Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Page 39
Arnaldur Arnarson á Gljúfrasteini Arnaldur Arnarson spilar á áttundu stofutónleikum Gljúfrasteins í sumar nú á sunnudaginn. Efnisskrá Arnaldar er fjölbreytt en þar má meðal annars finna prelúdíu fyrir lútu eftir Bach og verk eftir kúbverska tónskáldið og gítarleikar- ann Leo Brouwer. Líkt og áður hefjast tónleikarnir kl. 16 og aðgangseyrir er 500 krónur. DV Menning FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 39 HÁTÍÐ skrifaði þá bók vissi greinilega ekki þetta leyndarmál sem ég veit og skrifar því algjöra vitleysu. Svo lesa þetta allir og halda að sé satt,“ segir Óttar sem viðurkennir að hann tali mjög undir rós. Hann er hins vegar ófáanlegur til að láta meira uppi um þetta „leyndarmál“, enda yrði það ekki til góða fyrir bókina. Margt í gangi með erlendan markað Óttar fékk hugmyndina að Hnífi Abrahams haustið 2004 og fór þá að lesa. „Ég tók um það bil tvö ár í að grúska í þessum fræðum. Bókina skrifaði ég svo á hálfu ári í Sevilla á Spáni í fyrra sem er frábær borg til að skrifa þessa bók í því Sevilla er einmitt þekkt fyrir samkrull menn- ingarheima kristinna og múslima. Múslimar réðu henni í margar ald- ir en frá því um 1500 og til dagsins í dag hafa kaþólikkar verið þar við völd,“ segir Óttar en þess má geta að hann á spænska kærustu. Það er hið unga forlag, Sögur útgáfa, sem gefur bókina út en að sögn Óttars var JPV líka spennt fyrir henni. „Ég var hins vegar búinn að skrifa undir samning hjá Sögum út- gáfu þegar JPV fór að sýna bókinni áhuga. Ég gat því ekki skorast und- an því, en ég er líka mjög sáttur því þessir tveir strákar sem eru með Sögur útgáfu eru mjög kröftugir,“ segir Óttar og bætir við að forlagið sé í miklum vexti. „Og það er heil- mikið í gangi núna með að koma bókinni til útlanda líka. Það verður byrjað bráðum á því að þýða hana yfir á ensku og svo er verið að leita alls kyns leiða til að koma henni til ólíkra landa.“ Vill koma á óvart Eins og áður segir hefur Óttar, sem er 27 ára, farið um víðan völl á sínum stutta rithöfundarferli því eft- ir hann liggja ljóðabækur, skáldsög- ur, ævisögur og teiknimyndasaga. Hvað veldur? „Mér finnst gaman að fara nýjar slóðir. Ég verð fljótt leiður á hlutum og verð leiður á að endur- taka sjálfan mig. Ég gæti ekki gefið út ljóðabók ár eftir ár. Mér finnst líka gaman að koma sjálfum mér og öðr- um á óvart, hoppa á milli forma og tegunda og vera ekki fyrirsjáanleg- ur. Ég verð reyndar að viðurkenna að ég hef sjaldan skemmt mér jafn- vel og þegar ég var bæði að lesa mér til og skrifa Hníf Abrahams. Ég er því svolítið hræddur um að ég sé jafn- vel búinn að festast aðeins í þessari tegund því næsta bók sem ég er að fara að skrifa er ekki ósvipuð,“ segir Óttar en þá bók hyggst hann skrifa í Barcelona í haust. Hann kemur þó heim í nóvember til að fylgja eft- ir nýju bókinni, að ógleymdu öðru bindi ævisögu Hannesar Hólm- steins sem eins og sakir standa ber heitið Hólmsteinn - Holaðu mig litli dropi, holaðu mig. kristjanh@dv.is Tónleikar í Vinaminni Kristján Orri Sigurleifsson kontrabassaleikari og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari halda tónleika í Vinaminni, safnaðarheimili Akraneskirkju, í kvöld. Kristján og Guðrún hafa spilað nokkrum sinnum saman áður, meðal annars á Gljúfrasteini um síðustu helgi. Verð á tónleikana er 1.000 kr. en þeir hefjast kl. 20. LungA í kvöld Á Seyðisfirði stendur nú sem hæst Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, LungA. Í kvöld fara fram föstudagstón- leikar hátíðarinnar - en stærri tónleikar verða einnig haldnir annað kvöld. Á tónleikunum í kvöld koma fram hljómsveit- irnar Miri, Foreign Monkeys, Tony the pony og Lada sport. Sérstakir gestir verða Skátar. LungA er haldin árlega og eru þá haldnar listasmiðjur auk margs konar sýningahalds og viðburða. Stærsti áhrifa- valdur Bachs Á Sumartónleikum í Skál- holtskirkju um helgina verður haldið sérstaklega upp á 300 ára ártíð tónskáldsins Dietr- ichs Buxtehude. Hann átti einn stærsta þátt í að leggja grunn að fullkomnun barokktónlist- arstílsins í Þýskalandi og er jafnframt talinn stærsti áhrifa- valdur J. S. Bachs. Dagskráin hófst í gær en á morgun heldur Margaret Irwin-Brandon fyr- irlestur um Buxtehude og svo verða haldnir tónleikar tileink- aðir tónskáldinu með Bach- sveitinni í Skálholti og söng- hópnum Grímu. Fyrirlesturinn hefst klukkan 14 og tónleikarn- ir kl. 15. Einar og KK á Rás1 Á laugardögum kl. 18.30 er á dagskrá Rásar 1 þátturinn Á vængjum yfir flóann, í umsjón Einars Kárasonar rithöfundar og tónlistarmannsins KK. Einar skrifaði ævisögu KK fyrir nokkr- um árum auk þess sem þeir koma fram í sýningunni Svona eru menn, sem fjallar um sama efni. Í þáttunum ræða þeir félagar um allt sem í hugann kemur, atburði liðinna daga og segja sögur úr fortíð og nútíð. Tónlistin er vitaskuld áber- andi í þáttunum - en KK mætir vopnaður gítar í hljóðstofu og því viðbúið að umsjónarmenn bresti í söng. „Ég geri ráð fyrir að þetta verði með stærstu hátíðunum hingað til. Í fyrra komu um 1.000 manns þannig að íbúafjöldinn sexfald- aðist,“ segir Hjördís Ýrr Skúladóttir sem er í forsvari fyrir Skeljahátíðinni í Hrísey sem haldin verður í fimmta sinn um helgina. Þetta árið er hátíðin haldin sameiginlega með Fjölskyldu- hátíðinni, sem sett var á laggirnar í eynni fyrir tíu árum. Hjördís segir veðurspána að þessu sinni lofa nokk- uð góðu. Á meðal þess sem fólk getur gert sér til skemmtunar á hátíðinni er að taka þátt í Íslandsmótinu í skelja- kappáti. Að sögn Hjördísar fer hún þannig fram að hver keppandi fær ákveðinn fjölda skelja sem hann þarf að klára á sem stystum tíma. Einn dómari er svo á hvern keppanda. „Dómarinn tekur bæði tímann og mælir snyrtimennsku því hún skipt- ir líka máli. Keppendur fá stig fyrir það hvernig skeljunum er raðað upp og dómarinn metur hvort keppand- inn hagar sér eins og almennilegur snyrtipinni þegar hann er að borða skeljarnar,“ segir Hjördís. Hátíðin sjálf fer fram á morgun en örlítið forskot er tekið á sæluna í dag með óvissuferðum fyrir börn og full- orðna og útgáfutónleikum Hvann- dalsbræðra. Á morgun verður meðal annars söngvarakeppni fyrir börnin, haldið verður í fjársjóðsleit og boðið upp á vitaferðir. Um kvöldið verður síðan grillað, sunginn brekkusöngur við varðeld og endað svo með flug- eldasýningu. Nánari upplýsingar um hátíðina Skeljahátíðin í Hrísey verður haldin í fimmta sinn um helgina: Snyrtilegt kappát og fjársjóðsleit Grillað á teini Um 1.000 manns mættu á hátíðina í fyrra. Uppljóstrar leyndarmáli í hámenningarreyfara Dv mynd Stefán

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.