Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Blaðsíða 17
DV Helgarblað föstudagur 8. júní 2007 17
gaslekans. Eins tókst að bjarga lífi
mannsins sem hafði átt við andlega
erfiðleika að stríða og hindra að hann
hefði orðið valdur að dauða margra
nærstaddra enda íbúðin í fjölbýlis-
húsi með þéttri byggð umhverfis.
Maðurinn þurfti að sæta ábyrgð
vegna gjörða sinna og þeirrar hættu
sem hann skapaði og var dæmdur
í tveggja vikna fangelsi í hollenska
dómskerfinu fyrir að stofna lífi ná-
granna sinna í hættu.
Náðist á leið til Lettlands
Foreldrar ólögráða unglingsstúlku
höfðu samband við alþjóðadeild rík-
is-lögreglustjóra eftir að ljóst var að
dóttir þeirra hafði stungið af úr landi.
Hún var á leið til Lettlands til þess að
elta lettneskan mann sem hún hafði
verið í sambandi við hér á landi. Mað-
urinn, sem var mun eldri en stúlkan,
hafði dvalið hér á landi og þau kynnst
á meðan á dvöl hans stóð. Hann sneri
hins vegar aftur til síns heima og
þangað ætlaði hún að elta hann.
Stúlkan fór í leyfisleysi til Akur-
eyrar þaðan sem hún flaug til Kaup-
mannahafnar. Flugvélin sem hún
var með lagði af stað tíu mínútur í tíu
kvöld eitt í ágúst en það var ekki fyrr
en nokkrum klukkutímum síðar, eða
rétt fyrir klukkan eitt um nóttina, sem
foreldrar hennar höfðu samband við
lögregluna. Alþjóðadeildin hér á
landi setti sig í samband við alþjóða-
deildina í Danmörku og hálftíma eft-
ir að lögreglunni barst hjálparkall frá
foreldrum stúlkunnar var hún fund-
in á Kastrup-flugvelli í Kaupmanna-
höfn. Þar var henni snúið aftur til Ís-
lands og komið var í veg fyrir að hún
kæmist á leiðarenda en mjög erfitt
gæti hafa verið að hafa uppi á henni
í Lettlandi þar sem hún hefði jafn-
vel getað endað hvar sem er í Evrópu
sem fórnarlamb mansals.
Fór úr landi með síbrotamanni
Beiðni um að leita að ólögráða
stúlku barst alþjóðadeildinni sumarið
2005. Stúlkan hafði farið úr landi með
íslenskum síbrotamanni á þrítugs-
aldri án samþykkis foreldra sinna. Við
athugun alþjóðadeildarinnar kom í
ljós að maðurinn átti eftir að afplána
tvo fangelsisdóma hér á landi og hafði
Fangelsismálastofnun óskað eftir
því að maðurinn yrði handtekinn og
framseldur. Hjá dómsmálaráðuneyt-
inu fékkst það staðfest að krafist yrði
framsals yfir manninum hvar sem til
hann næðist. Héraðsdómur Reykja-
víkur gaf út handtökuskipun að kröfu
ríkislögreglustjóra.
Upplýsingar um fólkið voru skráð-
ar inn í upplýsingakerfi Schengen.
Stúlkan var skráð sem týnd og ólög-
ráða en maðurinn sem eftirlýstur
glæpamaður. Allt gerðist þetta sama
dag og tilkynnt var um hvarf stúlk-
unnar auk þess sem samband var haft
við lögregluna á Keflavíkurflugvelli,
utanríkisráðuneytið og ræðismann
Íslands í Hollandi.
Daginn eftir skráningu þeirra í
upplýsingagrunn Schengen hand-
samaði lögreglan í Amsterdam stúlk-
una. Hún var flutt til Íslands næsta
dag þar sem foreldrar hennar tóku á
móti henni.
Maðurinn var handtekinn tveim-
ur dögum eftir að hann var eftirlýst-
ur í upplýsingagrunni Schengen.
Tveimur vikum síðar, eða eftir fram-
salsferlið, var hann kominn til Íslands
í afplánun sem alls hljóðaði upp á 21
mánuð.
Áform mannsins voru að þau færu
saman til Brasilíu frá Hollandi en
þangað ætluðu þau að sækja fíkniefni
sem ætlunin var að koma með aftur
til Íslands.
Morðingi leitaði hælis
Albanskur maður sem leitaði eft-
ir hæli hér á landi í september árið
2005 reyndist vera eftirlýstur morð-
ingi. Hann kom til Íslands með flugi
frá Ósló með falsað albanskt vega-
bréf og falsað grískt dvalarleyfi í fór-
um sínum. Hann sótti um hæli og
var vistaður ásamt flóttamönnum á
gistiheimili í Reykjanesbæ. Mannin-
um var synjað um hæli. Tíu dögum
eftir komu hans til landsins var hann
ákærður fyrir að framvísa fölsuðum
skilríkjum við komuna til landsins og
var hann í framhaldinu dæmdur í 45
daga fangelsi.
Ríkislögreglustjóri sendi fyrir-
spurn um manninn í tölvukerfi Int-
erpol og í ljós kom að líklega væri
maðurinn sá hinn sami og lögreglan
í Grikklandi hafði lýst eftir fyrir morð
framið í Thessaloniki, sem er grísk
borg, á jóladag árið 2004.
Maðurinn var framseldur til Grikk-
lands eftir nokkurn tíma. Hann var
talinn mjög hættulegur og flutningi
hans háttað samkvæmt því en hingað
til lands komu þrír grískir lögreglu-
menn og fylgdu manninum út.
Þetta mál vakti spurningar um fyr-
irkomulag við vistun hælisleitenda en
oft er lítið sem ekkert vitað um fólkið
þegar það kemur fyrst til landsins.
Ráðist á mann í símaklefa
Íslensk móðir hafði samband við
fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra
eftir að ráðist hafði verið á son hennar
í símaklefa í Manchester á Englandi
fyrr á þessu ári. 39 mínútum síðar var
búið að finna son hennar sem hafði
sloppið undan árásarmanninum.
Sonur konunnar sem er 23 ára gamall
hafði farið í fótboltaferð til Englands.
Hann var einn á gangi um klukkan
eitt um nótt þegar hann uppgötvaði
að hann væri villtur. Hann hringdi í
móður sína úr símaklefa og í miðju
samtali þeirra rofnaði sambandið.
Skömmu áður heyrði hún son sinn
segja einhverjum að koma sér í burtu
og láta sig vera en svo heyrði hún bara
öskur og skruðninga.
Í samtali við DV sagðist móðirin
ekki hafa vitað hvað hún ætti að gera.
Hefði þetta gerst á Íslandi hefði hún
hringt í lögregluna og ákvað hún því
að gera það. Hún fékk samband við
fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra
og þaðan við alþjóðadeildina og seg-
ir hún móttökurnar þar hafa verið
frábærar. Hún lét þá fá símanúmer-
ið sem sonur hennar hafði hringt úr
og þeir settu sig strax í samband við
Interpol í Lundúnum sem hafði sam-
band við lögregluna í Manchester.
Eftir 39 mínútur hafði lögreglan svo
uppi á syni hennar sem þá var kom-
inn upp á hótelherbergi.
Þegar móðirin hafði svo heyrt aft-
ur í syni sínum gat hún andað létt-
ar enda var hann heill á húfi. Hann
sagði árásarmanninn hafa rifið sig út
úr símaklefanum og gengið í skrokk á
sér þar sem hann lá í götunni. Hann
náði þó að rísa upp og hlaupa eins og
fætur toguðu þar til hann fór að kann-
ast við umhverfið og gat fundið hótel-
ið sitt.
Gott samstarf rík-
is-lögreglustjórans
á alþjóðavettvangi
er mjög mikilvægt
og eru dæmi um að
það hafi bjargað
mannslífum. Páll E.
Winkel, að-
stoðarríkislög-
reglu-stjóri segir
mikilvægt að bein-
tengt sé við alþjóð-
legar löggæslu-
stofnanir allan
sólarhringinn alla
daga ársins því oft
og tíðum getur
stuttur viðbragðs-
tími haft allt að
segja um árangur
í blokkKOMU Í VEG FYRIR SPRENGINGU
Á vaktinni á alþjóðadeild smári
sigurðsson, yfirmaður alþjóðadeildar
ríkislögreglustjóraembættisins og
hans fólk hafa verið fólki innan handar
í margvíslegum málum.