Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Page 15
DV Helgarblað föstudagur 20. júlí 2007 15
Þeir menn úr áhöfn þyrlu Land-
helgisgæslunnar, TF-SIF, sem voru
á vakt þennan morgun, sváfu flest-
ir vært á heimilum sínum á höf-
uðborgarsvæðinu þegar þessi ör-
lagaríki atburður átti sér stað hjá
skipverjunum undan Snæfellsnesi.
Páll Halldórsson yfirflugstjóri var á
vakt þennan dag:
„Klukkuna vantaði fimmt-
án mínútur í sjö að morgni þegar
neyðarútkall barst. Ég vaknaði ekk-
ert mjög vel. Ég fór fram úr og dró
gardínuna frá svefnherbergisglugg-
anum. Aðeins var farið að birta af
degi og það gekk á með leiðinleg-
um suðvestan éljahryðjum.
Það fór einhver hrollur um mig.
Útkallið var á þá leið að það kom
píp í tækið mitt sem þýddi Sigurð-
ur, Ingi, Friðrik – SIF – útkall Alfa.
Tækið sagði mér ekkert meira en
Alfa þýðir að einhver er í lífshættu.
Ég vissi að ég þurfti að drífa mig út
á flugvöll á sem allra stystum tíma
og hugsaði:
„Það er eitthvað mikið framund-
an núna.“ Ég átti heima í Hlíðunum
og ók sem leið lá fyrir Öskjuhlíðina
og út á völl.
Allt í lagi að reyna
Þegar ég kom þangað lágu fyr-
ir upplýsingar. Bátur hafði strand-
að í klettunum við Hólahóla vest-
an til á Snæfellsnesi. Það voru bátar
fyrir utan. Engin ljós sáust en skip-
verjar töldu sig sjá einhverja menn
í klettunum. Sjö vindstig voru á
þessum slóðum og það gekk á með
dimmum snjóéljum. Sjór var mjög
þungur. Ég vissi að él væru í Faxa-
flóanum eins og gerist venjulega í
þessari vindátt. Útlitið var því ekki
mjög bjart. Veðrið í Reykjavík var
þó ekki svo slæmt þannig að ég
hugsaði með mér að það væri allt í
lagi að reyna.
Við fórum í loftið og fljótlega
eftir að við vorum komnir af stað
komum við auga á fyrsta élið á leið-
inni. TF-SIF þolir ekki beinlínis öll
veður og því urðum við að krækja
fyrir éljaklakkana. Élin tóku við eitt
af öðru en samt vorum við ótrúlega
heppnir með hvernig þau lágu. Við
vorum komnir vel áleiðis en ég var
samt orðinn dálítið áhyggjufull-
ur yfir því hvort við myndum ná á
áfangastað. Ég spurðist fyrir um það
í stjórnstöð Landhelgisgæslunn-
ar hvort þyrlur varnarliðsins væru
ekki að fara í loftið líka. Þá komu
þau skilaboð frá stjórnstöðinni að
Bandaríkjamennirnir færu ekki af
stað vegna ókyrrðar í lofti og ísing-
ar. Þeir treystu sér ekki einu sinni til
að opna dyrnar á flugskýlinu vegna
veðurs. Það fór að fara um okkur.
Við fórum að hugsa um hvort þeir
hefðu fengið aðrar upplýsingar en
við um veðrið. „Af hverju fara þeir
ekki?“ hugsaði ég. Þegar við nálg-
uðumst vestanvert Snæfellsnesið
sáum við að skilyrðin voru ekki svo
slæm á leiðinni. Með því að krækja
fyrir éljaklakkana var þetta hægt.
Ferðin vestur tók þó heldur lengri
tíma en ef við hefðum getað flogið í
beinni línu yfir Faxaflóann að Hóla-
hólum.
Við vorum í stöðugu sambandi
við stjórnstöð Landhelgisgæslunn-
ar. Varðskipið Óðinn, sem var með
bát í togi norður af Hellissandi,
kom til okkar upplýsingum í gegn-
um stjórnstöðina. Menn gerðu sér
fljótlega grein fyrir hvað þetta var
alvarlegt.
Þyrfti meira en eina ferð
Hver hugsaði sitt. Það voru níu
menn um borð í bátnum og því al-
veg ljóst að við gátum ekki híft þá
alla um borð í þyrluna í einni ferð.
Ég hugleiddi að ef vel gengi yrði
þetta stærsta björgun okkar á þeim
tæpu tveimur árum sem við höfð-
um notað þessa þyrlu.
Þarna voru níu manns strand-
aðir. Þetta var „stóra verkefnið“. Við
vorum eina von þessara manna og
þetta varð að takast. Ég sagði við
strákana:
„Við gerum þetta bara nákvæm-
lega eins og við höfum verið að æfa.
Þetta er bara æfing og það fer ekk-
ert úrskeiðis hjá okkur.“
Áður en við komum á stað-
inn ræddum við um hvernig við
myndum standa að björguninni
– hvort það væri yfirleitt einhverju
að bjarga. Voru einhverjir enn á
lífi? Þegar ég sá Snæfellsnesið fór
mér að lítast mun betur á veðrið en
áður. Um það leyti fengum við þær
upplýsingar frá Óðni að heldur væri
að draga úr éljunum. Ég gerði mér
þá grein fyrir að það myndi verða
eitthvað annað en veðrið sem gæti
komið í veg fyrir björgun þennan
morgun. Það yrði þá brotsjórinn í
fjörunni, lega bátsins eða eitthvað
annað.“
Þegar TF-SIF kom að strandstað
við Hólahóla klukkan 8.13 var orðið
nokkuð bjart og mennirnir í áhöfn
þyrlunnar komu strax auga á brak
og mikla olíubrák í sjónum. Sjó-
menn á nærstöddum bátum höfðu
dælt olíu í sjóinn til að freista þess
að minnka brimrótið í fjörunni þar
sem Barðinn kastaðist til á hliðinni.
Menn í björgunarsveitum á Snæ-
fellsnesi voru komnir á staðinn.
Þeir höfðu brugðist mjög fljótt við.
Er þeir höfðu komið sér fyrir uppi á
brún klettanna sáu þeir í fyrstu ekk-
ert lífsmark um borð í Barðanum.
Þeir náðu engu sambandi við hann
og sáu að þeir áttu enga möguleika
á að koma línu út í bátinn. Svaða-
brim og miklar ágjafir komu í veg
fyrir slíkt.
Björgun úr landi var gjörsam-
lega vonlaus á þessari stundu. Áður
en björgunarsveitirnar komu á
vettvang töldu skipverjar á bátun-
um fyrir utan að þeir sæju mönn-
um bregða fyrir í klettunum við
strandstaðinn. Síðar kom í ljós að
„mennirnir“ reyndust vera lóða-
belgir í sjónum.“
Ekkert lífsmark að sjá
Útlitið var ekki gott þegar Páll og
áhöfn hans komu á strandstað:
„Við létum þyrluna hanga yfir
fjörunni og sáum að báturinn hafði
stöðvast einhverja tugi metra frá
klettunum og hvernig hann lá á
stjórnborðshliðinni. Niðamyrkur
var um borð, engu sambandi hægt
að ná við skipverja og ekkert lífs-
mark að sjá.
Okkur fannst hrikalegt að sjá
enga hreyfingu um borð. Með
nokkru millibili riðu brimskaflarnir
yfir bátinn og þá hvarf hann nánast
sjónum okkar. Báturinn hreinlega
hentist til í grjótinu. Þetta leit ekki
vel út.“
Sigurður Steinar Ketilsson spil-
maður hafði gert sér vonir um að
það tækist að bjarga að minnsta
kosti einhverjum úr áhöfn Barðans
stuttu áður en komið var á strand-
stað en er þangað var komið blasti
við honum átakanleg sjón:
„Þegar ég sá allt þetta brak í sjón-
um og hvernig báturinn lá hugsaði
ég ekki nema eitt:
„Það er enginn á lífi þarna.“
Ástandið þarna var hræðilegt.
Þegar við flugum yfir bátinn
fannst okkur allt steindautt þarna
niðri. Allt virtist vera búið þarna
um borð. Við höfðum sveim-
að þarna yfir í dágóða stund þeg-
ar það óvænta gerðist. Skyndilega
var hendi veifað í gættinni á brúar-
dyrunum bakborðsmegin þar sem
hurðin hafði brotnað af. Það var
lífsmark.“
Taugarnar þandar
Nú tók adrenalínið að streyma
í mönnunum í þyrlunni. Það var
Bergþór stýrimaður sem hafði veif-
að upp til þyrlunnar. Hann var orð-
inn talsvert þrekaður. Páll flugstjóri
gerði sér grein fyrir að nú þurfti að
láta hendur standa fram úr ermum.
En spurningin var: Hvernig átti að
bera sig að við þessar aðstæður?
„Það voru hugsanlega níu menn
þarna í brúnni, skipið lá á hliðinni
og skaflarnir gengu yfir það þannig
að áhöfnin átti aldrei möguleika á
að koma út til að taka á móti vír frá
okkur. Auk þess var allt of hættu-
legt að senda sigmann niður. Hann
hefði ekki getað fótað sig og hætt-
an á að hann lenti í briminu var of
mikil. Við ákváðum að lenda uppi á
bjargbrún og létta þyrluna með því
að losa okkur við Guðmund Björns-
son lækni og þann búnað sem ekki
þurfti að nota við björgunina. Við
ákváðum að halda Kristjáni Þ.
Jónssyni sigmanni um borð því
við töldum að hann gæti aðstoðað
Sigurð Steinar við að ná mönnun-
um upp til okkar, að öllum líkind-
um rennandi blautum og þungum.
Eina vonin til að koma björgunar-
lykkju niður til skipverjanna í þessu
tilfelli var að nota tengilínu með
blýþræði í og þyngingu á endan-
um. Við ætluðum að freista þess að
koma henni til mannanna í gegn-
um dyrnar á stýrishúsinu og láta
þá síðan toga björgunarlykkjuna til
sín með tengilínunni. Ef það tækist
værum við búnir að ná „sambandi“
við bátinn.“
Það kom nú í hlut Sigurðar
Steinars spilmanns að leiðbeina
Páli flugstjóra þannig að þyrlan
héngi nákvæmlega yfir staðnum
sem hann taldi að best væri fyrir
sig að láta tengilínuna síga niður að
brúardyrunum sem sneru skáhallt
upp að þyrlunni vegna hallans á
bátnum. Þar sem búnaður þyrlunn-
ar er þannig að ekki er hægt að láta
hana hanga sjálfa í kyrrstöðu fann
Páll sér ákveðinn viðmiðunarpunkt
í klettunum fram undan þyrlunni.
Nú reyndi á að hann héldi þyrlunni
stöðugri meðan á björguninni
stæði.
Taugar allra í áhöfn TF-SIF voru
nú þandar til hins ýtrasta.
Talar við vin sinn á himnum
Mikill tilfinningastraumur fór
um Pál flugstjóra:
„Þegar mikið er í húfi tala ég
stundum við vin minn uppi á himn-
um. Ég gerði það þarna. Kannski er
ég ekki líkleg manngerð til þess en
þetta geri ég. Ég bað hann um að
hjálpa okkur við björgunina, áhöfn
þyrlunnar, og ekki síst þeim sem
voru í hættu. Ég hélt um stýrið og
horfði á ákveðinn blett í klettunum
– hreinlega límdi mig á hann – og
gat ekki lengur fylgst með því sem
var að gerast fyrir neðan. Ég varð að
fara nákvæmlega eftir því sem Sig-
urður Steinar spilmaður sagði mér.
Spilmaður verður að tala stöðugt
við flugstjórann við svona aðstæð-
ur. Hann á raunverulega að mála
mynd af því sem er að gerast fyr-
ir neðan. Tali hann stöðugt sé ég
allt fyrir mér og veit að allt gengur
vel. Ef það verður þögn í smástund
verður maður órólegur og heldur
að eitthvað sé að.“
Nú var allt komið undir Sig-
urði Steinari að það tækist að
koma tengilínu til Barðans. Áhöfn
þyrlunnar hafði aldrei lent í jafnerf-
iðri aðstöðu því spilmaðurinn hafði
aðeins örfáa tugi sentímetra upp á
að hlaupa til að koma enda línunn-
ar niður um brúardyrnar á flakinu.
Framhald
á næstu opnu
„Þegar ég sá allt þetta
brak í sjónum og
hvernig báturinn lá
hugsaði ég ekki nema
eitt: „Það er enginn á
lífi þarna.“ Ástandið
þarna var hræðilegt.“
„„Þyrlan er komin, þyrlan er komin.“ Eftir þetta
fæ ég alltaf gæsahúð þegar ég heyri hljóðið í
þessari þyrlu sem er auðþekkt.“
Blautur og þreyttur Buxur
sjómanna voru svo þungar og
blautar að þær urðu hreinlega
eftir þegar skipbrotsmennirnir
voru hífðir um borð í tf-sIf.
Bjargvættur níu manna