Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Page 7
Heimildir Íslands til Bandaríkja- manna vegna Íraksstríðsins hafa að öllum líkindum ekki verið afturkall- aðar. Þetta kom fram á þingfundi á Alþingi í gær en þá spurði Valgerð- ur Sverrisdóttir, varaformaður Fram- sóknarflokksins, Geir H. Haarde for- sætisráðherra út í heimildir vegna stríðsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra sagði í síðustu viku að stefnubreyting hefði orðið með hinni nýju ríkisstjórn í málefnum tengdum stríðsrekstrinum í Írak. Valgerður og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, kröfðust staðfesting- ar á því að þessi orð Ingibjargar væru rétt. „Ríkisstjórnin harmar ástandið í Írak og margt hefur farið á annan veg en til var ætlast í upphafi. Við ákváð- um að styðja innrásina á sínum tíma og það er söguleg staðreynd. Þróun- in hefur ekki orðið á þann veg sem flestar vestrænar þjóðir óskuðu sér,“ var meðal þess sem Geir H. Haarde sagði. Steingrímur sagði að þessi mál yrðu að komast á hreint sem fyrst. „Það er ljóst á orðum forsætisráð- herra að þessi heimild hafi ekki ver- ið formlega afturkölluð. Ég hef eng- ar skýringar fengið á því. Var þessi heimild tímabundin?“ sagði Stein- grímur, og ítrekaði spurningu sína. Lúðvík Bergvinsson, formaður þing- flokks Samfylkingarinnar, sagði að stefnubreyting væri í þessum efn- um hjá hinni nýju ríkisstjórn og sagði Lúðvík að Bandaríkjamenn hefðu tekið eftir þessari breytingu. Það væri klárt. Valgerður sagði að henni þætti nauðsynlegt að þjóðin viti hvernig þessi mál standi. Ég skil það þannig á svari Geirs að hér hafi ekki farið fram nein breyting. Orð utanríkisráðherra í síðustu viku eru því röng og það er alvarlegt,“ sagði Valgerður og bætti því við að það væri engin stefnubreyting að harma þessa innrás. Þrjú hundruð fermetra íbúð í fjölbýl- ishúsi í Skuggahverfi í miðbæ Reykja- víkur er verðlögð á um 230 milljónir. „Ég myndi segja að þetta væri hæsta verð á íbúð í fjölbýlishúsi sem ég hef heyrt um,“ segir Stefán Hrafn Stef- ánsson, héraðsdómslögmaður og löggiltur fasteignasali. Harpa Þorláksdóttir, markaðs- stjóri 101 Skuggahverfis, segir að vel gangi að selja íbúðirnar. „Það má kalla þessa íbúð einbýlishús á tut- tugustu hæð,“ segir Harpa. Dýrasta íbúðin er 313,2 fermetr- ar en viðmiðunarverðið á þeirri íbúð er 229,5 milljónir en aðeins ein íbúð er af þessari gerð. Íbúðin er á tveim- ur hæðum með tveimur svefnher- bergjum, þakgarði, borðstofu og bókastofu. Borðstofan er 34 fermetr- ar og bókastofan er 45,7 fermetrar. Til samanburðar er nýja bókasafnið í Vallaskóla á Selfossi um 60 fermetrar sem yfir 200 börn þurfa að gera sér að góðu. Ódýrasta íbúðin í áfanga tvö í Skuggahverfinu er verðlögð á 83 miljónir en hún er um 136 fermetrar. Í þeirri íbúð er meðal annars bóka- stofa og 40 fermetra stofa. 735 þúsund fermetrinn „Þetta er auðvitað eftirsótt svæði, nýjar og glæsilegar byggingar með fallegt útsýni við strandlengjuna,“ segir Stefán Hrafn. „Íbúðin sem um ræðir er væntanlega sérhönnuð þak- íbúð en samkvæmt þessu er verð á fermetranum 735 þúsund. Það er töluvert hærra en við eigum að venj- ast enda hef ég ekki séð svona hátt fermetraverð áður. Okkur bregður ekkert sérstaklega við upphæðir eins og 500 þúsund krónur fyrir fermetr- ann á nýjum og glæsilegum íbúð- um í miðbænum þótt algengara sé að verðleggja íbúðir í Lækjargötu eða í Þingholtunum á þrjú til fjögur hundruð þúsund fermetrann.“ Verðið ekkert óeðlilegt Harpa segir verðlagningu íbúð- arinnar ekkert óeðlilega. „Við teljum að verðlagningin sé rétt og eðlileg, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að þetta eru glæsilegar íbúðir í mið- borginni,“ segir Harpa. Stefán Hrafn segir að hægt sé að leita skýringar á verðinu með því að skoða framboð og eftirspurn. „Markaðurinn er auð- vitað að svara eftirspurninni. Rétt verð hlýtur alltaf að vera það sem einhver er tilbúinn að borga, það er því ekki hægt að segja að þetta séu rangt verð eða vitlaust ef einhver er tilbúinn til þess að borga þessa upp- hæð. En þetta eru vissulega hærri tölur sem við höfum heyrt áður,“ seg- ir Stefán. Hátt fermetraverð Stefán Hrafn segir að hæstu verð á blokkaríbúðum sem hann hafi kynnst séu á bilinu 50 til 100 millj- ónir og hæstu verð á einbýlishús- um sé á bilinu 100 til 250 milljónir. „Hátt verð og hátt verð er hins veg- ar ekki hið sama því fermetraverðið segir auðvitað mest og 735 þúsund á fermetrann er mun hærra en ég hef nokkurn tíma komið að sölu á,“ seg- ir hann. „Rjóminn af íbúðunum“ Að sögn Hörpu, markaðsstjóra 101 Skuggahverfisins, er mikill áhugi fyrir öðrum áfanga hverfis- ins, en tekið er við tilboðum í þenn- an áfanga til 18. júní. Um er að ræða 13 íbúðir og heildarviðmiðunarverð íbúðanna er rúmur einn og hálfur milljarður. Stefán Hrafn segir að nú sé ver- ið að selja eftirsóttustu og dýrustu íbúðirnar í Skuggahverfinu. „Þeir eru auðvitað að fara af stað með rjómann af þeim íbúðum sem selja skal í þessum húsum en það eru þessar 13 efstu hæðir. Það eru göm- ul sannindi og ný að eftir því sem maður fer hærra í íbúðirnar eru þær dýrari og efstu hæðirnar í svona glæsihýsum eru í flestum tilfellum dýrastar. Þegar um er að ræða þak- íbúðirnar þá eru þær eftirsóttastar og dýrastar,“ segir hann. DV Fréttir miðvikudagur 13. júní 2007 7 191 milljarðs króna hlut í Kaupþingi, Bakkavör, Exista á Íslandi og Flögu. Að auki hefur Ólafur Ólafsson stofn- að félagið Kjalar Invest BV, sem er metið á 90 til 100 milljarða í heild- ina. BV-endingin í nafni fyrirtækj- anna þýðir einfaldlega hlutafélag í Hollandi. Ekki verið að skjóta undan skatti Með því að fara þessa leið nýta fyrirtækin sér rýmri reglur um skatt- lagninu á gengishagnaði í Hollandi heldur en eru í gildi hér á landi. Samkvæmt upplýsingum sem DV leitaði hjá greiningardeild Glitnis eru áhrifin af þessum tilfærslum óveruleg fyrir íslenska ríkið. Það verði reynd- ar af skatttekjum því félögin sem um ræðir ná að fresta skattgreiðslu fram í hið óendanlega á meðan þau end- urfjárfesta söluhagnaðinn. Málið snýst um að fyrirtæki sem skipta fyrir milljarða króna á ári leita allra leiða til þess að borga sem minnstan skatt innan þess ramma sem lögin leyfa eða fresta skattgreiðslum. Með því að fresta skattgreiðslu losna fjárfest- ar við mikla fjárbindingu. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskatt- stjóra kemur hins vegar til skattlagn- ingar á uppsöfnuðum söluhagnaði um leið og fjárfestar útleysa hagnað- inn en fjárfesta ekki aftur. Skúli Egg- ert Þórðarson ríkisskattstjóri telur áhrifin jafnframt óveruleg og sagði í samtali við DV að hann gerði lítið úr því að mikið tekjutap verði af þessum leiðum. Eðlilegt að samræma reglur Það er mat bankamanna sem DV ræddi við að þessar aðferðir fyrir- tækjanna hefðu ekkert með skatta- undanskot að gera, einhvern tíma komi að því að fyrirtækin greiði skatt af söluhagnaðinum, en þessi leið geri þeim þó kleift að fresta skatt- lagningu um óákveðinn tíma. Eðli- legt væri þó að samræma skattaregl- ur hér á landi við ríki Vestur-Evrópu til þess að samræmast hinu alþjóð- lega viðskiptaumhverfi og koma í veg fyrir að fyrirtækin þurfi að fara þessar krókaleiðir. Í mörgum löndum Evr- ópu sé mikil samkeppni um að lokka stórfyrirtæki til sín, með því að skapa þeim hagstætt starfsumhverfi og Ís- lendingar verði að fara sömu leið. Með því að lækka skatta sjái stór fyr- irtæki sér hag í að færa aðalstöðvar sínar til landsins og skatttekjur ríkis- ins hækki á endanum. Samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu eru reglur um skattlagningu á söluhagnaði fyrir- tækja hér á landi í endurskoðun. Hannes Smárason Eigandi Oddaflugs Bv í Hollandi sem á 47 milljarða króna hlut í FL group. Í nýrri blokk í Skuggahverfinu er til sölu íbúð á 230 milljónir. Fermetraverð með því hæsta sem þekkist í fasteignaheiminum, 735 þúsund. Vel gengur að selja íbúðirnar. Borðstofan er 34 fer- metrar og bókastofan er 45,7 fermetrar. Til samanburðar er nýja bókasafnið í Valla- skóla á Selfossi um 60 fermetrar sem yfir 200 börn þurfa að gera sér að góðu. KRISTÍN HREFNA HALLDÓRSD. blaðamaður skrifar: kristinhrefna@dv.is Hæsta verð sem heyrst hefur Stefán Hrafn verðið á þakíbúðinni í áfanga tvö í Skuggahverfinu er hæsta verð sem Stefán hefur heyrt. Harpa Þorláksdóttir að sögn Hörpu hefur gengið vel og mörg tilboð eru komin í íbúðirnar í áfanga tvö í Skuggahverfinu. Blokkin í miðjunni íbúðin sem um ræðir er á efstu hæð í blokkinni í miðið en íbúðin er 313 fermetrar. Útsýnið úr dýru íbúðinni Það er ótrúlegt útsýni úr dýrustu íbúðinni í Skuggahverfinu. Valgerður Sverrisdóttir Fyrrverandi utanríkisráðherra segir að það sé nauðsynlegt að vita hvernig málin standi. Engin breyting á heimildum vegna Íraksstríðsins, segir Valgerður Sverrisdóttir: Heimildir Bandaríkjahers enn í gildi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.