Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Side 36
FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 200736 Sport DV
HELDUR RÄIKKÖNEN
UPPTEKNUM HÆTTI?
© GRAPHIC NEWS
Þýski-kappaksturinn Nürburgring
Castrol-S
1. beygja
9. beygja
15. beygja
8. beygja
Mercedes
Arena
Coca-
Cola
NGK chicaneHatzenbach Bogen
Bit
Michelin
Audi-S
Dunlop
Kehre
Ford
Rásmark
Mikilvægar beygjur
Gír / hraði
Tímatökusvæði
10. umferð: 22. júlí
Lengd brautar: 5,148 km
Keppnisfyrirkomulag: 60 hringir – 308,863 km
01
2
3
6 273
6 289
3 128
1 75
2 104
6 297
3 177
5 265
6 281
3 177
1 89
2 128
5 266
2 94
5 258
0 100
Nürburgring-brautin þykir ein sú erfiðasta í Formúlu 1 mótaröðinni. Ferrari hefur verið á mikilli siglingu
og liðið er farið að narta í hælana á McLaren. Það má því búast við hörkukeppni um helgina.
Tíundi kappakstur tímabilsins í
Formúlu 1 fer fram á Nürburgring-
brautinni í Þýskalandi um helgina.
Brautin þykir ein sú erfiðasta af
þeim öllum í akstri.
Árið 1961 varð breski ökuþórinn
Phil Hill fyrsti maðurinn til að aka
hringinn á Nürburgring á skemmri
tíma en níu mínútum þegar hann
ók hringinn á átta mínútum og 55,2
sekúndum á Ferrari-bíl sínum. Síð-
an þá hefur mikið vatn runnið til
sjávar, bæði hvað varðar breyting-
ar á brautinni og þróun ökutækja.
Michael Schumacher á besta tíma
sem náðst hefur á brautinni. Árið
2004 ók hann hringinn á einni mín-
útu og 29,468 sekúndum.
Schumacher á sér töluverða
sögu á brautinni. Auk þess að eiga
besta tíma sem náðst hefur lenti
hann í slysi á Nürburgring árið
1997 þegar Ralf bróðir hans ók á
hann. Áreksturinn hafði mikil áhrif
á titilbaráttu hans við Jacques Ville-
neuve það árið. Fyrirhugað er að
breyta nafni á beygju sem heitir nú
Audi S í Schumacher S á þessu ári.
Bilið minnkar
Finninn Kimi Räikkönen hefur
verið í miklu stuði í síðustu tveimur
keppnum þar sem hann hefur hrós-
að sigri í þeim báðum, á Magny-
Cours í Frakklandi og á Silver-
stone á Englandi. Räikkönen er
nú kominn upp fyrir Felipe Massa,
félaga sinn hjá Ferrari, í keppni
ökumanna. Hann er nú farinn að
blanda sér alvarlega í baráttuna um
heimsmeistaratitil ökumanna og
sigur um helgina myndi hleypa enn
meiri spennu í þá keppni.
Lewis Hamilton er enn efstur
í keppni ökumanna þrátt fyrir að
hafa aðeins náð þriðja sæti í tveim-
ur síðustu keppnum. Hann er samt
sem áður eini ökumaður heims-
meistarakeppninnar sem ávallt
hefur náð á verðlaunapall.
DAGUR SVEINN DAGBJARTSSON
blaðamaður skrifar: dagur@dv.is
© GRAPHIC NEWS
Staðan í heimsmeistarakeppni Formúlu 1
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
=
14
=
16
=
Keppni bílasmiða
Lewis Hamilton
Fernando Alonso
Kimi Räikkönen
Felipe Massa
Nick Heidfeld
Robert Kubica
Giancarlo Fisichella
Heikki Kovalainen
Alexander Wurz
Jarno Trulli
Nico Rosberg
David Coulthard
Takuma Sato
Mark Webber
Ralf Schumacher
Jenson Button
Sebastian Vettel
McLaren
McLaren
Ferrari
Ferrari
BMW Sauber
BMW Sauber
Renault
Renault
Williams
Toyota
Williams
Red Bull
Super Aguri
Red Bull
Toyota
Honda
BMW Sauber
70
58
52
51
33
22
17
14
8
7
5
4
4
2
2
1
1
Stig
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
McLaren-Mercedes
Ferrari
BMW Sauber
Renault
Williams-Toyota
Toyota
Red Bull-Renault
Super Aguri-Honda
Honda
Toro Rosso-Ferrari
Spyker-Ferrari
128
103
56
31
13
9
6
4
1
0
0
Straðan fyrir þýska-kappasksturinn - allir aðrir ökumenn eru með núll stig.
UMMÆLI ÖKUMANNA
FYRIR NÜRBURGRING
Kimi Räikkönen – Ferrari
„Ég hef alltaf haft gaman af þessari braut, af því að hún er
með mjög krefjandi beygjum. Vonandi náum við þrennunni.
Líkt og á Magny-Cours og á Silverstone hafði ég aldrei náð
góðum árangri þar áður. Það er kominn tími til að ná árangri
hér. Síðari hluti tímabilsins er hafinn og það má sjá hvernig
gæfan hefur snúist okkur í hag. Auðvitað vil ég halda áfram á
þeirri braut og halda áfram að vinna og í lok tímabilsins
standa uppi sem sigurvegari.“
Felipe Massa – Ferrari
„Ég býst við að þessi keppni verði mjög jöfn. Ég náði þriðja
sæti á þessari braut í fyrra og það var í fyrsta sinn sem ég
komst á verðlaunapall. Vonandi náum við aftur á verðlauna -
pall að þessu sinni en í betra sæti. Ég á góðar minningar frá
keppninni í fyrra, en við viljum alltaf gera betur.“
Fernando Alonso – McLaren
„Við tókum góða æfingu á Spa-brautinni í vikunni þar sem
allir í liðinu lögðu sig fram. Keppnin er mjög hörð þetta árið
og við verðum allir að leggja okkur hart fram til að ná því
besta fram í bílnum, sérstaklega á Nürburgring-brautinni.
Þetta er ekki braut sem hægt er að treysta á einhvern einn
eiginleika bílsins og það er erfitt að ná hámarksárangri hér.
Lega brautarinnar og krappar beygjur gera það að verkum að
þú þarft að hafa jafnvægi í akstri hvað varðar hraða. Ég mun
því vinna mikið með mínu tækniliði til að ná góðum árangri.“
Lewis Hamilton – McLaren
„Þrátt fyrir að hafa lent í erfiðleikum á Silverstone-brautinni
náðum við í mikilvæg stig og nú hlakka ég mikið til að keppa
á Nürburgring. Ég átti góða helgi þar á síðasta ári (í GP2) þar
sem ég náði mínum fyrsta tvöfalda sigri á því ári og ég naut
þess að aka brautina. Árið 2005 vann ég einnig keppni þar í
Formúlu 3. Bíllinn minn þá var Mercedes-Benz og stuðningur
áhorfenda var frábær. Það verður frábært að keppa fyrir
framan þá aftur, núna fyrir hönd McLaren í Formúlu 1-bíl.
Þessi braut er líklega með fleiri hægar beygjur en nokkur
önnur. Það þarf því að ná sér vel af stað aftur eftir þær.“
Nick Heidfeld – BMW Sauber
„Ég hlakka mikið til keppninnar á Nürburgring. Þar hafa flestir
mínir stuðningsmenn mætt og þökk sé góðum árangri á
þessu ári verður mætingin eflaust góð. Það er góð tilfinning
að hafa slíkan stuðning og einn eða fleiri fjölskyldumeðlimir
munu koma á brautina. Ég tel mig þekkja brautina nokkuð
vel. Frammistaða okkar hefur verið mjög hvetjandi. Það er að
sjálfsögðu skemmtilegra að vita til þess að maður getur náð í
stig og gott sæti. Ef tímatakan fer betur hjá mér nú en í
síðustu keppni á Silverstone ætti ég einnig að geta barist um
sigur í keppninni.“
Robert Kubica – BMW Sauber
„Ég er klár á því að það verður mikill fjöldi áhorfenda og
margir sem munu styðja okkar lið. Ég verð að viðurkenna að
mér finnst brautin ekkert stórkostleg. Ég þekki brautina
nokkuð vel. Ég tel að þetta verði góð helgi og kannski mun
mitt viðhorf til brautarinnar breytast eftir keppnina.“
Fagna þeir um helgina? McLaren-félagarnir
Fernando Alonso og Lewis Hamilton sjást hér
fagna eftir kappaksturinn á Silverstone-brautinni.
Finninn fljúgandi Kimi
Räikkönen hefur hrósað sigri
á tveimur síðustu mótum.