Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Blaðsíða 59
Naomi Watts
eykur
hróður sinn
Leikkonan Naomi Watts er nú í
viðræðum við kvikmyndafyrirtækið
Bureau of Moving Pictures um að
leika í
kvikmynd, sem
byggð er á bók
Nightline-
fréttaritarans
Jims Wooten.
Bókin fjallar
um Gail
Johnsons,
suðurafríska
konu sem
ættleiddi barn
með eyðni og
ferðaðist út um
allan heim
með það til
þess að vekja athygli á sjúkdómnum.
Það er Keir Person, sem meðal annars
átti hlut í handritinu að Hotel Rwanda
sem ætlar að breyta bókinni í
kvikmyndahandrit. Naomi Watts sést
næst í kvikmyndinni Eastern
Promises, eftir David Cronenberg, en
hún hefur verið lítið í sviðsljósinu eftir
kvikmyndina King Kong.
Í dag er myndin Hostel 2 eftir leik-
stjórann og Íslandsvininn mikla Eli
Roth heimsfrumsýnd. Skiptar skoð-
anir voru um fyrri myndina sem náði
nokkuð óvænt mun meiri vinsældum
en spáð var fyrir um. Gagnrýnendur
skiptust nokkurn veginn í tvo hópa
varðandi myndina. Annað hvort var
hún dæmd sem enn ein hrollvekjan
sem gerði bara út á viðbjóð á meðan
aðrir sáu framhjá viðbjóðnum og töl-
uðu um snilli Elis sem leikstjóra.
Yfirþyrmandi viðbjóður
Það er ljóst að Hostel 2 mun ekki
gefa fyrri myndinni neitt eftir þeg-
ar kemur að viðbjóði og hrottalegum
pyntingarsenum. Eli hefur meira að
segja lofað því í viðtölum að hún sé
mun átakanlegri en fyrri myndin.
Það virðist þó vera af þeim kvik-
myndagagnrýnum sem er þegar hægt
að finna um myndina á netinu að
þarna sé á ferðinni mynd sem hafi upp
á mun meira að bjóða heldur en bara
viðbjóð. Margir hafa farið svo langt að
segja að Hostel 2 sé hæglega ein besta
hryllingsmynd seinni ára og betri en
sú fyrri. Þá segir í nokkrum dómum að
um sé að ræða einn besta leik sem sést
hefur í hrollvekju af þessu tagi fyrr og
síðar. Þetta er auðvitað mat fárra aðila
og á almenningur eftir að leggja mat
sitt á myndina enda besti dómstóllinn.
Stelpurnar fá fyrir ferðina
Í fyrstu Hostel-myndinni voru það
þrír ungir karlmenn sem fóru með
aðalhlutverkin og þar á meðal Eyþór
Guðjónsson sem lék svo eftirminni-
lega hinn alíslenska Óla. Allir fengu
þeir hrottalega að kenna á því og að-
eins einn lifði af en þess má til gamans
geta að Eyþór er meðal framleiðenda
Hostel 2.
Í Hostel 2 eru það hins vegar þrjár
stúlkur sem fara með aðalhlutverkin.
Þrjár amerískar stúlkur eru saman í
listnámi í Róm. Þær ákveða að skella
sér í helgarferð til þess að dreifa hug-
anum og slaka á. Þær hitta óvænt gull-
fallega fyrirsætu úr einu af námskeið-
unum þeirra sem er einnig á leið í
ferðalag. Hún sannfærir amerísku vin-
konurnar þrjár um að slást í för með
sér í það sem hún segir vera draum-
aferð. En eins og búast má við kemur
allt annað á daginn.
Eli Roth hefur heitið því að hann
muni ekki gera Hostel 3 til þess að
reyna að græða peninga eins og gerist
því miður svo oft í kvikmyndabrans-
anum. Þvert á móti hefur hann sagt að
allt púðrið hafi farið í Hostel 2 og má
því búast við öllu því besta sem þessi
snjalli leikstjóri hefur fram að færa.
asgeir@dv.is
Segir
Knocked Up
stolna
Kanadíski blaðamaðurinn Rebecca
Eckler hefur
farið í mál við
Universal
Studios og
sakar fyrirtækið
um brot á
höfundarrétti.
Segir Rebecca
að nýjasta
kvikmynd
fyrirtækisins,
Knocked Up sé
byggð á bók
hennar,
Knocked Up:
Confessions of
a Hip Mother to Be. En í bókinni fjallar
Rebecca um þegar hún var skemmt-
anaóð ung kona, sem varð óvænt ólétt.
„Bæði bókin og kvikmyndin fjalla um
eitt ástríðufullt kvöld og þá níu mánuði
sem á eftir fylgja. En það er ekki það
eina. Í myndinni er stúlkan sjónvarps-
fréttamaður, en blaðamaður í bókinni,“
segir Rebecca handviss í sinni sök
Leikur blaða-
mann í Írak
Leikarinn Matt Damon hefur ákveðið að
slást enn á ný í för með leikstjóranum
Paul Greengrass. Greengrass hefur í
hyggju að
leikstýra
kvikmynd
byggðri á
bókinni
Imperial Life in
the Emerald
City. Bókin
fjallar um
ástandið í Írak
og er skrifuð af
blaðamanni
Washington
Post, Rajiv
Chandrasekar-
an. Damon leikur aðalhlutverkið í
myndinni, en um þessar mundir er
verið að yfirfæra bókina í kvikmynda-
handrit. Greengrass hefur áður leikstýrt
Damon í kvikmyndunum um
njósnarann Jason Bourne.
SAMEINAST GEGN
NÝJUM ANDSTÆÐINGI
Kvikmyndin Hostel 2 eftir Íslandsvininn Eli Roth er frumsýnd um helgina í Smárabíói,
Laugarásbíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri.
föStUDaGUR 8. JúNÍ 2007DV Bíó 59
Leikur ein-
mana t.A.T.u-
aðdáanda
Leikkonan Mischa Barton hefur verið
fengin til þess að leika í næstu kvikmynd
Rolands Joffes, Finding t.A.T.u og hefjast
tökur á myndinni í Moskvu í lok mánað-
arins. Það er fagtímaritið The Variety sem
greinir frá þessu, en kvikmyndin fjallar um
einmana unga stúlku í Moskvu sem eign-
ast vinkonu í borginni út frá sameiginleg-
um áhuga þeirra á rússnesku stúlknasveit-
inni t.A.T.u. Kvikmyndin er byggð á bók
rússneska rithöfundarins A. Mitrfanov,
t.A.T.u. come back. Ásamt Barton leika í
kvikmyndinni Shantel VanSanten, Anton
Yelchin og Alex Kaluzhsky.
Bjargaði lífi
Kvikmyndastjarnan Cuba Gooding Jr. sýndi
það og sannaði að honum væri meira til lista
lagt en leiklistin þegar hann bjargaði manns-
lífi í síðustu viku. Cuba var staddur á bílastæði
við veitingastað í Hollywood, þegar alblóðug-
ur maður kom að honum og tilkynnti honum
að hann hefði verið skotinn. Cuba hljóp þá til
og náði í handklæði frá veitingastaðnum til
þess að leggja á sár mannsins og í framhaldi af
því veifaði hann til sín lögreglubíl sem átti leið
framhjá. Þá beið hann ásamt lögreglufólki eftir
að sjúkrabíll mætti á svæðið. Það voru vitni að
atburðunum sem sögðu blaðamanni New York
Daily News frá málinu en sjálfur hefur Gooding
ekkert tjáð sig um það. Blaðafulltrúi hans hefur
hins vegar staðfest frásögn þeirra sem voru á
svæðinu. Fórnarlambið var skotið í hálsinn og
bíður nú bata á sjúkrahúsi í Los Angeles.
EKKI BARA
VIÐBJÓÐUR
Stelpur í aðalhlutverki Í fyrri
myndinni fengu strákarnir að
kenna á því en nú er komið að
stelpunum.
Eli Roth á tökustað Er sagður fá það allra besta út úr
leikurum í myndinni.
Richard Burgi Þykir
standa sig vel í hlutverki
todds.