Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Síða 28
Í slensku leiklistar- verðlaunin, Grím- an, voru fyrst veitt sumarið 2003. Þau hafa síðan verið veitt árlega. Næstkom- andi föstudag verð- ur Gríman því veitt í fimmta sinn en her- legheitin fara að þessu sinni fram í Íslensku óperunni. For- vitnilegt er að skoða hverjir hafa oftast orðið fyrir valinu undan- farin fjögur ár, en nokkrir hafa hlotið þessa viðurkenningu oft- ar en einu sinni. Þeirra á meðal eru Baltasar Kormákur og Hilmir Snær sem hafa hlotið verðlaunin í tvígang. Þegar verðlaunahafar þessara fjögurra ára eru skoðað- ir kemur í ljós að leikarar og leik- konur ársins koma oftast úr sýn- ingum á vegum Þjóðleikhússins. • Sýning ársins: Athygli vekur að undanfarin þrjú ár hefur sýning ársins komið frá Þjóðleikhúsinu. Leiksýningin Pétur Gautur vann í fyrra en í ár eru eftirfarandi sýn- ingar tilnefndar: Dagur vonar, Killer Joe, Leg, Mr. Skallagríms- son og Ófagra veröld. Forvitnilegt verður að sjá hvort leiksýningin Leg hlýtur verðlaunin og þar með Þjóðleikhúsið, fjórða árið í röð. • Leikstjóri ársins: Baltasar Kor- mákur hlaut Grímuna sem besti leikstjórinn árin 2004 og 2006. Stefán Jónsson og Benedikt Er- lingsson fengu Grímuna 2003 og 2005 en þeir eru báðir tilnefndir í ár ásamt Hilmi Snæ Guðnasyni, Jóni Páli Eyjólfssyni og Stefáni Baldurssyni. • Leikari ársins í aðalhlutverki: Hilmir Snær hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að hafa hlotið Grímuna tvisvar í þess- um flokki; 2003 og 2006. Hann verður einnig að teljast líkleg- ur handhafi Grímunnar í ár en hann er tilnefndur fyrir tvö hlut- verk; annars vegar fyrir hlutverk í leiksýningunni Amadeus og hins vegar fyrir hlutverk sitt í Hjóna- bandsglæpum. • Leikkona ársins í aðalhlutverki: Ljóst er að nýr handhafi Grím- unnar verður krýndur í þessum flokki því engin af þeim leikkon- um sem tilnefndar eru hafa unn- ið Grímuna áður. Ólafía Hrönn Jónsdóttir hlaut hana í fyrra en sigurvegarar í þessum flokki hafa í þrígang komið af fjölum Þjóð- leikhússins. Elva Ósk Ólafsdótt- ir, Halldóra Geirharðsdóttir, Ilm- ur Kristjánsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir og Unnur Ösp Stef- ánsdóttir eru tilnefndar í ár. • Leikari ársins í aukahlutverki: Ingvar E. Sigurðsson hlaut Grím- una í fyrra en Þröstur Leó Gunn- arsson árið þar á undan. Þröstur Leó gæti fengið Grímuna aftur í ár fyrir aukahlutverk sitt í leik- sýningunni Killer Joe. Aðrir til- nefndir hafa ekki hlotið Grímuna áður en þrisvar hafa Grímuhafar í þessum flokki komið úr Þjóð- leikhúsinu. • Leikkona ársins í aukahlut- verki: Brynhildur Guðjónsdóttir hlaut verðlaun í þessum flokki í fyrra, en hún hefur einnig feng- ið Grímuna fyrir aðalhlutverk í Edith Piaf árið 2004. Líkt og í karlaflokki hafa verðlaunahaf- ar í þessum flokki þrisvar kom- ið af fjölum Þjóðleikhússins. Nýr handhafi verður krýndur í ár, en engin af þeim leikkonum sem til- nefndar eru í ár, hafa unnið þessi verðlaun áður. Þegar aðrir verðlaunaflokkar eru skoðaðir má sjá að Björn Berg- steinn Guðmundsson hefur þri- svar sinnum hlotið Grímuna fyr- ir lýsingu, en það voru árin 2003, 2005 og 2006. Hann er einnig til- nefndur í ár. Þá hefur Filippía I. Elísdóttir í tvígang hlotið Grím- una fyrir búninga ársins en hún er líka tilnefnd að þessu sinni. Erna Ómarsdóttir hefur fengið dansverðlaun ársins og þá hefur Grétar Reynisson tvisvar hlotið verðlaun fyrir bestu leikmynd- ina en þau eru bæði meðal til- nefndra nú. baldur@dv.is föstudagur 8. júní 200728 Helgarblað DV Fá Grímuna aftur og aftur Gríman, uppskeruhátíð leiklistarfólks, verður haldin í Íslensku óperunni um helgina. Margir eru tilnefndir en fáir útvaldir. Þó nokkrir hafa ýmist verið tilnefndir áður, eða hlotið viðurkenninguna oftar en einu sinni. Ilmur Kristjánsdóttir Er tilnefnd til verðlauna sem besta leikkona í aðalhlutverki. Gríman eftirsótta Verður brátt veitt í 5. skiptið. Baltasar Kormákur Hefur verið valinn besti leikstjórinn tvisvar sinnum Hilmir Snær Var valinn besti leikarinn 2003 og 2006.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.