Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Síða 2
„Aðalatriðið í spánni er að við trú- um því að hagkerfið sé enn á leiðinni niður og við munum sjá samdrátt á árinu 2008. Niðursveiflunni verður að einhverju leyti ýtt áfram af gengi krónunnar á næsta ári,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningar- deildar Kaupþings. Greiningardeildin spáir því að núverandi uppsveiflu í efnahags- lífinu sé að ljúka. Hún spáir því að kólni snögglega á hagkerfinu seinni hluta næsta árs. Hagvöxtur minnk- ar en víkur samt ekki fyrir samdrætti. „Hagfræðingar eru kannski ekki alveg spákonur sem sjá fram í fram- tíðina og geta sagt til um hvað gerist, þeir eru í það minnsta í öðruvísi fatn- aði,“ segir Ásgeir og hlær en bætir við að hagfræðingar reyni að áætla fram í framtíðina út frá því sem vitað er í dag og það sé það sem lesa megi út úr hagspá Kaup- þings 2007 til 2009. „Það getur svo margt gerst. Það þarf ekki ann- að en að einhver brjálæðingur keyri inn í New York á vörubíl sem er fullur af sprengiefni og þá væri búið að rugga öllum heimsmörkuðum,“ segir Ás- geir. Uppsveiflunni lýkur „Við teljum allavega það að þess- ari uppsveiflu muni ljúka, eins og öll- um öðrum uppsveiflum á Íslandi og gengi krónunnar mun lækka,“ segir Ásgeir. „Öll hagkerfi ganga í sveiflum sem kallaðar eru hagsveiflur. Það var gríðarleg uppsveifla í á árunum 2004 til 2006 þar sem hagvöxur var sjö prósent á ári. Síðan kom babb í bát- inn síðasta vor, gengi krónunnar féll mjög snögglega og það var mjög mik- ið í gangi. Þá má segja að hagsveifl- an hafi hnigið niður í niðursveiflu. Neysla fólks minnkaði snögglega, bílainnfluttningur hætt, fasteigna- markaðurinn hálf fraus og svo fram- vegis. Þá héldum við að hagsveiflan væri komin niður og við myndum sjá svona eitt til tvö ár þar sem hagkerfið myndi hægja á sér en myndi svo fara hægt og rólega upp eins og hagkerfi gera,“ segir Ásgeir. Þetta gekk þó ekki eftir. „Allt í einu, eftir áramót, fór allt á stað aftur. Fólk er byrjað að kaupa aftur, sjón- vörp, fasteignir og bíla og vinnuveit- endur eru farnir að ráða fólk í vinnu og kreditkortavelta búin að aukast. Þessvegna segjum við í hagspánni okkar að það sé óvissa. Við veltum því fyrir okkur hvað þetta þýði. Þýðir þetta að niðursveiflan er búin og við bara höldum áfram í uppsveiflu? Við álítum reyndar að það sé ekki því að þessi hagsveifla er eins og smá útúr- dúr á sveiflunni sem er náttúrulega á leiðinni niður,“ segir Ásgeir. Of háir stýrivextir „Annað sem spilar inn í eru háir stýrivexti seðlabanka. Það er nátt- úrulega mjög erfitt fyrir hagkerfið að halda áfram í hagvexti þegar stýri- vextirnir eru fjórtán prósent. Raun- vextir eru svo í kringum tíu prósent og þá er mjög erfitt fyrir fólk að taka lán fyrir til dæmis nýju plasma sjón- varpi því að það þarf að borga 25 pró- sent vexti af því. Greiningardeild Kaupþings tel- ur einnig að bjartýnin og þessi upp- sveifla sem í gangi er sé vegna hækk- unnar á gengi íslensku krónunnar. „Krónan hefur hækkað töluvert mik- ið undanfarið og það er einn þáttur- inn í þessu,“ segir Ásgeir. Allir þessir þættir skapa óvissu að mati greiningardeildarinnar. „Hvar erum við þá núna? Hvað gerist? Hversu lengi munum við halda áfram á uppleið? Er þetta bara smá hlykkur og svo dettum við niður aftur? Það er þessi óvissa sem við á og stór þáttur í því er að enginn veit hvernig krónan þróast,“ segir Ásgeir. föstudagur 20. júlí 20072 Fréttir DV Tvö mál í húfi Komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að saksóknari efna- hagsbrota megi ekki gefa út ákærur þarf að endurákæra í tveimur málum upp á nýtt. Fjársvikamáli var vísað frá í Héraðsdómi Norðurlands eystra á miðvikudag. Í dómnum segir að saksóknari efnahagsbrota sé með nýlegri reglugerð í raun falið sjálfstætt ákæruvald en engin heimild sé til þess í lögreglulög- um og má hann því ekki gefa út ákærur í eigin nafni. Ljóst er að fresta verður að ákæra í um tíu málum þar til niðurstaða fæst í Hæstarétti sem kemur saman í ágúst eftir sumarfrí. Skógarkerfill í fótspor lúpínu Náttúrufræðistofnun Ís- lands telur tímabært að grípa til aðgerða gegn útbreiðslu skógarkerfils á landinu. Sig- urður Magnússon hjá Náttúru- fræðistofnun hefur kynnt sér málið. Hann telur skógarkerfil- inn nú feta í fótspor lúpínunn- ar í óheftri útbreiðslu. Skógarkerfill var fluttur til landsins snemma á síðustu öld sem skrautjurt. Hann hefur dreift sér víða í nágrenni höf- uðborgarinnar, í Eyjafirði og á Vestfjörðum. Ólíkt Bubbadómi „Þarna er bara teknar myndir af bílum sem ekið er yfir leyfileg- um hámarkshraða og þar með orðnar partur af sakamáli. Því er ekki hægt að líkja þessu við Bubbadóminn þar sem friðhelgi einkalífsins var brotin,“ segir Páll E. Winkel aðstoðarríkislögreglu- stjóri um hraðamyndavélar sem búið er að koma upp á Vestur- landi. Páll segir það alveg skýrt að enginn annar en lögreglan geti séð myndirnar en það er lögregl- an á Snæfellsnesi sem heldur utan um þær. „Það eru skýrar verklagsreglur um það hvern- ig skuli farið með myndirnar og þær eru aðeins notaðar til þess að staðreyna of hraðan akstur,“ segir Páll. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is „Réttlætið sigraði,“ segir Ásgeir Davíðsson eigandi nektarstaðar- ins Goldfinger í Kópavogi. Hann var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness af ákæru um að hafa staðið fyrir einka- dansi í lokuðu rými. Stúlka sem lög- reglan greip glóðvolga við dansinn var einnig sýknuð af ákæru um að sýna nektardans í lokaða rýminu. Fram kemur í sýknudómnum að lokað rými sé ekki skilgreint á neinn hátt. Þar segir að hvorki sé í lögreglu- samþykktinni né öðrum réttarheim- ildum að finna neina skilgreiningu á því hvað átt er við með „lokuðu rými“. Þegar viðskiptavinum á Goldfin- ger er boðið upp á einkadans fara þeir á bak við tjöld. Héraðsdómur sættist ekki á að tjöldin falli undir skilgrein- ingu á lokuðu rými. Þar af leiðandi þótti dómnum ekki stætt á öðru en að sýkna dansarann og Ásgeir. „Þetta er nú eiginlega bara spaugi- legt, þeir hafa enga hugmynd um það hvað lokað rými er,“ segir Ásgeir skelli- hlæjandi enda er hann hæstánægður með sigurinn. Óeinkennisklæddir lögreglumenn gerðu húsleit á nektardansstaðnum Goldfinger í október 2005. Lögreglu- maður fór þá að hinum meintu lokuðu rýmum og dró snögglega frá tjöldin. Þar sá hann nektardansmeyna sem hefur verið sýknuð, að dansa á nær- buxunum einum fata. Karlmaður sat í leðurstól fullklæddur. Svo var farið í annað rými og leikurinn endurtekinn en þar var kviknakin kona að dansa fyrir annan mann. Upphaflega voru báðar konurnar ákærðar en önn- ur þeirra er farin aftur til Rússlands þar sem hún býr. Hin konan er hætt að dansa fáklædd og er komin með vinnu á Landspítalanum. „Ég veit ekki hvert framhaldið verð- ur en það kæmi manni ekkert á óvart ef þeir myndu áfrýja dómnum, þeir eiga eflaust peninginn og tímann í slíkt,“ segir Ásgeir sem segir reksturinn ganga ljómandi vel þrátt fyrir að hart hafi verið sótt að honum í fjölmiðlum undanfarið. valur@dv.is Héraðsdómur Reykjaness segir ákvæði um lokað rými óskýrt: Geiri á Goldfinger sýknaður Gullfallegar á Goldfinger súlukóngurinn Ásgeir davíðsson var sýknaður ásamt einum dansara fyrir að standa fyrir nektardansi í lokuðu rými. Ég á veginn Sæmundur Þórðarson á Stóru-Vatnsleysu hefur sett upp hlið að veginum að Keili og ætlar að loka honum verði áformum um friðlýsingu lands hans ekki breytt í nýju skipulagi Voga- hrepps. „Ég á þennan veg og þetta land sem hefur verið brúkað í almannaþágu í áratugi. Mér finnst það napurt að eftir að hafa haldið veginum alltaf opnum að nú eigi að loka landinu fyrir mér með því að banna mér að byggja á því eða leggja fleiri vegi,“ segir Sæmundur. Hann segir veginn eins og þvottabretti eftir þurrk- ana. Hann segir engan sinna veg- inum. Hann segist ekki enn hafa lokað hliðinu en ætlar að gera það ef nýja skipulaginu verður ekki breytt. Uppsveiflunni í íslensku efnahagslífi lýkur á næsta ári þegar hagkerfið kólnar snögg- lega, segja sérfræðingar á greiningardeild Kaupþings. Hagvöxtur minnkar. Nokkurrar óvissu gætir þó áfram. KRISTÍN HREFNA HALLDÓRSD. blaðamaður skrifar: kristinhrefna@dv.is HAGKERFIÐ Á NIÐURLEIÐ „raunvextir eru svo í kringum tíu prósent og þá er mjög erfitt fyr- ir fólk að taka lán fyrir til dæmis nýju plasma sjónvarpi því að það þarf að borga 25 pró- sent vexti af því.“ Kaupþing greiningardeild Kaupþings telur að uppsveiflunni muni ljúka eins og öllum öðrum uppsveiflum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.