Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Qupperneq 26

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Qupperneq 26
24 ekki gert mócefnapróf hjá konunni, þegar hún kom á deildina til fæðingar. Mögu- leiki er því fyrir hendi, að konan hafi í rauninni verið tekin til við að mynda mótefni fyrir fæðinguna, þótt barn henn- ar hafi reynst Coombs-neikvætt. Til fróðleiks má geta þess, að þessi kona fæddi barn á Landspítalanum 1975, sem reyndist vera með Rhesus-sjúkdóm á lágu stigi. Árlegar skýrslur um Rhesus-varnir frá upphafi gáfu til kynna, að mjög vel var á þessum málum haldið í landinu öllu. Allar Rhesus-neikvæðar konur, sem urðu barnshafandi, voru í reynd undir siöðugu eftirliti. Þótti því ekki ástæða til að halda ofangreindri mótefnakönnun áfram. 7. Rhesus-varnir 1971-1978 Reynslu fyrsta ársins hefur þegar ver- ið gerð nokkur skil. Gerðar voru mark- vissar tilraunir til þess að bæta árangur hvað snerti fósturlát og fóstureyðingar eftir þá reynslu. Minni sjúkrahúsum landsins tókst þetta vel vegna fæðar fósturláta. Hins vegar reyndist mun erfið- ara að fást við þessi mál á stærri sjúkra- húsum, einkum þó Fæðingadeild Land- spítalans, vegna mikils fjölda tilfella og stutts legutíma, svo sem áður hefur ver- ið getið. Þegar á öðru ári Rhesus-varna, hófu nokkur sjúkrahús í landinu að fram- kvæma blóðflokkanir og Coombs-próf hjá nýfæddum. börnum. Hefur tilhneigingin verið í þessa átt alla tíð síðan og stöðugt gerist algengara, að meinatæknar séu ráðn- ir til starfa að sjúkrahúsum landsins. Blóðbankinn í Reykjavík annast þó sem fyrr allan þorra þessara rannsókna. Blóðflokkanir hjá barnshafandi konum, mótefnamælingar (screen-tests) og magn- mælingar (titer-mælingar) eru eingöngu framkvæmdar þar eins og frá upphafi. Tafla 17 sýnir tegundir og fjölda rann- sókna framkvæmdar í Blóðbankanum í Reykjavík 1970-1978 vegna Rhesus-varna. Þar kemur greinilega í ljós sú þróun, sem orðið hefur á þessu sviði frá því að Rhesus-varnir hófust. Blóðflokkunum hjá barnshafandi kon- um fjölgaði jafnt og þétt fyrstu þrjú ár- in eftir að Rhesus-varnaeftirlitið hófst. Aukningin eftir fyrsta árið stafar fyrst og fremst af því, að eldri og ófullkomn- ari blóðflokkunaraðferð, sem framkvæmd var víða um land, var nú felld niður og allar blóðflokkanir á þunguðum konum fluttust til Blóðbankans í Reykjavík. Eftir árið 1972 verður lítil breyting á fjölda blóðflokkana hjá þunguðum kon- um, þar til síðustu þrjú árin og þó eink- um árið 1978, er Blóðbankinn í sívaxandi mæli tók að framkvæma endurblóðflokk- anir á þunguðum konum í öryggisskyni. Fjöldi mótefnamælinga (skimprófa) hef- ur farið sívaxandi svo sem fram kemur í töflunni. Sama er að segja um Coombs- próf hjá nýburum. Hins vegar hefur magnmælingum (titer- mælingum) fækkað úr 90 árið 1970 í 15 árið 1978. Hér er um bein áhrif Rhesus- varna að ræða. Tafla 17 vekur athygli á tveim atrið- um, sem verulegu máli skipta um árang- ur Rhesus-varna í landinu og gang þeirra: í fyrsta lagi sýnir fjöldi magnmælinga TAFLA 17. Tegundir og fjöldi rannsókna í BlóÖbankanum í Reykjavík 1970—1978 vegna Rliesus-varna. Ár 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 ABO flokkanir 2060 2551 3062 2969 2640 2719 3349 3191 4100 Rh-D flokkanir 2060 2551 3062 2969 2640 2719 3349 2191 4100 Skimpróf (screen) 830 1311 1395 1253 1302 1438 1547 1605 1831 Þynning (Titer) 90 79 75 64 39 41 51 52 15 Coombs próf 396 475 532 477 536 504 582 544 619 Aðrar rannsóknir* Mótefni Rh D + blóða 164 15 31 42 32 61 58 *141 *86 1937 Rannsóknir alls 5600 6982 8157 7774 7189 7482 8936 8724 12688 * Talin hver einstök rannsókn.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.