokkur léttir fyrir hana.“ Björn Loftsson var hryllilega illa farinn eftir fólskulega líkamsárás fimmtán ára unglings. „Við getum ekki sinnt öllum sem til okkar koma,“ segir Ingibjörg Stef- ánsdóttir, verkefnastjóri hjá Mími – símenntun. „Það er mikil aðsókn í íslenskunám fyrir útlendinga og greinilegt að þeir vilja læra íslensku. Veigamestu þættirnir í starfi skólans í dag eru íslenskukennsla fyrir út- lendinga og starfsmenntun.“ Alls voru 5.500 nemendur við skólann í fyrra en af þeim voru 1.550 sem sóttu námskeið í íslensku fyr- ir útlendinga. Mikil aukning var á fjölda þeirra námskeiða á liðnu ári, en meðal þess sem boðið er upp á eru byrjendanámskeið í íslensku fyr- ir Taílendinga, Kínverja, spænsku- mælandi nemendur og þá sem tala slavnesk tungumál. Vöxtur á sviði íslenskukennslu fyrir útlendinga hefur aldrei verið meiri og fjölgaði nemendastundum um 115 prósent frá árinu á undan. Á ársfundi Mímis – símenntunar í gær kom fram að velta skól- ans jókst um 64 prósent á síðasta ári. Í kjölfar samnings á milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka at- vinnulífsins haustið 2005 voru tryggð aukin fjár- framlög ríkisins til fullorð- insfræðslu. Ingibjörg segir ýmis þróunarverkefni hafa verið í gangi hjá skólanum: „Við bjóðum til dæmis upp á sérstakt nám fyrir starfsfólk á leikskólum sem er 45 ára og eldri. Meðalaldur þeirra sem sækja í starfsmenntun hjá Mími – endurmennt- un er tiltölulega hár, sem er ólíkt því sem gerist í nágrannalöndum okkar, og er það meðal annars vegna þessara þróun- arverkefna. Það virðist hafa tekist að ná til fólks á miðjum aldri sem kannski hafði ekki tækifæri til að fara í nám á sínum tíma.“ erla@dv.is Íslenskunám útlendinga í örum vexti: Getum ekki sinnt öllum ingibjörg stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá Mími – símenntun greinilegt að útlendingar vilja læra íslensku. Brotin höfuðkúpa Litlu mátti muna að Björn lifði ekki aðgerðina af en höfuðkúpa hans mölbrotnaði við höggið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.