Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Qupperneq 38
MENNING
FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 200738 Menning DV
KK og Maggi
í langferð
KK og Maggi Eiríks lögðu í
gær upp í tónleikaferð þar sem
þeir leika lög af ferðalagaplötum
sínum, en þær eru nú orðnar
þrjár talsins. Ferðin hófst með
tónleikum á Borg í Grímsnesi
í gærkvöldi. Í kvöld leika þeir í
Duushúsum í Keflavík og annað
kvöld í Bíóhöllinni á Akranesi.
Ferðinni lýkur á sunnudagseftir-
miðdaginn með stórtónleikum
í Fjölskyldu- og húsdýragarðin-
um í Reykjavík. Næstkomandi
fimmtudag leggja þeir félagar
svo aftur í langferð. Þá verður
ferðinni heitið á Ísafjörð, Akur-
eyri og Sauðárkrók.
Kvartett Snorra
Á áttundu tónleikum sum-
artónleikaraðar veitingahúss-
ins Jómfrúarinnar við Lækj-
argötu, laugardaginn 21. júlí,
kemur fram kvartett trompet-
leikarans Snorra Sigurðarson-
ar. Aðrir hljóðfæraleikarar eru
Eðvarð Lárusson á gítar, Tómas
R. Einarsson á kontrabassa og
Þorvaldur Þór Þorvaldsson á
trommur. Tónleikarnir hefjast
kl. 15 og standa til kl. 17. Leikið
verður utandyra á Jómfrúar-
torginu ef veður leyfir, en ann-
ars inni á Jómfrúnni. Aðgangur
er ókeypis.
Kátir dagar á Þórshöfn
Hátíðin Kátir dagar fer fram á Þórshöfn um helgina. Á meðal
viðburða þar eru útimarkaður, brunaslöngubolti, kassabílarallí,
myndlistarsýningar og dansleikir, að ógleymdri
heimsfrumsýningu á tveimur stuttmyndum. Þá verður spákona á
svæðinu fyrir þá sem vilja vita hvað framtíðin ber í skauti sér.
Nánari upplýsingar er að finna á langanesbyggd.is.
Nú stendur yfir Carnival á Café Oliver við Laugaveg.
Carnival við Laugaveg
„Tilefnið er í rauninni ekkert
annað en að gleðja kúnnana okk-
ar og láta þá hafa eitt-
hvað fyrir stafni þessa
helgi, þegar lítið er um
að vera í bænum,“ segir Arnar Þór
Jónsson hjá Café Oliver. Þar stend-
ur nú yfir fjögurra daga hátíð und-
ir yfirskriftinni Carnival, þar sem
fyrirhugaður er fjöldi viðburða;
allt frá eldgleypum og götuleikhúsi
til sígaunatónlistar og magadans.
Arnar á von á góðri stemningu og
mikilli aðsókn. „Við fengum hingað
10-12 þúsund gesti í fyrra og eigum
von á öðru eins,“ segir hann. Dag-
skrá hátíðarinnar fer fram allan
daginn og fram eftir nóttu - bæði
inni og úti, en á Oliver er útisvæði
sem nýtist vel til skemmtanahalds.
„Við erum með útiaðstöðu fyrir um
100 manns í sæti, en ef það rign-
ir verður brugðist við því og dag-
skráin flutt inn,“ segir Arnar. Hann
segir að um 40 atriði verði í boði á
hátíðinni. „Það má ganga út frá því
að eitthvað gerist á tveggja klukku-
tíma fresti þessa daga.“ Hljóm-
sveitin Tepokinn er í nokkru aðal-
hlutverki á hátíðinni en sveitin fær
til liðs við sig tónlistarmenn eftir
þörfum og bregður sér þá í hlut-
verk sígaunahljómsveitar, spilar
kúbanska tónlist og tangó. Arnar
segir að fyrir utan Carnivalið sé lít-
ið um að vera í borginni um helg-
ina. „Ég held að Oliver eigi eftir að
eiga þessa helgi eins og hún leggur
sig,“ segir hann.
„Sagan er mjög alþjóðleg og
sækir augljóslega á sömu mið og
Da Vinci-lykillinn,“ segir Óttar
Martin Norðfjörð rithöfundur sem
þessa dagana er að leggja lokahönd
á nýja skáldsögu, Hníf Abrahams,
sem kemur út með haustinu. „Hún
er í prófarkalestri og fer vonandi í
prentun á næstu vikum. Það eru nú
þegar nokkrir búnir að lesa hana og
eru allir mjög ánægðir með hana.“
Óttar hefur vakið töluverða at-
hygli og umtal fyrir fyrri verk sín.
Þar ber líklega fyrst að nefna fyrsta
bindi ævisögu Hannesar Hólm-
steins Gissurarsonar, Hannes -
Nóttin er blá, mamma, sem kom
út í fyrra og var á meðal söluhæstu
ævisagnanna þá vertíðina. Verk-
ið er nokkuð óvenjulegt þar sem
það er einungis fjórar blaðsíður
og byggt á heimasíðu Hannesar.
Haustið áður sendi Óttar frá sér
skáldsöguna Barnagælur þar sem
lesendur fengu innsýn í huga ís-
lensks barnaníðings og vakti sterk
viðbrögð hjá sumum. Bókin fór
samt ekki mjög hátt í umræðunni,
hvort sem það stafar af því að þjóð-
in hafi ekki verið tilbúin í umræðu
um þennan málaflokk út frá þeim
vinkli, eða aðrar ástæður hafi leg-
ið þar að baki. Fyrr á þessu ári kom
svo út teiknimyndasagan Jón Ás-
geir og afmælisveislan sem fjallar
öðrum þræði um Baugsmálið og
„persónur“ þess. Áður hafði Óttar
sent frá sér nokkrar ljóðabækur.
Erfitt að tengja við Ísland
Að sögn Óttars fjallar Hnífur
Abrahams í grófum dráttum um ís-
lam-kristni deiluna sem er í gangi
í dag og rekur mjög gamalt leynd-
armál sem tengist þessum trúar-
brögðum. „Hún gerist í New York
í nútímanum. Aðalpersónan er
írskur prófessor og rithöfundur en
aðstoðarmaður hans er íslensk-
ur strákur sem hefur verið að læra
hjá honum í Dublin,“ segir Óttar.
„Upphaflega var hún svakalega al-
þjóðleg því ég gat einhvern veginn
hvergi komið tengingu við Ísland
inn í þetta umfjöllunarefni. Í fyrsta
lagi varð ég að staðsetja söguna
einhvers staðar annars staðar en
á Íslandi. Samsæri í tengslum við
íslam og kristni gengur bara ekk-
ert upp hérna. Við erum svo fjar-
læg þessu og því hefði þetta verið
ótrúverðugt. Ég ákvað því að stað-
setja söguna í New York, enda er
hún orðin svo mikill holdgervingur
þessara átaka eftir 11. september.
Svo brá ég á það ráð að hafa aðstoð-
armanninn Íslending sem meikar
alveg sens þar sem það eru mikil
samskipti á milli Íslands og Írlands
og Íslendingar sækja háskólanám
til Dublin. Prófessorinn og aðstoð-
armaðurinn eru svo á ráðstefnu
í New York og detta þannig inn í
plottið.“
Komst að leyndarmáli
„Svona týpur af bókmenntum
hafa náttúrlega verið svolítið vin-
sælar síðustu ár og maður hlýtur að
pæla í því hvort það gæti verið gam-
an að skrifa svona bók, að taka þátt
í þessari bylgju,“ segir Óttar. „Ég var
svo með þessa hugmynd um Abra-
ham sem er faðir múslima, gyðinga
og kristinna. Mér fannst það mjög
áhugavert konsept að hann skyldi
vera faðir þessara þrennra trúar-
bragða sem deila endalaust í dag. Ég
fór því að lesa mér til um Abraham
og komst að skemmtilegu leyndar-
máli í tengslum við hann og merki-
legasta atburðinn í lífi hans þegar
hann ætlaði að fórna öðrum syni
sínum að beiðni guðs. Við það að
lesa mér til um þetta komst ég að því
að það er áhugavert „tvist“ á þessu
öllu og áður en ég vissi af kviknaði á
sögunni, hún varð lifandi.“
Og Óttar segist hafa komist að
ýmsu sem sé ekki á vitorði margra
á Vesturlöndum - kannski helst
þeirra sem eru skólaðir í trúar-
bragðafræðum. „Þetta er eitthvað
sem mjög fáir, held ég, í Vesturheimi
vita en aftur á móti allir múslimar.
Munurinn er bara hvernig þetta er
kennt hérna og í arabalöndunum.
Það er einmitt mjög fyndið að ein af
þeim bókum sem ég las heitir Hug-
myndir sem breyttu heiminum eða
eitthvað í þá veru. Þar er minnst á
þetta fyrirbæri en maðurinn sem
Djangó og
Snap Happy
Í kvöld verður djangó-veisla
á Græna hattinum á Akureyri
en þá troða upp Hrafnaspark
frá Akureyri og Mímósa frá
Reykjavík ásamt gestum. Ann-
að kvöld leikur svo ástralska
djasshljómsveitin Snap Happy
á Græna hattinum, en sveitin er
um þessar mundir á tónleika-
ferð um Norðurlöndin. Snap
Happy var stofnuð snemma
árs 2006. Í hljómsveitinni eru
félagar úr The Hoodangers, The
Man Who Knew Too Much, The
Red Eyes og The Cat Empire,
sem eru frá Melbourne.
Café Oliver
Þéttskipuð menningardagskrá er
þessa dagana á Oliver
HÁTÍÐ
Óttar Martin Norðfjörð rithöfundur fer ekki alltaf troðnar slóðir. Þau verk sem hann
hefur sent frá sér á undanförnum árum hafa sum vakið töluverða at-
hygli og ekki ólíklegt að sú verði raunin með nýjustu bók hans, Hníf
Abrahams, sem hann undirbjó í tvö ár áður en skrifin hófust. Bókin er væntanleg í
haust líkt og annað bindi ævisögu Óttars um Hannes Hólmstein Gissurarson.
BÓKMENNTIR
Uppljóstrar leyndarmáli í hámenningarreyfara
Óttar Martin Norðfjörð rithöfundur
„Ein af þeim bókum sem ég las heitir Hugmyndir sem breyttu heiminum eða
eitthvað í þá veru. Þar er minnst á þetta fyrirbæri en maðurinn sem skrifaði þá bók
vissi greinilega ekki þetta leyndarmál sem ég veit og skrifar því algjöra vitleysu.“
Dv mynd Stefán