Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Blaðsíða 4
föstudagur 8. júní 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Oftúlkaði orð ráðherra „Hannes er mikill baráttu- maður og hann vill sjá veginn tvöfaldaðan. Ég held hins vegar að hann hafi aðeins oftúlkað orð mín,“ segir Kristján Möller sam- gönguráðherra. Hannes Kristmundsson, garðyrkjubóndi í Hveragerði, er mikill baráttumaður þess að Suðurlandsvegur verði breikkað- ur í 2+2. Í samtali við blaðið lýsti hann því yfir að samgönguráð- herra hafi lofað sér því að ráðist verði í tvöföldun Suðurlandsveg- ar strax. Kristján segir ekki rétt að hann hafi lofað þessu og telur að Hannes hafi lagt of mikinn þunga í orð sín. Braut ekki gegn jafnræðisreglu Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefur komist að þeirri niður- stöðu að ekki sé ástæða til að rannsaka embættisfærslur Har- aldar Johannessen ríkislögreglu- stjóra vegna meðferðar ákæru- valdsins gegn Jóhannesi Jónssyni í Bónus vegna Baugsmálsins. Jóhannes taldi að starfsmenn ríkislögreglustjóra hefðu brotið gegn jafnræðisreglu þegar hann var ákærður en ekki Jón Gerald Sullenberger þegar ákærur voru upphaflega gefnar út í Baugs- málinu. Bogi Nilsson segir að staða þeirra tveggja hefði verið ólík og því ekki brotið gegn jafn- ræðisreglu. Settur saksóknari sem tók við málinu ákærði Jón Gerald síðar, ákærunni var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur en Hæstiréttur vísaði henni aftur þangað til efnislegrar meðferðar. Ráðgjafinn þekkti ekki breytingarnar Ráðgjafakerfið sem Strætó bs. býður notendum sínum að nota til að finna hagkvæmustu leiðir til að komast á milli staða gaf upp úreltar niðurstöður í einhverjum tilfellum eftir að nýja leiðakerfið tók gildi í byrjun vikunnar. Var þá í nokkrum tilfellum bent á leið sem var hætt að ganga. Óánægður notandi stræt- isvagna hafði samband við blaðið eftir breytingarnar þar sem leiðaráðgjöf fyrirtækisins á netinu hafði ekki verið breytt til samræmis við nýtt leiðakerfi. Sá sagðist vera orðinn alveg átta- villtur á þessum tíðu breytingum hjá strætó. Þar var honum bent á að taka þá leið sem hann var vanur að taka en hafði þá verið lögð niður. Eftir að hann komst að því hvaða leiðum væri best að ferðast með kom í ljós að hann þyrfti að taka þrjá vagna í stað tveggja sem dugðu til að komast á leiðarenda áður. Íslensk heimili borga fjórfalt hærra verð fyrir raforku en fyrirhugað álver í Helguvík. Að sögn Sigurðar Friðleifssonar, framkvæmdastjóra Orkuseturs, ætti notkunin að duga 170 þúsund heimilum fyrir raforku á ársgrundvelli. Árni Finnsson, formaður Náttúru- verndarsamtaka Íslands, gagnrýnir menn fyrir að koma ekki hreint fram í fyrirhuguð- um álversframkvæmdum. En vegna eðlis raforkuframleiðsl- unnar þá er mjög eðlilegt að talsverð- ur munur sé á verði til stóriðju og al- mennings. „Hinn almenni notandi er að greiða um átta krónur fyrir kílóvatts- stundina,“ segir Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, þegar hann er spurður um verð á raforku til heimila landsins. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Norðurál greiði Orku- veitu Reykjavíkur 2,1 krónu á kíló- vattsverð á meðan grænmetisbænd- ur greiða um fjórar krónur. Heimilin borga svo fjórfalt hærra verð fyrir raf- orkuna en Norðurál fyrir orkuna til álversins. Mikill munur er á verði á raforku til heimila og til stórnotenda eins og álvera og grænmetisbænda og segir Sigurður að munurinn sé varla sam- anburðarhæfur einfaldlega vegna þess að notkun heimilanna er mjög óstöðug. Munurinn eðlilegur „Heimili landsins nota að meðal- tali 4,5 megavött á ári en notkunin er hins vegar alls ekki jöfn. Á nóttunni er notkunin lítil sem engin en í hámarki um eftirmiðdaginn. Þar sem rafmagn er ekki hægt að geyma þá þarf fram- leiðslan að geta annað hámarksnotk- un en ekki bara meðalnotkun. Þess vegna þyrfti miklu stærri virkjun til að skaffa rafmagn í þessi 170 þúsund hús og nýtingin yrði því talsvert slak- ari,“ segir Sigurður. Stór samningur Sigurður vill meina að fráleitt sé að tala um að heimili niðurgreiði raforku til stóriðju. „Raforkuverð til almenn- ings hefur farið lækkandi að raunvirði undanfarin ár samhliða stóriðjuvæð- ingu. Ef heimili og álver yrðu keyrð á olíu væri kannski óeðlilegt að stóriðja fengi hagstæðara verð. En vegna eðl- is raforkuframleiðslunnar þá er mjög eðlilegt að talsverður munur sé á verði til stóriðju og almennings. Það er varla hægt að tala um sambærileg- an markað,“ segir Sigurður og bætir við að ekki megi gleyma því að í svona fámennu landi með dreifða byggð þá sé stóriðja forsenda fyrir byggingu á stórum og hagkvæmum virkjunum. „Fyrir vikið verður raforkukerfið öfl- ugra og traustara og allir njóta góðs af því,“ segir Sigurður. Sigurður segir að samningurinn sem Orkuveitan gerði við Norður- ál sé gríðarlega stór. Til samanburð- ar segir hann að raforkan gæti séð 170 þúsund heimilum fyrir raforku á hverju ári en á Íslandi eru einung- is 110 þúsund heimili. „Þetta er ekki gígantískt magn ef það er borið sam- an við Kárahnjúkavirkjun sem þarf 690 megavött. Ef þetta er borið sam- an við Blönduvirkjun er þetta 3/4 af heildarframleiðslu hennar, en hún hefur framleiðslugetu upp á 150 þús- und megavött.“ Álverið hlýtur að stækka Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, segist hafa áhyggjur af þeirri óvissu sem ríkir í álversframkvæmdum á Ís- landi. „Þetta álver sem fyrirhugað er í Helguvík mun þurfa mikla orku og segir Árni að ekki sé ljóst hvaðan ork- an eigi að koma, en gert er ráð fyrir að framleiðslugeta álversins verði 250.000 tonn. „Svona lítið álver mun líklega þurfa að stækka og hvert ætla menn að sækja orkuna þá?“ spyr Árni og bendir á að framleiðslugeta álvera megi helst ekki vera undir 500.000 tonnum á ári, eigi það að borga sig. Árni kveðst undrast það af hverju ekki sé hægt að koma hreint fram við almenning og vill meina að verið sé að koma aftan að fólki, því þessi álver þurfi að vera miklu stærri heldur en sagt er. Árni segist hafa áhyggjur af því að fara eigi út í frekari virkjun á Hellis- heiði. „Samkvæmt þessum drögum að samningi á að gjörnýta orkuna á Hellisheiði og okkur líst illa á það, því þar er búið að virkja mjög mikið. Við höfum verið andvíg þessari stóriðju- stefnu því smám saman er verið að eyðileggja íslenska náttúru. Þetta á ekki einungis við um álverið í Helgu- vík því álverið á Húsavík á einnig að vera 250 þúsund tonn,“ segir Árni og vill meina að mikið kapphlaup sé um nýtingu náttúruauðlinda. „Það virðist ekki einungis vera kapphlaup um orku heldur er einnig kapphlaup um mengunarkvótann. Kapphlaup- ið virðist vera á milli Alcan, Alcoa og Norðuráls í þeim efnum. Til dæm- is er Alcan að leggja inn pöntun fyr- ir Þorlákshöfn án þess að hafa nokk- uð annað en óljósar áætlanir um að byggja álver,“ segir Árni. Einar Þór SigurðSSon blaðamaður skrifar einar@dv.is Heimilin BORga fjóRfalt HæRRa veRð raforka sigurður segir að hátt verð á rafmagni megi skýra með óreglulegri notkun á því. orkuveita reykjavíkur íslendingar greiða um átta krónur fyrir hverja kílóvattsstund. Ferðaskrifstofur hafa grætt á vindi og rigningu að undanförnu: Allar öfgar í veðri eru góðar „Allar öfgar í veðri eru góðar,“ segir Hildur Gylfadóttir, sölustjóri Terra Nova. „Við finnum vel fyrir auknum áhuga fólks þegar veðrið er ekki eins og helst væri á kosið. Und- anfarna daga hefur rigningin greini- lega spilað inn í og við fáum mun fleiri bókanir en áður. Fólk vill þá komast í sólina. En svo er það líka þannig að þegar sólin er komin æs- ist fólk upp og vill enn meiri sól.“ „Við seljum miklu meiri ís þeg- ar það er sól,“ segir Elísabet Heiða Stefánsdóttir sem vinnur í Snælandi við Laugaveg. „Það var alveg yndis- legt veður á hvítasunnunni og röð út á götu. Það er sjaldan röð þegar rignir. Við finnum alveg fyrir því að það er meira að gera þegar það er gott veður.“ Dagný Lind Jakobsdóttir, starfs- stúlka í ísbúðinni við Ingjólfstorg, segist finna mikinn mun á sölunni eftir því hvernig viðrar. „Það verð- ur allt brjálað þegar það er gott veð- ur og alveg endalaus biðröð. Það koma samt alltaf einhverjir, jafnvel þótt veðrið sé vont. Flestir kaupa bragðaref eða sjeik.“ Jakob Ómarsson og Una Gunn- arsdóttir sátu á Ingólfstorgi um há- degisbilið í gær. Jakob var í hádeg- ishléi í vinnunni en Una nýkomin frá tannlækni. Þau koma og setjast niður ef það er gott veður. „Ég kaupi frekar ís þegar það er gott veður. Það er samt svolítið skemmtilegt að Íslendingar virðast láta fátt stoppa sig,“ segir Jakob. Una bætir við: „Já, maður klæðir sig bara eftir veðri.“ Guðlaug Jónsdóttir segir að veðrið sé ekkert til að kippa sér upp við. „Ef það rignir ekki!“ skýtur sessunautur hennar inn í en Guðlaug mótmæl- ir: „Maður getur þá bara verið með hettuna á sér.“ „Ég reyni að fara á staði þar sem er hlýrra en hér og til að stytta skammdegið,“ segir Jóhanna Þor- steinsdóttir og segist halda að veðrið hafi áhrif á ferðaval þeirra sem ætla til útlanda. Oftast fer hún til Egypta- lands með manninum sínum enda er hann þaðan. „Yfirleitt förum við út á veturna og erum heima þegar veðrið er einna skást. Í ágúst ætlum við síðan að fara til Kanaríeyja.“ erla@dv.is Dagný Lind Jakobsdóttir Það verður allt brjálað í ísbúðinni hjá dagnýju þegar sólin skín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.