Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Blaðsíða 33
DV Sport FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 33 Deildin orðin atvinnumannaleg Það hefur margt breyst í íslenska fótboltanum á þessum tíu árum sem Arnar var úti. „Öll umgjörð og allt í kringum þetta er orðið mjög flott. Landsbankinn á stóran þátt í því hvað er búið að gera deildina skemmtilega. Svo verður að hæla stuðningsmönn- um margra félaga. Áður en ég fór út voru það bara KR og ÍA sem áttu alvöru stuðningsmenn en í dag eru nánast öll lið með frábæra stuðningsmenn. Það gerir náttúrulega leikina miklu skemmtilegri. Allt í kringum deildina er orðið miklu atvinnumannalegra og mér finnst það bara jákvætt,“ segir Arnar. „Aðstaða margra félaga er frábær og þau að verða tilbúin í næsta skref sem er hálfatvinnumennska yfir sum- artímann. Það er gríðarlegur munur að geta einbeitt sér nánast bara að fót- boltanum í stað þess að vera að hlaupa úr vinnu til að mæta á æfingu. Menn eru misvel upplagðir þegar þeir mæta á æfingar. Hitt er allt öðruvísi og ekki hægt að bera það saman. Ég þekki ekki nægilega vel til hjá öðrum félögum en manni finnst þróunin vera í þessa átt, að menn geti minnkað vinnu yfir sum- artímann,“ segir Arnar en hann er sér- staklega ánægður með breytinguna á aðstöðunni yfir vetrartímann. „Þróunin með innihallirnar er al- veg frábær. Fyrir þetta tímabil var ég að taka þátt í íslensku undirbúnings- tímabili í fyrsta sinn í langan tíma og það var virkilega skemmtilegt. Fótbolti inni við bestu aðstæður og margir leik- ir. Það er ekki hægt að kjósa sér betri undirbúning. Þegar maður var hérna fyrir einhverjum tíu árum síðan voru þetta bara lyftingar og útihlaup í snjó og helvítis leiðindi. Í dag eru menn í stuttbuxum að spila fótbolta. Ég hef trú á því að við munum eignast betri leikmenn með komandi kynslóðum,“ segir Arnar. „Ég er mjög ánægður með það að KSÍ sé að leggja áherslu á þjálfara- málin. Það skiptir rosalega miklu máli að hafa færa þjálfara í yngri flokkum og því fleiri leikmenn sem við fáum í þessa stétt því betra held ég að þetta verði. Það er alltaf betra ef menn hafa sjálfir spilað fótbolta og enn betra ef menn hafa kynnst því hvernig hlut- irnir eru bæði hér heima og erlendis. Þessi námskeið sem KSÍ er að standa fyrir opna líka sjóndeildarhringinn og eru bara af hinu góða.“ Grikkland og Belgía Eins og fyrr segir er Arnar upp alinn hjá Breiðabliki en hann lék með meist- araflokki félagsins frá 1988 til 1996. Sumarið 1997 lék hann með Leiftri á Ólafsfirði en eftir það tímabil fór hann til Grikklands þar sem hann gekk í rað- ir AEK. „Fyrsta árið mitt í Grikklandi var frábært. Í fyrsta sinn sem maður fór í atvinnumennskuna af einhverju viti. Það gekk rosalega vel, AEK er náttúru- lega eitt af stóru liðunum í Grikklandi og ég vissi í rauninni ekki í hvað ég var að fara. Þetta er lið sem er alltaf í Evr- ópukeppninni og það var í raun bara frábær tími. Við vorum lengi á toppi deildarinnar og spiluðum besta bolt- ann en höfðum ekki nægilega mikla breidd. Við komumst í átta liða úrslit í Evrópukeppni félagsliða en áttum í raun að komast í undanúrslitin, dutt- um út gegn Lokomotiv Moskvu eft- ir mark á 96. mínútu. Það var alveg skelfilegt,“ sagði Arnar. Honum gekk vel í Grikklandi en telur sitt fyrsta tímabil þar hafa ver- ið einn af hápunktum ferils síns. Í því samhengi nefnir hann einnig þriðja tímabil sitt með Lokeren í Belgíu. „Tímabilið 2002-3 var frábært. Þá náðum við þriðja sætinu og ég skor- aði átján mörk í deildinni. Það gekk rosalega vel. Annars átti ég á heildina litið mikilli velgengni að fagna þar ef undan er skilið þetta síðasta tímabil þar sem ég lenti í meiðslunum. Svo voru margir Íslendingar þarna og það gerði þetta enn skemmtilegra,“ seg- ir Arnar sem á flottan feril að baki og mun ljúka honum á heimavelli með Breiðabliki. elvargeir@dv.is Arnar Grétarsson hefur verið besti leikmaður Landsbanka- deildarinnar það sem af er sumri, samkvæmt einkunnagjöf DV. Arnar kom heim úr atvinnumennskunni í fyrra og hefur spilað frábærlega á miðjunni hjá Breiðabliki. Hann ræddi við Elvar Geir Magnússon um ferilinn, heimkomuna og fótboltann hér á landi. FÓTBOLTINN ER STÓR HLUTI AF LÍFI MÍNU „Rúnar er fyrst og fremst fótboltamaður og þegar lið er fyrst og fremst að kýla boltan- um fram, þá gerir hann voðalega lítið.“ Í Belgíu Arnar lék með Lokeren í Belgíu áður en hann hélt aftur í Breiðablik. DV-MYND STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.