Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Page 16
FH-ingar nýttu færin sín vel gegn Fram í Landsbankadeildinni í gær. Íslandsmeistararnir unnu 2-0 sig- ur í blíðskaparveðri í Laugardalnum. Framarar voru sprækari aðilinn í fyrri hálfleiknum en síðan fór aðeins að draga úr krafti þeirra. FH-ingar náðu betri takti og refsuðu fyrir fyrstu mis- tök Framara en þar var á ferðinni Matthías Guðmundsson sem hefur nú skorað í öllum fjórum leikjum FH- inga til þessa á Íslandsmótinu. Undir blálokin bætti Tryggvi Guðmundsson síðan við marki úr vítaspyrnu. „Við vorum betri í fyrri hálfleik, það er bara ekki nóg,“ sagði Jónas Grani Garðarsson leikmaður Fram og fyrrverandi leikmaður FH. „Þetta snýst um að skora mörk og ekkert annað, ekki hvor er betri. Við ákváð- um að koma grimmir til leiks, pressa á þá og sjá hvernig þeir myndu bregðast við. Kannski lokasending- ar upp við teiginn þeirra sem gengu ekki nógu vel annars vorum við við það að komast í gegn en ekki nóg og skoruðum ekki og þá fær maður ekk- ert.“ Jónas Grani fékk fínt færi í fyrri hálfleik sem Daði Lárusson varði. „Daði djöfull var með þetta, Hans Mathiesen vildi meina að ég hefði átt að gefa boltann en það var bara bull,“ sagði hinn geðþekki Jónas að lokum. Framarar sprækir í byrjun Framarar komu ákveðnir til leiks og voru sprækir í fyrri hálfleiknum. Fyrsti hálftíminn einkenndist af þreif- ingum beggja liða en athygli vakti að á því tímabili náðu Íslandsmeistararn- ir ekki skoti að marki heimamanna. Hjálmar Þórarinsson lét að sér kveða og átti tvö hættuleg skot í fyrri hálf- leik en fann ekki leiðina framhjá Daða Lárussyni. Á 37. mínútu kom loks fyrsta marktilraun FH-inga en þá átti Matthías Guðmundsson skalla sem fór yfir. Leikurinn fór að opnast und- ir lok hálfleiksins. Ásgeir Gunnar Ás- geirsson átti fína skottilraun rétt fyrir utan teig en boltinn rétt yfir. Hinum megin var það síðan Jónas Grani Garðarsson sem fékk mjög gott færi en skot hans var ekki nægilega gott og Daði varði. Á lokamínútu hálfleiksins skall hurð nærri hælum við mark Framara, Freyr Bjarnason fékk skallafæri og markið var nánast opið en ekki hitti Freyr markið. Matthías Guðmunds- son kom FH yfir þegar um fimm mín- útur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Vörn Fram var á afturfótunum og lék Matthías á nokkra Framara áður en hann skaut undir Hannes Þór Hall- dórsson í marki Fram og inn fór bolt- inn. Hjálmar fékk mjög gott tækifæri til að jafna metin fyrir Fram fjórum mínútum eftir mark Matthíasar. Patrik Redo átti magnaða sendingu á Hjálm- ar sem var einn á auðum sjó en kaus að skjóta í fyrsta. Boltinn sigldi fram- hjá Daða en einnig framhjá stönginni. Færi sem heimamenn hefðu átt að nýta betur. Krafturinn í Framliðinu hafði minnkað umtalsvert og því gekk illa að finna gott marktækifæri til að ná jöfnunarmarki. Allan Dyring fékk gott skotfæri fyrir FH þegar tvær mínútur voru eftir en skaut framhjá. En á lokamínútunni braut Reynir Le- ósson á varamanninum Atla Guðna- syni innan teigs og Garðar Örn Hin- riksson dæmdi réttilega vítaspyrnu. Tryggvi Guðmundsson sigraðist á vítabananum Hannesi í marki Fram og skoraði. Kom ró með fyrsta markinu „Fyrri hálfleikur var svona tæt- ingslegur, bæði lið voru að berjast vel, kannski ekki mikið fyrir augað og töluverður barningur,“ sagði Ólaf- ur Jóhannesson þjálfari FH. „En eftir að við komumst yfir þá færðist meiri ró yfir okkar lið og við fórum að halda boltanum betur. Það var svona eins og menn væru bara að njóta veðurblíðunnar hér í Laugardalnum í fyrri hálfleik en eins og ég segi þá fannst mér við vera betri í síðari hálfleik sem var mjög góður af okkar hálfu.“ Nú tekur við hlé vegna landsleikja miðvikudagur 30. maí 200716 Sport DV ÍÞRÓTTAMOLAR Schumacher er atvinnulauS Þrátt fyrir að þéna yfir 50 milljónir dollara, eða rúma 3,1 milljarða króna, á ári er michael Schumacher skráður atvinnu- laus í Sviss, landinu sem hann býr í. akstursíþróttir eru ekki viðurkenndar í Sviss og því hefur Schumacher formlega verið skráður sem atvinnulaus innflytjandi. Það þýðir að hann þarf aðeins að borga opinber gjöld af 18,7 milljónum af þeim 3,1 milljarði sem hann þénar á ári. Schumacher hætti sem kunnugt er að keppa í fyrra en hefur starfað við ýmislegt hjá Ferrari síðan þá. Figo áFram hjá inter? undanfarna mánuði hefur portúgalski miðjumaðurinn Luis Figo látið í veðri vaka að hann ætli sér að spila með al-ittihad í Sádi- arabíu á næstu leiktíð. Nú virðist hins vegar allt benda til að hann verði áfram í herbúðum ítalska liðsins inter frá mílanó. Figo segir að vandræði í samningamálum hafi komið upp. „Eftir að hafa náð samkomu- lagi við al-ittihad 4. janúar hefur félagið ekki staðið við umsamda skilmála,“ sagði Figo sem ætlar að senda inn formlega kvörtun til alþjóðaknatt- spyrnusambandsins vegna málsins. heFur eKKi rætt við juventuS ítalski þjálfarinn marcello Lippi segir að ekkert sé hæft í þeim sögusögnum að hann sé í viðræðum við Juventus um að taka við þjálfun liðsins. „Ég hef þegar sagt að ég muni ekki byrja að vinna aftur á næstu mánuðum. Það er ekkert hæft í þessum fregnum. Sérstaklega í ljósi þess að ef félagið vildi mig þá þyrfti það að tala beint við mig,“ sagði Lippi og átti þar við að hann hafi ekkert heyrt frá yfirmönnum Juventus. Lippi hefur ekkert þjálfað eftir að hann gerði ítali að heimsmeisturum síðasta sumar. ronaldinho og KaKa Fá Frí dunga, þjálfari brasilíska landsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt 34 manna leikmannahóp fyrir Copa america sem hefst 26. júní. ronaldinho, leik- maður Barcelona, og kaka, leikmað- ur aC milan, fóru fram á að fá frí í sumar og dunga varð við þeirri ósk leikmannanna. markverðir: diego, doni, Helton. varnarmenn: alex Silva, alex, Edu drac- ena, Juan, Naldo, Tiago Silva, Cicinho, marcelo, daniel alves, gilberto, kleber, maicon. miðjumenn: Edmilson, Fern- ando, gilberto Silva, Josue, Lincoln, min- eiro, diego, Elano, Julio Baptista, robin- ho, morais, Ze roberto. Sóknarmenn: afonso, anderson, Carlos Eduardo, Fred, Jo, vagner Love, rafael Sobis. diego beStur í ÞýSKalandi diego, leikmaður Werder Bremen, hefur verið valinn besti leikmaður þýsku úr- valsdeildarinnar í knattspyrnu af leikmönnum deildarinnar. Það var þýska blaðið kicker sem stóð fyrir kjörinu. diego fékk yfir 50 prósent atkvæða. Hann skoraði 13 mörk á leiktíðinni og lék lykilhlutverk í meistarabaráttu Brimarborgara. Þessi 22 ára gamli Brasil- íumaður var að leika sitt fyrsta tímabil í þýsku deildinni en hann kom til Werder Bremen frá Porto fyrir þessa leiktíð. gríski sóknarmaðurinn Theofanis gekas, leikmaður Bochum, varð í öðru sæti með 10,7 prósent atkvæða en hann var markahæsti leikmaður deildarinnar. mario gomez hjá Stuttgart, Bernd Schneider hjá Leverkusen, og Pavel Pardo hjá Stuttgart, komu þar á eftir. Fia hefur hafið rannsókn á aðferðum mclaren-liðsins í Mónakó-kappakstrinum: McLaren-menn segjast saklausir Yfirmenn Formúlu 1 liðsins McLar- en segjast saklausir af þeim ásökunum sem hafa verið hafðar uppi um að lið- ið hafi skipað Lewis Hamilton að enda í öðru sæti á eftir félaga sínum Fern- ando Alonso í Mónakó-kappakstrin- um sem fram fór um helgina. Fernando Alonso fagnaði sigri og Hamilton endaði í öðru sæti. Það þótti athyglisvert að þeir félagar háðu aldrei harða baráttu um fyrsta sætið þrátt fyr- ir að tækifæri hafi gefist. Stjórn Form- úlu 1 (FIA) hefur sett af stað rannsókn sem stuðlar að því að rannsaka málið. „FIA rannsakar nú atferli McLaren- liðsins í Mónakó-kappakstrinum 2007 í ljósi þess að hugsanlega hafi lög verið brotin. Við erum að skoða sönnunar- gögn áður en frekari yfirlýsing verður gefin,“ sagði í yfirlýsingu frá FIA. „Við erum sannfærðir um að hafa farið eftir lögum. Allar þær ákvarðanir sem við tókum fyrir og á meðan kapp- akstrinum stóð voru samkvæmt sett- um reglum,“ sagði talsmaður McLaren í kjölfar ákvörðunar FIA. „Liðsaðferð er það sem þú gerir til að vinna heimsmeistaratitilinn. End- anleg niðurröðun bíla er það sem þú gerir til að koma óorði á kappakstur. Og við höfum ekki og munum ekki koma óorði á kappakstur,“ sagði Ron Dennis, yfirmaður McLaren. Fyrir fimm árum voru settar regl- ur sem bönnuðu liðum að ákveða endanlega niðurröðun ökumanna í keppnum. Þessi regla var sett í kjöl- farið á kappakstri í Austurríki þar sem Barrichello var skipað að víkja fyrir Michael Schumacher af yfirmönnum sínum hjá Ferrari. dagur@dv.is Sigurvegarar helgarinnar Fernando alonso fagnaði sigri um helgina og Lewis Hamilton endaði í öðru sæti. FH lagði Fram í Laugardal með tveimur mörkum gegn engu. Íslands- meistararnir eru þegar komnir með fjögurra stiga forskot á næstu lið þegar fjórum umferðum er lokið. Fátt virðist geta stöðvað Hafnar- fjarðarhraðlestina sem stefnir á fjórða Íslandsmeistaratitilinn í röð. FH STRAX KOMIÐ MEÐ FJÖGURRA STIGA FORSKOT elvar geir magnúSSon blaðamaður skrifar: elvargeir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.