Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Side 21
Á morgun tekur gildi reykingabann á Íslandi og væntanlega margir reykingamenn sem ætla að hætta þessum óþarfa ávana í kjölfarið. Marg- ar mismunandi leiðir eru í boði fyrir fólk sem vill hætta að reykja og hafa sérstök námskeið sem eiga að hjálpa fólki að losna við fíknina verið einna vinsælust. Valgeir Skagfjörð leikstjóri býður upp á eitt slíkt sem ber heitið Fyrst ég gat hætt - getur þú það líka, en hann var reykingamaður í ein tutt- ugu og fimm ár og reykti að sögn tvo pakka á dag en hefur ekki langað í sígarettu síðan hann hætti fyrir tólf árum. „Þessi lög um reykingabannið eru löngu tímabær og tímanna tákn. Þetta hefur geng- ið ágætlega hjá þeim löndum sem hafa gert þetta hingað til svo ég hef enga trú á því að þetta verði vandamál hérlendis,“ segir Valgeir. „Reykingar eru náttúrulega eitthvað sem á eftir að hverfa úr vest- rænu samfélagi með tímanum. Þetta er bara eins og með berklana og hrákadallana sem fólk hélt að yrði eilíft vandamál en er nánast útdautt í dag.“ Valgeir segist sjálfur bara hafa orðið fyrir vitr- un og hætt að reykja árið 1995. „Í kringum 1998 fór ég svo að halda þessi námskeið sem ganga út á það að benda fólki á allar þessar ranghugmyndir varðandi fíknina og að fólk hljóti í kjölfarið frelsi frá nikótínfíkninni.“ Valgeir segir grunninn að því að hætta að reykja vera þann að skilja út á hvað þetta gengur allt saman og á námskeiðinu sviptir hann hulunni af þeirri blekkingu að þetta sé fíkn sem ekki sé hægt að losna undan. „Þetta er allt saman spurning um hugarfar. Fráhvarfseinkenn- in sem allir óttast svo mikið eru bara mjög væg og ekkert mál. Það versta við það að hætta að reykja er þá bara kvíðinn og sjálfsvorkunnin, fólk heldur bara að það eigi svo bágt af því að það sé að hætta að reykja.“ Valgeir segir mikla aukningu hafa verið á aðsókn í námskeiðið núna í kringum reykinga- bannið. „Ég er vanalega með námskeið í eitt til tvö skipti í mánuði í þrjá tíma í senn en það verður líklega aukanámskeið núna. Það er stíf dagskrá á námskeiðinu og svo fylgi ég því eftir með tölvu- póstum og fólk tekur námsefnið með sér heim og heldur svo áfram í fjarnámi.“ Ekki hlynntur staðkvæmdarvörunum Aðspurður út í þá leið að japla á nikótín- tyggjói í staðinn fyrir að kveikja sér í sígarettu segist Valgeir persónulega ekki hlynntur því að viðhalda nikótínfíkninni. „Nikótín er fíkniefni og þú ert ekkert frelsaður frá fíkninni ef þú kaupir þér þessar nikótínvörur frá lyfjafyrirtækjunum. Í staðinn ertu bara byrjaður að styrkja lyfjafyr- irtækin í staðinn. Málið er að hætta bara alveg, nikótínið sem lyfjafyrirtækin eru að nota við gerð þessara nikótíntyggjóa og -stauta eru auk þess fengin frá tóbaksframleiðendunum því nikótín er eiturlyf sem ekki er hægt að búa til með efna- samsetningum.“ Valgeir segir reykingamenn- ina vera svo varnarlausa að þeir séu til í að gera hvað sem er til að hætta. „Grey reykingamenn- irnir eru jafnvel til í að haldast ennþá í þessari fjárhagslegu ánauð og kaupa sér einhverjar rán- dýrar staðkvæmdarvörur í stað sígarettupakka. Málið er að losa sig bara alveg við fíknina, það er nefnilega svo ósköp einfalt.“ Að lokum bendir nikótínfrelsarinn Valgeir á þá staðreynd að nik- ótín sé náttúrulega bráðhættulegt eitur og þó að við fáum aldrei það stóran skammt í einu að það drepi okkur, þá drepur nikótínið mann hægt og bítandi og best sé að hætta bara strax þessum óþarfa óþverra. krista@dv.is DV Lífstíll miðvikudagur 30. maí 2007 21 LífsstíLL Jákvæð planta aloe vera plantan hefur löngum verið talin gædd miklum lækningarmætti og hafa margar vörur verið unnar úr henni. vinsælt er á mörgum heimilum að eiga plöntuna sjálfa í potti og klippa aðeins af henni til að bera örlítið á sár þegar börnin koma heim af íþróttaæfingum með brunasár á fótum eða einhver heim- ilismeðlimur lendir í því að brennast lítillega. Nú hafa verið unnin ýmis krem og gel úr sjálfri plöntunni sem einnig er gott að eiga heima í skáp. Jóga Camp að hefjast á akureyri FrJókornin valda oFnæmi Á þessum tíma árs fara ofnæmissjúk- lingarnir oft að þjást af frjókornaof- næmi sem getur valdið miklum óþægindum. Frjókornaofnæmi er eitt algengasta ofnæmið sem kemur fram í nefi og augum. margir þjást af ítrekuðu kvefi í byrjun sumars áður en þeir átta sig á því að hér sé um frjókornaofnæmi að ræða. Eitt helsta einkennið er kláði í augum, augun verða rauðsprengd og það rennur úr þeim. Önnur óþægileg einkenni eru kláði í nefi og síendurteknir hnerrar. Ýmsar tegundir lyfja gegn ofnæminu má nálgast í apótekum án lyfseðils en gott er samt að ráðfæra sig alltaf við lækni áður en farið er að taka ofnæmislyf. minni olíuumbúðir Oftar en ekki fjárfestum við frekar í stærri umbúðum þegar keypt er í matinn í sparnaðarskyni. Þegar kemur hins vegar að því að kaupa hvers kyns olíur til matreiðslu er fólki frekar bent á að kaupa minni umbúðir þar sem það sama gildir með olíur og vín að þær skemmast eftir því sem matarolían kemst oftar í snertingu við súrefni. Olían þránar þá í kjölfarið, bragðið versnar og á hún það til að skemmast. Ef við sitjum uppi með hálfa flösku af ódýrri olíu sem er orðin skemmd og við neyðumst til að henda fer sparnaðar- hugleiðingin aðeins að missa marks og á endanum er betra að kaupa minna magn, þrátt fyrir að lítraverðið verði hærra fyrir vikið. Guðmundur Már Einarsson býður upp á jóga sem höfðar til unga fólksins. Jóganámskeið njóta sífellt meiri vin- sælda enda eru fáar íþróttir betri fyrir lík- amann og heilann. Á Akureyri er að hefjast námskeið í jóga sem er nokkuð frábrugð- ið þeim jóganámskeiðum sem boðið hef- ur verið upp á undanfarin ár. Guðmundur Már Einarsson er umsjónarmaður nám- skeiðsins sem hann kýs að kalla Jóga Camp, en það hefst í dag í líkamsræktarstöðinni Bjargi. „Þau jóganámskeið sem kennd eru hérna á Akureyri eru flest í rólegri kantin- um. Megnið af því fólki sem stundar þau er eldri konur, en ég er að reyna að stíla meira á yngra fólk. Miðað við þessi hefðbundnu námskeið er þetta námskeið töluvert erfið- ara og verður aðeins meira púl og er nafnið til komið vegna þess. Tilgangurinn er samt að láta æfingarnar vinna með líkamanum og reynt að stíla á að vinna með sína eig- in þyngd. Áður en námskeiðið hefst hitti ég hvern og einn og við förum yfir hans vænt- ingar og markmið gagnvart námskeiðinu. Einnig fer ég yfir hvernig jóga geti hjálpað til við að ná því sem fólk sækist eftir,“ seg- ir Guðmundur sem er nýkominn heim frá Bandaríkjunum. „Ég var að læra í einni stærstu heilsuakademíu Bandaríkjanna, Kripalu Center. Ég byrjaði á að fara á eins konar leiðtoganámskeið, þar sem ég lærði mikið um líkamann og heilbrigðan lífsstíl. Ég fór út síðasta haust og upphaflega ætlaði ég aðeins að vera í fjóra mánuði og koma heim um jólin. Mér leist svo vel á þennan skóla að ég ákvað að halda áfram og fór þá að læra jógakennarann og fékk próf í tæl- ensku nuddi,“ segir Guðmundur. Nánari upplýsingar um námskeiðið er hægt að fá hjá Guðmundi í síma 692 2072. Á morgun tekur reykinga- bannið gildi og eru eflaust margir Íslendingar ákveðn- ir í að hætta að reykja í kjöl- farið. Valgeir Skagfjörð er einn þeirra sem býður upp á námskeið sem hjálpar því að losna við nikótínþörfina fyrir fullt og allt. Allt spurning um hugArfAr Sólarvörnin mikilvæg Nú fara margir að huga að sumarfrí- inu með fjölskyldunni og finnst okkur íslendingum fátt betra en að skella okkur í sumarfrí á sólarströnd og leyfa sólinni að sleikja okkur svo við verðum sólbrún og sæt í kjölfarið. Það sem er hins vegar mikilvægt að gæta vel að er að hafa sólarvörnina alltaf við höndina og vera dugleg að bera á okkur sjálf og alls ekki gleyma börnunum. Börn sem sólbrenna eiga meiri hættu á að fá húðkrabbamein síðar á lífsleiðinni en þau sem ekki hafa sólbrunnið og fer tilfellum húðkrabbameins á íslandi stöðugt fjölgandi. að draga úr þeim tíma sem varið er í sólbaði og nota sólarvörn eru bestu forvarnaraðgerðirnar gegn húðkrabba. Valgeir Skagfjörð Segir reykingabannið löngu tímabært. Guðmundur Már Lagði stund á jóganám í Bandaríkjun- um. .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.