Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Side 2
föstudagur 8. júní 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Sjöunda hvert barn óvarið Sjöunda hvert barn var ann- að hvort laust í bíl eða aðeins í bílbelti þegar for- eldrar þess keyrðu það í leikskóla. Þetta er niðurstaðan úr könnun Landsbjargar, Umferðarstofu og Sjóvár forvarnarhúss á því hvern- ig foreldrar huga að öryggi barna sinna þegar þeir keyra þau í leik- skólann. Fylgst var með aðkomu fólks við 58 leikskóla um allt land og búnaði 1.944 barna. Alls reynd- ust tæp fjórtán prósent eða sjö- unda hvert barn, annað hvort algjörlega óvarin eða aðeins í bíl- beltum, sem er ekki nægjanlegur öryggisbúnaður fyrir þau. Endaði á spítala Maður var fluttur með sjúkra- flugi frá Egilsstöðum til Reykja- víkur í fyrrinótt eftir að hafa gleypt poka með fíkniefnum. Lögreglan hafði afskipti af nokkrum mönnum vegna há- vaða og lét einn þeirra mjög ófriðlega. Lögreglumaður slas- aðist í átökum við manninn en talið er að hann hafi fingurbrotn- að. Þegar búið var að yfirbuga manninn var farið með hann á lögreglustöðina þar sem hann byrjaði að kasta upp. Eftir nokkra stund kom úr iðrum mannsins poki með meintum fíkniefnum. Í kjölfarið var kallað á lækni sem taldi best að senda manninn til Reykjavíkur til nánari skoðunar. Kosið í síðustu þingnefndirnar Kosið var í þrjár síðustu þing- nefndir Alþingis í gær, degi eftir að lög um breytingar á nefndum þingsins voru samþykkt. Arnbjörg Sveinsdóttir, Sjálf- stæðisflokki, var kosin formað- ur sameinaðrar sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar. Flokks- bróðir hennar Pétur H. Blöndal var kosinn formaður efnahags- og skattanefndar og samfylk- ingarmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson verður formaður við- skiptanefndar, sem áður var ann- ar hluti iðnaðar- og viðskipta- nefndar. Merkur forn- leifafundur „Þetta er merkilegur fund- ur sem sýnir að það hefur verið byggð á svæðinu að minnsta kosti frá árinu 1158 og að öllum líkindum miklu fyrr,“ segir Inga Sóley Kristjö- nudóttir, minjavörður Austur- lands. Nýverið fundust fornar hleðslur á Vaði í Skriðdal, en bærinn er á Fljótsdalshéraði. „Það liggur öskulag frá þessu ári ofan á rústunum auk þess sem um tíu senti- metrar eru á milli öskulags- ins og hleðslunnar,“ segir Inga Sóley. Minjarnar fundust þegar verið var að ráðast í við- byggingu á húsi. Inga segir að í rústunum sé hugsanlega að finna gólfflöt og eldstæði og að leitað sé að fornleifafræð- ingum til að ráðast í frekari uppgröft á svæðinu. Félagsmálaráðherra segir Íbúðalánasjóð ekki verða einkavæddan á sinni vakt: Jóhanna ábyrgist Íbúðalánasjóð „Þessi umræða staðfestir að Ingi- björg hefur látið plata sig,“ sagði Guðni Ágústsson, formaður Fram- sóknarflokks. Hann beindi orðum sínum til Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra í fyrirspurnar- tíma á Alþingi í gær og krafðist svara við því hvort Íbúðalánasjóður yrði færður yfir til fjármálaráðuneytisins. „Framtíð sjóðsins er í óvissu.“ „Engar ákvarðanir hafa ver- ið teknar,“ sagði Jóhanna. Hún tel- ur nauðsynlegt að standa vörð um Íbúðalánasjóð. „Það er mikilvægt að allir geti búið við jafnrétti í húsnæð- ismálum, óháð efnahag og búsetu. Bankarnir munu ekki leysa þær fé- lagslegu skyldur.“ „Hér liggur fyrir að það verði átök,“ sagði Guðni. Hann segir ýmislegt eiga eftir að koma í ljós þegar samn- ingar Ingibjargar og Geirs verða op- inberaðir. Guðni beindi orðum sín- um til Samfylkingarinnar: „Sýnið að þið séuð félagshyggjumenn! Þau 16 ár sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með völdin í fjármálaráðuneyt- inu hefur ekkert félagslegt þrifist þar. Það er allt selt!“ Jóhanna gaf afstöðu sína skýrt í ljós: „Íbúðalánasjóður verður ekki einkavæddur á meðan ég stjórna fé- lagsmálaráðuneytinu.“ Árni Matthiesen, fjármálaráð- herra, furðaði sig á málflutningi Guðna. „Það er einkennilegt hvað heimurinn hefur breyst frá 12. maí. Allt í einu er framtíð Íbúðalánasjóðs í óvissu. Það er ekki aðalatriðið í hvaða ráðuneyti stofnunin flokkast heldur hvernig er að verki staðið.“ Ármann Kr. Ólafsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks, segist ekki sjá að það skipti máli hvaða ráðuneyti sjái um sjóðinn. „Ég hef engar áhyggjur af því að pólitísk markmið nái ekki fram að ganga þó að Íbúðalánasjóð- ur verði staðsettur í fjármálaráðu- neytinu. Sjóðurinn hefur stóru hlut- verki að gegna en það hafa bankarnir líka.“ Birkir J. Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir ástæðu til að hafa áhyggjur af öryggi sjóðsins ef hann verður fluttur á milli ráðu- neyta. „Það eru öfl innan Sjálfstæðis- flokksins sem vilja einkavæða Íbúða- lánasjóð.“ erla@dv.is Jóhanna Sigurðardóttir „íbúðalána- sjóður verður ekki einkavæddur á meðan ég stjórna félagsmálaráðuneyt- inu.“ TóK TEngdadóTTurina fram yfir SKólaSTjóra TrauSTi hafSTeinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is „Hún var bara ráðinn fyrir það að vera réttu megin í pólitík og vera tengda- dóttir forseta bæjarstjórnar. Ráðning skólastjóra er mikið vandræðamál fyrir bæjarstjórnina,“ segir Unnur G. Kristjánsdóttir, grunnskólakennari við Grunnskólann í Sandgerði. Bæjarstjórn Sandgerðis ákvað á miðvikudag að ráða Fanneyju D. Halldórsdóttur í stöðu skólastjóra Grunnskólans í Sandgerði. Valið stóð á milli hennar og Péturs Brynjarsson- ar, sitjandi skólastjóra, sem bæði hafa álíka stjórnunarmenntun að baki samkvæmt heimildum blaðsins. Pét- ur hefur starfað sem kennari í skólan- um síðstu 22 ár, þar af 11 ár sem að- stoðarskólastjóri. Síðustu tvö ár hefur hann starfað sem skólastjóri skólans og Fanney sem aðstoðarskólastjóri. Fanney er tengdadóttir Óskars Gunnarssonar, forseta bæjarstjórnar. Að mati bæjarstjórnar þóttu báð- ir umsækjendurnir hæfir til starfans. Meirihluti skólaráðs skilaði sameig- inlegu áliti þar sem mælt var með ráðningu Péturs og hið sama kom fram í yfirlýsingu frá kennurum skól- ans sem óskuðu eftir því að hann yrði ráðinn. Formaður skólaráðs, Árný Hafborg Hálfdánardóttir, samherji Óskars, forseta bæjarstjórnar, í Lista óháðra borgara, skilaði séráliti og mælti með Fanneyju. Gegn áliti fjögurra af fimm full- trúa í skólaráði og kennaranna réð bæjarstjórn Fanneyju í starf skóla- stjóra. Nokkrir kennarar hafa sagt upp starfi sínu í mótmælaskyni og segja ráðninguna lykta af pólitík og ættartengslum. undarleg ákvörðun Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Sandgerðisbæjar, seg- ir fagálit ráðgjafa á vegum bæjar- stjórnar hafa skipt sköpum þegar kom að því að velja á milli Fanneyjar og Péturs. Hann telur ekkert óeðli- legt hægt að setja út á ráðninguna og segir óánægju starfsfólksins koma sér á óvart. „Það er leitt að heyra af þessari óánægju því ekki nokkurn skapaðan hlut er hægt að setja út á ráðninguna. Ákveðið var að auglýsa stöðuna sérstaklega einmitt sökum þess að í litlu bæjarfélagi er iðulega að finna tengsl milli manna. Utan- aðkomandi aðilar voru fengnir til að meta umsækjendur og skýringin er sú að annar aðilinn væri með meiri menntun og meiri framtíðarsýn. Sá aðili varð fyrir valinu,“ segir Sigurð- ur Valur. Pétur er mjög hissa á því að fram- hjá sér var gengið og hafnar alfarið því að Fanney hafi verið dæmd hæf- ari. Hann hefur sagt upp starfi sínu. „Þetta er stórskrítin og mjög undar- leg ákvörðun. Ég er mjög leiður yfir þessu enda tel ég mig hafa skilað góðu starfi sem skólastjóri auk þess að hafa áratuga reynslu af stjórnun- arstörfum. Þar að auki var stjórn- unarnámið ekki sett sem skilyrði í umsókninni en þar tilgreind þekk- ing og reynsla. Öll þessi reynsla fæst ekki gefins og því lít ég mig upp- fylla miklu framar skilyrði starfsins,“ segir Pétur. „Ég er hættur og geri ég það ósáttur. Matsnefnd ráðgjafanna hafði dæmt okkur bæði hæf, skóla- ráð mælti með mér og kennararnir líka. Í því ljósi er erfitt að skilja þetta. Bæjaryfirvöld taka þarna pólitíska ákvörðun og erfitt að horfa framhjá tengslunum í málinu.“ Sér eftir góðu fólki Unnur er einn þeirra kennara sem sagt hafa upp starfi sínu vegna ráðningarinnar. Hún segir flesta kennarar mjög ósátta vegna máls- ins. „Kennarar skólans eru ósáttir, ég finn það greinilega. Ég held að flestir kennarar skólans séu ósáttir við að Pétur var ekki ráðinn áfram sem skólastjóri. Auðvitað eiga hann og nýráðinn skólastjóri vini í hópi kennara sem standa með sínu fólki. Ég finn að það eru miklu fleiri ósátt- ir,“ segir Unnur. „Pétur hefur staðið sig mjög vel sem skólastjóri og unn- ið sig í áliti hjá mjög mörgum. Ég er á móti endalausum pólitískum ráðningum í þessum bæ og í þessu tilviki er enn einu sinni um slíka ráðningu að ræða.“ Aðspurður segist Sigurður Valur ekki kannast við uppsagnir kenn- ara við skólanna. Hann telur upp- sögn Péturs skiljanlega. „Ég undrast í sjálfu sér ekki uppsögn hans enda mjög erfitt fyrir hvorn sem væri að hljóta ekki starfið. Báðir einstakl- ingarnir eru mjög hæfir. Ég hef ekki heyrt af uppsögnum kennaranna og get því lítið annað sagt en að það er alltaf mikil eftirsjá í góðu fólki,“ segir Sigurður Valur. Formaður skólaráðs, Árný Hafborg Hálf- dánardóttir, samherji Óskars forseta bæjar- stjórnar í lista óháðra borgara, skilaði sér- áliti og mælti með Fanneyju. Ósáttir kennarar hafa sagt upp störfum við Grunnskólann í Sandgerði í mótmæla- skyni við þá ákvörðun bæjarstjórnar að ráða fanneyju D. halldórsdóttir sem skóla- stjóra. Hún er tengdadóttir Óskars Gunnarssonar, forseta bæjarstjórnar. Meirihluti skólaráðs mælti með Pétri Brynjarssyni, starfandi skólastjóra. Grunnskólinn í Sandgerði Bæjarstjórn gekk gegn áliti fjögurra af fimm fulltrúum í skólaráði og réði tengdadóttur forseta bæjarstjórnar, í stöðu skólastjóra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.