Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Blaðsíða 12
föstudagur 8. júní 200712 Helgarblað DV
„Það eru dæmi um að strákar
hafa leyft fullorðnum mönnum að
þukla sig fyrir bjóra og stúlkur hafi
leyft að nota sig kynferðislega fyrir
áfengi eða annars konar vímuefni.
Ofast er þó um kynlífsgreiða að ræða
þegar mjög ungir krakkar eiga í hlut
og eru þeir gerðir til að öðlast félags-
lega stöðu,“ segir Bragi Guðbrands-
son forstjóri Barnaverndarstofu.
Bragi segir að þegar mjög ungir
krakkar, eins og fjórtán og fimmtán
ára, veiti kynlífsgreiða sé það síður
vegna fíknar þótt slíkt sé auðvitað
til. Börn á þessum aldri eru sjaldn-
ast orðin svo háð vímugjöfum og því
varla til dæmi í líkingu við það sem
sést í bíómyndum þar sem fíklar
gera nánast hvað sem er fyrir næsta
skammt. „Þetta eru oft kynlífsgreiðar
sem stúlkur gera eldri drengjum til
þess að vera félagslega viðurkennd-
ar og komast í hópinn. Slíkt er gjarn-
an aðgöngumiði inn í hópa sem eru
í uppreisn við foreldra, skóla eða
samfélagið,“ segir Bragi.
Gera vinum kynlífsgreiða
Bragi segir þau börn sem hann
hefur áhyggjur vera þau sem eru
svo tilfinningalega og uppeldislega
vanrækt að þau hafa ekki öðlast sið-
ferðisgrunn sem er hverjum manni
nauðsynlegur til þess að geta lifað
hamingjusömu lífi. Flest þau börn
sem fá heilbrigt og gott uppeldi og
læra að bera virðingu fyrir sér og
öðrum er oftast kleift að setja sjálf-
um sér og öðrum mörk. Þannig vita
þau hvað er gott, hvað er vont og
hvað er æskilegt og hvað óæskilegt.
Bragi segir margt benda til þess að
börnum, sem ekki hafa fengið slíkt
uppeldi, sé ekkert heilagt og líf þeirra
markist gjarnan af stjórnleysi, mark-
leysi og óöryggi sem kemur fram
í því að þau láta undan þrýstingi.
„Ungar stúlkur leyfa vinum sínum
að hafa kynferðismök við sig af því
að þá langar það og skilja ekki þeg-
ar spurt er hvað það sé sem þær fái
út úr kynlífinu. Strákurinn sé vinur
og hann hafi langað og því hafi þær
leyft að láta nota sig,“ segir Bragi. Síð-
ar á lífsleiðinni segir Bragi stúlkurnar
fara að finna fyrir afleiðingum sem
eru vondar. Litið er niður á þær og
þær eru einskis virði í augum sinna
og annarra, jafnvel þess sem misnot-
aði þær og þá kemur vanlíðanin og
sársaukinn fram.
Hægt að lágmarka áhrif
kynlífsvæðingarinnar
„Það er ekki vafi að kynlífsvæð-
ingin skekkir siðferðismörkin,“ seg-
ir Bragi. Hann bendir á að nokkuð
stór hópur drengja séu stórnotend-
ur kláms á netinu og þótt hlutfall
stúlkna sé minna segir Bragi klárt
samhengi á milli þess að þær neyti
kláms og finnist taumleysi í kyn-
ferðismálum í lagi. Stúlkum sem
neyta kláms finnst frekar í lagi að
kynlíf sé gjaldmiðill inn í partí.
„Þetta þýðir þó ekki að klám sé öll-
um óhollt því ef uppeldið er gott þá
minnka líkurnar verulega á því að
skoðun á klámi leiði til skaðlegra
áhrifa. Við megum ekki vera for-
pokuð því á þessum aldri er horm-
ónastarfsemin á fullu og eðlilegt
að ungmenni sýni því sem snýr að
kynlífi áhuga. Ef aðstæður eru góð-
ar eru minni líkur á að það sé skað-
legt,“ segir Bragi og bendir á mikil-
vægi þess að foreldrar fræði börn
sín. Ungmennin þurfa að vita að
grundvallaratriði sé að gera ekkert
á hlut annarra og virða þann sem
er þátttakandi í kynlífinu. Mikil-
vægt er að það sé ekki meiðandi
eða þvingandi og segir Bragi að ef
rætt er við börnin á þessum nótum
sé búið að lágmarka áhrif kynlífs-
væðingarinnar.
Bragi segir dæmi um að ungl-
ingspiltur hafi beitt fimm til sex ára
gamla systur sína kynferðisofbeldi
eftir að hafa horft á klámefni á net-
inu. Pilturinn var veikur fyrir en þró-
unin í þessa átt var mjög brött og sást
það vel á dagbókum hans eins og
samhengið við klámefnið.
hrs@dv.is
Forstjóri Barnaverndarstofu segir kynlífsgreiða ungra barna oftast snúast um félagslegt samþykki. Dæmi
séu þó um að drengir og stúlkur veiti kynlíf í skiptum fyrir áfengi eða vímuefni.
Kynlífsgreiði í skiptum fyrir félagslegt samþykki
Bragi Guðbrandsson Bragi segir
dæmi um að ungar stúlkur sem ekki
hafi skýr siðferðismörk leyfi vinum
sínum að hafa við sig kynmök af því að
þá langar.
GREIÐI FYRIR GREIÐA
OG VÆNDI BARNA
Mæður og dætur þeirra á unglingsaldri hafa selt blíðu sína. Þrettán ára stúlkur
hafa selt líkama sinn fyrir greiðslu. Þiggjandinn nýtti sér þroskamun og var
dæmdur. Nærri fjögur prósent drengja í framhaldsskólum segjast hafa selt sig en
fimm prósent höfðu sjálfir þvingað eða neytt einhvern til kynferðislegra athafna.
Dæmi eru um að börn og unglingar selji sig eða
veiti kynlífsgreiða gegn greiðslu af einhverju tagi.
Greiðslan getur verið peningar, fíkniefni, áfengi
eða það sem virðist einna algengast en það er fé-
lagslegt samþykki.
Á síðustu sjö árum hafa nokkur mál er varða
vændi mæðgna komið við sögu Barnavernd-
ar Reykjavíkur. Í öllum tilvikum eru dæturn-
ar á unglingsaldri, fjórtán til sextán ára, og hafa
þær ásamt mæðrum sínum verið fastar í viðjum
vímuefna og notað vændi til þess að fjármagna
neysluna.
Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru 52
tilvik um kynferðislegt ofbeldi tilkynnt til barna-
verndar. Að sögn framkvæmdastjóra Barna-
verndar, Halldóru Drafnar Gunnarsdóttur, eru
þessi tilvik af öllum toga, allt frá því að börnum
undir lögaldri eru sýnd kynfæri og svo eru tilfelli
þar sem börnum hefur verið nauðgað. Athygli
vekur að í tölum frá árinu 2005 má sjá að kyn-
ferðisbrot sem framin eru af börnum og ungling-
um eru nítján alls.
Hafa þegið greiðslu fyrir kynmök
3,7 prósent stráka í framhaldsskólum segj-
ast hafa þegið greiða eða greiðslu fyrir kynmök
og 1,7 prósent stúlkna. Þetta kemur fram í könn-
un sem Rannsókn og greining gerði fyrir Barna-
verndarstofu á síðasta ári.
Í könnuninni kemur einnig fram að 12,5 pró-
sent stúlkna og 2,4 prósent stráka á aldrinum 16
til 24 ára segjast hafa verið sannfærð, þvinguð
eða neydd til kynferðisathafna gegn vilja sínum
fyrir átján ára aldur. Hlutfall þeirra sem höfðu
sjálf þvingað, neytt eða sannfært einhvern til
kynferðislegra athafna var lægra en það sögðust
tæp fimm prósent stráka hafa gert og 2,6 prósent
stúlkna.
Tólf prósentum stráka í framhaldsskólum
finnst ekkert athugavert við að gera einhverj-
um kynferðislegan greiða fyrir inngöngu í partí.
Sama sinnis voru fimm prósent stúlkna. Þau
ungmennanna sem horfðu á klám oftar en einu
sinni í viku voru frekar á þessari skoðun. Þau sem
skoðuðu oftar klámefni voru líka frekar sammála
því að ekkert væri athugavert við að hafa kynmök
við marga einstaklinga á einu kvöldi. Þar voru 22
prósent stráka sem fannst ekkert athugavert við
að hafa kynmök við marga sama kvöld og átta
prósent stúlkna.
Vímuefni eða félagslegt samþykki
Dæmi eru um að drengir og stúlkur leyfi káf
eða kynmök í skiptum fyrir vímugjafa en Bragi
Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu,
segir ofast um að ræða kynlífsgreiða þegar ungir
krakkar eiga í hlut þar sem þeir reyni að kaupa
sér félagslega stöðu. Ástæðan er að sjaldan eru
svo ung börn, fjórtán og fimmtán ára gömul, orð-
in svo háð vímuefnum að þau geri hvað sem er til
að nálgast þau en þau dæmi eru þó til. „Við fáum
af og til tilkynningar um um vændi en þá tengist
það nær alltaf vímuefnaneyslu,“ segir Halldóra
Dröfn aðspurð hvort Barnavernd þurfi að takast
á við unglinga sem stunda vændi.
Sólveig Ásgeirsdóttir, forstöðumaður Stuðla,
segir nokkur börn koma til meðferðar á hverju
ári sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Oftast
er um kynlífsgreiða að ræða í skiptum fyrir eitt-
hvað annað. Hún segir fátækt áhættuþátt. Sól-
veig segir eitt stærsta vandamálið vera að mörg
barnanna vita ekki hvar þau eigi að setja mörkin
og kennir hún kynlífsvæðingunni um hluta þess
og undir það taka bæði Bragi Guðbrandsson og
Halldóra Dröfn. Það er eins og ekki þurfi að vera
samasemmerki á milli kynlífs og rómantíkur og
tilfinninga.
Kynferðisleg niðurlæging
„Við könnumst við það að nektarmyndum af
unglingsstúlkum er dreift af jafnöldrum á netinu
og í skólum,“ segir Halldóra Dröfn en komið hef-
ur fyrir að myndir af brjóstum unglingsstúlkna
hafa gengið manna á milli á netinu og í skólum.
Stúlka taldi sig sýna kærasta sínum brjóstin í
vefmyndavél en vissi ekki að með honum væru
tveir vinir hans. Eintökum af myndum af brjóst-
um hennar var dreift um allan skólann. Halldóra
segir börn og unglinga oft ekki skynja hættuna
af internetinu en í þessu tilfelli gekk leikurinn út
á að niðurlægja stúlkuna kynferðislega. Þá hafa
komið upp tilfelli þar sem stúlkum er nauðgað af
vinum kærasta þeirra.
Þrettán ára seldu sig
Skýr dæmi eru um að unglingar hafi selt lík-
ama sinn fyrir pening. Maður var dæmur fyrir að
misnota þroskamun þegar hann fékk tvær þrett-
án ára stúlkur til þess að hafa við sig munnmök
og samfarir. Hann fékk stúlkurnar tvær og vinkon-
ur þeirra með sér í íbúð sem hann hafði á leigu í
því skyni að kvikmynda þær og var nokkuð ljóst að
kynlíf kæmi þar við sögu. Peningar skiptu ekki um
hendur en hann fékk reikningsnúmer til að milli-
færa peninga en stúlkunum tveimur ætlaði hann
að greiða rúmar tvö hundruð þúsund krónur.
3,7 prósent stráka í fram-
haldsskólum segjast hafa
þegið greiða eða greiðslu
fyrir kynmök og 1,7 prósent
stúlkna.
Hjördís rut siGurjónsdóttir
blaðamaður skrifar: hrs@dv.is