Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Blaðsíða 45
Meistarinn Sigurlaug M. Jónasdóttir Matgæðingurinn DV Helgarblað föstudagur 8. júní 2007 45 „Þetta er matur fyrir stelpukvöld: góð salöt, andlitsmaski, hvítvín og ljúft spjall með hlátrasköllum á milli,“ segir Sigurlaug M. Jónasdótt- ir dagskrárgerðarkona og matgæð- ingurinn að þessu sinni. Þar tal- ar óneitanlega kona með reynslu því hún hefur starfað sem matar- blaðamaður í gegnum árin. „Ég man ekki nákvæmlega hvar ég fékk þessar uppskriftir. Melónusalatið fann ég einhvers staðar fyrir ein- hverjum árum en aprikósusalatið fann ég í einhverjum af þessum 170 matreiðslubókum sem ég á,“ seg- ir matgæðingurinn sem auk bók- anna á nokkuð af uppskriftum sem hún hefur viðað að sér, til dæmis með því að klippa þær út úr blöð- um. „Ég hef samt ekkert gert mikið af því en mæli náttúrlega með því að fólk klippi þessar uppskriftir út,“ segir Sigurlaug og hlær. Hún segist oft hafa gert þessi salöt og ekki ein- ungis fyrir stelpukvöldin. „Ég ber þau líka á borð fyrir fjölskylduna. Melónusalatið með kjúklingnum er til dæmis mjög barnvænt,“ segir Sig- urlaug. Og hún fær gesti oft í mat. „Þetta er svolítil árátta hjá mér. Mér finnst svo ofboðslega gaman að fá fólk í mat og áður en ég veit af er ég búin að búa til veislu.“ Aprikósusalat 500 gr ferskar aprikósur Ólífuolía til að steikja upp úr 2 msk hvítt balsamikedik. Skerið aprikósurnar í báta. Hellið olíu á pönnu Og hitið vel. Svissið aprikósurnar í nokkrar sekúntur Og bætið balsamedikinu út í . Lát- ið malla þar til safinn er gufaður upp. Leggið apríkósurnar ofan á salat. Mæli með salatblöðum, vorlauki, góðum svörtum ólífum, fetaosti og basil. Melónusalat með kjúkling 100 gr spínat 500 gr kjúklingabringa, steikt skinnlaus 100 gr parmesanostur 100 gr parmaskinku 200 gr vatnsmelóna 50 gr furuhnetur 199 gr fetaost Handfylli af basil Dressing 1 msk dijonsinnep 1 msk hunang 1 msk sítrónusafi 2 msk ólífuolía salt og pipar Hreinsið salatblöðin og leggið á stórt fat. Skerið kjúklingakjötið og melónuna í teninga, leggið á spínatið ásmat parmaskinku. Ristið furuhneturnar á þurri pönnu. Blandið dressinguna og hellið yfir salatið og stráið furuhnetum yfir ásamt basil. Svo er hér að lokum andlitsmaski með ferskum kryddjurtum (passar í stelpuboðið) 2 msk hreint jógúrt tsk af rósmaríni tsk af steinselju tsk af mintu 1-2 tsk haframjöl(..mmmmm) Hrærið saman jógúrti og jurtum, bætið haframjöli út í og hafið mauk- ið þétt og blautt, svo það sé auðvelt að bera það á andlitið. Ég skora á Hlyn Sigurðsson, framleiðanda „Fyrstu skref- anna“ á Skjá einum, að vera næsti matgæðingur. Hann hef- ur sérstakt dálæti á frönskum mat. Chardonnay Chardonnay þrúgan er upp-runnin í Búrgúndí í frakk-landi en hefur farið sigur-för um heiminn á undanförnum misserum. Þetta er þrúgan í hvítu Búrgúndar- vínunum og undirstaðan í kampa- vínum. fyrir utan frakkland hafa vín- gerðarmenn í Kaliforníu og Ástralíu náð hvað bestum tökum á þrúg- unni en í raun eru gerð góð vín úr þessari þrúgu alls staðar í veröldinni. nægir þar að nefna ítalíu, spán, nýja-sjáland, suður-afr- íku, Chile, argentínu og ungverjaland. Þrúgan kallast Morillon í austur- ríki. Ástæður þessara miklu vinsælda eru margvís- legar. Þrúgan hefur einstaka aðlögunar- hæfni og hentar því nánast hvar sem er. Það er auðvelt að rækta hana, hún gefur vel af sér og víngerð- armenn segja auðvelt að vinna með hana. Hún virðist henta í flestan jarðveg og veðurfar og sjúkdómar bíta lítt á henni. almenningur hefur líka tekið henni fagnandi enda vín úr Chardonnay afar aðgengi- leg. smjör og hunang er ein- kennandi fyrir Chardonnay vín sem oft minna einnig á perur, epli og sítrusávexti. Það er óhætt að segja að hagsmunir fram- leiðanda og neyt- enda fari vel sam- an í Chardonnay þrúgunni sem hlýtur að teljast vinsælasta hvíta þrúgan. Mjög algengt er að vín úr Chard- onnay þrúgunni séu látin þroskast og gerjast í eikart- unnum sem hentar þessari þrúgu einstak- lega vel. Þannig má nálgast „Búrgúndar- bragðið“. Ég prófaði 3 vín af handa- hófi úr Chardonnay þrúg- unni. PálMi jónAsson vínsérfræðingur DV Wolf Blass Yellow Label 2005 Þetta víngerðarhús var stofnað árið 1966 og er kennt við stofnandann. Wolf Blass vínin hafa reynst mér ágætlega undanfarin ár og þetta er engin undantekn- ing. Liturinn eins og á fljótandi akaciu hunangi. talverð angan af smjöri, perum, ferskjum og sítrusávexti. smá vanillukeimur sem minnir á rjómakarmellu. Þroskaðir ávextir í munni, ananas í bland við léttan sítrusávöxt og gæn epli. jafnvel hunangsmelóna. frekar sætt vín, þykkt með miklu bragði og lykt. Ljómandi gott vín sem fær góð þrjú glös. Ekki skemmir verðið fyrir. 1390 krónur. Torres Gran Vina Sol 2005 torres fjölskyldan hefur komið að víngerð í Penedés í norðausturhorni spánar síðan á 18. öld. Þetta vín er úr Chardonnay (85%) og Parellada (15%) og þroskast í frönskum eikartunnum í 5 mánuði. fölgult á lit með blómaangan og lykt af smjöri, ferskjum og eikarvanillu. Bragð af sítrusá- vöxtum, þroskuðu ástaraldini og jafnvel ananas. frísklegt og ferskt, sumarlegt og svalandi á góðu verði. 1390 krónur Patriarche Bourgogne 2003 Hafa framleitt vín í Búrgúndí frá árinu 1780. smjör og ferskjur áberandi í nefi en í munni perur, ferskjur og sítrusávextir. Ekki mjög flókið en þægilegt og gott Chardonnay vín frá Búrgúndí. 1590 krónur. Einkunn í vínglösum: IIIII Stórkostlegt IIII Mjög gott III Gott II Sæmilegt I Slakt Sigurlaug M. Jónasdóttir Salöt, spjall og hlátrasköll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.