Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Síða 18
FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 200718 Fréttir DV Gjaldþrota maður á fertugsaldri, sem DV ræddi við og vildi ekki koma fram undir nafni vegna þeirrar skamm- ar sem fylgir gjaldþroti, þráir að fá að byrja upp á nýtt. Eins og staðan er hjá honum í dag getur hann ekki keypt sér íbúð heldur þarf að vera á leigumark- aðnum. Auk þessa getur hann ekki verið skráður fyrir bíl til þess að koma börnum sínum í leikskólann. Hann biður þess að breytingar verði gerð- ar þannig að fólki sem mistakist einu sinni í lífinu sé ekki refsað endalaust heldur fái færi á að verða virkir þjóðfé- lagsþegnar á nýjan leik. Fékk yfirdráttinn alltaf hækkaðan Fyrir nokkrum árum rak maðurinn fyrirtæki, reksturinn stóð ekki und- ir sér og það fór að halla undan fæti. Bankinn var alltaf tilbúinn að hækka hjá honum yfirdráttinn fyrir launum, skuldum við birgja og til þess að greiða opinber gjöld því ef hann greiddi þau ekki yrði starfsemi fyrirtækisins sjálfhætt. Hann var ekki beðinn um neina ábyrgðarmenn fyrir yfirdrætt- inum sem flokkaðist sem skamm- tímaskuld. Hálf og hálf milljón bætt- ust á yfirdráttinn og snjóboltinn varð stærri og illviðráðanlegri eftir því sem tíminn leið. Vextirnir á yfirdrættinum voru ríflega tuttugu prósent og voru því nokkur hundruð þúsund krónur á mánuði og hann sá enga möguleika til þess að geta staðið undir skuldbind- ingum sínum ef ekkert breyttist. Hann pantaði tíma hjá útibússtjóranum og bað um að fá yfirdrættinum skuld- breytt svo hann hefði möguleika á að greiða skuldina. Hann bað um að fá yfirdráttarlánið fært yfir á annars kon- ar lán þar sem vextirnir væru viðráð- anlegri og þannig að hann gæti skipt skuldinni yfir á tíu ára tímabil. Útibús- stjórinn taldi ómögulegt að verða við þeirri beiðni nema maðurinn hefði ábyrgðarmenn fyrir slíku láni, sem hann hafði ekki, og engu virtist breyta þótt farið væri hærra í valdastiga bankans. Hjá aðalbankastjóranum sagðist maðurinn ekki geta borgað skuldir sínar á meðan þær væru með svo háum vöxtum og þannig myndu bæði hann og bankinn tapa, bankinn peningunum og hann nafninu sínu. Þar sem bankinn var ekki til viðræðu um skuldbreytingu á nokkurn hátt fór maðurinn að einbeita sér að því að greiða skuldir sem hvíldu á öðrum og lét bankann sitja á hakanum. Sér ekki annan kost en að vinna svart Maðurinn var gerður gjaldþrota og finnst honum hlutskipti sitt hart í dag. Nokkrum árum eftir gjaldþrot- ið reyndi hann að fara út á hinn al- menna vinnumarkað en Innheimtu- stofnun sveitarfélaga var fljót að finna hann og gera kröfu í laun hans sökum vangoldinna meðlaga. Þeir vildu fá sextíu þúsund krónur af launum hans sem voru ekki meira en eitt hundrað þúsund krónur á mánuði, eftir að búið var að draga af þeim skatta og skyldur. Þá leigði hann fyrir um fjörutíu þús- und krónur á mánuði þannig að með kröfu sveitarfélaganna á bakinu sá hann ekki annan kost en að hætta að vinna á hinum almenna vinnumark- aði og finna sér svarta vinnu. Síðar fór maðurinn aftur í fyr- irtækjarekstur á kennitölu annars manns, það gekk nokkuð vel og fékk hann um tíu milljónir króna þegar hann seldi fyrirtækið. Með peningun- um náði hann að koma meðlagi sem hann skuldaði í horf auk einhverra annarra skulda. Hagnaðurinn komst þó hvergi nærri því að duga fyrir skuld- inni við bankann sem hljóp orðið á mörgum tugum milljóna króna, með dráttarvöxtum og innheimtukostnaði. Fyndist fangelsisdómur ekki verri Sjálfur segir maðurinn að einhver refsing verði að vera fyrir gjaldþrot en eins og kerfið er í dag finnst hon- um dómurinn heldur þungur. Auðvit- að sé til fólk sem stöðugt er að fara á hausinn og alltaf að draga nýja og nýja einstaklinga með sér í þrotið en það eigi alls ekki við um alla. Hann segist gjarnan vilja fá tækifæri til þess að sitja í fangelsi í eitt ár ef hann fengi mögu- leika til þess að byrja upp á nýtt eftir það. Í dag vinnur maðurinn svarta vinnu en slíka vinnu er æ erfiðara að fá þar sem sífellt fleiri viðskipti fara fram með kortaviðskiptum. Þá segir hann atvinnuöryggið ekkert sem sé mjög erfitt. Hann vinnur vaktavinnu og nær að hafa um 1.200 krónur á tímann, greiðir leigu fyrir yfir hundr- að þúsund krónur á mánuði og rekur bíl sem vinur hans er skrifaður fyrir og sér ekki leið inn í þjóðfélagið á nýjan leik þar sem bankinn viðheldur kröf- unni og rýfur þannig fyrningarfrest gjaldþrotsins. Maður á fertugsaldri sér ekki færa leið inn í þjóðfélagið á nýjan leik. Lánar drottnar geta viðhaldið kröfum á hann og rofið fyrningarfrest gjald- þrotsins auðveldlega og nýta sér það. Hann er í svartri vinnu, í leiguíbúð og með bíl skráðan á vin sinn til að koma börnunum í leikskólann. MEÐ ÞUNGAN DÓM GJALDÞROTA Breyting á gjaldþrotalögum þáttur í að uppræta neðanjarðarhagkerfi: Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra segir ósanngjarnt að fólk fái ekki tækifæri árum saman misstígi það sig í fjármálum og verði gjaldþrota. „Frumvarp Jóhönnu Sig- urðardóttur um breytingar á lögum um gjaldþrotaskipti verður notað til hliðsjónar við gerð nýs frumvarps um sama mál,“ segir Björgvin. Í frumvarpi Jóhönnu er lögð til greiðsluaðlögun þar sem skuldari getur fengið heimild með tilstuðl- an héraðsdómara til að semja við kröfuhafa um greiðslu eða niður- fellingu skulda sem komnar eru í vanskil með tilliti til tekna, eigna og fjárhagsskuldbindinga skuldar- ans. Greiðsluaðlögunin getur varað í allt að fimm ár. „Ég tek undir með Jóhönnu, það þarf að stytta aðlög- unartímann og hjálpa fólki við að komast aftur af stað. Það verður sest við vinnu við nýtt frumvarp þegar sól fer að lækka á lofti og við ætt- um að geta gert efnislega grein fyr- ir því í lok sumars og lagt það fram á þingi næsta vetur,“ segir Björgvin. Nýr ráðuneytisstjóri mun taka þátt í þeirri vinnu en hann verður ráðinn á næstu dögum þegar búið verður að velja úr hópi 27 umsækjenda. Björgvin bendir á að margt geti orðið til þess að fólk lendi í fjárhags- erfiðleikum. Flestir út af minnihátt- ar starfsemi, offjárfestingu eða ein- faldlega vegna þess að kappið hafi verið meira en forsjáin. Eins seg- ir hann dæmi þess að ungar, barn- margar fjölskyldur hafi hreinlega misst tökin. Björgvin segir þetta líka lið í því að uppræta neðanjarðar- hagkerfi sem velti miklu fjármagni, því auðvitað leiti allir sér leiða til þess að afla sér tekna. hrs@dv.is RÁÐHERRA VILL BREYTA GJALD- ÞROTALÖGUM HJÖRDÍS RUT SIGURJÓNSDÓTTIR blaðamaður skrifar: hrs@dv.is Afskrifaður úr þjóð - félaginu Maður sem DV ræddi við sér enga leið til þess að gerast virkur þjóðfélags- þegn eftir að hafa mistekist í viðskiptum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.