Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Blaðsíða 41
Starfsferill
Einar fæddist í Bolungarvík 2.12.
1955 og ólst þar upp. Hann lauk
stúdentsprófi frá MÍ 1975 og BA-
prófi í stjórnmálafræði frá University
of Essex í Bretlandi 1981.
Einar var blaðamaður við Vísi
1975-77, skrifstofumaður hjá Einari
Guðfinnssyni hf. 1979-80 og 1981-
83 og útgerðarstjóri þar 1983-91.
Hann var varaþm.fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn á Vestfjörðum 1980, 1984,
1985, 1988, 1989 og 1990, alþm. Sjálf-
stæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi
1991-2003 og alþm. Norðvestur kjör-
dæmis frá 2003, var formaður þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins 2003-
2005, sjávarútvegsráðherra frá 2005
og er sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra frá 2007.
Einar sat í stjórn SUS 1975-77, í
miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1981-
91, var ritstjóri Vesturlands 1977-91,
var formaður fræðsluráðs Vestfjarða
1982-90, sat í ýmsum nefndum Bol-
ungarvíkurkaupstaðar á árunum
1983-91, var fulltrúi á Fiskiþingi frá
1985, í stjórn Útvegsmannafélags
Vestfjarða 1983-88, var formaður
Fjórðungssambands fiskideilda á
Vestfjörðum um nokkurra ára skeið
frá 1988, formaður stjórnar Fiskifé-
lags Íslands 1994-98, í stjórn Byggð-
arstofnunnar frá 1995, var formað-
ur byggðanefndar forsætisráðherra
1998-99, í hafnarráði frá 1999, sat í
Fjárlaganefnd 1991-95, félagsmála-
nefnd 1991-99, landbúnaðarnefnd
1991-95, samgöngunefnd 1995-99 og
var formaður hennar, kjörbréfanefnd
1995-2005 og formaður hennar 1999-
2005, sat í utanríkismálanefnd 1999-
2005, sjávarútvegsnefnd 1999-2005
og formaður hennar 1999-2003, sat í
sérnefnd um stjórnarskrármál 1999-
2003 og formaður hennar 1999-2000,
sat í efnahags- og viðskiptanefnd
2000-2003 og formaður hennar 2003.
Hann sat í Íslandsdeild Alþjóðaþing-
mannasambandsins 1991-2005 og
var formaður hennar 1998-2005 og
sat í Íslandsdeild þingmannaráð-
stefnunnar um Norðurskautsmál
2004-2005 og var formaður hennar.
Fjölskylda
Einar kvæntist 12.9. 1981, Sig-
rúnu Jóhönnu Þórisdóttir, f. 28.12.
1951, kennara. Hún er dóttir Þóris
Sigtryggssonar, f. 22.6. 1919, d. 15.12.
2004, sjómanns, og Sigrúnar Jóhann-
esdóttur, f. 9.9. 1915, d. 12.8. 1980,
húsmóður.
Börn Einars eru Guðfinnur
Ólafur, f. 11.6. 1982, viðskiptafræð-
ingur í Reykjavík; Sigrún María, f. 4.2.
1987, stúdent frá Kvennaskólanum í
Reykjavík; Pétur, f. 27.12. 1990, versl-
unarskólanemi.
Systkini Einars eru Haraldur, f.
25.11. 1957, sölustjóri í Hafnarfirði,
kvæntur Önnu Rós Bergsdóttur
kennara og eiga þau fjögur börn;
Guðrún, f. 8.7. 1961, iðjuþjálfi, MA
í Health Administration, og starfs-
maður við Landlæknisembættið, bú-
sett á Álftanesi.
Foreldrar Einars: Guðfinnur Ein-
arsson, f. 17.10. 1922, d. 27.8. 2000,
forstjóri í Bolungarvík, og k.h.,
María Kristín Haraldsdóttir, f. 17.4.
1931, húsmóðir, nú búsett í Hafnar-
firði.
Ætt
Guðfinnur var sonur Einars, út-
gerðarmanns og forstjóra í Bolung-
arvík Guðfinnssonar, útvegsb. við
Djúp Einarssonar, smiðs á Hvíta-
nesi, bróður Helga sálmaskálds og
forstöðumanns Prestaskólans, föð-
ur Jóns biskups; Álfheiðar, ömmu
Sigurðar prófessors og Páls ráðu-
neytisstjóra Líndal, og föður Tóm-
asar læknis, afa Ragnhildar Helga-
dóttur, fyrrv. ráðherra. Einar var
sonur Hálfdánar, prófasts á Eyri
Einarssonar og Álfheiðar Jónsdótt-
ur, lærða, pr. á Möðruvöllum Jóns-
sonar. Móðir Guðfinns var Kristín
Ólafsdóttir Thorberg, systir Bergs
Thorberg landshöfðingja og Hjalta,
langafa Jóhannesar Nordal seðla-
bankastjóra, föður Beru listfræð-
ings, Ólafar bókmenntafræðings,
Salvarar heimspekings og Mörtu
leikara. Kristín var dóttir Ólafs
Thorberg, pr. á Breiðabólstað. Móð-
ir Einar Guðfinnssonar var Halldóra
Jóhannsdóttir, b. á Rein í Skagafirði
Þorvaldssonar og Ingibjargar Guð-
mundsdóttur.
Móðir Guðfinns var Elísabet
Hjaltadóttir, sjómanns í Bolung-
arvík Jónssonar, af Ármúlaætt við
Djúp. Móðir Elísabetar var Hildur
Elíasdóttir, af Eldjárnsætt við Djúp.
María Kristín er dóttir Haralds,
kaupmanns á Sauðárkróki, bróð-
ur Olgeirs, bakara á Akureyri, föð-
ur Einars alþm. og formanns Sósí-
alistaflokksins. Haraldur var sonur
Júlíusar, keyrara í Barði á Akureyri
Kristjánssonar, b. á Kroppi Jóhann-
essonar. Móðir Haralds var María
Flóventsdóttir, b. á Syðri-Leik-
skálaá í Köldukinn Jónassonar, og
Guðrúnar Sigurðardóttur. Móðir
Maríu Kristínar var Guðrún, syst-
ir Magnúsar, kennara og bæjar-
fulltrúa á Sauðárkróki. Guðrún var
dóttir Bjarna, járnsmiðs á Sauðár-
króki Magnússonar, b. á Lýtings-
stöðum Bjarnasonar, b. á Halldórs-
stöðum Jónssonar, b. á Marbæli
Jónssonar. Móðir Bjarna járnsmiðs
var Guðrún, systir Þorsteins, nálar-
smiðs í Miklagarði, langafa Bjarna
Th. Rögnvaldssonar, pr. og skóla-
stjóra. Guðrún var dóttir Arnþórs,
b. á Krithóli Arnþórssonar, b. í Ás-
búðum á Skaga Björnssonar. Móð-
ir Guðrúnar var Kristín Jósefsdóttir
frá Strandhöfn á Vopnafirði.
DV Ættfræði föstudagur 8. júní 2007 41
Framvegis mun DV birta tilkynning-
ar um stórafmæli, afmælisbörnum
að kostnaðarlausu. Tilkynningarnar
munu birtast á ættfræðiopnunni sem
verður í helgarblaði DV á föstudög-
um. Með stórafmælum er hér átt við
40 ára, 50 ára, 60 ára, 70 ára, 75 ára,
80 ára, 85 ára, 90 ára, 95 ára og 100
ára afmæli.
Þær upplýsingar sem hægt er að
koma á framfæri í slíkum tilkynn-
ingum eru nafn afmælisbarnsins,
fæðingardagur þess og ár, starfsheiti,
heimilisfang, nafn maka, starfsheiti
maka, nöfn barna (án fæðingardags,
starfsheitis eða maka), nöfn foreldra
afmælisbarnsins og tilkynning um
gestamóttöku eða önnur áform varð-
andi afmælisdaginn.
Á hverjum föstudegi verða birtar
slíkar tilkynningar um þá sem eiga
afmæli á föstudeginum sem blaðið
kemur út á til fimmtudags í vikunni á
eftir. Þannig verða tilkynningarnar
um afmæli á sjálfum útgáfudeginum
og næstu viku fram í tímann.
Senda skal afmælistilkynningar á
netfangið kgk@dv.is. Tilkynningarn-
ar verða að berast blaðinu eigi síðar
en kl. 15 á miðvikudegi. Það er afar
brýnt að þeim fylgi skýr andlitsmynd
af afmælisbarninu.
AfmælistilkynningAr á ættfræðisíðu
MAÐUR VIKUNNAR
Einar K. Guðfinnsson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Veisla í miðborginni
Veislukompaníið er alhliða veislu- og
fundaþjónusta, nýr og spennandi valkostur
í miðborginni. Þú gengur að fyrsta flokks
húsnæði með öllum tæknibúnaði, frábærum
veitingum og þjónustu á besta stað í bænum.
Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is
Einar Kristinn Guðfinnsson,
sjávarútvegs- og landbúnað-
ar-ráðherra, hefur mikið verið
í fréttum að undanförnu og á
eftir að vera í sviðsljósi fjöl-
miðlanna á næstunni, vegna
hinnar svörtu skýrslu Hafrann-
sóknarstofnunnar. Hann hefur
kvatt til þverpólitískrar um-
ræðu og samráðs um viðbrögð
við skýrslunni en getur þess í
leiðinni að hann hljóti að bera
hina pólitísku ábyrgð á endan-
legum viðbrögðum. Ýmislegt
bendir því til þess að hann eigi
eftir að sigla krappan pólit-
ískan sjó milli skers og báru á
næstunni.