Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Qupperneq 18
Sex mannréttindasamtök krefja bandarísk stjórnvöld upplýsinga um 39 einstaklinga sem þau telja að hald- ið sé í leynilegum fangelsum banda- rísku leyniþjónustunnar. Reynist upplýsingar samtakanna réttar eru brotin mannréttindi á þeim sem haldið er í leynilegum fangelsum því þeir njóta engrar réttarverndar og hafa jafnvel verið numdir á brott með ólöglegum hætti. Á síðasta ári var á tímabili hávær umræða um leynifangelsi banda- rísku leyniþjónustunnar. Fangelsi þessi voru dreifð víða um lönd og hvíldi, eðli málsins samkvæmt, mik- il leynd yfir staðsetningu þeirra og þeirri starfsemi sem þar átti sér stað. Í upphafi þessarar umræðu neituðu bandarísk stjórnvöld með öllu til- vist leynifangelsanna, en brátt komu upp á yfirborðið staðreyndir sem erf- itt var hrekja. Lyktirnar urðu þær að bandarísk stjórnvöld viðurkenndu í september á síðasta ári að slík fang- elsi hefðu verið starfrækt. Þau hefðu verið nauðsynlegur þáttur í „stríðinu gegn hryðjuverkum“, en þar væru engir fangar lengur. Flug á vegum leyniþjónustunnar Snemma á þessu ári kom fram í skýrslu nefndar Evrópuþingsins að yfir eittþúsund flugvélar á vegum leyniþjónustu Bandaríkjanna hefðu flogið gegnum lofthelgi Evrópu eða lent á flugvöllum í Evrópu fyrstu fjög- ur árin eftir árásirnar á tvíburaturn- ana í New York ellefta september árið 2001. Nokkuð var fjallað um það í fjölmiðlum á síðasta ári að flugvél- ar á vegum bandarísku leyniþjónust- unnar hefðu flogið um íslenska loft- helgi og millilent hér. Lék því grunur á að Ísland væri engin undantekn- ing. Krafist var rannsóknar en þeirri kröfu var hafnað af íslenskum stjórn- völdum; bandarísk stjórnvöld full- yrtu að hingað til lands hefðu engar slíkar vélar komið. Leita draugafanga Nú hafa mannréttindasamtök víða að krafið bandarísk yfirvöld um upp- lýsingar um afdrif þrjátíu og níu ein- staklinga sem þau hafa rökstuddan grun um að hafi verið haldið í fang- elsum á vegum leyniþjónustunnar. Um er að ræða sex mannréttinda- samtök og hafa þau lagt fram skýrslu sem inniheldur lista yfir einstaklinga sem hafa lent í varðhaldi leyniþjón- ustunnar en ekkert spurst til síðan. Þessi listi er afrakstur upplýsinga úr fjölmiðlum og viðtala við fyrrverandi fanga. Clive Stafford Smith segir að það sé tími til kominn að bandarísk stjórnvöld geri hreint fyrir sínum dyrum. „Þessara þrjátíu og níu hef- ur verið saknað árum saman og hafa þeir sannanlega verið einhvern tíma í haldi. Hvar eru þeir og hvað hefur verið gert við þá?“ Innan ramma laganna Mannréttindasamtökin segja að fólk hafi verið handtekið víða um heim, þar á meðal í Pakistan, Íran, Írak, Súdan og Sómalíu. Frá þessum löndum var síðan flogið með fólkið og því haldið í leynifangelsum. Talsmað- ur Leyniþjónustu Bandaríkjanna, Paul Gimigliano, sagði í viðtali við BBC að leyniþjónustan starfaði í öllu og einu innan ramma bandarískra laga. „Aðgerðir okkar gegn hryðju- verkum eru í sífelldri endurskoðun og hafa reynst mjög áhrifaríkar í að koma koma í veg fyrir hryðjuverk og hafa bjargað mörgum mannslífum.“ Þrátt fyrir þessar staðhæfingar hafa banda- rísk stjórnvöld sætt mikilli gagnrýni löglærðra og þeirra sem láta mann- réttindi til sín taka, fyrir stefnu þeirra í meðferð einstaklinga sem grunaðir eru um tengsl við hryðjuverk. Flugfélag kært Í síðasta mánuði var í Bandaríkj- unum lögð fram kæra á hendur eins dótturfélags Boeing-flugfélagsins. Til grundvallar kærunni er grunur um aðstoð og aðild félagsins að fanga- flutningum Leyniþjónustu Banda- ríkjanna, sem gerði henni kleift að flytja grunaða einstaklinga til ann- arra landa þar sem þeir máttu sæta pyntingum og misþyrmingum. Mannréttindasamtök óttast að þeir þrjátíu og níu einstaklingar sem leitað er upplýsinga um hafi verið fluttir til landa þar sem þeir hugs- anlega eru fórnarlömb pyntinga og grófra yfirheyrsluaðferða. Á meðal þessara einstaklinga eru börn niður í allt að sjö ára aldur. Skylda yfirvalda Claudio Cordone hjá mannrétt- indasamtökunum Amnesty Inter- national segir að spurningin snúist ekki um skyldu yfirvalda til að verja þegna sína gegn hryðjuverkum. En að hans mati eru áhöld um réttmæti þess að ræna mönnum, konum og jafnvel börnum og svipta þau öll- um mannréttindum í leynifangels- um. Í september á síðasta ári upp- lýsti Bush, forseti Bandaríkjanna, að fjórtán föngum hefði verið haldið í leynifangelsum leyniþjónustunnar þar sem beitt væri yfirheyrsluaðferð- um, sem væru grófar en löglegar og nauðsynlegar. Þessi fangelsi hefðu síðan verið lögð niður og fangarnir fluttir í fangelsi bandaríska hersins á Guantanamo á Kúbu. Leyniþjónusta Bandaríkjanna héldi engum grunuð- um lengur. föstudagur 8. júní 200718 Helgarblað DV „Þessara þrjátíu og níu einstaklinga hefur verið saknað árum saman og hafa þeir sannanlega verið einhvern tíma í haldi. Hvar eru þeir og hvað hefur verið gert við þá?“ Krefjast upplýsinga um draugafanga Mannréttindasamtök krefja banda- rísk stjórnvöld upplýsinga um 39 einstaklinga sem talið er að séu í haldi í leynifangelsum bandarísku leyniþjónustunnar. Bandarísk stjórn- völd viðurkenndu á síðasta ári tilvist leynifangelsa, en fullyrtu að þau væru ekki lengur í notkun. KoLbeInn þorSteInSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Guantanamo á Kúbu Margir hafa gagnrýnt aðferðir Bandaríkjamanna. Fangaflug flugu þrívegis beint frá Portúgal til guantanamo árið 2003. AKSTURSHLIÐ GÖNGUHLIÐ GRINDVERK GOSBRUNNAR RÓSABOGAR BLÓMAKER ÚTIARNAR STYTTUR O.FL. Okkarhliðbetri GARÐVÖRUR ÚR JÁRNI OG MARMARA GARÐALAUSNIR, HÖNNUN OG SÉRSMÍÐI Kator ehf. Víkurbraut 6 - S: 588 6 885 - Vefur: www.kator.is KATOR Kynntu þér okkar betri hlið !
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.