Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Blaðsíða 30
Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálf- ari var ekki sáttur við einbeitingarleysi sinna manna í föstum leikatriðum. „Þetta er bara einbeitingarleysi. Það er alveg á hreinu hverjir eiga að dekka menn í þessum leikatriðum. Það eru bara menn sem eru að gleyma sér,“ sagði Eyjólfur eftir leikinn. „Svo til að kóróna þetta þá var fjórða markið þeirra rangstaða og þetta er ekki að falla okkar megin eins og er. Markið í lokin, svona til að kóróna allt saman, fer væntanlega í sögubækurnar. Þeir heyrðu flaut og enginn vissi neitt, ekki einu sinni framherjinn þeirra.“ Eyjólfur sagðist reikna með því að hann yrði áfram landsliðsþjálfari þrátt fyrir dapurt gengi að undan- förnu. „Já, ég reikna fastlega með því og eins og ég sagði þá er mikið verk fram undan. Það eru þrír máttar- stólpar sem verða tilbúnir í haust og það munar um minna. Ef ég á að taka eitthvað jákvætt út úr þessum leik þá vorum við með marga unga leikmenn sem voru að stíga sín fyrstu skref og voru spræk- ir og voru að standa sig með prýði,“ sagði Eyjólfur að lokum. Theodór maður leiksins Theodór Elmar Bjarnason var kosinn maður leiksins af Svíum og fékk að launum forláta kristalsvasa. „Það er náttúrulega gaman en það fer lítið fyrir hamingju eftir svona leik. Við vorum sprækir og mik- ið með boltann en þetta voru mik- il varnarhlaup og svo kom kafli þar sem við fáum á okkur þrjú eða fjög- ur mörk og það drap algjörlega leik- inn fyrir okkur. Emil skapaði sér gott færi og Isakson varði vel frá Brynj- ari þannig við fengum færi og ef við hefðum jafnað þá hefði þetta ver- ið allt annað. Þetta var vissulega svekkjandi og leiðinlegt. Við ætluðum að liggja til baka og leyfa þeim að spila, við vissum að Melberg og fleiri eru ekki rosalega ör- uggir á boltanum en við gáfum þeim alltof mikinn tíma þannig að þeir gátu fundið framherjana sína bak við okkar varnarmenn og þetta var alltof auðvelt fyrir þá,“ sagði Theodór eftir leikinn. Verð að taka þetta á mig Ívar Ingimarsson var heiðarleg- ur í sínum svörum þegar hann var spurður um fimmta markið sem fer trúlega á spjöld sögunnar sem eitt skrýtnasta mark sem skorað hefur verið í landsleik. „Ég get bara sagt eins og ég sá þetta, ég vinn boltann og svo heyri ég ekki neitt. Það standa allir kyrr- ir þegar ég lít upp, dómarinn gerði einhverja bendingu og labbaði nið- ur eins og það sé verið að taka auka- spyrnu og ég gaf bara inn í teiginn til að taka aukaspyrnu. Við klúðruðum því, ég lít á sjálf- an mig og verð að taka stóra sök af þessu. Annað markið er eftir horn. Boltinn fer yfir einhvern, lendir í brjóstinu á mér og skoppar út í teig og þeir skora. Fjórða markið taldi ég mig leika hann rangstæðan og svo fimmta markið. Fyrir mig þá er þetta það erf- iðasta og versta sem ég hef lent í á mínum fótboltaferli svo ég segi al- veg eins og er. Maður verður bara að reyna að koma út úr þessu eins og maður. Ég get ekki einu sinni séð broslegu hliðina á fimmta markinu,“ sagði niðurlútur Ívar Ingimarsson eftir leikinn. Aginn var alltaf til staðar Grétar Rafn Steinsson var ekki sáttur í leikslok og lái honum hver sem vill. „Ég er vanur að spila á þess- um hraða en þetta er miklu erfiðara en fólk gerir sér grein fyrir. Það vant- ar þrjá til fjóra sterka leikmenn og þá verður þetta alltaf erfitt. Við fengum klaufamörk á okkur, gerðum mistök og þeir refsuðu. Þá er þetta orðið svo erfitt og á brattann að sækja.“ Grétar Rafn bætti við að Sví- ar hefðu gert úti um leikinn á ell- efu mínútna kafla. „Aginn var alltaf til staðar, við vorum með leikmenn þarna inni á með reynslu og við vit- um að ef við ætlum að hleypa þessu upp í vitleysu þá verður þetta vit- leysa. En ellefu mínútna kafli drepur þetta fyrir okkur. Við vorum að fá pláss á vellinum til þess að fá boltann, spila honum, setja boltann upp í hornin fyrir aft- an varnarmennina og eigum að nýta okkur það betur. Það þarf færri snert- ingar á boltann og spila boltanum því við getum alveg spilað fótbolta. Það er svo svekkjandi að þetta var nánast eins og á laugardaginn. Við erum ekki að láta boltann ganga því við erum að sparka honum frá okkur hvað eftir annað. Við þurf- um að halda boltanum betur og vera agaðri í varnarleiknum. Sumir vilja fá boltann langan, aðrir vilja halda honum. Þetta verð- ur alltaf erfitt þegar slitnar svona á milli varnarinnar og miðjunnar, við drepum okkur á ellefu mínútna kafla, annars fannst mér skipulag- ið gott þess á milli, þó að það sé erf- itt að segja það þegar við töpum 5-0 en samt sem áður erum við að gera ágætishluti þannig að þetta er bara sárt,“ sagði Grétar. benni@dv.is föstudagur 8. júní 200730 Sport DV Íslensku leikmennirnir voru niðurlútir eftir útreiðina á miðvikudaginn. Eyjólfur Sverr- isson, landsliðsþjálfari var óánægður með einbeitingarleysið í föstum leikatriðum. EYJÓLFUR ÆTLAR EKKI AÐ SEGJA AF SÉR Maður leiksins theodór Elmar Bjarnason var útnefndur maður leiksins af svíum og fékk forláta kristalsvasa fyrir vikið. Mátti sín lítils grétar rafn átti ekki sinn besta landsleik gegn svíum og var ósáttur við klaufamörkin sem íslenska liðið fékk á sig. Óánægður Eyjólfur var ósáttur við einbeitingarleysið í föstum leikatriðum. Hann ætlar þó að sitja sem fastast þrátt fyrir slakt gengi að undanförnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.