Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Síða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Síða 52
Tr yg g va g a ta ry g g va g a ta FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 200752 Helgarblað DV Föstudagur Laugardagur SKEMMTILEG BLANDA Á PLAYERS Reynsluboltarnir í Spútnik ætla allir að draga fram svörtu lakkskóna og lakkrísbindin á föstudag- inn á Players. Það er svo hljómsveitin Eyjakvöld sem sér um laugardags- kvöldið. SÍMON Á VEGAMÓTUM Símon segir komdu á Vegamót í kvöld. Símon segir skylda að dansa í kvöld. Símon segir partíið er á Vegamótum. Já, Dj Símon veit hvað hann syngur. DJ PRIK Á PRIKINU Eins og svo oft áður á Prikinu er það Dj Prik einnig þekktur sem Dj Download einnig þekktur sem Dj Andri einnig þekktur sem Dj DV sem byrjar kvöldið. Á slaginu tólf ætlar svo hinn góðhjartaði Óli Hjörtur að taka við. BIGGO Á ANGELO Angelo elskar grúvið og grúvið elskar Biggo. Þannig er það bara. Biggo heldur áfram að dæla djúpum hústöktum og minemalísku teknói í gesti og gangandi. Dæla sko. Ef þú vilt hitta hershöfðingja stemmingar þá skellirðu þér á Angelo. ELDGLEYPAR Á NASA Páll Óskar og Plugg´d eru með massíft teiti á NASA þar sem verða eldgleyp- ar, gógódansarar og sprengingar á sviðinu. Páll Óskar er meistari skemmtanalífsins og strákarnir í Plugg´d eru reynsluboltar þrátt fyrir ungan aldur. Skemmti- legheit fylgja miðanum. FLEX Á BARNUM Það eru félagarnir Kiddi og Bjössi frá Flex sem að sjá um neðri hæðina eða Ghozt og Brunheim eins og þeir kalla sig. Dansi dans í fyrirúmi. Það er svo Árni Japan sem spilar kínverska dægurlagatónlist á efri hæðinni. PARTÍ Á SÓLON Það er klassísk hnakka- uppstilling á Sólon um helgina þar sem starfsmenn FM957 sjá um tónlistina. Brynjar Már sér um efri hæðina á meðan Rikki G heldur partí á neðri hæðinni. Partí gott fólk. DJ JAY Ó Á HVERFIS Það er enginn annar en gamla Verslóbrýnið Jónas Óli sem hristir alls kyns stemningu fram úr erminni á Hverfisbarnum. Enda ekki skrýtið þar sem hann kallar sig Dj Jay Ó. Hversu fyndið er það. DJ STEF Á HVEBBANUM Það er meistari Gunni „með hann stóran“ Stef sem sér um kvöldið í kvöld á Hverfisbarn- um. Hann hatar ekki að matreiða dansi dansi ofan í sætu stelpurnar á Hverfis og það verður dansað fram á rauða nótt. FRANSKI SNÚÐURINN MEHDI Á BARNUM Það er hinn seiðandi franski plötusnúður Mehdi frá Edbanger- records sem segir Je‘taime og skellir rosalegum plötum á spilarann. Þeir félagar Dj Margeir og Jón Atli verða svo á hinni hæðinni og spila klassíska íslenska tóna - eða ekki. Það er samt ekki spurning að stuðið verður á Barnum í kvöld. ELÍN EY OG LEGÓ Á PRIKINU Hey! Það er hún Elín Ey sem ætlar að syngja fyrir gesti Priksins í kvöld og er ekki ólíklegt að eitthvað súperhresst lið mæti með henni á svæðið. Svo verður það Maggi Legó sem tekur við stuðpinnanum og stjórnar fólki í dúndrandi danssveiflum fram eftir nóttu. ILLAÐUR Á VEGÓ Illaður Dan sem er þekktur undir nafninu Danni Deluxe hefur tekið upp nafnið Danni Deluxxx því það er nú einu sinni mun illaðara. Ó, já, það verður illuð stemning á Vegamótum á laugardaginn. GOTT KARMA Á KK Það verður blússandi stemning og fyrirmynd- armórall á Kringlu- kránni um helgina þegar stuðbandið Karma treður upp. Ef þú kemst ekki á föstudag- inn þarftu ekki að örvænta því þeir verða á laugardaginn líka. Feitt. STRÍPAN Á SÓLON Binni strípa er búinn að starta sólóferlinum og hefur aldrei verið heitari. Kíktu á Sólon og upplifðu hitann á dansgólfinu með B-manninum. Brynjar Már er með doktors- gráðu í skemmtanafræðum. GOTTI, EYSI OG MAGGI Á HRESSÓ Það verður gott partí á Hressó þegar Gotti og Eisi starta gleðinni. Gleðin deyr svo aldrei því Dj Maggi sér til þess að fólk gleðjist bara meira og meira þar til svitinn og stemningin verður orðin svo gríðarleg á dansgólfinu undir morgun að fólkið bara rennur út og heim í rúmið. PLAYMO Á QBAR? Nei, legó, Maggi legó. Gamli reynsluboltinn spilar út öllum trompunum á Qbar á laugardaginn. Ekki annað hægt í flottasta og besta plötusnúðabúri bæjarins. Rokk on. SHAFT Á QBAR Það er enginn annar en Dj Shaft eða Skafti sem færir sig smátt og smátt upp á skaftið á Qbar í kvöld. Shaft er svo heitur að það hafa verið búnir til sjónvarps- þættir og heil kvikmynd um kappann enda skyldi engan furða sem hefur mætt á gleðskap sem stjórnað er af Shaft-manninum. „Who‘s the black private dick? That‘s a sex machine to all the chicks? SHAFT! Ya damn right!“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.