Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Side 4
fimmtudagur 26. júlí 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Sjötíu einstaklingar verða kærðir fyrir að hóta Helga Rafni Brynjarssyni sem var sakaður um hundsdráp á Bíladögum á Akureyri í maí. Nokkrir netverjar hafa haft samband við hann og beðist afsökunar en það mun ekki breyta neinu, allir verða þeir kærðir, að sögn lögfræðings hans Erlendi Þór Gunnarssyni. Málið er komið inn á borð ofbeldisdeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. FYRIRGEFUR EKKI MORÐHÓTANIR valuR GREttisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is „Það að einhverjir hafi haft samband og beðið Helga afsökunar mun ekki hafa áhrif á kærur,“ segir Erlendur Þór Gunnarsson, lögmaður Helga Rafns Brynjólfssonar, sem var ásakaður um að hafa drepið kínverska smáhund- inn Lúkas á hrottalegan hátt. Ásak- anirnar voru úr lausu lofti gripnar og hafa sjötíu manns verið kærðir fyrir meiðyrði og morðhótanir. Kærurn- ar hafa verið lagðar inn hjá ofbeld- isdeild lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. Erlendur segir að búið sé að hafa uppi á nöfnum ríflega helmings þeirra einstaklinga sem hótuðu Helga undir nafnleysi á vefnum. Báðust afsökunar Áður höfðu einhverjir haft sam- band við Helga út af hótununum og beðið hann afsökunar á framferði sínu. Það breytir engu því Helgi ætlar engu að síður að kæra þá. Málið er fordæmisgefandi en ekki hefur áður verið dæmt fyrir ummæli sem birtust eingöngu á heimasíðum eða spjallvefjum á netinu. Aðspurð- ur hvort búast megi við skaðabótum vegna málsins segir Erlendur ómögu- legt um það að segja. Hann bendir þó á að í Bubbadómnum fræga hafi verið dæmdar 700 þúsund krónur í miska- bætur þar sem sagt var að Bubbi væri fallinn á reykingabindindi. Erlendur segir ásakanir á hendur Helga alvar- legri en þar er nánast fullyrt að hann sé morðingi. Forsvarsmenn í hættu „Ef við finnum ekki nafnið á þeim sem stóð fyrir hótununum, verður látið reyna á ábyrgð forsvarsmanna heimasíðnanna þar sem ummæl- in birtust,“ segir Erlendur en það þýðir að forsvarsmenn vefja eins og live2cruize.com og hundaspjall. is ásamt fleirum geti verið í hættu vegna málsins. Refsingar við þeim brotum sem netverjar eru ásakað- ir um eru allt að eins árs fangelsi en það fer eftir tegund brotanna. Falli dómur í málinu verður hann for- dæmisgefandi þar sem enginn hef- ur áður verið dæmdur eða gerður ábyrgur fyrir orðum sínum á verald- arvefnum. ljót ummæli Ummælin sem hafa verið kærð eru mjög gróf. Á vefnum live2cruize. com má finna þessi ummæli: „Ég er sko alveg til í að troða þessu kvikindi ofan í tösku og sparka í hann þangað til hann hættir að væla!!! …andskot- inn hafi það ég væri til í þetta fífl. Eitt stykki 36 mm lykill í smettið á þessu væri UNAÐSLEGT!“ Ummælin skána ekki, því á heimasíðunni hundaspjall. is var þetta skrifað: „HA!! Þessi hálviti er dauður ef ég sé hann!! ÓGEÐ og ekki hægt að kalla þetta manneskju!!“ Því er nokkuð ljóst að það verður ærið verkefni að draga þá einstakl- inga til dóms fyrir þau orð sem látin voru falla á veraldarvefnum. Í rannsókn Málið er komið inn á borð til of- beldisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar verður málið rannsakað til fulls og svo sent til ákæruvaldsins. Enn á eftir að finna alla þá einstaklinga sem fóru ófögrum orðum um Helga og sökuðu hann um hundsdráp. Eins og fyrr segir verður látið á það reyna að gera forsvars- menn vefja sem ummælin birtust á ábyrga fyrir gjörðum gesta sinna. Ekki er ljóst hvenær málið verður dómtekið og segir Erlendur að það sé ómögulegt að giska á hversu langt sé í að rannsókn ljúki. „ef við finnum ekki nafnið á þeim sem stóð fyrir hótununum, þá verður látið reyna á ábyrgð forsvarsmanna heimasíðnanna þar sem ummælin birtust.“ „Við hreinsuðum um átta tonn af rusli en við pössuðum okkur á að skilja smá eftir handa bænum,“ segir Tómas J. Knútsson, ábyrgðarmaður og stofnandi Bláa hersins. Á mánu- daginn tóku samtökin Blái herinn, sem Tómas stofnaði ásamt alþjóð- lega vinnuhópnum Seeds, til hend- inni í fjörunni á Akranesi. Hópurinn safnaði þar átta tonnum af járnarusli fyrir framan skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts. Blái herinn er samtök sem Tóm- as stofnaði árið 1998 en þá starfaði Tómas sem sportkafari og hreinsaði rusl upp af hafsbotni ásamt nemend- um sínum. Samtökin færðu sig upp á land nokkrum árum síðar og hafa hreinsað hundruð tonna af rusli síð- an þá. „Við vorum búin að hreinsa um fimmtíu tonn af rusli neðansjávar og síðan þá höfum við hreinsað upp um þrjú hundruð tonn af rusli. Í kjölfar framtaks Bláa hersins og Seeds hefur Akranesbær gefið það út að þeir ætli að taka til hendinni í fjörum bæjar- ins. „Það er hægt að þrífa endalaust því það er svo mikið af rusli og drasli alls staðar. Þetta hefur samt skánað mik- ið á undanförnum árum en þetta er leiðréttingarverkefni úr fortíðinni og því verður aldrei lokið. Fyrir ást mína á landinu get ég ekki látið þetta óátal- ið,“ segir Tómas en Blái herinn hefur verið áberandi í sumar og meðal ann- ars tekið til hendinni í Vestmannaeyj- um þar sem hann var í eina viku. „Við tókum ein fimm tonn af rusli og drasli sem lágu út um allar jarðir. Síðan höf- um við mikið unnið á Reykjanesskag- anum á undanförnum misserum og munum halda því áfram. Ég er Kefl- víkingur og ég vil helst ekki fara mikið út á land fyrr en ég er búinn að sjá all- ar syndir fortíðarinnar teknar í gegn.“ Tómas segir að verkefni sem þessi geti verið kostnaðarsöm en hann hef- ur þó góða bakhjarla sem styrki hann með reglulegu millibili. „Við höfum einn og einn styrktaraðila en Toy- ota er aðalstyrktaraðili Bláa hersins. Svo njótum við stundum liðsinnis frá íþróttafélögum og björgunarsveitum sem koma með okkur í dagshreinsan- ir,“ segir Tómas. Næstu verkefni Bláa hersins verða á Reykjanesinu. einar@dv.is Blái herinn hefur tekið til hendinni í sumar: Hreinsuðu átta tonn af rusli Gildrur á Kefla- víkurflugvelli Varnaræfingin Norðurvíking- ur verður haldin í næsta mánuði og er undirbúningur æfingar- innar kominn á fullt. Í gær voru starfsmenn Keflavíkurflugvallar, sem annast tækjabúnað flug- vallarins, að endurnýja svokall- aða þotugildru en það eru vírar sem eru strengdir yfir flugbraut- ina. Gildrurnar eru notaðar svo herflugvélar eigi auðveldara með að bremsa á flugbrautum. Frá því að orrustuflugvélar varnarliðsins hurfu á brott var komið að gagn- gerri endurnýjun og unnu starfs- menn flugvallarins við það í gær. Merkilegustu mannvirkin Á Vestfjörðum er hafin keppni þar sem leitað er að sjö merki- legustu manngerðu stöðunum á svæðinu. Það er svæðisútvarp fjórðungsins sem stendur að keppninni og býðst öllum Vest- firðingum og ferðamönnum þess kostur að taka þátt í keppninni. Fimm manna dómnefnd, sem skipuð verður helstu mann- virkjasérfræðingum svæðis- ins, mun fara yfir tillögurnar og ákveða hvaða mannvirki vinnur. Hugmyndir eiga að sendast á ru- vest@ruv.is og þarf rökstuðning- ur að fylgja með. Varað við svikum „Nýjar aðferðir við svika- starfsemi skjóta reglulega upp kollinum og hringingar beint í fyrirtæki eru orðnar algeng- ar,“ segir í tilkynningu á vefsíðu Samtaka ferðaþjónustunnar. Mikið hefur borið á því und- anfarið að reynt er að svíkja fjármagn út úr fyrirtækjum og hafa til dæmis hótel orðið fyrir barðinu á óprúttnum aðilum. Er það þó sérstaklega eitt fyrir- tæki sem hefur verið bendlað við mikla svikastarfsemi en það er fyrirtækið European City Guide. Hefur fyrirtækið meðal annars reynt að láta fyr- irtæki skrá sig í gagnabanka án endurgjalds, en þegar á hólm- inn er komið þarf að reiða fram fúlgur fjár fyrir skráning- una. Áhyggjuefni „Þessar aðgerðir hafa mik- il neikvæð áhrif á samfélagið hér í Snæfellsbæ og tekjumissir samfélagsins verður rúmir tveir milljarðar krónar,“ segir í til- kynningu sem bæjarráð Snæfellsbæjar sendi frá sér í gær. Er tilkynn- ingin send út í kjöl- far niðurskurðar á aflaheimild- um þorsksins á næsta fiskveiði- ári. Eru þetta niðurstöður úr skýrslu sem Atvinnuráðgjafar Vesturlands unnu fyrir bæjar- ráðið. Segir í tilkynningunni að bæjarráðið óski eftir því að rík- isstjórnin komi með mótvægis- aðgerðir til handa bæjarfélaginu sem verður af miklum tekjum vegna skerðingarinnar. tómas Knútsson og félagar tóku til hendinni í allt sumar. lúkas heim Kínverski smáhund- urinn lúkas er kominn í faðm eigenda sinna eftir að hafa hafst við á ruslahaugi í sumar. Helgi Rafn Brynjarsson Hefur kært sjötíu einstaklinga fyrir hrikaleg ummæli þar sem hann var sakaður um dýraníð. Hann reyndist saklaus af því að drepa hundinn lúkas.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.