Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Síða 18
fimmtudagur 26. júlí 200718 Sport DV ÍÞRÓTTAMOLAR Yamamoto til SpYker japanski ökuþórinn Sakan Yamamoto er að ganga til liðs við Spyker-liðið hollenska. mun hann koma í stað Christjan albers frá Hollandi en hann var rekinn eftir breska kappakstur- inn. markus Winkelhock, tilraunaökuþór Spyker, ók í stað albers á Nürburgring um síðustu helgi. Samkvæmt fréttum mun Yamamoto ljúka tímabilinu með Spyker en hann skrifar undir samning í dag. Yakamoto keppti fyrir hönd Super aguri um tíma í fyrra en þótti ekki standa sig nægilega vel. Hann hefur á þessu ári keppt í g2-mótaröðinni til að öðlast meiri reynslu á kappaksturs- brautum í Evrópu. meiri preSSa á Benítez josé mourinho, hinn málglaði knatt- spyrnustjóri Chelsea, segir að kollegi hans hjá liverpool, rafael Benítez, sé undir meiri pressu en áður. Benítez hefur eytt um 40 milljónum punda í nýja leikmenn. „Nú gera allir stuðnings- menn liðsins að sjálfsögðu kröfu um sigur. Hingað til hefur Benítez skýlt sér á bak við þá afsökun að önnur lið hafi eytt meiri peningum. Nú getur hann ekki notað þá afsökun,“ sagði mourinho en einng spáir hann því að tottenham muni koma á óvart á næsta tímabili. „tottenham hefur styrkt sig fyrir átökin og liðið hefur fleiri enska landsliðsmenn en nokkurt annað lið í deildinni.“ nýr anfield í gær voru kynntar tölvuteikningar að nýjum leikvangi liverpool sem á að byggja við Stanley Park. leikvangurinn mun taka 60.000 manns í sæti en mögulegt verður að stækka hann upp í 75.000 manna leikvang. Áætlað er að völlurinn verði tilbúinn 2010 en stolt hans verður nýja Kop-stúkan sem mun taka 18.000 manns. Þar verður setið þéttar en áður til að skapa enn magnaðri stemningu og stúkan verður brattari. Þakið á stúkunni er hannað með það í huga að magna upp hávaða. Bygging vallarins mun kosta 300 milljónir punda. Gleði í BaGdad Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á götum Bagdad í gær enda hafa írakar aldrei náð jafnfræknum árangri á knattspyrnuvellinum. landslið írak gerði sér lítið fyrir og lagði Suður-Kóreu í skemmtilegum undanúrslitaleik í asíubikarkeppninni en þeirri keppni má líkja við Evrópumót landsliða. Það er ljóst að írak mun mæta Sádi-arabíu í úrslitaleik mótsins en Sádar sigruðu japan 3-2 í hinum undanúrslitaleikn- um. japan og Suður- Kórea leika um þriðja sætið á laugardag en úrslitaleikurinn verður á sunnudaginn. Þróttur heimSækir Stjörnuna í kvöld klukkan 20:00 mætast Stjarnan og Þróttur í 1. deild karla en þetta er fyrsti leikur þrettándu umferðar deildarinnar. Þróttarar sitja í öðru sæti deildarinnar, eru fjórum stigum á eftir toppliði grindavíkur sem mætir leikni í Breiðholtinu annað kvöld. Þrjú lið munu komast upp í úrvalsdeildina en það verður stórleikur á Eskifjarðarvelli á morgun þegar liðin í þriðja og fjórða sætinu mætast, fjarðabyggð og fjölnir. Þá tekur reynir Sandgerði á móti íBV annað kvöld en á laugardag verða tveir leikir á dagskránni, Ka og Njarðvík eigast við og Víkingur Ólafsvík tekur á móti Þór akureyri. Media Sports Investments ætlar að berjast til síðasta blóðdropa í Tevez-málinu: MSI kærir West Ham út af Tevez Fjárfestingafélagið Media Sports Investments (MSI) hefur hafið lögsókn á hendur West Ham eftir að Alþjóða- knattspyrnusambandið (FIFA) mælti með því að Tevez-málið færi fyrir gerð- ardóm íþrótta. MSI segist eiga Carloz Tevez og telur sig eiga að fá þá 3,6 milljarða sem Manchester United er tilbúið að borga fyrir leikmanninn. MSI er að hluta til í eigu íranska viðskiptamannsins Kia Joorabchian. Fjárfestingafélagið telur að öll við- skipti með leikmanninn eigi að fara í gegnum sig þar sem félagið hafi um- ráð með fjárhagshlið leikmannsins. Þess háttar viðskiptahættir eru ekki óalgengir í Suður-Ameríku, þar sem Tevez lék áður með Corinthians og Boca Juniors. West Ham telur hins vegar að að- ild þriðja aðila í málinu sé ekki leng- ur fyrir hendi. Aðild þriðja aðila í málum leikmanna er bönnuð í Eng- landi og West Ham nýtur stuðnings ensku úrvalsdeildarinnar í málinu. Það sem West Ham hefur fyrir sér í málinu er að ef enska úrvalsdeildin hefði ekki viðurkennt að aðild þriðja aðila í málinu væri úr sögunni hefði Tevez aldei mátt spila með West Ham á síðustu leiktíð. FIFA fékk málið inn á sitt borð eft- ir að enska úrvalsdeildin hafði dæmt West Ham í hag og FIFA mælti með því að málið færi fyrir gerðardóm íþrótta. Líklegt er talið að gerðar- dómurinn dæmi einnig West Ham í vil. Við það getur Kia Joorabchian ekki unað og nú ætlar MSI að fara með mál- ið fyrir hæstarétt. Það verður að teljast líklegt að hæstiréttur dæmi MSI í vil þar sem alþjóðleg viðskiptalögfræði sér ekkert athugavert við sameiginlega aðild eða aðild þriðja aðila í eignum. Sem dæmi um það er að þrír eða fleiri aðilar geta átt hlutabréf í hlutafélagi. Málið er því komið í enn meiri hnút. West Ham sér um að borga leikmann- inum laun, hefur leikheimild fyrir hann og telur sig því eiga leikmanninn. MSI telur sig einnig eiga leikmanninn og segir að West Ham hafi aldrei borg- að fyrir. Málið fer nú líklega bæði fyr- ir gerðardóm og hæstarétt. Það verður því enn bið á því að Tevez fái ósk sína uppfyllta. dagur@dv.is allt í hnút tevez-málið ætlar engan endi að taka og nú hefur media Sports investments hafið lögsókn á hendur West Ham. ÆTLAð Að fyLLA sTÓRT skARð Margir stuðningsmenn Arsenal eru efins um að króatíski sóknarmaðurinn eduardo da Silva sé nægilega sterkur fyrir ensku úrvalsdeildina. Hann var keyptur til liðsins fyrir stór- an hluta þeirrar upphæðar sem thierry henry var seldur á. Arsenal hefur verið heldur rólegt á leikmannamarkaðnum í sumar miðað við hin stórliðin á Englandi. Margir vilja meina að það sé eina stórliðið sem sé ekki að styrkja sig fyrir komandi tímabil. Félagið hefur misst sinn sterkasta leikmann, sókn- armanninn Thierry Henry, sem hefur oft sýnt ótrúleg tilþrif í búningi í félagsins. Einnig er hinn sænski Freddie Ljungberg farinn en hann var sá leikmaður innan raða félagsins sem hafði verið hjá því lengst. Þá eru nokkrir minni spámenn einnig farnir. Í staðinn hefur Arsenal fengið þrjá leikmenn sem eiga það sameiginlegt að vera ekki inni í orðabók hins almenna fótboltaáhugamanns. Sá af þeim sem mestar vonir eru bundnar við er króatíski sóknarmaðurinn Eduardo da Silva sem er beint og óbeint ætlað að fylla skarðið sem Henry skil- ur eftir sig. mun sakna dinamo „Ég er ótrúlega ánægður með að vera kom- inn til stórliðs eins og Arsenal er. Á sama tíma er ég spenntur og ég leyni því ekki að það er smá stress í mér. Mér hefur liðið rosalega vel þessi átta ár sem ég hef spilað með Dinamo Zagreb. Ég mun sakna félagsins og þess frábæra anda sem þar ríkir. Ég hef eignast marga af mínum bestu vinum hjá þessu félagi,“ sagði da Silva sem fædd- ist í Brasilíu en hann er 24 ára. „Ég er handviss um það að einn daginn mun ég snúa aftur til Dinamo en nú er allur minn hug- ur hjá Arsenal. Það hefur verið minn draumur að spila með einhverju af stærstu liðum Evrópu og þegar tækifærið gafst greip ég það að sjálfsögðu,“ sagði da Silva en mjög stór hluti þeirrar upphæð- ar sem Arsenal fékk fór í kaupin á honum. 34 mörk í 32 leikjum Þegar Eduardo da Silva var fimmtán ára gam- all fluttist hann til Zagreb, höfuðborgar Króatíu, og gekk til liðs við Dinamo Zagreb. Þaðan var hann síðan lánaður til NK Inker Zaprešic sem þá lék í króatísku 2. deildinni og skoraði hann þar tíu mörk í fimmtán leikjum. Hann kom aftur til Dinamo reynslunni ríkari og var ekki lengi að vinna sér inn fast sæti í liðinu. Hann var valinn leikmaður ársins í króatísku deildinni árin 2004 og 2006. Da Silva hefur afrekað það að skora gegn sínu núverandi félagi en það gerði hann í und- ankeppni Meistaradeildar Evrópu á síðasta ári. Arsenal vann 5-1 samanlagðan sigur en da Silva skoraði eina mark Dinamo í leiknum. Hann spilaði frábærlega tímabilið 2006-07 og spilaði alla átján leiki Dinamo fyrir vetrarhlé og skoraði í þeim átján mörk. Það var síðan 12. maí sem da Silva skoraði tvö mörk í 4-0 sigri gegn NK Zagreb en það voru mörk númer 30 og 31 hjá honum á tímabilinu. Þar með setti hann nýtt met í króatísku deildinni en hann skoraði fleiri mörk en nokkur annar maður hefur gert. Fyrra metið átti Goran Vlaovic sem gerði 29 mörk tímabilið 1993-94. da Silva skoraði í heildina 34 mörk í 32 leikjum. Eduardo da Silva hefur ekki aðeins náð að skora gegn Arsenal heldur einnig gegn enska landsliðinu. Það gerði hann með því króat- íska í undankeppni Evrópumótsins með skalla yfir Paul Robinson. Króatía vann þann leik 2-0. Hann á alls fjórtán leiki og átta mörk að baki með króatíska landsliðinu þar á meðal er mögnuð þrenna sem hann skoraði í 4-3 sigri gegn sterku liði Ísrael.Enska úrvalsdeildin er talsvert mun sterkari en sú króatíska og verður spennandi að sjá hvernig Eduardo da Silva nái að fóta sig þar. Allavega verður að teljast harla ólíklegt að hann nái að skora yfir þrjátíu mörk í Englandi. Skarðið sem honum er ætlað að fylla er ansi stórt og ljóst að væntingar stuðnings- manna Arsenal eru miklar. Það er ekkert grín að leysa af Thierry Henry. Áhyggjuraddir heyrast í mörgum stuðn- ingsmönnum liðsins fyrir komandi vetur enda er það nokkuð spurningamerki fyrir tímabil- ið. Auk Eduardo da Silva hefur Arsenal fengið varnarmanninn Bacary Sagna frá franska lið- inu Auxerre og markvörðinn Lukasz Fabianski frá Legia Varsjá. elvargeir@dv.is markaSkorari da Silva hefur skorað átta mörk í fjórtán landsleikj- um fyrir Króatíu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.