Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Síða 62
FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 200762 Síðast en ekki síst DV
SANDKORN
■ Pétur Gunnarsson blogg-
ari hefur undanfarið fjallað um
hugsanleg kaup Bókmenntafé-
lags Máls og menningar á Eddu
útgáfu, sem að mestu er í eigu
Björgólfs Guðmundssonar.
Hann fullyrðir að kaupin muni
ganga í gegn um næstu mán-
aðamót og
muni bóka-
útgáfa Eddu
færast yfir
til Máls og
menningar.
Það sem eftir
standi hjá
Eddu verði
bókaklúbb-
arnir. Pétur segir hins vegar ekki
frá því að einn þeirra manna
sem hafður er með í ráðum hjá
Máli og menningu sé Halldór
Guðmundsson, bókmennta-
fræðingur og ritstjóri Skírnis,
sem jafnframt er fyrrverandi
forstjóri Eddu útgáfu. Spurning-
ar hafa því vaknað hvort hann
muni koma aftur til starfa - þá
hjá Máli og menningu.
■ Nýjustu fregnir herma að
Kristján Hjálmarsson sonur
Hjálmars Árnasonar fyrrver-
andi alþingismanns sé tekinn
við af Óskari Hrafni Þorvalds-
syni sem ritstjóri Sirkus-blaðs-
ins. Kristján hefur verið með
annan fótinn
á Frétta-
blaðinu
frá stofnun
þess og hef-
ur töluverða
reynslu af
því að skrifa
efni í svip-
uðum dúr og Sirkus-blaðið er.
Óskar mun taka við sem ritstjóri
Vísir.is þegar hann snýr aftur úr
sumarfríi.
■ Nýjasta afurð Apple, iPhone,
sem beðið hefur verið með mik-
illi eftirvæntingu virðist eitthvað
vera að klikka. Í fyrstu var kvartað
mikið undan snertilyklaborði
símans sem er partur af skjánum
en ekki utanáliggjandi eins og
venj an er. Nú
eru að koma
upp öllu
alvarlegri
vandamál
með símann.
Í Duke-há-
skólanum
í Banda-
ríkjunum
hefur það vandamál verið að
koma upp að iPhone yfirfyll-
ir þráðlaust net skólans með
beiðnum um svokallað Mac
adress. Beiðnirnar eru allt að
30.000 á sekúndu og loka allt að
30 aðgangspunktum í tenging-
unni í einu. En sem er hefur þetta
vandamál aðeins komið upp hjá
Duke en Apple hefur lítið sagt um
málið hingað til.
Hvernig tilfinning er það að
vera hætt í Nylon?
„Hún er bara góð. Þetta er ákvörð-
un sem ég er búin að velta fyrir mér
lengi. Þetta var æðislegur tími og
ég vil takast á við eitthvað nýtt. Það
er mikill skilningur hjá Einari og
stelpunum og við erum og verðum
áfram bestu vinkonur. Við höfum
alltaf talað um að ef einhver okk-
ar vilji breyta til að þá verði 100%
skilningur þar á. Við erum búnar að
færa miklar fórnir undanfarin ár og
það standa allir á bak við mig.“
Finnur þú ekkert fyrir tóma-
rúmi eftir að þú hættir?
„Heldur betur ekki. Akkúrat öfugt.
Það er svo margt spennandi að ger-
ast og margar dyr standa opnar. Ég
er bara æðislega þakklát fyrir þetta
tækifæri og þá reynslu sem ég hef
öðlast á undanförnum árum.“
Hvað tekur núna við?
„Veistu, ég er búin að ákveða að
halda því fyrir mig í bili. Ég get þó
sagt að ég ætla ekki í skóla. Maður-
inn minn er að fara í skóla í haust
en ég ætla að gera eitthvað allt ann-
að og nýtt. Mig langar aðeins að
fara úr sviðsljósinu og njóta lífsins
á annan hátt.“
Innilega til hamingju með
brúðkaupið þitt sem var um
síðustu helgi. Hélduð þið
hjónin veislu?
„Takk fyrir það. Já, við héldum helj-
arinnar 170 manna veislu, það var
ofboðslega gaman og dansað fram
eftir öllu. Nylon-stelpurnar sungu
fyrir okkur í athöfninni og það var
alveg æðislega fallegt hjá þeim.“
Héldu stelpurnar ræðu?
„Já, þær héldu ræðu og Einar líka.
Hann kom okkur heldur betur á
óvart. Í lok ræðunnar sagði hann
að þau Áslaugu langaði að gera
eitthvað persónulegt fyrir okkur.
Í þeim töluðu orðum kom Garð-
ar Thor Cortes óvænt og söng fyrir
okkur tvö lög. Þetta var svo fallegt
að tárin streymdu niður kinnarnar
á okkur og veislugestum. Þetta var
alveg geggjað.“
Ég verð að fá að spyrja þig
Emilía, eruð þið farin að huga
að barneignum?
„Hehe, það eru allir að spyrja mig
að þessu en ég get fullvissað þig um
að svo er ekki. Við Pálmi erum ný-
gift og ætlum að njóta lífsins meðan
við erum ung. Við ætlum að njóta
hvort annars áður en við fáum
þriðja aðilann í fjölskylduna.“
Myndir þú taka þátt í Nylon-
endurkomu ef það stæði til,
svona eins og Spice Girls?
„Ég veit það ekki. Eins og staðan er
núna er ég mjög sátt að vera að fara
að takast á við eitthvað annað og
spennandi. Maður veit aldrei hvað
framtíðin ber í skauti sér en ég hef
ekkert velt því fyrir mér.“
Hvað ætlarðu að gera næstu
daga?
„Í þessum töluðu orðum erum við
Pálmi á kafi í flutningum. Við erum
að byggja okkur í Kópavoginum og
erum að undirbúa að flytja þang-
að. Annars erum við að fara í brúð-
kaupsferð um helgina svo það er
nóg um að vera.“
MAÐUR
DAGSINS
VILL TAKAST Á VIÐ
EITTHVAÐ NÝTT
Emilía Björk Óskarsdóttir
stendur svo sannarlega á tímamótum.
Hún hefur sagt skilið við Nylon-söng-
flokkinn og er auk þess nýbúin að giftast
kærasta sínum til fjögurra ára. Emilía
talar um brúðkaupið og framtíðina.
DAGBÓKIN MÍN
Árni Johnsen
Jæjaþá. Nú styttist í Þjóðhá-tíð og ekki seinna vænna að fara að undirbúa sig. Ég er því byrjaður á stífum matar-
og lífstílskúr, Þjóðhátíðarkúrnum
2007. Hann er þannig að ég byrja
daginn á því að sneiða reykt-
ar lundabringur ofan á nokkrar
hverabrauðsneiðar. Þessu skola
ég svo niður með hálfu glasi af
ylvolgu ufsalýsi. Þá sýg ég tvö létt-
stropuð fýlsegg. Að þessu loknu
fylli ég baðkerið af sjó (sem ég ber í
fötum neðan úr fjöru) og ligg í sjó-
baði í um stundarfjórðung, en þá
dembi ég mér í ískalt steypibað.
Þegar ég er búinn að æfa mig
á gítarinn í eins og tíu mínútur, fæ
ég mér dálítið miðmorgunsnarl.
Gjarnan grafnar lundabringur á
skarfakálsbeði sem ég skola niður
með ískaldri mysu. Þá tekur við stíf
gítaræfingalota sem getur staðið
í allt að hálftíma! Ég lærði einmitt
nýtt grip um daginn. Mig minnir
að það heiti Eff. Það heitir allavega
í höfuðið á einhverjum bókstaf.
Þetta grip er ég búinn að æfa þrot-
laust síðan í maí og held ég sé að
ná því.
Nú, þá er bara kominn hádegis-
matur. Snöggsteiktar lundabringur
með kartöflum úr Þykkvabænum
og hömsum. Með þessu drekk ég
svo rjúkandi heitt vatn úr kranan-
um - það er svo gott fyrir röddina.
Kannski má segja að það sé leynd-
ardómurinn á bak við mína björtu
og íðilfögru tenórrödd?
Í síðdegiskaffinu fæ ég mér svo
léttsúrsað lundabringupaté og
flatkökur. Æfi mig á gítarinn. Syng
þjóðsönginn og eitthvað beisikk
- Krummavísur til dæmis, og byrja
svo að undirbúa kvöldmatinn. Það
fer nú alveg eftir því í hvernig skapi
ég er, hvað ég fæ mér - en það eru
mjög miklar líkur á því að það
innihaldi lundabringur. Eða læri.
Þegar ég hef verið á þessum kúr
í nokkra mánuði er ég fær í flest-
an sjó og þess albúinn að standa
í brekkunni einn ganginn enn og
syngja fyrir heimsbyggðina. Eða
Heimaeyna öllu heldur.
Kæra dagbók
Þjóðhátíðar-
kúrinn
SÉÐ MEÐ AUGUM
Í DAG Á MORGUN
HINN DAGINN
Veðrið
+16 3
+12
3
+16
3
+16
3
+14
5
+13
2
+144
+12
2
+13
3
+13 3
+14
2
+13
2
+18
4
+14
4
+13 3
Kærkomnar breytingar?
„Vafalítið munu íbúar á vestanverðu
landinu taka vætunni fagnandi, en í raun
verður úrkoman ekki mikil í magni talið.
Mest munar þó um þá rigningu sem spáð
er í síðari hluta föstudagsins, en á
laugardag og sunnudag verður að heita
má þurrt vestan- og suðvestanlands ef
spár ganga eftir, þó svo að skýjað verði að
mestu,“ segir Einar Sveinbjörnsson
veðurfræðingur. „Einhverrar vætu verður
vart á laugardag á Norðurlandi og einnig
fyrir miðbik Suðurlands og á hálendinu.
Sums staðar gæti meira að segja bleytt
vel í um leið og úrkomuskil ganga austur
yfir landið. Það er hins vegar Austurland
sem virðist ætla að standa upp úr hvað
varðar vænlegasta ferðaveðrið þessa
helgina. Þar verður að heita má þurrt alla
helgina, þónokkurt sólskin og þar einna
hlýjast eða 17 til 20 stiga hiti yfir daginn.
Ekki er heldur hægt að segja ennað en
sæmilega hlýtt verði á landinu,
líka þar sem sólar gætir lítt
eða alls ekki. Þá er að sjá að
hægviðrasamt verði á
landinu öllu. Hálfgerð
áttleysa, þó suðvestan-
stæður ef hægt er að tala
um einhverja vindátt.“