Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Blaðsíða 43
DV Helgarblað föstudagur 8. júní 2007 43 HVER Á AÐ VERÐA NÆSTIforseti? Jarðbundin alþýðumanneskja „Ég vildi ég væri jafn for- sjál og Laufey Jakobsdótt- ir, amman í Grjótaþorpinu, sem fyrst allra skoraði á Vig- dísi Finnbogadóttur að bjóða sig fram til forseta,“ sagði ein í dómnefnd- inni. „Ég hef hins vegar ekki þann hæfileika, en sé fyrir mér forseta sem væri öllum þeim kostum búinn sem Laufey heitin var. Hún var baráttumanneskja sem hélt sér til hlés, en lét sig allt mannlegt varða.“ Og niðurstaðan er... ...engin nema þá kannski sú að svo virðist vera sem flestir vilji sjá konu frekar en karlmann sem næsta for- seta Íslands. Eða eins og einn dómnefndarmanna komst að orði: „Ég held við séum í öllu falli að tala um konu á góðum aldri, konu sem ekki endilega er einstæð móðir eins og tilfellið var um Vigdísi á sínum tíma, en þó konu, sem er ein- hvers konar tákn um nýja tíma hjá konum. Það er hins vegar alveg nauðsynlegt að næsti forseti sameini það að hafa til- trú og traust, góða menntun en um leið dágóðan skammt af leikrænu og svona prímadonnu- eðli. „Séð og heyrt-væðing“ – og þá er það ekki meint endilega sem neikvæður merkimiði – embættisins sem byrj- aði svolítið með Vigdísi og hefur síðan haldið áfram með Ólafi Ragnari Grímssyni gerir einfald- lega kröfu til þess að það verði virðulegur drottning- arbragur á næsta kvenfor- seta. Spurningin snýst því um að finna konu sem uppfyllir öll þessi skilyrði og satt að segja gætu fjöl- margar konur gert það.“ Menningarlegur bakgrunnur fremur en stjórnmálareynsla „Ég hef enga eindregna skoðun á því hver ætti að verða næsti forseti, en mér finnst mikilvægt að hann eða hún hafi umfram annað menningarlegan bakgrunn, sem sagt ekki pólitíkus, og ekki skaðaði það ímynd landsins og orðspor ef þjóðin veðjaði aftur á konu. Berglind �sgeirsdóttir sviðsstjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins hefur margt til brunns að bera. Hún er vel menntuð, vel máli farin, hefur áhuga á samfé- lagsmálum í víðasta skilningi og hefur meðal annars beitt sér fyr- ir bættri stöðu kvenna og innflytj- enda innan OECD. Hún myndi veita ríkisstjórninni aðhald og vera Íslendingum góð fyrirmynd.“ Kona úr fjölmiðlaheiminum kemur vel til greina að mati margra viðmælenda blaðs- ins sem og rektorar háskólanna. „Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðar- kona kemur vel til greina sem menn- ingarlegur og vinsæll frambjóðandi. Rektorar háskólanna koma líka vel til greina, þær Kristín Ingólfsdóttir, Svafa Grönfeldt og Guðfinna Bjarnadóttir, núverandi alþingismaður og fyrrver- andi rektor Háskólans í Reykjavík. Sig- rún Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, gæti auðveldlega hafið sig yfir pólitíska flokkadrætti og góður fulltrúi okkar á forsetastóli væri líka Björg Thorarensen lagaprófessor. Guðfríður Lilja Grétars- dóttir er skemmtileg og klár og yrði landi og þjóð til sóma. Hún er eldklár kona með miklar hugsjónir á sviði náttúruverndar, mannréttinda- og samfélagsmála almennt sem hefur mikla og víðtæka reynslu, bæði af störfum sínum á Alþingi Íslendinga en líka sem forseti Skáksambands Íslands. Yrði frábær forseti.“ Aðrir sem nefndir voru í umræð- unni um hæfan forseta: Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis Ómar Ragnarsson, fréttamaður og frambjóðandi Svavar Gestsson, sendiherra Dómnefnd DV skipuðu, auk fólks á förnum vegi: arna schram, blaðamaður og formaður Blaðamannafélags íslands arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Ásgeir jónsson, blaðamaður Baldur guðmundsson, blaðamaður Birgir guðmundsson, blaðamaður og háskólakennari á akureyri guðmundur Pálsson, tónlistarmaður María guðmundsdóttir, skrifstofustjóri Pétur gunnarsson, bloggari sóley tómasdóttir, deildarstýra hjá reykjavík- urborg tinna gunnlaugsdóttir, Þjóðleikhússtjóri annakristine@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.