Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Qupperneq 24
Hverjum datt í hug sú fárán-lega hugmynd að fólk þyrfti að fá leyfi til að mótmæla?
Mér er spurn vegna þess að um leið
og viðkomandi datt í
hug að gefa út
leyfi til mót-
mæla datt hon-
um í hug að
hægt væri að
banna mót-
mæli. Reyndar
gekk hann dálítið
lengra. Þegar fólk þarf að sækja um
leyfi til að mótmæla felur það í sér
að mótmæli eru bönnuð. Sumir
fréttamenn hafa jafnvel séð ástæðu
til að taka fram að mótmælendur
hafi ekki haft leyfi fyrir mótmæl-
unum. Aðrir hafa sagt að lögregl-
an hafi ÞURFT að hafa afskipti af
mótmælendum á Snorrabraut. Svo
kallar fólk þetta lýðræðisríki.
Þegar Axlar-Björn tekur sig til og mótmælir ofríki stjórn-valda - nú eða aðgerðum eða
áformum einhverra
annarra - dett-
ur honum ekki
í hug að sækja
um leyfi til þess.
Hann þrammar
einfaldlega út og
byrjar að mót-
mæla. Reyndar verð-
ur að viðurkennast að Axlar-Björn
hefur ekki verið ýkja duglegur við
þetta í seinni tíð. Hvernig stendur
líka á því að stjórnvöld ættu að geta
leyft eða bannað mótmæli gegn
sjálfum sér?
Er fólk kannski búið að gleyma því þegar lögreglan fjarlægði mótmælendur með valdi af
Austurvelli á 17. júní fyrir nokkrum
árum, sennilega 2003? Þá gerðust
nokkrir andstæðingar
innrásarinnar í Írak
svo djarfir að taka
upp mótmæla-
skilti meðan
Davíð Oddsson,
þáverandi forsæt-
isráðherra, hélt
þjóðhátíðarræðu
sína. Lögreglumenn
voru fljótir til og kröfðust þess að
mótmælendur létu skiltin falla.
Því neituðu þeir og þá báru lög-
reglumenn þá á brott. Síðan sagði
lögreglan að ekki mætti mótmæla
þarna þar sem þetta væri hátíðar-
svæði. Þeir mættu hins vegar vera
annars staðar, úr sjónfæri. Með
öðrum orðum: „Þú mátt mótmæla
ef enginn sér til.“
Erum við líka búin að gleyma viðbrögðunum þegar Jiang Zemin kom hingað fyrir nokkr-
um árum? Maðurinn sem bar hvað
mesta ábyrgð á fjöldamorðunum
á Torgi hins himneska friðar. Lög-
reglan var vissulega vel á verði
þegar hann kom. Það var þó að
vísu ekki til að handsama mann
með fjölda mannslífa á sam-
viskunni heldur til að koma í veg
fyrir að hann þyrfti að horfa upp
á gulklætt fólk. Þá fékk lögreglan
meira að segja lista frá kínverskum
stjórnvöldum um fólk sem þau vildu
ekki að kæmi til landsins meðan á
heimsókn fjöldamorðingjans, afsak-
ið hins virðulega gests, stóð. Svo hélt
lögreglan mótmæl-
endum í burtu
eftir megni og
tókst meira að
segja að keyra
á einn eða
tvo þeirra - en
væntanlega alveg
óvart, löggan ætlaði
bara að bakka bílnum
svo mótmælendur sæj-
ust ekki.
Staðreyndin er því
miður sú að þegar
kemur að mótmælum
búum við að sumu
leyti í hálfpartinn fas-
ísku lögregluríki.
föstudagur 20. júlí 200724 Umræða DV
Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf.
Stjórnarformaður: Hreinn loftsson
framkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal
ritStjóri og áByrgðarmaður:
Sigurjón m. Egilsson
fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson
fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson
aðStoðarritjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir
auglýSingaStjóri: auður Húnfjörð
Umbrot: dV. Prentvinnsla: Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
aðalnúMer 512 7000, ritstjórn 512 7010,
ÁskriftarsíMi 512 7005, auglýsingar 512 70 40.
Hver leyfir mótmæli?
axlar-björn
Sigurjón M. EgilSSon ritStjóri Skrifar. Enginn ber ábyrgðina þegar almannafé er sólundað.
Bein í nefinu
leiðari
Yfirlæknir réttargeðdeildarinnar á Sogni má ekki skrifa út lyfseðla fyrir ákveðnum lyfjum. Landlæknir segir lækninn hinn ágætasta mann en hann hafi ekki bein í
nefinu og hafi látið undan þrýstingi fíkla og ávísað
til þeirra lyfjum sem hann mátti ekki gera og hefði
ekki átt að gera. Það er sjaldgæft að landlæknir
grípi til þess að svipta lækna réttindum til að skrifa
út lyfseðla. Það er ekki gert að ástæðulausu. Yfir-
læknirinn á Sogni hefur ekki bein í nefinu, segir
landlæknir.
Landlæknir telur sviptingu verða lækninum
til góðs, fíklar hætti að sækja á hann og þar með
reyni ekkert á beinlausa nefið. Í DV í dag er sagt
frá furðufjárfestingu í Þorlákshöfn þar sem hvert
asnasparkið á eftir öðru hefur ráðið för með þeim
afleiðingum að hundruð milljóna hafa tapast og
draumar og væntingar manna snúist upp í mar-
tröð. Fjárfestingarnar komu mest úr opinberum sjóðum. Þeim sem
var treyst fyrir almannafé var ekki treystandi. Þeir höfðu ekki bein
í nefinu. Læknirinn var sviptur leyfi þar sem hann hafði ekki bein í
nefinu, en beinleysið hefur ekki áhrif á þá eða þau sem sitja í skjóli
pólitísks valds. Þegar það er skjólveggurinn er nóg að hafa merg í
beininu. Enginn ber ábyrgðina þegar almannafé
er sólundað. Dæmalaus saga draumaverksmiðj-
unnar í Þorlákshöfn er grátbrosleg og reyndar er
með ólíkindum að annað eins hafi verið látið við-
gangast. Vonir voru kveiktar hjá bændum og fleir-
um en þar sem helstu gerendurnir höfðu skjól af
stjórnmálum varð ekki neitt úr neinu og pening-
arnir töpuðust. Orkuveita Reykjavíkur á nóg af
peningum og saknar þess ekki þótt tapist milljón-
ir á milljónir ofan. Svo mikið er til af peningum að
ekki er enn spurt hvort ráðamennirnir hafi bein
eða merg í nefinu. Hægt er um vik að ná inn töp-
uðum peningum. Engin er samkeppnin og auðvelt
er að hækka gjaldskrárnar. Rökstuðningur fyrir
hækkunum hefur verið sóttur í gott veður. Svona
einfalt er þetta nú.
Á sama tíma keppast aðrir stjórnmálamenn við
að verjast því að orkufyrirtæki verði einkavædd.
Það er á sama tíma og óráðsía opinberra fyrirtækja blasir við. Engum
til góðs og skilur ekkert eftir nema kerfi þar sem hægt er að koma þeim
fyrir sem hafa þjónað í stjórnmálum eða stjórnmálamönnum. Einka-
fyrirtæki eða almenningsfyrirtæki geta ekki leyft sér aðra eins þvælu
og hörverksmiðjuna í Þorlákshöfn. Nánast allt er betra en þetta.
Dómstóll götunnar
Á Ísland að sækja um aðild að Evrópusambandinu?
„Ég styð að við göngum í sambandið.
Ég hef ekki kynnt mér þetta til hlítar en
held að það væri okkur til bóta.“
Kolbrún Jónsdóttir,
63 ára, vinnur í prentsmiðju.
„Ég hef ekki myndað mér neina skoðun
á þessu. Þetta hefur verið í fréttunum
en maður hefur kannski annað um að
hugsa.“
Andrea Rós Víglundsdóttir,
18 ára nemi.
„já. Ég held að það hefði jákvæð áhrif á
verðlagið hér ef við værum í evrópu-
sambandinu.“
Helena Kjartansdóttir,
18 ára nemi.
„já. Mig langar í skóla í englandi og hef
séð að skólagjöldin eru þrisvar sinnum
hærri fyrir þá sem eru fyrir utan
evrópusambandið. Því held ég að við
myndum græða á að ganga í það.“
Thelma Björnsdóttir,
19 ára nemi.
sanDkorn
n Morgunblaðið og Blaðið
virðast vera farin að samnýta
starfsmenn sína í meiri mæli
en áður. Í
blöðunum
í gær má
finna fréttir
af ferðalagi
Ingibjarg-
ar Sólrúnar
Gísladóttur
utanríkis-
ráðherra til
Ísraels og Palestínu. Þórð-
ur Snær Júlíusson er skráður
fyrir umfjölluninni í Blaðinu.
Stutt frétt Morgunblaðsins er
ekki merkt höfundi, mynd sem
henni fylgir er hins vegar ræki-
lega merkt Þórði Snæ, blaða-
manni Blaðsins, og spurning
hvort hann eigi bara myndina
í Mogganum eða fréttina líka.
Sé svo hefur hann skrifað frétt-
ina fyrir tvö blöð.
n Félagarnir í Þingvallanefnd,
Össur Skarphéðinsson og
Bjarni Harðarson, hafa deilt
um framtíð Hótels Valhall-
ar síðustu
daga. Öss-
ur telur að
endurbyggja
þyrfti húsið
ef það á að
standa en
Bjarni tel-
ur minna
mál að
gera við það. Össur gefur lítið
fyrir málflutning Bjarna eins
og lesa má á bloggi hans þar
sem Össur segir Bjarna skipta
oftar og hraðar um skoðanir
en aðra dauðlega menn. „Það
tók hann heilar fjórar vikur
að gjörbreyta afstöðu sinni til
kvótaniðurskurðarins. Hugs-
anlega verður hann því búinn
að skipta um skoðun á Valhöll
áður en ég lýk þessum pistli.“
n Jón H.B. Snorrason náði
nokkurri frægð sem yfirmað-
ur efnahagsbrotalögreglunnar.
Hann gaf út ákæru á Baugs-
menn í fjörutíu liðum og vann
að rannsókn annarra flókinna
hvítflibbabrota. Eftir tilfærsl-
ur innan lögreglunnar starfar
Jón nú sem
saksóknari
hjá lögregl-
unni á höf-
uð-borgar-
svæðinu.
Í síðasta
Lögbirtinga-
blaði birti
Jón manni
einum ákæru, ekki í fjörutíu
liðum að vísu. Þar krefst hann
refsingar yfir ökumanni fyrir
að hafa tekið U-beygju þar
sem slíkt er ekki heimilt.