Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Blaðsíða 30
FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 200730 Sport DV
J
ón Arnór Stefánsson er
víðförull körfuknattleiks-
maður þrátt fyrir ungan
aldur. Jón er tuttugu og
fimm ára en hefur þeg-
ar spilað körfuknattleik
í fimm löndum utan Ís-
lands. Leiðin hefur leg-
ið frá NBA-deildinni yfir
til Evrópu þar sem hann
hefur búið og spilað í
Þýskalandi, Rússlandi, á
Ítalíu og Spáni. DV náði
tali af Jóni og fór yfir fer-
ilinn með honum.
Jón vakti snemma
athygli fyrir vasklega
framgöngu á velli. Hann
fór snemma til útlanda
að freista gæfunnar og fór í framhaldsskóla í
Bandaríkjunum. Það var hins vegar stutt gam-
an og Jón kom aftur heim. Hann var valinn
efnilegasti leikmaður íslensku deildarinnar
árið 2001. Árið eftir var hann valinn besti leik-
maðurinn einungis tvítugur að aldri og því lá
leiðin næst út í atvinnumennsku og hélt hann
fyrst til Þýskalands.
„Tíminn úti í Þýskalandi var mjög mikilvæg-
ur fyrir mig. Ég spilaði í efstu deild þar og þjálf-
arinn treysti á mig. Þá fékk ég sjálfstraust og
það hjálpaði mér að komast á hærri stall sem
leikmaður. Mér gekk vel að aðlagast lífinu þar
því ég var vanur að búa einn frá því í Bandaríkj-
unum,“ segir Jón.
Var vísað úr landi
„Þegar ég var 15–16 ára fór ég í skóla í
Bandaríkjunum og þá kvaddi ég mömmu og
pabba. Það var mjög erfiður tími en ég vandist
að reiða mig á sjálfan mig á þessum tíma.
Ástæðan fyrir því að ég fór í high school
(framhaldsskóla) í Bandaríkjunum er sú að ég
ætlaði mér að komast í NBA í gegnum college
(háskóla) en til að komast í college í Bandaríkj-
unum þurfti ég að fá skólastyrk.
Það endaði allt með ósköpum því pappírar
sem voru sendir heim voru falsaðir og þjálfar-
inn minn stóð í einhverjum vafasömum mál-
um. Það leiddi til þess að mér var hent út úr
landinu og ég var á svörtum lista og mátti ekki
koma inn í landið í einhver tvö ár. Við vorum
meira að segja yfirheyrðir, ég og pabbi, en það
kom ekkert út úr því og mitt nafn var hreins-
að. Ég var skíthræddur um að það yrði erfitt að
komast inn í landið síðar, en það reyndist ekk-
ert mál,“ segir Jón.
NBA
Árið 2003 varð Jón annar íslenski leikmaður-
inn til þess að komast að hjá liði í NBA-deildinni
á eftir Pétri Guðmundssyni sem spilaði með La-
kers og Spurs. Dallas Mavericks varð fyrir valinu
en það var geysisterkt lið á þessum tíma og þeir
sem spiluðu með liðinu meðal bestu leikmanna
heims. Þeirra á meðal var leikstjórnandinn Ste-
ve Nash en mikill vinskapur tókst með þeim fé-
lögum þegar Jón var þar. Jón stóð sig vel á undir-
búningstímabili og í sumardeildinni en fékk hins
vegar aldrei tækifæri hjá Don Nelson þjálfara
liðsins og yfirgaf liðið eftir tímabilið árið 2004.
„Það var náttúrlega draumi líkast að komast
fyrst inn í NBA því þangað hafði maður stefnt.
Þetta var alveg svakalega mikil reynsla fyrst og
fremst. Til að byrja með var ég ferskur og tilbú-
inn að leggja mikið á mig þó ég fengi ekkert að
spila. Maður var að æfa sjálfur, helmingi meira
en aðrir, en ég fékk aldrei tækifæri. Ég var líka ei-
lítið óþolinmóður og var þreyttur á því að sitja á
bekknum. Síðan kom nýtt tímabil og það var alls
ekkert víst að ég fengi eitthvað að spila þá og ég
vildi ekki taka þá áhættu. Því ákvað ég að fara,“
segir Jón.
„Eftir á að hyggja var ég of ungur og svo var
Dallas Mavericks of gott lið fyrir mig. Þarna var
til dæmis Steve Nash í minni stöðu og fleiri mjög
góðir leikmenn. Sennilega hefði verið betra að
fara í verra lið, eins og Bulls eða eitthvað. Þá var
Don gamli Nelson þjálfari og hann talaði lít-
ið við okkur leikmennina. Aðstoðarþjálfararnir
voru meira í því að peppa mann upp og hvetja
mann áfram. Æfingarnar í NBA voru öðru vísi
en ég á að venjast því það er svo til ekkert æft á
tímabilinu sjálfu vegna leikjafjölda. Því er mest
farið í taktísk atriði fyrir næstu leiki á æfingum
og engin færi til að sanna sig á æfingum. Ég varð
því alltaf að vera einn að æfa og að lokum varð
ég hreinlega að komast í burtu,“ segir Jón.
„Eftir að ég fór frá Dallas spilaði ég í NBA-
sumardeild og þar gekk mér vel. Eftir hana kom
fullt af fyrirspurnum frá öðrum liðum í deild-
inni. En ég var enn samningsbundinn Dallas og
því varð ekkert úr því. Þegar ég svo losnaði frá
samningi við Dallas mátti ég ekki semja við neitt
annað lið í deildinni og því fór ég til Evrópu. Þar
hefur mér líkað vel að vera. Ég hef lítið haldið
sambandi við Steve Nash enda er ég alveg ótrú-
lega lélegur í því að halda sambandi við menn,“
segir Jón.
Rússland
Eftir veruna í Bandaríkjunum fór Jón til
Dynamo St. Petersburg í Rússlandi árið 2004
og dvaldi þar í eitt ár. „Ég fór til Rússlands og
það var mjög góður tími. Deildin þar er mjög
sterk og miklir peningar settir í körfuboltann.
Þar eru margir toppleikmenn frá Evrópu og
CSKA Moskva er alltaf að verða Evrópumeist-
ari og það ætti að gefa mönnum tilfinningu fyr-
ir því hvað þetta er sterk deild.
Þar fékk ég aftur að spila mikið, sérstaklega í
Evrópukeppninni. En vegna leiðinlegra reglna í
Rússlandi þurftu alltaf að vera tveir Rússar inni
á vellinum í einu, annars var dæmd tæknivilla.
Það voru margir útlendingar hjá liðinu og því
var erfitt fyrir þjálfarann að veita ölllum tíma
inni á vellinum,“ segir Jón.
Jón spilaði mikið í Evrópukeppninni sem
liðið vann og segir Jón það hafa verið ótrú-
lega góðan tíma. „Þetta var fyrsti titillinn í Evr-
ópu og tilfinningin var ótrúlega góð eftir að við
höfðum lagt Dynamo Kiev í undanúrslitum og
annað rússneskt lið í úrslitaleiknum sjálfum,“
segir Jón.
„Mér gekk vel að aðlagast lífinu í Rússlandi.
Hver leikmaður hafði sinn einkabílstjóra sem
talaði ensku og hjálpaði mér að túlka það sem
aðrir voru að segja. Það hjálpaði mér mikið því
ef ég hefði þurft að standa einn í þessu hefði ég
aldrei komist inn í lífið þarna.
Rússarnir voru indælir, þeir eru nokkuð líkir
okkur Íslendingum að því leyti að þeir eru lok-
aðir og oft að glíma við skammdegisþunglyndi.
Síðan þegar þeir opna sig er ekki hægt að eign-
ast traustari vini. Ég ber mikla virðingu fyrir
þeim,“ segir hann.
Á þessum tíma komst Jón í Evrópuúrvalið
sem keppti gegn heimsliðinu og var það mik-
ill heiður. Í leiknum spilaði Jón Arnór heilmikið
og stóð sig vel. Skoraði 10 stig og átti tvær stoð-
sendingar auk þess að taka þrjú fráköst og gefa
eina stoðsendingu.
Úr kuldanum í Rússlandi til hitans í
Napólí
Eftir eitt ár var hann orðinn þreyttur á ver-
unni í Rússlandi. Þrátt fyrir það á hann góðar
minningar þaðan, þó heillaði ekki að dvelja
þar annan langan vetur, en kuldinn á þessum
slóðum er mikill. Þegar tækifæri gafst á að fara
í heitara loftslag stökk hann á það og hélt til liðs
við Napólí á Ítalíu.
„Það var svolítið vafasamt að fara til Napól-
íborgar. Mamma var ekki sátt við það því hún
hafði ferðast mikið um landið og vissi að borg-
in var þekkt glæpaborg. En það sem vakti fyrir
mér var að ég vissi að ég myndi koma til með að
spila mikið í sterkri deild og því ákvað ég að slá
til. Ég sé heldur betur ekki eftir því og átti frá-
bært tímabil þar sem ég spilaði heilan helling.
Á Ítalíu eru fleiri sterk lið en í Rússlandi þar
sem eru nokkur mjög góð lið en hin eru slök.
Eins voru átján lið í deildinni sem er meira en
í Rússlandi og því fleiri leikir til að spila. Um-
gjörðin á Ítalíu var að vísu svolítið skrítin og þeir
voru stundum seinir að borga launin. Þannig
er þetta bara á Suður-Ítalíu og mér fannst þetta
eiginlega bara fyndið eftir að ég vandist þessu
og líkaði veran vel,“ segir Jón.
Á FLAKKI FRÁ
15 ÁRA ALDRI
Jón Arnór Stefánsson er besti
körfuknattleiksmaður Íslands.
Mikla athygli vakti hérlendis
þegar hann komst að hjá Dallas
Mavericks í NBA-deildinni.
Hann spilar nú á Ítalíu eftir að
hafa spilað í fimm löndum við
góðan orðstír.
DV MYND STEFÁN