Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Blaðsíða 35
DV Sport föstudagur 8. júní 2007 35 Íslenska karlalandsliðið í hand- bolta leikur umspilsleiki gegn Serb- um tvær næstu helgar. Sigurvegar- inn úr þessum viðureignum tryggir sér þátttökurétt á EM í Noregi í jan- úar á næsta ári. Fyrri leikur liðanna fer fram í borginni Nis í Serbíu á laugardag og seinni leikurinn í Laugardalshöll á sjálfan þjóðhátíð- ardaginn 17. júní. Margir muna eftir leikjunum gegn Svíum í umspili fyrir HM í Þýskalandi sem fram fóru fyr- ir ári. Þar náðu Íslendingar frábær- um úrslitum í fyrri leiknum í Svíþjóð og fylgdu því svo eftir í seinni leikn- um sem einmitt fór fram á 17. júní. Stemningin í höllinni þann dag var frábær, troðfullt hús og allt ætlaði að verða vitlaust þegar ljóst var að Ís- land hafði tryggt sér rétt til þátttöku á HM í Þýskalandi. Núna er ætlunin að endurtaka leikinn gegn Serbum og koma Ís- landi á níunda stórmótið í röð. Landsliðið kom saman í byrjun vik- unnar og lék tvo æfingaleiki gegn Tékkum þar í landi. Liðið held- ur svo þaðan til Nis, sem er þriðja stærsta borg Serbíu, og leikur á móti heimamönnum þar. Alfreð Gísla- son landsliðsþjálfari segir að mögu- leikar Íslands í leiknum séu ágætir. Hann telur að helmingslíkur séu á því að Ísland sigri í viðureignunum og komist áfram. „Ég myndi telja svona 50/50 lík- ur á því að við sigrum og komumst áfram á EM eða kannski örlítið meiri líkur okkar megin ef til vill 51/49. Ég hef fengið myndbandsupptökur af serbneska liðinu frá því þegar það lék í Tékklandi um páskana og skoð- að þær vel. Þeir eru með gríðarlega öflugt lið í dag og eru með marga góða leikmenn sem þarf að gæta vel í leikjunum. Til dæmis eru í liðinu leikmenn hjá mér í Gummersbach, Momor Ilic, sem er gríðarlega öflug- ur leikmaður sem hefur tekið mikl- um framförum í vetur, og Aleksand- er Stanojevic. Ilic er aðalskyttan í serbneska liðinu og mjög mikilvægt fyrir okkur að ná að stöðva hann. Þar fyrir utan eru þeir með marga mjög öfluga leikmenn sem þarf að huga vel að í leikjunum.“ sagði Alfreð sem þekkir serbneska liðið vel þar sem margir leikmenn liðsins leika með þýskum liðum. Þurfum að keyra upp hraðann Alfreð segir það lykilinn að góð- um úrslitum gegn Serbum að keyra hratt á liðið. Það má því búast við því að liðið leiki hraðar miðjur og komi til með að bjóða upp á hraða og skemmtilega leiki gegn Serbunum. „Það er mikilvægt fyrir okkur að keyra hraðann vel upp í leikjunum. Serbarnir eru margir hverjir frekar þungir og eiga erfitt með að leika á háu tempói lengi og við þurfum að reyna að nýta okkur það. Ég tel mik- ilvægt að reyna að halda sama háa tempóinu út alla leikina og hvergi hægja á. Þeir serbnesku eru fæstir vanir hröðum bolta og ég tel ekki lík- legt að þeir nái að halda út til lengd- ar ef við spilum þannig. Við þurfum þó að hafa eitthvað vit í því hvernig við gerum það og halda tæknimis- tökum í lágmarki hjá okkur. Það er mikilvægt að við séum með stjórn á boltanum þegar við erum að keyra á þá og missum ekki hraðann úr böndunum. Við þurfum að stjórna því dálítið hvernig við gerum þetta. Það fer algjörlega eftir úrslitunum í fyrri leiknum hversu mikla áhættu við þurfum að taka í þeim síðari hér heima. Ef við töpum stórt, sem er að sjálfsögðu ekki stefnan, þá þurfum við að keyra enn meira á þá til að eiga möguleika á að komast áfram. Ef við hins vegar náum góðum úr- slitum í leiknum úti, segjum jafn- tefli, þá verðum við að halda þeirri línu sem gaf góðan árangur. Það er gott að eiga seinni leikinn heima og geta því séð stöðuna eftir fyrri leik- inn. Það gefur okkur í raun smá for- skot en það fer náttúrulega eftir því hvernig fyrri leikurinn fer hvort það nýtist okkur eitthvað. Hef áhyggjur af breiddinni Varnarleikur íslenska liðsins var töluvert gagnrýndur eftir HM í Þýskalandi í janúar. Hann þótti ekki nægjanlega öflugur og voru sumir ekki sáttir með þau varnarafbrigði sem leikin voru. Alfreð segir að ekki sé mikill tími til að vinna í varnar- leiknum fyrir leikina gegn Serbum en notar æfingaleikina í aðdraganda leikjanna til að vinna eins mikið í honum og hægt er. „Það er ljóst að við komum til með að beita nokkrum varnaraf- brigðum í leikjunum. 6-0 vörnin gekk vel í æfingaleikjunum gegn Tékkum. Aftur á móti vorum við að æfa nokkur afbrigði af framliggjandi vörn og hún gekk ekki nógu vel að mínu mati. Þó skánaði hún þegar líða tók á leikina en við vorum að missa mennina alltof mikið í þeirri vörn. Sóknarleikinn höfum við ekki tíma í að breyta mikið. Ég ætlaði mér þó að bæta við nokkrum sóknarat- riðum sem við höfum verið að nota í Gummersbach í vetur. Ég get ekki sagt að ég hafi verið ánægður með það hvernig þau atriði gengu upp í Tékkaleikjunum og í raun og veru gengu þau engan veginn. Ég hef ákveðnar áhyggjur af breiddinni í liðinu þar sem Arnór Atlason og Ragnar Óskarsson eru ekki með vegna meiðsla. Það veikir liðið óneitanlega og það má ekki ger- ast mikið meira hjá liðinu fyrir leik- ina. Það er of lítil breidd í hópnum til þess. Guðjón Valur hefur verið að leika í stöðu leikstjórnanda bæði í æfingaleikjunum og hjá mér í Gum- mersbach. Hann hefur staðið sig mjög vel í þeirri stöðu á báðum víg- stöðvum og er í raun leikstjórnandi númer tvö hjá liðinu á eftir Snorra Steini Guðjónssyni. Alexander Pett- ersson lék líka í stöðu leikstjórnanda í æfingaleikjunum gegn Tékkum og stóð sig vel, hann kemur ábyggilega til með að leika þá stöðu eitthvað gegn Serbunum. Markús Máni Michaelsson og Logi Geirsson koma til með að bera hitann og þungann af vinstri bak- varðarstöðunni. Þeir náðu sér ekki á strik í æfingaleikjunum gegn Tékk- um og hef ég ákveðnar áhyggjur af því. Þeir koma vonandi til með að bæta sinn leik og skila sínu hlutverki frá sér með sóma.“ Er hræddur við dómgæsluna í Serbíu Heimavöllur Serba er gríðar- lega öflugur en leikið er í Nis sem er þriðja stærsta borg Serbíu. Þar er handboltaáhugi mikill og ljóst að höll þeirra Serba verður troðfull í leiknum, hún tekur um 7.000 áhorf- endur. Alfreð hefur ekki áhyggjur af því að íslensku leikmennirnir þoli ekki pressuna í leiknum en hefur meiri áhyggjur af því að dómararnir guggni á pressunni. „Fyrst voru settir þýskir dómar- ar á leikinn en því var nýlega breytt í pólskt dómarapar. Þeir pólsku eru mjög reyndir og ég vona það besta en þó veit ég að þýskir dómarar láta áhorfendur aldrei hafa áhrif á sig í leikjum. Ég hef mun meiri áhyggjur af því að áhorfendur í Serbíu nái að hafa áhrif á dómarana en leikmenn Íslands. Það eru oft mikil áhrif sem áhorfendur geta haft á dómarana, sérstaklega í þessum austantjalds- löndum. Þeir svífast einskis þegar þeir mæta á völlinn og geta oft látið ansi illa. Þetta er stór höll og áhorf- endur alveg upp við leikmenn og dómara. Serbarnir líta á fyrri leikinn sem stærsta möguleika sinn á því að komast áfram. Þeir leggja upp með að troðfylla höllina sína og láta öll- um illum látum. Það má í raun búast við öllu af serbnesku áhorfendun- um í leiknum. Íslensku leikmenn- irnir mega búast við því að það verði stanslaust hrækt á þá í leiknum og að smámynt sé fleygt í þá og allur sá pakki. Það er hægt að ganga út frá því að það gerist. Áhorfendur gætu því orðið stærsti þátturinn í því að Serbarnir nái góðum úrslitum í fyrri leiknum.“ Alfreð hættir nú sem landsliðs- þjálfari eftir leikina gegn Serbum en hann tók við af Viggó Sigurðssyni sem þjálfari liðsins í mars á síðasta ári. Samningurinn sem HSÍ gerði við Alfreð rennur út 1. júlí næstkomandi en samkvæmt heimildum DV hafa farið fram viðræður milli Alfreðs og HSÍ um að hann haldi áfram þjálfun liðsins. Þær viðræður hafa engum árangri skilað og mun nýr þjálfari verða ráðinn í kjölfar leikjanna gegn Serbum. Alfreð segir að tíminn sem landsliðsþjálfari hafi verið frábær og að hann eigi eftir að sakna leik- mannahópsins og fólksins í kring- um liðið. „Þetta er búinn að vera frábær tími með landsliðið og gaman að þjálfa þessa stráka. Þetta er náttúru- lega dálítið öðruvísi en það sem ég geri dags daglega með Gummers- bach. Þetta starf tekur hins vegar mikinn tíma og erfitt að vera í eld- línunni á tveimur vígstöðvum í einu. Þetta getur gengið í smátíma en til lengdar er þetta alltof mikið. Tím- inn með landsliðið hefur verið mjög skemmtilegur og oft á tímum erfið- ur en fyrst og fremst hafa þetta verið skemmtilegir tímar. Þurfum að fylla höllina 17. júní í fyrra var ólýsanleg stemning í leiknum gegn Svíþjóð í Laugardalshöllinni. Troðfull höll og uppselt á leikinn löngu fyrir hann. Alfreð segir mikilvægi þess að Ís- lendingar fylli höllina aftur vera síður minna en fyrir ári síðan. „Eins og ég sagði áðan þá líta Serbar á það sem sinn stærsta möguleika að fylla höllina úti í Ser- bíu. Það er jafnvel enn mikilvæg- ara fyrir okkur að fá troðfulla höll á þjóðhátíðardaginn núna en það var fyrir ári síðan. Við þurfum virkilega á því að halda að fólk mæti og styðji liðið til sigurs sama hvernig úrslit- in þurfa í raun að vera svo við kom- umst áfram á EM í Noregi. Ég vona því sannarlega að fólk taki daginn frá og mæti í höllina og styðji okkur í leiknum.“ Leikurinn gegn Serbum fer fram eins og áður sagði á þjóðhátíð- ardag okkar Íslendinga, 17. júní, kl. 20. Miðasala á leikinn er hafin á heimasíðunni midi.is og hefur miðasala farið vel af stað að sögn forráðamanna HSÍ. Landsmenn eru því hvattir til þess að tryggja sér miða sem fyrst. Kári Garðarsson ÞURFUM AÐ KEYRA UPP HRAÐANN GEGN SERBUM Óli skorar gegn Serbum Hér sést Ólafur stefánsson skora gegn serbum á EM í sviss í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.