Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Qupperneq 25
Þegar foreldrar mínir komu heim úr orlofsferð til Parísar sumarið 1964 höfðu þeir með sér litla, gyllta afsteypu af tveimur frægustu byggingum borg- arinnar, Sigurboganum og Eiffelturn- inum. Ég minnist þess frá æskuárun- um að hafa oft setið og horft á þennan minjagrip og látið mig dreyma um að sjá þessi mannvirki með eigin augum. Minjagripir sem þjóðir framleiða birta sýn þeirra á sjálfa sig og sögu sína. Frakkar eru stoltir af byggingar- arfleifð sinni og finnst hún vera eitt af því sem ástæða sé til að halda á lofti og kynna ferðamönnum. Hvað með okkur Íslendinga? Hverj- ir eru þeir minjagripir sem við höldum að erlendum ferðamönnum? Og hvað segja þeir gripir um okkur sem þjóð og viðhorf okkar til sögu og menningar? Væri ekki verðugt rannsóknarefni fyrir einhvern háskólann að athuga þetta? Kynnisferð í minjagripabúðir í Reykjavík bendir til þess að verulegur áhugi sé á því að halda á lofti ímynd Íslendinga sem víkingaþjóðar. Plast- víkingar í tindátastærð eru í hverri verslun og plasthjálmar með víkinga- hornum keppa við gömlu lopahúfurn- ar um að vera helsta höfuðfatið í inn- kaupapokum ferðamanna. Þetta er auðvitað svolítið einkennilegt í ljósi þess að við Íslendingar vorum engir víkingar og ólíklegt að forfeður okkar hafi nokkru sinni borið hjálma með hornum eins og þá sem hefðin skreyt- ir víkinga með og til sölu eru í búðun- um. Rifjast upp í þessu sambandi ágæt grein sem Kristófer Már Kristinsson leiðsögumaður til margra ára birti í Morgunblaðinu í fyrrasumar. Hann gerði þar að umtalsefni hina gífur- legu fjölgun erlendra ferðamanna til landsins og benti á að þetta gerð- ist án nokkurrar opinberrar umræðu um umhverfis- og menningaráhrif- in. Kristófer nefndi meðal annars að ein áhrifin af velgengni ferðaþjónust- unnar væri síaukin sögufölsun í þágu landkynningar. Svo ég vitni orðrétt til hans: „Við verðum afkomendur vík- inga sem gengu um með horn upp úr hausnum, étum úldinn hákarl og drekkum brennivín með, erum elsta lýðræði í veröldinni og eigum okkur óskabrunna um víða velli, erum í stöð- ugu samneyti við álfa og tröll, höldum uppi safni um drauga og finnst það afspyrnu greindarlegt að skipuleggja ferðir um huliðsheima án nokkurra lyfja. Allt þetta gerum við til að upp- fylla lýsingar ferðabæklinganna, það er fyndið að verða fórnarlamb eigin skáldskapar.“ Sumt af þessu er auðvitað léttvægt eins og Kristófer samsinnir. Ekki síst þegar við vitum sjálf að margt af þessu er grín. En kemur ekki sá dagur innan tíðar að mörkin á milli gríns og sögu, skáldskapar og veruleika, þynnast? Með milljón ferðamenn á þönum um landið, eins og spáð er að verði inn- an fárra ára, og tilheyrandi eftirspurn eftir sögum og minjagripum, er hætt við að dragi úr viðnáminu og vitleys- an taki völdin. Er kannski kominn tími til að forráðamenn ferðaþjónustunnar staldri við og spyrji sig á hvaða leið við erum? Ungviðið á vellinum Evrópumót stúlknalandsliða stendur nú sem hæst. Mótið hófst á miðvikudag og gengu ungar stúlkur út á undan liðunum, þeirra á meðal þessi stúlka. DV-mynd Stefánmyndin P lús eð a m ínu s Mótmælendur Saving Iceland fá mínus í kladdann fyrir að missa mótmælin út í kranaklifur og slíka vitleysu sem gerir engum gagn. Slíkar aðgerðir eins og Saving Iceland fór út á miðvikudag eru ekki til annars en að trufla vinnandi fólk í stað þess að reyna að koma sínum skilaboðum áfram með hófsamari hætti. Spurningin „Það hlýtur nú að fara að stytta upp eftir þessar stórrigningar sem eru búnar að vara í á annan sólar- hring. Það hlaut að koma að því að það kæmi eðlilegur sumardagur með rigningu og öllu tilheyrandi,“ segir Einar Sveinbjörnsson veð- urfræðingur. Undanfarnar vikur hafa einkennst af sól og sumaryl í Reykjavík en í gær byrjaði að rigna eftir langvar- andi þurrka- tíð. Útlit er fyr- ir að það verði skýjað og ein- hver rigning á höfuðborg- arsvæðinu um helgina en að sögn Einars ætti hún ekki að vera mik- il. Á ekkert að fara að stytta Upp, einar? Sandkassinn Einn lét lífið og um tuttugu slösuðust þegar gufuleiðsla sprakk í New York í fyrradag. Sprengingin var svo öfl- ug að djúpur gígur myndað- ist í götunni. Leiðslan var mjög komin til ára sinna og svo virðist sem bilun í vélbún- aði hafi valdið sprengingunni. Í öllum fréttum af þessu hörmulega slysi var tek- ið fram að EKKI væri um hryðju- verk að ræða. Menn eyddu meira að segja töluverðu púðri í að ítreka og undirstrika að slysið væri bara slys af gamla skólan- um. Fáir, ef nokkrir, vondir arab- ar hefðu komið þar nærri. HvErnig stEndur nú á því að í helsta vígi hins vestræna heims; sjálfri New York-borg, verða ekki lengur slys án þess að sjálfkrafa sé gert ráð fyrir hryðjuverkum? Vissulega hafa verið fram- in hryðju- verk í New York - ég man eftir tveimur tilfellum. Í bæði skiptin varð sama húsið fyrir barðinu á sama mannninum. World Trade Center stendur ekki lengur og varla hefur heyrst hósti eða stuna frá Osama í háa herrans tíð, ef undan eru skildar fáein- ar mjög vafasamar hljóð- og myndupptökur í litlum gæðum. Undanfarin sex ár hefur allt ver- ið með kyrrum kjörum í borg- inni, eins kyrrum og kjörin geta orðið í svo stórri borg. Þar áður var allt í sóma frá árinu 1993. Eins miklum sóma og verið get- ur í New York. ÞEssar tvær sprEngingar á undanförnum 14 árum hafa þannig orðið til þess að menn gera strax ráð fyrir hryðju- verkum. Ekki árás í stríði - en Bandaríkin eru jú í stríði, heldur hryðju- verkum. Ekki slysi, sem eins og allir vita gera ekki boð á undan sér. Hryðjuverk gera hins vegar stundum boð á undan sér. Ef um hryðjuverk hefði verið að ræða hefði svo vitaskuld enginn „slasast“ - þeir hefðu allir„særst“. Og sá sem „lét lífið,“ hefði líklega „farist.“ Gufan hefði samt verið jafn heit og gígurinn í götunni jafn djúpur. Guðmundur pálsson lætur ljós sitt skína Sögufölsun Jóhann Arason skrifar: Seljum íSlenSka eymd Erlendum ferðamönnum fjölgar ört á meðan þorskum virðist fækka. Því er spáð að árið 2015 muni yfir 600 þúsund ferðamenn sækja landið heim. Þessi mikli fjöldi býður upp á atvinnutæki- færi og gróðavon fyrir þjóð sem þarf að hætta að hugsa um fiskveiðar, jafnvel þótt það sé pólitísk spá ríkisstjórnarinn- ar að þorskar verði aftur orðnir fleiri en ferðamenn árið 2018. Nú þurfum við að leggja grunninn að því að ferðamennska verði sjálfbær útgerð á Íslandi. Það verður hún líkast til ekki með offjárfestingum í gistirými um allar jarðir og yfirverð- lagningu á bílaleigubílum, frönskum kartöflum og rauðvíni. Gistirýmin standa auð yfir veturinn og á meðan hlaðast afborganirnar upp. Liggur ekki vaxtarbroddurinn í eymd hins íslenska vetrar? Til dæmis væri hægt að markaðssetja dimma snjóþunga dali sem paradís fyrir fólk sem býr í þéttsetnum borgum í Suðaustur-Asíu. Ég veit um japanskan náunga sem kom norður í Grímsey. Það var í fyrsta skipti sem hann var einn með sjálfum sér, utan dyra. Þetta er verðmætt. LESEndUR DV Umræða föSTudAGur 20. júLÍ 2007 25 GUðMUnDUr MaGnÚssOn sagnfræðingur skrifar Ein áhrifin af vel- gengni íslenskrar ferðaþjónustu eru að mörkin á milli vitleysu og veruleika þynnast.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.