Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Blaðsíða 26
föstudagur 8. júní 200726 Helgarblað DV
m miðjan níunda áratug-
inn vann á Helgarpóstinum
ungur, rauðhærður maður, nokk-
ur grallari sem var úrræðagóður,
fljótur til svars og sást aldrei skipta
skapi. Núna, rúmum tuttugu árum
síðar, hefur hárið aðeins misst
rauða gljáann, en strákurinn hef-
ur ekkert breyst. Egill Helgason er
hins vegar orðinn miklu frægari en
hann var á dögum Helgarpóstsins
„Það er svo fyndið að tala um að
vera frægur á Íslandi!“ segir hann
og hlær sínum smitandi hlátri. „Hér
get ég helst ekki farið á skemmti-
staði því svo margir vilja tala við mig
en færi ég bara til Færeyja myndi ekki
nokkur sála vita hver ég er.“
Aumingjagóður
Rónarnir sem nú setja svip sinn
á miðbæinn vita hins vegar vel hver
Egill Helgason er. Hann er maðurinn
með fallega litla, ljóshærða strákinn
sem gefur þeim peninga í hvert skipti
sem hann sér þá.
„Ég er alltof aumingjagóður,“ við-
urkennir hann. „Ég á erfitt með að sjá
fólk sem vantar peninga. Í útlöndum
spotta betlarar mig á löngu færi.“
Hann segir að sennilega sé það
kristniboðakynið sem geri hann eins
og hann er. Foreldrar hans eru Guðrún
Ólafsdóttir, sem var háskólakennari í
landafræði, og Helgi Guðmundsson,
prófessor í íslensku og málvísindum.
Afi hans var Ólafur Ólafsson trúboði
og tveir sona hans, þeir Jóhannes og
Haraldur einnig.
„Móðuramma mín var norsk og
var aldrei kölluð annað en frú Her-
borg,“ segir hann þegar hann rifjar upp
æskuárin í því sem hann kallar falleg-
asta hverfi borgarinnar, á Ásvallagötu
í Vesturbænum. „Ég ólst upp í fjöl-
skylduhúsi með foreldrum mínum og
Höllu systur, ömmu, afa og móður-
systrum mínum. Amma var virðuleg
kona sem bar af sér góðan þokka og
mikla reisn. Afi var tilfinninganæm-
ur en glaðlyndur, og ég líkist honum
mjög. Mig dreymir oft ömmu og afa...
Það er svo skrýtið með drauma mína,
að mig dreymir yfirleitt bara fólk sem
ég þekkti sem barn og unglingur. Afi
lést þegar ég var sautján ára, en amma
dó í hárri elli árið 1992. Þá hafði hún
misst minnið og mundi ekkert nema
norska sálma, sem mamma og systir
hennar gátu sungið með henni.“
Veit lítið um margt
Egill segist telja að það að vera al-
inn upp af háskólafólki hafi gert hann
fráhverfan því að fara sjálfur í há-
skóla.
„Ég sá svo mikið af háskólafólki á
uppvaxtarárunum, mér fannst þetta
svolítið þref allt þetta tal um háskóla-
pólitík. Ég hef líka alltaf átt erfitt með
að einbeita mér að einhverju einu,“
útskýrir hann. „Ég er hinn dæmigerði
fjölmiðlamaður sem veit lítið um
margt en það er ekkert eitt sem ég veit
sérstaklega mikið um. Áhugasvið mitt
er mjög breitt.“
Hann byrjaði í Menntaskólanum
í Reykjavík þar sem honum líkaði vel
og átti marga góða vini og vinkonur,
en vildi engu að síður breyta til og fór
í MH.
„Þar líkaði mér engan veginn og
hætti því í námi án þess að ljúka stúd-
entsprófi. Á þessum tíma sá Illugi Jök-
ulsson vinur minn um Helgarblað
Tímans og bauð mér vinnu. Þannig
var það tilviljun að ég fór í blaða-
mennsku, líkt og það var tilviljun að ég
byrjaði í sjónvarpi. Við Illugi máttum
gera það sem við vildum með þetta
helgarblað...“ segir hann og skellihlær
þegar hann segir mér hvert umfjöll-
unarefni helgarútgáfu bændablaðsins
hafi verið.
„Við skrifuðum um James Joyce
og Samuel Beckett, vorum vel tengdir
inn í Rokk í Reykjavík og hljómsveitin
Utangarðsmenn hætti nánast í beinni
á síðum Helgarblaðs Tímans. Hugs-
aðu þér, við vorum tveir tuttugu og
eins árs strákar, ekki einu sinni með
stúdentspróf að stjórna þessu blaði.
Ég veit ekki hversu vel bændum líkaði
þessi útgáfa, en Jónas heitinn stýri-
maður sem var innanbúðarmaður á
Tímanum á þessum tíma atyrti okkur
einhvern tíma í grein og sagði að við
værum að gefa út bænda-Samúel! Það
var rosalið á Tímanum á þessum tíma.
Agnes Bragadóttir var að stíga sín
fyrstu skref sem blaðamaður og þar
voru líka Páll Magnússon, Elías Snæ-
land Jónsson og svo auðvitað Þórar-
inn Þórarinsson.“
Rithöfundur og
kristniboðslæknir
Draumar Egils Helgasonar í æsku
voru nokkrir. Fyrst var það sá að verða
kristniboðslæknir eins og Jóhannes
móðurbróðir hans, en Egil langaði líka
að verða rithöfundur.
„Ég var meira að segja kominn
með hugmyndina að bókinni sem átti
að koma út í þremur bindum,“ segir
hann kíminn á svip. „Hún átti að fjalla
um Gyðingafjölskyldu sem flytur til Ís-
lands. Bókin varð aldrei annað en hug-