Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Blaðsíða 20
Fyrir nokkrum dögum birti fréttavefur Morg-
unblaðsins, mbl.is, myndband sem sýndi konu við
veggjakrot í Kringlunni að næturlagi. Sýnt var þegar
hún stöðvaði fjölskyldubíl með barnasæti fyrir utan
aðalinngang verslunarmiðstöðvarinnar, snaraði sér
út og úðaði úr málningarbrúsa á auglýsingaskilti.
Svo skýr var myndin að ekki leikur vafi á því að allir,
sem á annað borð þekkja konuna, hljóta að hafa átt-
að sig á því hver þarna var á ferð. Þetta myndband er
enn aðgengilegt á vefnum.
Fram kom að myndbandið var ættað úr örygg-
ismyndavél Kringlunnar. Það var enn frekar stað-
fest með viðtali við öryggisstjóra hússins sem lýsti
hneykslun á atvikinu. Það virtist vekja sérstaka
undrun hans að fullorðin kona skyldi eiga í hlut. Yf-
irleitt er talið að veggjakrotarar séu ungir menn með
þroskavanda.
Fátt þykir mér hvimleiðara en veggjakrotið í
Reykjavík. Er með ólíkindum hve illa gengur að upp-
ræta þennan ósið. Athygli vekur að húseigendur í
miðborginni virðast margir hverjir búnar að gefast
upp fyrir spellvirkjunum; í stað þess að hreinsa veggi
og mála þá aftur er krotið látið standa óáreitt eins
og yfirlýsing um vanmátt. Vonandi ber ekki að skilja
þetta þannig að eigendunum standi á sama? Er ekki
hægt að tryggja sig fyrir svona skemmdarverkum?
En þó að ég hafi óþökk á veggjakroti og sé jafn
hlessa og öryggisstjóri Kringlunnar á því að kona,
sem virðist vera móðir ungs barns, hegði sér á þenn-
an vanþroskaða hátt, hef ég ekki síður vanþóknun
á birtingu myndbandsins en veggjakrotinu sjálfu.
Þar var gengið lengra en góðu hófi gegnir til að lít-
illækka og refsa fyrir brot sem í eðli
sínu er ekki stórvægilegt. Öryggis-
verðir Kringlunnar og stjórnendur
fréttavefs Morgunblaðsins tóku að
sér hlutverk sem þeir eiga ekki með
réttu að hafa.
Eftirlitsmyndavélum af öllu tagi fer fjölg-
andi í þjóðfélaginu. Um notkun þeirra gilda
lög sem opinber stofnun, Persónuvernd, á að
gæta að fylgt sé. Stofnunin stendur sig ágætlega, að
mér virðist, en hún er fáliðuð. Ég minnist þess ekki
að hún hafi látið í sér heyra í sambandi veggjakrots-
myndbandið á fréttavef Morgunblaðsins. Kannski
fór það framhjá henni. En birting myndbandsins er
ekki í samræmi við þær reglur sem stofnunin hefur
sett og lesa má á vefsíðu hennar.
Svo öfugsnúið sem það hljómar ber á fordómum
í garð þeirra sem eru gagnrýnir og tortryggja sívax-
andi eftirlit með borgurum landsins. Þetta má lesa í
ársskýrslu Persónuverndar 2004. Sumir valdamenn
kalla það „úrtöluraddir“ þegar menn hreyfa efa-
semdum við fjölgun eftirlitsmyndavéla og rafrænni
vöktun af ýmsu tagi. Hér er auglýst eftir fleiri slíkum
röddum. Ekki er deilt um að þessi tækni gerir gagn
en hún má ekki vaxa okkur yfir höfuð og ógna grund-
vallarréttindum eins og friðhelgi einkalífsins og regl-
unni um sakleysi uns sekt er sönnuð. Svo ekki sé
minnst á óskráðar reglur, en ekki síður mikilvægar,
eins og tillitssemi, sanngirni og með-
alhóf.
Tæplega þrítugur maður fékk fjórar tólf til fjórtán ára stúlkur með sér í
íbúð þar sem hann ætlaði að taka af þeim kvikmynd og greiða þeim fyrir.
Hann lét eina stúlkuna hafa við sig munnmök og hafði samfarir við aðra en
þær voru báðar þrettán ára gamlar. Stúlkurnar vissu að maðurinn hafði eitt-
hvað kynferðislegt í huga þegar þær fóru með honum inn í herbergi en ekki
fór á milli mála að maðurinn nýtti sér þroskaleysi þeirra og að þær hefðu
komið sér í aðstæður sem þær réðu ekki við.
Þannig hefst frétt í DV í dag. Í langri umfjöllun DV kemur fram að dæmi
eru um að börn allt niður í tólf ára hafa selt kynferðislegan aðgang að sér.
Það á ekki einungis við um börn sem hafa fallið í viðbjóð fíkniefnaneyslu.
Börn sem hafa orðið undir, til dæm-
is vegna fátæktar, hafa selt aðgang
að líkama sínum til að afla peninga í
leit sinni að veraldlegum gæðum.
Kannski eru mest sláandi upp-
lýsingarnar þær, að dæmi eru þess
að mæður selji sig og barnungar
dætur sínar. Allt þetta kallar á marg-
ar spurningar. Ein helsta spurningin
er hverjir eru kaupendurnir? Dæm-
ið sem var tekið hér að ofan af manni sem var dæmdur fyrir að kaupa sér
barnungar stúlkur sýnir hver hann er. Hann nýtti sér aldursmun til að ná því
fram sem hann vildi. Svo eru mörg dæmi þess að unglingsdrengir þröngvi
yngri stúlkum til alls kyns kynlífsathafna gegn því að þær fái aðgang að ungl-
ingaklíkum. Ungir drengir eru ekki síður fórnarlömb hryllingsins en ótrú-
lega margir ungir drengir hafa selt aðgang að líkama sínum gegn gjaldi, svo
sem gegn því að fá áfengi eða fíkniefni fyrir það að leyfa eldri karlmönnum
að káfa á sér og jafnvel ganga lengra en svo.
Það er ekki til neins að nefna fleiri dæmi hér. Þau er að finna í ítarlegri
úttekt í DV í dag. Samfélag þar sem slíkt gerist aftur og aftur verður að gera
svo vel að grípa inn í og gera allt sem hægt er til að forða börnum frá þeim
hryllingi sem því miður viðgengst á Íslandi.
Klámvæðingin hefur klárlega vond áhrif og drepur niður siðferðisvitund,
ekki bara barna, heldur eflaust þeirra eldri líka. Þegar táningar finna ekkert
að því að hópur drengja hafi samfarir við eina stúlku þá er mikið að. Ekki
bara hjá táningunum, heldur líka okkur sem erum eldri. Ekki síður er vont
að lesa að fátæk börn selji sig til þess að geta veitt sér það sama og jafnaldrar
þeirra geta, jafnaldrar sem búa við meira ríkidæmi.
Umfjöllun DV er sár og sláandi. Mörg þeirra sem rætt var við segja breyt-
ingar í fari þeirra unglinga, sem hafa ratað inn á þessar ógæfubrautir, þær að
siðferðisvitund virðist á hröðu undanhaldi. Það hlýtur að vera samfélagsins
að grípa inn í og gera það sem hægt er til að snúa af þessari ömurlegu leið.
Sigurjón M. Egilsson.
föstudagur 8. júní 200720 Umræða DV
Hryllingur
Það hlýtur að vera sam-
félagsins að grípa inn í
og gera það sem hægt
er til að snúa af þessari
ömurlegu leið.
Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf.
Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal
ritStjóri og áByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson
fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson
Umbrot: dV. Prentvinnsla: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að
birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson
aðStoðarritjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir auglýSingaStjóri: auður Húnfjörð
fleiri „úrtöluraddir,“ takk!
Sumarfrí ritstjóra
Einhverjir bíða þess spenntir að sjá
hvernig Ólafur Stephensen setur
mark sitt á Blaðið, núna eftir að
hann hefur verið
ráðinn ritstjóri
þess. Eitthvað
kann þó að verða
töf á því að Blað-
ið taki stakka-
skiptum undir
hans stjórn. Það
fyrsta sem Ólaf-
ur gerði eftir að
hann tók við ritstjórn Blaðsins var
nefnilega að fara í sumarfrí. Má
því búast við að hann komi end-
urnærður til starfa. Þangað til eru
hann og Trausti Hafliðason, fráfar-
andi ritstjóri, báðir skrifaðir fyrir
ritstjórninni.
Fordæmið góða
Hætt er við að ýmsum starfs-
mönnum 365 þyki Ari Edwald,
forstjóri fyrirtækisins, hafa gefið
gott fordæmi, nú eða slæmt, þeg-
ar hann upplýsti um laun Egils
Helgasonar á bloggsíðu Péturs
Gunnarssonar. Mikil leynd hefur
ríkt um launamál í fyrirtækinu og
eiga þau öll að vera trúnaðarmál
að kröfu forsvarsmanna fyrir-
tækisins, alla
vega voru lengi
ákvæði um slíkt
í samningum
sem voru lagðir
fyrir fólk. Enda
fengu launþeg-
ar 365 dularfullt
umslag frá fyrir-
tækinu snemma
árs þar sem var
búið að stimpla „Trúnaðarmál,“
á umslagið. Umslagið innihélt
launamiða síðasta árs fyrir skatt-
framtalið.
Guðni sár
Guðni Ágústsson, formaður
Framsóknar-
flokksins, telur
þörf á að end-
urskoða lög
vegna umfjöll-
unar DV um
efnahagsmál,
stóriðju og
önnur stór mál
á síðasta kjör-
tímabili fyrir
síðustu kosningar og virðist enn
telja að skrifunum hafi verið beint
gegn ríkisstjórnarflokkunum og
sérstaklega Framsóknarflokknum.
Þóttu honum skrifin helst til gagn-
rýnin og kannski helst að skilja
að hann vilji að fjölmiðlar skrifi
gagnrýnislaust upp eftir ráða-
mönnum án þess að leita álits
þeirra sem til þekkja og kannað
hafa áhrif verka þeirra.
Sandkorn
GUÐMUNDUR MAGNÚSSoN
sagnfræðingur skrifar
„Með birtingu myndbandsins af veggja-
krotinu var gengið lengra en góðu
hófi gegnir til að lítillækka og refsa
fyrir brot sem í eðli sínu er ekki stór-
vægilegt.“
HUGLEIKUR
Dugguvogi 12 - 104 Reykjavík - S: 517 7040 - www.hobbyhusid.is
Opnunartími: mán-föst 10.00-18.00, laugard 13.00-17.00, sunnud 13.00-16.00
Mikið úRval
af hjólhýSuM
verð frá 1.690.000
og húsbílar verð frá 4.990.000
Skoðaðu úrvalið hjá okkur.
HPI Savage X 4,1 RTR
Fjarstýrður bensín-torfærutrukkur
Nú á lækkuðu verði 48.900,-
Tómstundahúsið
Nethyl 2
Sími 5870600
www.tomstundahusid.is