Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Qupperneq 16
miðvikudagur 13. júní 200716 Sport DV Úrslit í gær visa-bikar karla Fjölnir - Njarðvík 2-1 Höttur - Fjarðabyggð 0-2 ÍR - Grindavík 1-3 Leiknir R. - Selfoss 3-1 Víkingur Ó. - Haukar 1-1 - Framlenging var í gangi þegar blaðið fór í prentun. Þróttur R. - Ýmir 6-1 vísa-bikar kvenna Fylkir - Keflavík 1-1 - Framlenging var í gangi þegar blaðið fór í prentun. ÍBV - Afturelding 0-2 sænska úrvalsdeildin Djurgarden - Gautaborg 2-1 - Sölvi Geir Ottesen kom inn á sem varamaður á 73. mínútu í lið Djurgar- den. - Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Gautaborgar en Hjálmari Jóns- syni var skipt af velli á 46. mínútu. Kalmar - Helsingborg 2-0 Staðan Lið L U J T M S 1 Djurgard. 9 5 1 3 15:8 16 2 Malmö 9 4 4 1 12:6 16 3 Kalmar 9 5 1 3 13:8 16 4 Elfsborg 9 4 4 1 13:9 16 5 Halmstad 9 4 3 2 11:10 15 6 Gautaborg 9 4 2 3 14:10 14 7 Hammarb. 9 3 3 3 12:7 12 8 Gefle 9 3 3 3 9:11 12 9 AIK 9 3 2 4 8:12 11 10 Trelleb. 10 3 2 5 11:18 11 11 Helsingb. 9 3 1 5 11:12 10 12 GAIS 8 2 2 4 5:9 8 13 Örebro 9 1 5 3 7:13 8 14 Bromma. 9 1 3 5 8:16 6 íÞrÓttAMOlAr Tevez hefur áhuga á InTer argentínumaðurinn Carlos Tevez, leik- maður West Ham, hefur látið hafa eftir sér að hann hafi áhuga á að ganga í raðir inter frá mílanó. „Ég veit að inter hefur áhuga á mér. Það væri frábært að spila á ítalíu, sérstaklega með liði sem hefur svona marga argentínumenn innanborðs. Það verða einhverjir fundir, einhverjar umræður, en ég veit í raun ekki hvað er staðfest,“ sagði Tevez á ég að vera áfram eða á ég að fara? „Ef mér finnst félagið skorta metnað, þá mun ég ekki vera hér mikið lengur. Ég er 29 ára og ég á ekki mörg ár eftir.“ Þessi orð lét didier drogba falla og lýsti yfir áhuga sínum á að spila á ítalíu eða Spáni. „Það er kominn tími til að taka róttæka ákvörðun. Á ég að vera áfram eða á ég að fara? Það freistar mín að kanna aðra heima og kynnast fótboltalífi utan Englands. Það væri synd ef ég myndi aldrei spila með liðum sem mig dreymir um að spila með. Það væri mjög pirrandi. Spánn og ítalía heilla mig mikið og þrátt fyrir að ég sé langt frá því að yfirgefa Chelsea, þá veit maður aldrei hvað gerist,“ sagði drogba. umboðsmaður hóTar lögsókn jerome anderson, umboðsmaður Thierry Henry, hefur hótað að kæra franska fótboltablaðið France Football, en blaðið hélt því fram á dögunum að Henry væri búinn að samþykkja þriggja ára samning við Barcelona. „Enginn fundur átti sér stað á milli jerome anderson og Barcelona í Frakk-landi né annars staðar og jerome anderson mun leita lögfræðiaðstoðar gegn France Football,“ sagði í yfirlýsingu frá umboðsmanninum. Henry skrifað undir fjögurra ára samning við arsenal á síðasta ári. © GRAPHIC NEWS Hamilton á spjöld sögunnar Lewis Hamilton komst í hóp stórmenna þegar hann vann jómfrúarsigur sinn í Formúlu 1 í sinni sjöttu keppni. Hamilton hefur náð besta árangri nýliða en hann hefur komist á verðlaunapall í öllum keppnum tímabilsins. Heimildir: FORIX E. G. Farina ÍTA J. M. Fangio ARG E. Fittipaldi BRA J. Villeneuve KAN L. Hamilton BRE J. Ickx BEL J. Stewart BRE B. McLaren BRE A. Ascari ÍTA C. A. Brooks BRE M. Andretti BAN J. Scheckter S-Af D. Hill BRE J. P. Montoya KÓL A. Senna BRA J. Clark BRE J. Brabham ÁST M. Schumacher ÞÝS 2 1 Fjöldi kappakstra fram að fyrsta sigri Sigurvegarar fyrstu tvegga kappakstranna 1950 Unnu aldrei heimsmeistaratitil 4 4 6 7 8 9 9 9 10 12 13 16 15 17 17 18 Hinn 22 ára gamli breski ökuþór Lewis Hamilton hefur heldur betur slegið í gegn í Formúlu 1 kappakstr- inum á sínu fyrsta tímabili. Hann hefur náð á verðlaunapall á öllum mótum tímabilsins og hefur þegar skráð nafn sitt á spjöld sögunnar. Í sinni fyrstu keppni endaði hann í þriðja sæti og varð þar með þrett- ándi ökumaðurinn til að ná á verð- launapall í sinni fyrstu keppni. Í þremur næstu mótum endaði hann öðru sæti og náði þar með forystu í keppni ökumanna. Hamilton varð þar með yngsti ökumaður sögunnar til að ná þeim áfanga. Kappaksturinn í Mónakó var um margt umdeildur en þar sigr- aði Fernando Alonso, félagi Hamil- ton hjá McLaren, og Hamilton varð í öðru sæti. McLaren var sakað um að stjórna úrslitunum en var síðar sýkn- að af þeim ásökunum. Hamilton vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 um síðustu helgi þegar keppt var í Kanada. Með sigrinum varð hann þriðji yngsti ökumaður sögunn- ar til að vinna kappakstur í Formúlu 1. Hamilton er fyrsti ökumaðurinn til að vinna kappakstur á sínu fyrsta tímabili frá því að Juan Pablo Montoya gerði það árið 2001. Hann er nú með átta stiga forskot í keppni ökumanna en Alonso er í öðru sæti. „Fólk ætti ekki að gera lítið úr því sem hann hefur afrekað á skömm- um tíma. Já, hann er hjá góðu liði, og já, hann er með góðan bíl, en það þarf eitthvað sérstakt til að vera efstur og standa sig vel í keppni eft- ir keppni,“ sagði Damon Hill, sem er síðasti breski ökumaðurinn sem vann heimsmeistaratitil. dagur@dv.is Nýstirnið lewis hamilton: Magnaður árangur arnór atlason æfir nú með íslenska landsliðinu fyrir leikinn gegn Serbum sem háður verður 17. júní. Aðeins 200 miðar eru óseldir og nokkuð ljóst að það verður uppselt. Handknattleikssamband Íslands hélt í hádeginu í gær blaðamanna- fund fyrir seinni leik Íslendinga gegn Serbum í umspili fyrir EM í Noregi. Leikurinn fer fram á Þjóðhátíðardag Íslendinga, 17. júní í Laugardals- höll kl. 20. Arnór Atlason, leikmaður FCK í Kaupmannahöfn, sem hefur verið meiddur æfir nú með íslenska liðinu og verður það skoðað þeg- ar nær dregur leiknum hvort hann verði leikfær á sunnudag. Að öðru leyti verða engar breytingar gerðar á hópnum sem leikur gegn Serbum um næstu helgi. Liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir einvígið og ljóst að íslensku landsliðsmennirnir ætla að selja sig dýrt í leiknum. Fyrri leikur liðanna fór 30-29 Serbum í hag og þurfa Íslendingar því að sigra með að minnsta kosti tveggja marka mun í síðari leiknum til að komast á lokamót EM. Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari segir að Ísland eigi ágæta möguleika í leikn- um. „Það fer töluvert eftir því hvort liðið byrji leikinn vel, ef Serbarnir byrja vel þá fá þeir trúna og við gæt- um lent í vandræðum. Við þurfum nauðsynlega á fullu húsi að halda og svipaðri stemningu og var fyrir ári síðan gegn Svíum. Sá leikur var al- gjörlega ógleymanlegur fyrir okkur og í raun bara eins og verðlaun fyrir allt keppnistímabilið að fá að upplifa svona stemningu,“ sagði Alfreð í við- tali við DV eftir fundinn. Róbert Gunnarsson, línumað- ur landsliðsins, segir að leikurinn í Serbíu hafi verið ógleymanlegur. „Hitinn og hávaðinn var ótrúlegur og lætin í áhorfendum rosaleg. Loft- ræstinginn í salnum var engin og því var nánast ólíft inn í salnum og mjög erfitt að spila leikinn þess vegna,“ sagði Róbert. Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, tilkynnti á fund- inum að einungis 200 miðar væru eftir á leikinn og nokkuð ljóst að miðarnir klárast á allra næstu dög- um. Það fer því hver að verða síðast- ur að tryggja sér miða á leikinn en miðasala fer fram á heimasíðunni midi.is. Umgjörð leiksins verður ekki síðri en í leiknum gegn Svíum sam- kvæmt forráðamönnum sambands- ins. Starfsmenn HSÍ vinna dag og nótt í því að gera leikinn eins vel úr garði og mögulegt er og má búast við nokkrum óvæntum atriðum í um- gjörð leiksins á sunnudag. Kári Garðarsson landslið íslands: markmenn: Björgvin gústavsson Fram Birkir ívar guðmundsson Lubecke Hreiðar guðmundsson akureyri aðrir leikmenn: vignir Svavarsson Skjern Logi geirsson Lemgo Bjarni Fritzson Cretail Sigfús Sigurðsson ademar Leon Ásgeir Hallgrímsson Lemgo markús máni michalesson valur guðjón valur Sigurðsson gummersbach Snorri guðjónsson minden Ólafur Stefánsson Ciudad real alexander Petersson grosswallstadt Sverre jakobsson gummersbach róbert gunnarsson gummersbach Hannes jón jónsson Elverum arnór atlason FCk sErBArNir KOMA alfreð Landsliðsþjálfarinn segir ísland eiga ágæta möguleika í leiknum á sunnudag. róbert Línumaðurinn knái, róbert gunnarsson, var íhugull á blaðamanna- fundinum. háborðið Á blaðamannafund- inum hjá HSí í gær var farið yfir leikina gegn Serbum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.