Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Síða 45
DV Ferðalög föstudagur 20. júlí 2007 45 U m s j ó n : B a l d u r G u ð m u n d s s o n . N e t f a n g : b a l d u r @ d v . i s á ferðinni Karlinn í tunglinuí gamalli þjóðsögu segir af sauðaþjófi sem settist niður á afvikinn stað með stolið sauðslæri í hendinni. Hugðist hann snæða í makindum en ávarpaði tunglið með þessum ósvífnisorðum og rétti um leið upp á móti því hnífinn með ketbita á oddinum: Viltu, tungl, þér á munn, þenna bita feitan? Þá svaraði honum aftur rödd af himni: Viltu, hvinn, þér á kinn, þenna lykil heitan? í sama bili féll glóandi lykill úr hálofti beint niður á kinn þjófsins og brenndi á hann brennimark og bar hann örið eftir æ síðan. upp frá því voru þjófar ætíð brennimerktir. Dagskráin er enn í mótun en við erum búin að ganga frá því að Páll Óskar mun mæta á svæðið, hljóm- sveitin Bermúda mun spila hjá okk- ur og Geirmundur Valtýsson mun einnig spila á hátíðinni,“ segir Elías Bjarni Ísfjörð, framkvæmdastjóri Síldarhátíðarinnar á Siglufirði. Elías segir að fleiri eigi eftir að bætast við en fullmótuð dagskrá verður aug- lýst á siglo.is von bráðar. Aðstand- endur hátíðarinn eiga von á svip- uðum fjölda og undanfarin ár. „Við höfum verið að fá um fimm þúsund manns þegar best lætur undanfar- in ár og við gerum ráð fyrir svipuð- um fjölda að þessu sinni,“ segir El- ías Bjarni og leggur áherslu á að um fjölskylduskemmtun sé að ræða. „Það eru allir velkomnir til Siglu- fjarðar en okkur þykir unglinga- drykkja ekki æskileg. Það verða eng- ir dansleikir fyrir sniðnir fyrir þann aldurshóp. Böllin verða haldin inn- andyra þar sem aldurstakmarkið er 18 ár.“ Fyrir börnin verður atriði úr Abbababben, trúðar verða á svæð- inu, dorgveiði- og söngvakeppnir og tívolí, svo fátt eitt sé nefnt. „Það eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það stendur auk þess til að bjóða upp á skipulagðar gönguferð- ir. Á Siglufirði er auk þess að finna Síldarminjasafnið sem er að sögn heimamanna eitt stórfenglegasta safn Evrópu. Ekkert kostar inn á há- tíðina en nokkrir einstakir viðburð- ir krefjast þó aðgangseyris. Loks er rétt að geta þess að lögregla og björgunarsveitir munu halda uppi öflugu eftirliti og verða til taks allan sólarhringinn. Síldarhátíðin á Siglufirði verður haldin í 17. sinn um verslunarmannahelgina. Dagskrá- in verður að vanda fjölskyldumiðuð. Allir velkomnir á Síldarhátíð Eftirlætisstaðir Áhugamenn um íslenska náttúru geta nú hoppað hæð sína í loft. út er kominn mynddiskur sem ber nafnið, íslenskir eftirlætisstaðir. Á honum er að finna myndskeið frá rúmlega eitthundrað stöðum víðsvegar um landið. Þau sýna náttúrufar íslands, sögu þess og menningu. Efninu er skipt upp í sex landshluta og er talsett á sjö tungumálum; ensku, frönsku, þýsku, dönsku, japönsku kínversku og íslensku. Efni myndarinnar var tekið upp á síðustu þremur árum en um tónlistina sá sigtryggur Baldursson og Ben frost. Óhætt er að mæla með þessum diski sem er tilvalin tækifæris- gjöf fyrir innlenda og erlenda náttúruunnendur. Brynjar var að ganga á tveggja tinda eldfjall í Guatemala árið 2004. Lægri tindurinn sem heitir Fuego og er virk eldstöð gýs mjög reglu- lega. Hinn hærri Acatenango og er í 3976 metra hæð yfir sjávarmáli. Á ferð sinni um landið kynntist Brynj- ar Bandaríkjamanni, Viktor að nafni, sem ólmur vildi ráða hann sem leið- sögumann á Acatenango. Þeir Viktor lögðu í hann ásamt tveimur gestum, Matt frá Þýskalandi og Maríönnu frá Bandaríkjunum. Ferðin byrjaði vel „Við byrjuðum ferð okkar klukk- ann fimm að morgni, með bakpoka sem vógu um 25 kíló. Við þurft- um meðal annars að bera allt vatn því það er ansi erfitt að finna vatn á snjólausu fjalli sem er eldvirkt í þokkabót,“ segir Brynjar sem útskýr- ir að virk eldfjöll sé mjög gaman að klífa vegna þess hve þau eru lag- skipt. Umhverfið er því mjög breyti- legt. „ Við Viktor skiptum liði, hann fór á undan með talstöð, kúnnarnir tveir fóru á eftir honum og ég rak síð- an lestina og var einnig með talstöð. Það gerist nefnilega ansi oft að þeg- ar útlendingar klífa fjöll að þeir eru rændir og jafnvel myrtir af heima- mönnum sem ganga oft með byssur eða sveðjur. Við töldum það betra að ef annar kúnninn drægist aftur úr að ég myndi þá fylgja þeim kúnna upp fjallið og við myndum hittast á stöð- um sem við höfðum ákveðið að taka pásur og hvílast,“ útskýrir Brynjar sem segir að ferðin hafi gengið mjög vel fyrstu fjóra klukkutímanna. Elt af sveðjuvopnuðum heima- mönnum Eftir það fóru skrefin að þyngjast hjá Maríönnu. „Viktor og Matt fóru á undan okkur. Þegar við áttum um hálftíma eftir á tindinn kallaði Viktor á mig í talstöðina að nálægt tindinum væru fjórir innfæddir með sveðjur og að tveir þeirra hefðu byrjað að elta þá félaga. Við höfðum talað saman að ef slíkt gerðist þá myndum við reyna að sameina hópinn og reyna að verjast í sameiningu. Viktor hafði tekið með sér bjarnarsprey frá Bandaríkjun- um sem sprautar húð-ertandi efni með háum þrýstingi á árásarmann- inn. Þegar við Marianna nálguðumst tindinn sáum við Viktor og Matt á harðahlaupum með tvo Guatemala búa á hælunum. Aðrir tveir stóðu ná- lægt okkur, vopnaðir sveðjum“, segir Brynjar og viðurkennir að púlsinn hafi rokið upp úr öllu valdi við þess- ar ógnvænlegu aðstæður. „Ég kallaði á Viktor og við mátum stöðuna. Nú voru góð ráð dýr. „Við Marianna ákváðum að halda för okkar áfram og löbbuðum í átt að mönnunum tveimur. Ég reyndi að láta eins og ekkert væri og kastaði á þá kveðju þegar við gengum fram- hjá þeim. Þeir veittu okkur eftirför og við gengum rösklega að tindinum þar sem Viktor og Matt höfðu numið staðar. Hvergi bólaði á mönnun- um sem höfðu hlaupið á eftir þeim. Skyndilega sáum við hvar þeir stóðu fyrir ofan okkur, en hinir tveir fyr- ir neðan okkur. Viktor talaði mjög slæma spænsku en hreytti því þó út úr sér sem hann kunni og gerði þeim ljóst að ef þeir myndu nálgast þá myndi hann úða á þá með spreyinu góða,“ segir Brynjar og viðurkenn- ir að ástandið hafi ekki verið álit- legt. „Hann beindi spreyinu að þeim eins og hann væri Jams Dean og úð- inn væri sexhleypa. Eftir nokkrar stressandi mínútur tóku mennirnir fyrir ofan stóran sveig framhjá okkur, röltu að félögum sínum og þeir löbb- uðu svo saman niður fjallið. Eftir stóðum við með adrenalínið í botni. Eldgos, þrumur og eldingar Við nánast hlupum lang erfiðasta áfanga fjallsins á nokkrum mínút- um, svo fegin vorum við að sleppa lifandi frá þessum villimönnum. Hættan var liðin hjá,“ útskýrir Brynj- ar en ævintýrin voru ekki alveg búin enn. „Þegar við vorum að fara að tjalda á toppinum kom í ljós að ég hafði gleymd tjaldsúlunum í höfuð- stöðvunum og því sváfum við undir berum himni. Þetta var eins sú besta nótt sem ég hef upplifað því tindur- inn Fuego sem var í eins kílómetra fjarlægð gaus í klukkutíma yfir nótt- ina. Síðan byrjuðu þrumur og eld- ingar og við vorum með besta út- sýnispall sem hugsast gat,“ segir Brynjar en viðurkennir að þau hafi lítið sofið um nóttina, bæði vegna stórkostlegs sjónarspils náttúrunn- ar og vegna þess að þau urðu ávallt að vera á varðbergi ef villimennirn- ir skildu snúa aftur. Það gerðist þó ekki og þau komust heil á höldnu til byggða. Brynjar lét þetta ekki á sig fá og þáði leiðsögumannsstarfið í kjöl- far ferðarinnar. Frábært ferðaþjónustuár Veðurblíðan hefur skilað sér að krafti inn í rekstur ferðaþjónustuaðila. Þetta er samdóma álit ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi þegar þeir eru spurðir um ferðaþjónustuvertíðina það sem af er sumri. Næstu tvær vikur eru jafnan þær annasömustu í ferðaþjónustu hér á landi enda bætist mikill fjöldi innlendra ferðamanna við þá erlendu. sumarið sunnan til hefur verið eitt það besta í manna minnum og fólk flykkist af skrifstofunum og út á land. Þeir bændur sem til var leitað sögðu flestir að langvarandi þurrkar hefðu haft töluverð áhrif á sprettuna. Þeir ættu þó að geta tekið gleði sína á ný, enda spáir loksins rigningu á suðurlandi nú um helgina. Húnavatnssýslur Húnavatnssýslur hafa upp á fjöl- breytta afþreyingu að bjóða, en þar hefur verið unnið markvisst í þeim málum undanfarin misseri. í Vestur- sýslunni er nú lögð mikil áhersla á menningar- og sögutengda ferða- þjónustu með áherslu á grettissögu. Á Blönduósi er heimilisiðnaðarsafn sem er hið eina sinnar tegundar á landinu. Ekki má gleyma Kántrýbæ á skaga- strönd þar sem finna má kúrekasafn norðursins. Þessu til viðbótar má komast í golf, gönguferðir með leiðsögn, hestaferðir, hvala- og selaskoðun, sundlaugar, jeppa- og snjósleðaferðir og sjóstangveiði svo eitthvað sé nefnt. Ekki leita langt yfir skammt. Á vefnum ferdalag.is má lesa allt um Húnavatnssýslur sem og aðra ferðamannastaði landsins. Brynjar Helgi Ásgeirsson er 26 ára Akureyringur. Hann er mikill ferðalangur og hefur sérstaklega gaman af því að klífa fjöll víðs vegar um heiminn. Hér segir hann einstaka sögu af fjallgöngu í Guatemala, þar sem vopnaðir heimamenn urðu á vegi hans. Þrumur, sveðjur og eldgos Brynjar Helgi á Acatenango í Guatemala Var eltur af sveðju- vopnuðum heimamönnum. Síldarævintýri á Siglufirði allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi enda dagskráin vegleg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.