Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Blaðsíða 40
föstudagur 8. júní 200740 Ættfræði DV
Merkir Íslendingar:
ættfræði
U m s j ó n : K j a r t a n G u n n a r K j a r t a n s s o n
N e t f a n g k g k @ s i m n e t . i s
Reykjavík fyrr og nú
Tjarnargatan
og niðjar Tómasar Sæmundssonar
Skipulagshugmyndir Tómasar
Þegar Fjölnismaðurinn Tómas
kom til Reykjavíkur 1834 frá námi í
Kaupmannahöfn hafði hann ferðast
meira en aðrir Íslendingar og skoð-
að flestar stórborgir Evrópu. Tilgang-
ur ferðarinnar var að kynnast fram-
andi menningu og fá hugmyndir um
ýmislegt sem betur mætti fara hér á
landi.
Tómas hafði ekki verið hrifinn af
Reykjavík, þessum hálf danska kaup-
mannabæ, og nú voru liðin fimm ár
frá því hann koma þar síðast. Eftir að
hafa skoðað erlendar stórborgir fór
hann að velta fyrir sér landslagi bæj-
arstæðisins og setja fram hugmynd-
ir um það hvernig best mætti haga
gatnagerð og húsbyggingum þannig
að Reykjavík gæti orðið „dásnoturt
kaupstaðakorn“. Niðurstöður hans
urðu fyrstu skipulagshugmyndir sem
settar voru fram um Reykjavík og um
þéttbýli hér á landi.
Margt er athyglisvert um þessar
hugmyndir Tómasar, ekki síst það
sem síðar gekk eftir, eins og Aust-
urvöllur, götur meðfram honum og
Hólavallakirkjugarður á Melunum.
Byggingaráform Briemara og
umhverfissjónarmið Knud
Zimsen
Nú eru rúm hundrað ár frá því
Tjarnargatan, sunnan �onarstrætis,
var lögð. Áður hafði oft komið til tals
að leggja þar göngustíg og planta
trjám í brekkuna. Meðal þeirra sem
settu fram slíkar hugmyndir voru
Tómas Sæmundsson, Sigurður mál-
ari, Jón Guðmundsson ritstjóri og
Þórhallur Bjarnason biskup. Einn
helsti áhugamaður um varðveislu
Tjarnarinnar og skemmtigarð á þess-
um slóðum var Knud Zimsen, verk-
fræðingur bæjarins og síðar bæjar-
fulltrúi og borgarstjóri. Hann gerði
sér vel grein fyrir því að þó bæjar-
stjórn væri hlynnt skemmtigarði og
friðun Tjarnarinnar, kynni það fljótt
að breytast af hagkvæmis ástæðum.
Og sú varð reyndar raunin.
Fyrsti áratugur tuttugustu ald-
ar var um margt líkur okkar tímum.
Tímar bjartsýni, þenslu og framfara,
upphafs heimastjórnar, togaraút-
gerðar, gífurlegra fólksflutninga til
Reykjavíkur og áratugur timburhús-
anna sem spruttu upp eins og gork-
úlur í gamla �esturbænum, Þingholt-
unum og Skuggahverfinu. �ið þessar
aðstæður hlaut að koma að því að
fyrirmenn bæjarins litu hýru auga til
svæðisins vestan Tjarnarinnar.
Haustið 1904 fóru þrír mektar-
bræður af Briemsætt, ásamt Birni
Ólafssyni augnlækni, fram á það við
bæjaryfirvöld að mjóa ræman und-
ir Tjarnarbrekkunni yrði tekin undir
byggingarlóðir og þeir fengju sjálfir
þar lóðir, enda myndu þeir sjá um að
fylla upp út í Tjörnina eins og þyrfti.
Þetta kostaboð stóðst bæjarstjórn-
in ekki og samþykkti hugmyndina.
Náttúruverndarsjónarmið þeirra
tíma lutu í lægra haldi en Knud
Zimsen sá ekki fyrir að götumyndin í
Tjarnargötu ætti eftir að verða ein sú
fegursta í Reykjavík.
Briemarar og niðjar Tómasar
En víkjum nú að þeim íbúum við
Tjarnargötuna sem Eggert getur um í
niðjatalinu. Bræðurnir af Briemsætt
sem sóttu um byggingarlóðirnar
voru þeir Páll Briem amtmaður, einn
helsti fyrirmaður landsins á sinni tíð,
Eggert Briem hæstaréttardómari og
Sigurður Briem póstmálastjóri.
Í Tjarnargötu 18 sem er sjötta hús-
ið á myndinni frá vinstri, bjó Björn
Ólafsson augnlæknir og k.h., Sigrún
Ísleifsdóttir.
Í Tjarnargötu 20 bjó Guðrún Ís-
leifsdóttir, systir Sigrúnar á 18, en
eiginmaður Guðrúnar var Sigurður
Briem póstmeistari.
Tjarnargata 22 kemur hér ekki við
sögu. Það var hús Klemensar Jóns-
sonar, landritara, alþingismanns og
ráðherra, föður Önnu, konu Tryggva
Þórhallssonar forsætisráðherra, og
föður Agnars Kl. Jónssonar ráðu-
neytisstjóra.
Í Tjarnargötu 24 bjó Álfheið-
ur Helgadóttir, ekkja Páls Briem
amtmanns sem var bróðir Sigurð-
ar póstmálastjóra. Hún var dóttir
Helga Hálfdanarsonar, forstöðu-
manns Prestaskólans í Reykjavík, og
k.h., Þórhildar, dóttur Tómasar Sæ-
mundssonar Fjölnismanns. Álfheið-
ur var því mágkona Sigurðar Briem
og svilkona Guðrúnar Ísleifsdóttur.
Auk þess hafði Kristín, systir Guð-
rúnar og Sigrúnar, verið gift séra Ól-
afi Helgasyni á Stóra-Hrauni, sem
var bróðir Álfheiðar. Álfheiður var
því einnig mágkona Kristínar.
Í Tjarnargötu 26 bjó Jón Helgason
biskup. Hann var bróðir Álfheiðar og
því jafntengdur Guðrúnu, Sigrúnu
og Kristínu og Álfheiður.
Tjarnargatan og saga
Reykjavíkur
Að lokum má svo taka annan
vinkil á þessa merku götu því a.m.k.
þrír menn sem mjög hafa komið að
því þarfa verki að halda til haga sögu
Reykjavíkur, tengjast allir götunni.
Klemens Jónsson landritari sem
var sonur Jóns Borgfirðings skrifaði
Sögu Reykjavíkur í tveimur bindum
sem er ómetanleg heimild um ým-
islegt úr sögu höfuðborgarinnar sem
annars hefði farið forgörðum.
Jón Helgason biskup er ekki síst
þekktur fyrir sínar óviðjafnanlegu
vatnslitamyndir af Reykjavík fyrri
tíma en þessar myndir hans hafa
mikið heimildagildi fyrir bygging-
arsögu gömlu Reykjavíkur. Loks má
svo geta þess að Álfheiður Helga-
dóttir í Tjarnargötu 24, var amma
Sigurðar Líndal, lögfræðiprófessors
og sagnfræðings sem mjög hefur lát-
ið sér annt um sögu Reykjavíkur, og
bróður hans, Páls Líndal ráðuneytis-
stjóra, sem er höfundur hins vinsæla
ritverks, Reykjavík – Sögustaður við
Sund.
Tómas Sæmundsson
Tvö hundruð ár frá fæðingu hans
Tómas Sæmundsson Fjölnismað-
ur fæddist á Kúfhóli í Landeyjum 7.
júní 1807. Hann var sonur Sæmund-
ar Ögmundssonar, dbrm. í Eyvindar-
holti, og Guðrúnar Jónsdóttur hús-
freyju.
Tómas er, ásamt Baldvini Einars-
syni, Jónasi Hallgrímssyni og Jóni Sig-
urðssyni, helsta þjóðfrelsishetja Ís-
lendinga á 19. öld. Hann lærði undir
skóla hjá séra Steingrími Jónssyni í
Odda, síðar biskupi í Laugarnesi, lauk
stúdentsprófi frá Bessastaðaskóla
1827 og embættisprófi í guðfræði frá
Kaupmannahafnarháskóla 1832.
Á árunum 1832-1834 ferðaðist
Tómas um Evrópu, dvaldi m.a. í Berl-
ín, �ínarborg, Róm, Aþenu, Istanbúl,
París og London, lagði sig eftir þýsku,
frönsku, ensku og ítölsku og ætlaði
síðar að semja ferðalýsingu sem hon-
um entist þó ekki aldur til að ljúka
við.
Er Tómas kom úr suðurferðinni
var Jónas Hallgrímsson loks kominn
til Hafnar til náms eftir áeggjan Tóm-
asar. Tómas fékk konungsveitingu
fyrir Breiðabólstað í Fljótshlíð, stofn-
aði Fjölni, ásamt Jónasi Hallgríms-
syni, Brynjólfi Péturssyni og Konráð
Gíslasyni og sigldi síðan til Íslands
1834. Hann hélt norður að Garði í
Aðaldal til að kvænast heitmey sinni,
Sigríði Þórðardóttur, tók prestsvígslu
vorið 1835, settist að á Breiðabólstað
og var orðinn prófastur í Rangárþingi
ári síðar.
Tómas hafði þá sérstöðu meðal
Fjölnismanna, að hafa lokið námi og
fengið fast embætti hér heima þegar
Fjölnir sá dagsins ljós. Hann var ef-
laust áhugasamastur þeirra félaga um
útgáfu Fjölnis, skrifaði meira í ritið en
félagar hans og vildi auka vinsæld-
ir þess meðal Íslendinga. Þess vegna
var hann ósáttur við einstrengingslega
stafsetningastefnu Konráðs og hastar-
legar árásir Jónasar á Sigurði Breið-
fjörð, rímurnar og Árna Helgason í
Görðum. Þá var Tómas stöðugt að reka
á eftir félögum sínum í Höfn og grun-
aði þá um slór og kráasukk. Sjálfur var
Tómas einstakur atorkumaður, kapp-
samur, skjótráður og með ólíkindum
afkastamikill sem bóndi, embættis-
maður og rithöfundur, þrátt fyrir tæpa
heilsu á stuttri ævi. Hann var geðrík-
ur að eðlisfari og stjórnsamur en þótti
jafnframt alþýðlegur, einlægur í við-
móti og nærgætinn húsbóndi.
Frá því á námsárunum átti Tóm-
as við brjóstveiki að stríða sem ágerð-
ist og dró hann til dauða þann 17. maí
1841, aðeins þrjátíu og fjögurra ára.
Yngsta dóttir þeirra hjóna, Sólveig,
sem var þriggja mánaða, lést sama dag
og faðir hennar, og önnur dóttir þeirra,
Guðrún, eins og hálfs árs, lést á útfar-
ardag hans, en tengdamóðir Tómasar
lést fimm dögum fyrir andlát hans. �ar
því tekin ein gröf fyrir þau öll fjögur en
dætur Tómasar voru lagðar í kistuna
hjá honum.
Líklega hafa fáir ef nokkur Íslend-
ingur fengið jafn fögur og harmþrung-
in eftirmæli og Tómas.
Þar ber hæst saknaðarljóð Jónasar
Hallgrímssonar sem hefst á orðunum:
„Dáinn, horfinn. Harmafregn“. Síðari
hluti síðasta erindisins er á þessa leið:
„Flýt þér, vinur, í fegra heim;
krjúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.“
Ættfræði DV
Kjartan gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga
sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði
liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. Lesendur geta
sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk�dv.is
Í nýútkomnu niðjatali Tómas-
ar Sæmundssonar og Sigríð-
ar Þórðardóttur sem tekið var
saman af Eggert Ásgeirssyni, er
skemmtileg úttekt á fjölskyldu-
tengsum milli íbúa í fjórum
timburhúsum sem standa við
Tjarnargötu í Reykjavík. Það
eru annars vegar einstakling-
ar af Briemsætt, og hins vegar
systkini, niðjar Tómasar Sæ-
mundsonar, sem mynda þessi
fjölskyldutengsl. Það er vel við
hæfi að rifja upp þessi tengsl
og birta gamla mynd af Tjarn-
argötunni þegar tvö hundruð
ár eru frá fæðingu Tómasar.
Tjarnargatan Þessi skemmtilega mynd af
tjarnargötunni hefur verið tekin á árunum 1908-
1913. Hún sýnir vel húsin sem hér er fjallað um.
Mynd Magnús Ólafsson - Ljósmyndasafn Reykjavíkur